Þjóðviljinn - 07.11.1987, Side 7
Nicaragua
Ortega fellst
á viöræöur
Nú er talið nœr útilokað að
Bandaríkjaþing samþykki auknar
fjárveitingar til Kontraliða
Svíþjóð
Happa-
fundur
Fyrir skömmu uppgötvaðist að
sænska Þjóðarsafnið á í fórum
sínum fleiri dýrgripi en áður var
talið. Þá kom í ljós að í skjalasafn-
inu leyndist lítil frummynd eftir
ítalska endurreisnarsnillinginn
Rafael.
Myndin er frumriss meistarans
af hluta hinnar frægu fresku
„Drottinn birtist Nóa“ er hann
málaði í Páfagarði árið 1508.
Það var austurríski listfræðing-
urinn Sylvia Fering Pagden er
fann verkið er hún var að róta í
gömlum og lélegum Rafael eftir-
líkingum frá því á átjándu öld.
Hún er sérfræðingur í verkum
Rafaels og sá því strax hverskyns
var. Myndin sýnir Nóa krjúpa
frammi fyrir drottni allsherjar
sem tjáir honum að flóð sé í bí-
gerð.
-ks.
Forseti Nicaragua, Daníel Or-
tega, þykir hafa sýnt mikla
undanlátssemi með því að fallast
á að eiga beinar viðræður við
Kontraliða um vopnahlé. Fram
að þessu hefur hann harðneitað
að eiga orðastað við þá en viljað
ræða beint við Bandaríkjastjórn
sem stendur straum af kostnaði
við spellvirki uppreisnarmann-
anna.
Tilboð Ortegas hleypir nýju lífi
í umræðuna um frið í Mið-
Ameríku um það bil sem friðará-
ætlun forsetanna fimm gengur úr
gildi. Sú afstaða stjórnarinnar í
Managua að harðneita viðræðum
við Kontraliða var af ýmsum talin
helsta ástæða þess að tvísýnt var
um örlög friðaráætlunarinnar.
En nú er staðan breytt.
Ónefndur erlendur stjórnmála-
maður sem nú er gestur ríkis-
stjórnar Nicaragua og talinn
öllum hnútum kunnur í landinu
hefur eftirfarandi til málanna að
leggja: „Þetta var mjög erfið
ákvörðun fyrir Ortega. En þetta
er mjög jákvætt skref framávið
Indland
Þingdeilur um Sri Lanka
Tamílskir fulltrúar áindverska þinginufordœma hernað
stjórnarinnar á Sri Lanka
Rajiv Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, sætti harðri
gagnrýni stjórnarandstöðunnar á
þingi í gær vegna umsvifa ind-
verska hersins á Sri Lanka.
Andstæðingar hans ruku út af
fundum beggja þingdeilda með
brauki og bramli er stjórnin
neitaði að taka sókn hers síns á
hendur tamflskum skæruliðum á
Jaffnaskaga eyríkisins til um-
ræðu.
Juníus Jayewardene, forseti
Sri Lanka, er nú staddur í Nýju-
Delhi og hafa þeir Gandhi rætt
um ákvæði friðarsamnings síns
fyrir eyríkið. Einkum hafa við-
ræðurnar snúist um heimastjórn í
norður og austurhlutum landsins
þar sem tamflar eru í meirihluta
íbúa.
Tveir tamflskir þingmenn í Lok
Sabha (neðri deild indverska
þingsins) voru sérlega harðorðir í
garð stjórnarinnar vegna hernað-
arumsvifanna á Sri Lanka. Sök-
uðu þeir indverska dáta um
„grimmdarverk“ á Jafnaskaga og
staðhæfðu að mikill fjöldi al-
mennra borgara úr röðum tamfla
hefði látið lífið í átökunum þar
undanfarnar vikur. Það er kunn-
ara en frá þurfi að segja að á
Suður-Indlandi búa um 50 milj-
ónir tamfla og hafa þeir náin sam-
skipti við frændur sína handan
sundsins.
