Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI Könnun er sjálfsögð í ályktun sem samþykkt var í lok útifundar viö Tjörnina í Reykjavík á sunnudag var skoraö á borgarstjórnina að láta fara fram skoðanakönnun um stuöning Reykvíkinga við áform um ráöhús við og í norðvesturenda Tjarnarinnar. Hin áratugagamla hugmynd embættismanna og borgarfulltrúa að reisa ráðhús við Tjörnina í Reykjavík hefur aldrei notið hylli borgarbúa sjálfra. Ráðhús í Tjörninni hefur einusinni áður komist svo langt á veg að vera samþykkt í borgarstjórninni, árið 1955. Það ráðhús varð sjálfdautt einum fimmtán árum síðar vegna andstöðu borgarbúa við staðarvalið, - og vegna þess að önnur verk þóttu brýnni. Nú má lengi deila um það hver verk séu brýn- ust, en hvað sem mönnum sýnist um forgangsröð verkefna í borgarstjórn er auðvitað engin hemja að borgarapparatið skuli ekki vera niðurkomið í eigin húsnæði, í nokkrum pörtum eða allt í senn. Það er sjálfsagt mál að huga að ráðhúsbyggingu einhvers staðar þar sem slík bygging nyti sín, eyðilegði ekki umhverfi, þyngdi ekki umferð úr hófi fram og væri aðgengileg borgarbúum á einkabíl- um og almenningsfarartækjum. Slíkir staðir eru sem betur fer ennþá margir í borgarlandinu.Einn af þeim sem ekki koma til greina er við Tjörnina. Samtökin „Tjörnin lifi!“ hafa með dreifibréfi dregið saman í einn stað helstu ástæður þess að ráðhús við Tjörnina kemur ekki til greina. í dreifibréfinu eru fyrst raktar nokkrar ástæður þess að Tjörnin skipar heiðurssess í hugum Reykvíkinga: „Tjörnin er unaðsreitur í hjarta vax- andi höfuðborgar. Nánasta umhverfi hennar hefur yfir sér heildstæðan svip sem blasir við hvar sem staðið er á Tjarnarbökkunum.“ „FuglalífTjarnarinnarástóran þátt í að Ijá Tjörn- inni það aðdráttarafl sem hún býr yfir.“ „Stærð hins óbrotna vatnsflatar Tjarnarinnar er í fögru samræmi við nærliggjandi byggingar án þess að nokkur þeirra trani sér fram.“ „Byggðin á Tjarnarbakkanum er sjaldgæf sam- stæða aldamótahúsa og skapar óvenju svip- hreina og samfellda götumynd." Samtökin segja síðan í dreifibréfi sínu „að stór og nýtískuleg skrifstofubygging úti íTjörninni muni með umfangi sínu og stíl bera önnur hús við Tjörn- ina ofurliði," „að ráðhús og bílageymsla í Tjörninni muni draga til sín meiri bílaumferð en hæfi umhverfi Tjarnarinnar," „að tilraunir til að leysa umferðarvandamál við ráðhús skapi hættu á að enn frekar verði gengið á Tjömina," „að uppfyllingar í Tjörninni skerði lífsskilyrði fugla, því að þau byggjast að miklu leyti á botn- dýralífi Tjarnarinnar," „að ekki sé verjandi að skerða flatarmál Tjarn- arinnar meira en gert hefur verið, því að fjórðungur Tjarnarinnar hefur þegar verið þurrkaður upp,“ „að breytingar á Tjarnarbökkunum eigi einung- is að miðast við að auka aðdráttarafl Tjarnarinnar sem útivistarsvæðis." Og að lokum segjast samtök Tjarnarmanna í dreifibréfi sínu telja að meirihluti borgarbúa sé andvígur því að setja niður ráðhús og bíla- geymsluhús í Tjörninni. Það var auðvitað ekki meirihluti borgarbúa sem kom saman á útifundi samtakanna „Tjörnin lifi!“ á sunnudag. En ýmislegt bendir til að þeir sem þar stóðu glaðbeittir í kuldanum séu fulltrúar meiri- hlutaskoðunar í Reykjavík. Þetta var fólk úr öllum pólitískum áttum, ekkertsíðursjálfstæðismenn en aðrir, og fundarmenn voru á öllum aldri, - raunar áberandi mikið um virðulegar frúr og eldri herra miðað við aðra útifundi í borginni. Fundurinn sannaði með orðum fundarstjóra, Kvosarvinarins Flosa Ólafssonar, að það er eng- inn fámennur hópur kverúlanta, nöldrara og sér- vitringa sem stendur gegn áformunum um ráðhús í Tjörninni. Það er raunar óhætt að fullyrða að hafi fundarmenn við Þórshamar