Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Smábátaeigendur
Háskaleg
aðför
Sigurður Gunnarsson:
Leiddir úr snörunni á
höggstokkinn
- Það eru mörg dæmi þess að
bændur fyrir norðan og austan
hafi fengið styrk til að hætta bú-
skap og keypt sér smábát og hafið
útgerð. Þessir menn hafa verið
leiddir úr snörunni og beint á
höggstokkinn, sagði Sigurður
Gunnarsson trillusjómaður á
Húsavfk í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Mikil reiði er hjá smábáta-
eigendum um allt land vegna til-
lögu sjávarútvegsráðherra að
setja kvóta á báta undir 10 tonn-
um. Á fjölmennum fundi smá-
bátaeigenda á Norðurlandi, sem
haldinn var á Akureyri um helg-
ina, var kvótakerfi á smábáta
harðlega mótmælt og því lýst sem
háskalegri aðför að lífsicjörum
smábátaeigenda og atvinnulífi
víða á landsbyggðinni.
Þá var einnig haldinn fjöl-
mennur fundur smábátaeigenda
á Akranesi um sl. helgi þar sem
kvótanum var einnig harðlega
mótmælt.
-Ig.
Fylgiskönnun
Framsókn
á flugi
DapurthjáA- flokkum
og Borgurum
Framsókn Framsóknar ein-
kennir fylgiskönnun DV í gær,
flokkurinn fær 29,1% stuðning
þeirra sem afstöðu tóku, en tæp
19 prósent í síðustu kosningum.
Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti
vinna á miðað við síðustu kosn-
ingar en Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur og Borgaraflokkur
eru í lægð.
Könnunin fór fram gegnum
síma um síðustu helgi og voru tæp
34% óákveðin eða neituðu að
svara. Fylgi þeirra sem afstöðu
tóku (kosningaprósentur í sviga):
Alþýðuflokkur 11,1% (15,2),
Framsóknarflokkur 29,1%
(18.9) , Sjálfstæðisflokkur 33,2%
(27.2) , Alþýðubandalag 7,3%
(13.3) , Borgaraflokkur 5,5%
(10.9) , Kvennalisti 12,3% (10,1).
Flokkur mannsins og Þjóðar-
flokkur fá hvor um sig 0,8%.
A-flokkarnir hafa ekki farið
neðar í könnunum eftir kosning-
arnar í vor og Framsókn aldrei
ofar, - þyrfti raunar að leita aftur
nokkra áratugi til að finna
sambærilegt kjörfylgi framsókn-
armanna.
-m
Sevilla
Dauft jafntefli
Kasparov og Karpov sömdu
um jafntefli eftir 21 leik í 14. ein-
vígisskák sinni sem tefld var í
gær. Skákin þótti afar tilþrifalítil.
kÓÐVIUIHN
1 Þrlðjudaour 17. nóvember 1987 257. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Reykvíkingar á öllum aldri og af öllum gerðum fjölmenntu á útifund samtakanna „Tjörnin lifi“ á sunnudag. Umfang ráðhússins út í Tjörnina - verði af
byggingunni - var afmarkað með svörtum plastborðum meðan á fundinum stóð (efri myndin). (Myndir: Sig.)
1 jornin Liji
Spyrjið borgarbúa!
Fuglateljarartölduáfjórðaþúsundáútifundi „Tjörnin lifi”ásunnudag.
Askorun um skoðanakönnun um ráðhúsið
Vanir fuglateljarar töldu hátt í
4 þúsund manns á útifundi
samtakanna Tjörnin lifi á sunnu-
dag, þar sem byggingu ráðhúss í
Tjörninni var mótmælt.
„Við erum mjög ánægð með
fundinn. Stemningin var góð og
þarna voru mættir margir gamlir
og rótgrónir Reykvíkingar, sagði
María Gunnarsdóttir, einn af fé-
lögunum úr samtökunum Tjörn-
in iifi.
Á fundinum var samþykkt á-
lyktun þar sem skorað er á borg-
arstjórn Reykjavíkur að láta
Félagsvísindadeild Háskólans
framkvæma skoðanakönnun til
þess að kanna hug kjósenda til
Slökkvilið Akureyrar
fyrirhugaðrar ráðhússbyggingar
við Tjörnina.
Flosi Ólafsson var fundarstjóri
og ávörp fluttu þær Valgerður
Tryggvadóttir og Guðrún Péturs-
dóttir, en ýmsir listamenn sungu
og léku, þar á meðal Megas.
Kranabflar afmörkuðu umfang
ráðhússins útí Tjömina með stór-
um svörtum borðum, og á fund-
inum var safnað undirskriftum
gegn ráðhússbyggingunni auk
þess sem þar voru seld póstkort
með Tjarnarendanum á annarri
hliðinni og á hinni orðsendingu til
borgarstjórnar: „Ekki skemma
þessa mynd.“
-K.ÓI.
Kvótinn
Varar við háhýsum
Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri: Ábyrgjumst ekki björgunfólks úr hœrri
húsum en 4 hœða. Ástœðan: Enginn körfubíll. Aðeins stigarsem náílOmetra hœð
Með þeim búnaði sem Slökkvi-
lið Akureyrar hefur yfir að
ráða getum við ekki bjargað fólki
úr eldsvoða sem verður hærra en
á fjórðu hæð. Astæðan er að við
eigum engan körfubfl og verðum
því að notast við stiga sem ná að-
eins upp í 10 metra hæð, sagði
Tómas Búi Böðvarsson slökkvi-
liðsstjóri í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Á fundi bygginganefndar Ak-
ureyrar fyrir skömmu, þar sem
framkvæmdanefnd um íbúðir
aldraðra sótti um leyfi til að
byggja fjölbýlishús við Víðilund,
lét Tómas bóka að hann teldi
óráðlegt að byggð yrðu hærri hús
en fjögurra hæða á meðan
slökkviliðið hefði ekki yfir að
ráða tækjabúnaði til björgunar-
og slökkvistarfa úr meiri hæð en
10 metrum.
„Með þessari bókun og fleirum
er ég á kurteislegan hátt að vekja
athygli bæjaryfirvalda á þessu
ófremdarástandi. Eftir að körfu-
bfllinn sem við áttum skemmdist
hefur okkur verið lofað nýjum
bfl, en efndirnar látið standa á
sér,” sagði Tómas Búi.
Að sögn Tómasar hefur það
komið fyrir einu sinni að körfubfl
vantaði illilega og það var þegar
kviknaði í Fjórðungssjúkrahús-
inu í sumar. Var þá leitað til Raf-
veitunnar sem á körfubfl og liðu
40 mínútur frá útkalli og þar til
bfllinn kom.
Það sem af er árinu eru útköll
slökkviliðsins orðin á annað
hundrað og stefnir í met. - grh
Austan kaldi
Útvegsmenn, sjómenn og fisk-
vinnslufólk á Austfjörðum hefur í
fundarályktun lagst gegn kvóta-
bréfi þingmannanna 32 að sunn-
an og vestan frá í fyrri viku.
f ályktun frá sameiginlegum
fundi Útvegsmannafélagsins,
Skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Sindra og ASÁ á laugardag er
tekið undir mótmæli oddvita
LÍÚ, FFSÍ og Sjómannasam-
bandsins við þingmannabréfinu.
Fundurinn „undirstrikar þekk-
ingu fyrrnefndra forsvarsmanna
á forsögu svæðakvótans á við-
miðunarárunum, og mótmælir
harðlega tilraunum þingmann-
anna til sundrungar á úrslita-
stundu.“ -m
I