Fjöldi þingmanna stjórnarand-
stöðunnar krafðist þess að Ind-
verjar lýstu yfir vopnahléi þegar í
stað án þess að gera það að skil-
yrði að Tígrarnir afhentu þeim
vopn sín.
Um 20 þúsund indverskir her-
menn eru nú á Sri Lanka og á
þorri þeirra í útistöðum við Tam-
fltígra. Indverska herstjórnin
kveður 220 dáta sinna hafa fallið
frá því bardagar hófust þann 10.
október. Ennfremur segir hún
773 skæruliða liggja í valnum.
Talsmaður Tígranna sjálfra segir
þetta alrangt, fáir liðsmanna
sinna hafi fallið en þeim mun
fleiri óbreyttir borgarar.
-ks.
Leiðtogar Nicaragua hafa fallist á að eiga orðastað við Kontraliða. Frá vinstri:
Humberto Ortega varnarmálaráðherra, Tómas Borge innanríkisráðherra og
Daníel Ortega forseti.
og hlýtur að auka mönnum
bjartsýni á framgang friðaráætl-
unarinnar."
Um leið og Ortega gerði
Kontraliðunum tilboð um við-
ræður lýsti hann því yfir að um
þúsund fangar yrðu leystir úr
haldi. En hann bætti því við að
frekari uppgjöf saka sem og afl-
étting neyðarástandslaga væri
undir því komið hvort Banda-
ríkjamenn létu af fjárstuðningi
við Kontraliðana.
Stjórn Reagans forseta í Was-
hington hefur hamrað á því við
leiðtoga Bandaríkjaþings að
þeim væri ekki stætt á öðru en að
samþykkja auknar fjárveitingar
til Kontraliðanna þar eð Sandin-
istastjórnin vilji ekkert við þá
tala. Á síðasta fjárlagaári fengu
uppreisnarmenn 100 miljónir
dala af bandarísku almannafé og
nú vill Reagan óður og uppvægur
afhenda þeim enn hærri upphæð.
Heimildamenn í Washington
segja tilboð Ortegas setja stórt
strik í þennan reikning Banda-
ríkjaforseta. Vitað var að þing-
menn eru tregir til að ausa gegnd-
arlaust í Kontrahítina en nú er
talið nær útilokað að þeir fallist á
að fjármagna vopnakaup þessara
skjólstæðinga Reagans.
-ks.
Skipulagsstjórn
Kvosin rædd
Guðrún Jónsdóttir arkitekt
hefur beðið Þjóðviljann um að
koma eftirfarandi leiðréttingu á
framfæri.
„í grein íÞjóðviljanum 6. nóv.,
þar sem fjallað er um setu Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar í skipu-
lagsstjórn ríkisins og bókun mína
í því sambandi gætir vissrar óná-
kvæmni. Vilhjálmur er nýskipað-
ur varamaður í skipulagsstjórn,
en á fyrsta og eina fundi stjórnar
eftir að gengið var frá skipun
hans var deiliskipulag Kvosar-
innar til umræðu og meðferðar í
skipulagsstjórn.
Þar sem Vilhjálmur hefur
greitt atkvæði um það mál í
skipulagsnefnd, borgarráði og
borgarstjórn áleit ég rétt að fá
úrskurð félagsmálaráðuneytisins
á því, hvort þátttaka hans í um-
ræðum og atvkæðagreiðslu um
þetta í skipulagsstjórn, gæti orðið
til þess að afgreiðsla skipulags-
stjórnar á málinu yrði véfengd
eða úrskurðuð markleysa.