verið kverúlantar, nöldrarar og sérvitringar, þá eru allflestir Reykvík- inga kverúlantar, nöldrarar og sérvitringar, - og sennilega stoltir af því í þokkabót. Þetta fólk er þeirrar skoðunar að vilji borgarfull- trúarnir og borgarstjórinn reisa sér minnisvarða eigi hann að standa annarstaðar en í einum helsta náttúrudýrgrip höfuðborgarinnar. Og samtökin hafa skorað á hina kjörnu fulltrúa með borgarstjórann í broddi fylkingar að kanna einfaldlega hug kjósendanna og skattgreiðend- anna til málsins, þau vilja að borgarbúar séu spurðir. Það er algert lágmark að verða við þeirri kröfu, Davíð Oddsson. -m KUPPT OG SKORID Stefán Johann enn „Þjóðviljinn féll á prófinu", segir leiðari Alþýðublaðsins um helgina. Og á við það, að Þjóð- viljinn hafi lagt út af fréttum um plögg sem norskur sagnfræðingur rakst á og minntu á nána sam- vinnu fyrrum formanns Alþýð- uflokksins, Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, við bandaríska erind- reka á íslandi, m.a. um undir- búning bandarískrar innrásar í landið sem átti að heita svar við valdatöku kommúnista. Alþýðublaðið á við það, að Þjóðviljinn hafi viljað grípa tæki- færið til „að varpa dökkum skugga á krata. Sýna þjóðinni hvers konar hyski þeir hafa alltaf verið, landráðamenn og ofsókn- armenn kommúnista". Og í öðru lagi hafi blaðið ekki beðið eftir því að skoðað væri hvort sagn- fræðingurinn norski hefði fundið eitthvað nýtt eða hvort hér var aðeins ítrekað það sem menn áður vissu. Þessar aðfinnslur eru út í hött. f fyrsta lagi hlýtur það alltaf að vera frétt ef einhver maður kemst í leyniskjöl frá þessum tíma. Vegna þess að við vitum ekki nærri nóg um það með hvaða hætti ísland var teymt út af hlut- leysisbraut og inn í hernaðar- blökk, hvað vakti fyrir þeim sem að því stóðu. Og vegna þess að íslenskir málsaðilar hafa verið mjög sparsamir á upplýsingar, farið mjög undan í flæmingi og heimildir margar bak við lás og slá. Það var þessvegna sjálfsagt að nota það tækifæri sem fréttin um Dag Tangen bauð upp á einmitt til þess að vekja upp kröfur um upplýsingaskyldu, eins og Þjóð- viljinn reyndar gerði. Að losna við keppinauta Hitt er svo annað mál, að leiðari Alþýðublaðsins ber eina ferðina enn vott um þá tauga- veiklun sem jafnan grípur menn í þeim herbúðum hvenær sem komið er að þessum tíma. Þá er helst ekki hægt að ræða neitt og sekur er hver sá sem ekki þegir og bíður hógvær eftir sagnfræðilegu ljósi einhverntíma í óvissri fram- tíð. Um ástæður fyrir þessum rembihnút í taugakerfinu skrifaði Ólafur Hannibalsson reyndar ágæta grein í Helgarpóstinn á dögunum, sem rétt er að minna á hér. Ólafur rifjar þar upp andrúms- loft kalda stríðsins sem fæddi af sér m.a. McCarthyismann bandaríska og galdrabrennur á „títóistum“ í Austur-Evrópu. Hann getur um svonefnda Forestall-veiki, sem nefnd var eftir hermálaráðherra Bandaríkj- anna sem henti sér út um glugga á ráðuneyti sínu árið 1948, æpandi: „Rússarnir eru að koma“. Síðan segir Ólafur Hannibalsson: „Sérstaklega virðast þeir hafa verið illa haldnir af þessum sjúk- dómi þáverandi forystumenn Al- þýðuflokksins, Stefán Jóhann og Guðmundur í. Guðmundsson, en jafnframt stóð svo líka á fyrir þeim, að það var hentugt að losna við keppinauta, Gylfa Þ. Gísla- son og Hannibal Valdimarsson, með því að klína á þá kommúnist- astimpli, sem gerði þá pólitískt réttdræpa með hvaða aðferðum sem var“. Margs er að minnast Ólafur minnir og á það, að Bandaríkjamenn hafi um þetta leyti róið að því öllum árum að innlima stjórnmálaflokkana og verklýðsflokkana inn í krossferð- arhreyfingu gegn kommúnism- anum. Hann segir m.a.: „Um skeið var þá fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík notað