Þjóðviljinn - 07.11.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 07.11.1987, Side 12
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiN Laugardaour 7. nóvember 1987 249. tölublað 52. órganour SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Krókaveiðar Tiiraun með gervibeitu Guðjón Ormsson: Spar- ar kostnað við beitningu „Tilgangurinn með þessum til- raunum mínum með gervibeitu er að spara kostnað við beitningu og beitukaup. Einnig hef ég hannað og smfðað sjálfvirka beitningar- vél sem séralfarið um sjálfa beitninguna,“ sagði Guðjón Ormsson rafvirkjameistari í Njarðvíkum í samtaii við Þjóð- viljann. I nýjasta tölublaði Fiskifrétta er sagt frá því að tilraun hafi verið gerð með gervibeituna um borð í línubátnum Freyju GK 364 í tveimur bjóðum, en sá guli hafi ekki viljað líta við henni, en aftur á móti tekið vel á móti hefðbund- inni beitu og með henni hafi skip- verjar fiskað ágætlega í Kolluáln- um. Að sögn Gunnars var í þessari tilraun með vélbátnum Freyju GK aðeins verið að prófa hvort beitan tyldi á króknum og hafi sú tilraun gefist vel. Aftur á móti þyrfti frekari rannsókna við um bragðefnið sem smurt væri á gúmmítúttuna til þess að þorsk- urinn biti á agnið. Sagði Gunnar að tilraunir um bragðefni stæðu yfir í Hirtshals í Danmörku þar sem öll aðstaða til slíkrar prófun- ar væri mjög góð og vonaðist hann til þess að niðurstöður af þeim tilraunum gætu legið fyrir eftir þrjár vikur eða svo. Að sögn Guðna Þorsteinssonar fiskifræðings sem fór með þegar tiiraunaveiðarnar með gervi- beituna fóru fram í umræddum róðri Freyju GK, hefur þessi að- ferð við að reyna að veiða fisk með gervibeitu veriðreynd víðs vegar úti í hinum stóra heimi en árangurinn hingað til ekki verið umtalsverður. „Vandamálið er að finna réttu bragðefnin sem smurð eru á gúmmítútturnar og hversu lengi lyktin heldur sér þegar í djúpið er komið,“ sagði Guðni Þorsteinsson fiskifræðing- ur í samtali við Þjóðviljann Gugnað á frelsinu Aaðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna í fyrra- dag var felld tillaga þess efnis að lýsa yfír áframhaldandi stuðningi við frjálst fiskverð. Við atkvæða- greiðslu um tillöguna, sem borin var upp af Hornfirðingum, voru þriðjungi fleiri á móti henni en með. Fulltrúi L.Í.Ú. mun því leggja til í Verðlagsráði sjávarút- vegsins að ráðið ákveði nýtt lág- marksverð á helstu botnfiskteg- undum, eftir 15. nóvember næstkomandi, en þá rennur út samþykkt Verðlagsráðs um frjálst fiskverð. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mætti tillaga Hornfirðinga mestri andstöðu frá útgerðar- mönnum frá Austfjörðum, en einnig frá útgerðum á Norður- landi, Vestfjörðum og frá Suður- nesjum. Þjóðviljinn leitaði álits Hólmgeirs Jónssonar fram- kvæmdastjóra Sjómannasam- bands íslands á þessari kúvend- ingu útgerðarmanna í afstöðu þeirra til frjáls fiskverðs, en sem kunnugt er hafa útgerðarmenn oft á tíðum verið manna hávær- astir um aukið frelsi sér til handa í málefnum sjávarútvegsins. Hólmgeir sagði að eftir þessa at- kvæðagreiðslu á aðalfundi út- vegsmanna hlyti sú spurning að vakna hvort fiskvinnslan væri ekki farin að ráða afstöðu útgerð- armanna til frjáls fiskverðs, en eins og kunnugt er hefur fisk- vinnslan verið mjög aridsnúin frjálsu fiskverði frá því það var tekið upp í fyrsta skipti í sumar, og kvartað mjög yfir því hvað sjó- menn væru heimtufrekir og ósanngjarnir varðandi fiskverðs- samninga við vinnsluna. „Afstaða sjómanna hefur ekk- ert breyst varðandi frjáls fiskverð og við munum halda þeirri af- stöðu til streitu í Verðlagsráði sjávarútvegsins þegar ráðið kem- ur saman til fundar til að ákveða framhaldið um frjáls fiskverð eður ei eftir 15. nóvember," sagði Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri. grh Manneldi Forvamastofnun Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur nú hafíst handa við undirbúning að gerð frumvarpsdraga um Forvarna- stofnun ríkisins, en slíkri stofnun er m.a. ætlað að annast fræðslu um tengsl mataræðis og heilsu. Þá hyggst ráðuneytið jafnframt skipa nefnd til að móta manneld- isstefnu hér á landi. í ályktun sem Manneldisfélag- ið hefur sent frá sér er verkefnum ráðuneytisins fagnað. Gjörið svo vel! Enjoy it! Bitte schön! Wir verpacken Við pökkum - tryggjum og sendum um heim allan. We wrap - insure and send around the world. versichern - versenden rund um die Welt. Alofossbúöin & Vesturgata 2, Reykjavík, sími 13404 LENGI BYR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA — próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.