Tillaga að Aðalskipulagi
Reykjavíkur sem í greininni er
nefnt heildarskipulag borgarinn-
ar, var ekki á dagskrá fyrrnefnds
fundar, þótt hún að vísu sé um
þessar mundir til meðferðar hjá
skipulagsstjórn. Annað og meira
hef ég ekki um þetta mál að segja
að svo stöddu.“
Guðrún Jónsdóttir
I
VIÐHORF
A.m.k. jafngóö
-ef ekki betri
Niðurlag greinar eftir Guðrúnu Agústs-
dóttur
Þau mistök urðu við birtingu
viðhorfsgreinar eftir Guðrúnu
Ágústsdóttur borgarfulltrúa í
blaðinu í gær að niður féll síðasti
hlutinn. Við biðjum Guðrúnu og
lescndur alla afsökunar á þessum
mistökum og birtum hér ioka-
kafla greinarinnar.
Það hefur því valdið veru-
legum vonbrigðum að heyra fá-
einar konur i flokknum segja nú
að þær treysti þeim karli sem
einnig er í framboði mun betur til
formennskunnar, þar sem hann
hafi mun meiri reynslu.
Hvers konar reynslu mér er
spurn. Hver er tilbúinn til að
meta hvort reynsla Ólafs Ragn-
ars, sem vissulega er annars kon-
ar reynsla en Sigríðar dugi betur í
því starfi innan flokks sem utan
sem formaður flokksins gegnir?
Þetta er þó ekki það versta sem
nú heyrist. Það versta er að heyra
konur sem talið hafa sig verulega
kvenfrelsaðar fullyrða að karl-
arnir í flokknum hafi fundið Sig-
ríði og bjóði hana nú fram til að
stjórna í gegnum hana. Hún verði
viljalausF verkfæri í höndum
þeirra, langt í burtu, fjarri öllum
fjölmiðlum og völdum. Auðvitað
koma svona kvenfyrirlitningar-.
raddir ævinlega upp þegar kona
gerist svo djörf að telja sig geta
gegnt hefðbundnu karlastarfi.
Við þekkjum mýmörg dæmi
slíks, en að heyra slíkar raddir
innan okkar flokks gengur gjör-
samlega fram af manni. Það er
jafnframt alveg augljóst að þetta
fólk þekkir ekki Sigríði og hennar
störf, og skal ég fúslega viður-
kenna, að það er hennar stærsti
veikleiki í þessu innanflokks-
kjöri. Því ég fullyrði, að ef fólk
sem nú lætur kvenfyrirlitningu ná
á sér tökum hefði kynnst Sigríði
og hennar störfum, t.d. hvernig
hún hefur leitt bæjarmálapólitík-
ina á Akureyri og hlut hennar í
landsmálapólitík flokksins, þá
myndi það ekki láta sér detta í
hug að tala á þennan hátt.
Konur á landsfundi, sem styðja
Ólaf Ragnar, hafa auðvitað fullt
leyfi til að láta aðdáun sína á hon-
um í ljós og draga fram rök um
hæfni hans umfram Sigríði, en
það liggur við að þær hafi ekki
leyfí til að beita rökum kvenfyrir-
litningarinnar á þennan hátt. Þar
með er verið að grafa undan öllu
því starfi sem unnið hefur verið í
flokknum í þágu kvennabaráttu.
|S! Hundahreinsun
l|| í Reykjavík
Samkvæmt 5. gr. reglugeröar nr. 201/1957 um
varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6
mánaöa hreinsaöir af bandormum í október eða
nóvembermánuði.
Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til
starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun.
Við greiðslu árlegra leyfisgjalda (gjalddagi 1.
mars) þarf að framvísa gildu hundahreinsunar-
vottorði.
Eldri vottorð en frá 1. september verða ekki tekin
gild.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar ettirtaldar stöður við læknadeild Háskóla
(slands:
Hlutastaða lekotrs (37%) í geðsjúkdómafræði, hlutastaða dósents
(37%) í þvagfæraskurðlækningum og hlustastaða dósents (37%) í
háls-, nef og eymasjúkdómafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og
ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
4. nóvember 1987
Laugardagur 7. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7