sem tengill við ameríska sendiráðið, bæði hvað snertir utanfarir og dreifingu andkomm- únísks áróðurs af amerískum uppruna. Þegar fauk í það skjólið voru stofnuð einhver gerfisamtök til að sjá um þessi verkefni og skorti aldrei fé, sem var þó heldur sjaldgæft um félagasamtök á þessum árum.... Um tíma var öllum skrifstofum þríflokkanna. sem kenndu sig við lýðræðið, breytt í ráðningarskrifstofur fyrir setuliðsvinnuna á Keflavíkur- flugvelli". Þessar ívitnanir verða að nægja að sinni. En þær minna mjög rækilega á það hversvegna Al- þýðublaðið og Kratar yfir höfuð falla jafnan á sínu söguprófi: Þeir treysta sér ekki til að fjalla um neitt nema í þeim anda að illa innrættur sé Þjóðviljinn að efast um ágæti látinna manna. Eða með því að breiða yfir allt saman eins og Jón Daníelsson segir í fréttaskýringu í sama blaði, segj- andi sem svo, að þetta hafi nú allt verið tilfinningamál og nú eigi menn að hætta slíkum barnaskap og vera járnkaldir og fræðilegir. Hvað ef...? Hvort sem við heyrum fleira eða færra um sjálfan Stefán Jó- hann stendur það upp úr, að á þeim tíma sem um ræðir gera Bandaríkjamenn áætlanir um að hertaka ísland (í samkrulli við ís- lenska áhrifamenn sem menn reyna að gera sem loftkenndast) vegna þess að „valdataka kom- múnista" vofi yfir. Ekki úr vegi reyndar að menn spyrji sig að því, hvað er átt við með þeim orðum. Hafi menn talið líkur á því að vopnlausir kommar færu að slást við vopnlausa löggu um völd í landinu, þá þurftu þeir að flækja sér í afar sjaldgæft hugmyndaflug (sem þó var til, samanber það sem Ólafur Hannibalsson segir um Forrestalveikina). En fleiri möguleikar eru til. Setjum svo að íslendingar hefðu fengið að kjósa um Natóstefnuna 1949 úr en að- ild var lamin í gegn, og að við hlið sósíalista hefði þá risið blökk annarra andstæðinga hernaðar- bandalags (Kratar, Framsóknar- menn, utanflokkamenn) sem hefði náð svo miklum árangri að hægt var að setja saman stjórn án Natóvina. Hefði það ekki, ein- mitt samkvæmt Iögmálum hins kalda stríðs, verið talin „valda- taka kommúnista“ og þarmeð sjálfsagt að senda bandarískan her á vettvang? Annað eins hefur gerst margoft, ekki síst í ríkjum Rómönsku Ameríku og þá í nafni Monroekenningar svonefndrar. Og einmitt á þessum tíma höfðu Bandaríkjamenn ákveðið það með sjálftim sér að ísland væri ekki Evrópuland heldur partur af þeirri Ameríku sem sú íhlutunar- kenning átti að spanna. þlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgelandl: Útgáfufélag Þjóövlljans. Framkvœmdaatjórl: Halíur Páll Jónsson. Rltatjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: LúðvíkGeirsson. Bla&amenn: Ellsabet K. Jðkulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jðkulsson, Hjðrteifur Sveinbjðmsson, Kristfn Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Ólafur Glslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davfðsdóttir. Handrlta- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Eínar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: Sævar Guðbjðmsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýaingaatjórl: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýalngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjórl: Hðrður Oddfriðarson. Útbrelðsla: G. Margrétóskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnhelmtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjömsson. U'keyrsla, afgrelðala, ritat|órn: Sfðumula 6, Reykjavfk, sfml 681333. Auglýalngar: Sfðumúla 6, aimar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja p|óðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblóð: 65 kr. Áskrlftarverð é ménuðl: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.