Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF
Mannsæmandi laun
og styttri vmnudag
Óskar Líndal Arnfinnsson skrifar
„Ég vil ekki trúaþvíað innflutningur á
erlendu verkafólki verði leyfður meðan
atvinnurekendur telja sig ekki geta greitt
Islendingum mannsœmandi laun. “
Nú fer að líða að gerð nýrra
kjarasamninga. M vaknar sú
spurning hjá fólki, um hvað verð-
ur samið, á hvaða forsendum.
Verður nú loks samið um
mannsæmandi kjör eða verður
hjakkað í sama farinu? Þegar ég
tala um mannsæmandi kjör þá á
ég við að hver og einn geti lifað af
launum sínum. Þegar talað er um
mannsæmandi laun, þá er ekki
aðeins átt við að fólk hafi til hnífs
og skeiðar. Það þarf að miða við
að fólk geti búið í mannsæmandi
húsakynnum og lifað eðlilegu
fjölskyldulífi. Eins og lífskjörin
eru í dag er svo langur vegur frá
því að hægt sé að tala um
mannsæmandi laun. Þau laun,
sem atvinnurekendur miða við,
þegar þeir tala um hina svoköll-
uðu launaaukningu, þá er þar
framhald af síðu 5
möguleika býður kerfið ekki enn-
þá.
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra flytur síðan
frumvarp sem ætlað er að hefta
aðeins ríkjandi frumskógar-
lögmál húsnæðiskerfisins, þá hef-
ur forysta verkalýðshreyfingar-
innar ekkert um það að segja
annað en að finna frumvarpinu
flest til foráttu.
Það er alveg ljóst að þessi mál
hljóta að koma til kasta verka-
lýðshreyfingarinnar og varan-
legar úrbætur fást ekki nema fyrir
tilstyrk hreyfingarinnar í heild,
en það á ekki að vera á kostnað
þess að fá greidd mannsæmandi
laun fyrir vinnu sína.
Fyrir námkvæmlega ári settu
Samtök kvenna á vinnumarkaði
fram kröfu um 36 þúsund króna
lágmarkslaun á mánuði. Miðað
við almennar verðhækkanir á ár-
inu samsvarar það um 45 þúsund
krónum nú. Við sem þekkjum
matarreikninga heimilanna vit-
um vel að það er síst ofætlað. Við
höfum oft fengið að heyra að
kröfur okkar miði einungis að því
að yfirbjóða kröfur annarra. En
það er engin kátína fylgjandi
kröfu um 45 þúsund króna mán-
aðarlaun.
Á Vestfjörðum er verið að
gera alvarlega tilraun til þess að
létta bónusþrælkunina. Samtök
kvenna á vinnumarkaði hafa
margoft lýst andstöðu við bónus-
fyrirkomulagið, fyrst og fremst
vegna þess hve ómanneskjulegt
það er, slítandi og félagslega
sundrandi. Það er því athyglis-
vert að heyra í þeim sem eru að
reyna nýja fyrirkomulagið fyrir
vestan, en allar konurnar sem
rætt hefur verið við taka fram
innifalin svo og svo mikil yfir-
vinna. En þegar ég tala um
mannsæmandi laun, þá á ég við
þau laun, sem fást fyrir 8 stunda
vinnudag. Það er hin eina rétta
viðmiðun. Enda man ég ekki bet-
ur en sett hafi verið lög um 40
stunda vinnuviku fyrir þó nokkru
hvað stressið hafi minnkað og
andinn á vinnustaðnum batnað.
Við fyrstu tilraun með heildar-
bónus á ísafirði gáfu afköstin 51
þúsund krónur á mánuði miðað
við sömu bónusgreiðslur til allra,
og á Flateyri hefur hópbónusinn
gefið 52-53 þúsund kr. í mánaðar-
laun.
Auðvitað eiga þetta að verða
grunnlaun í fiskvinnslu, sem allar
aðrar greiðslur miðist við s.s.
yfirtíð, tryggingar orlof o.s.frv.
Rökin eru ósköp einföld. Fólk í
fiskvinnslu slugsar ekki við vinnu
sína og má reyndar með sanni
segja að þetta séu lág laun miðað
við verðmætasköpun.
Þótt matarskatti hafi verið
frestað til áramóta skulum við
ekki gleyma því að þegar er búið
að setja 10% matarskatt á flest-
allar matvörur utan landbúnað-
arvara, og frestun segir lítið þeg-
ar ráðherrar og íhaldsgengið bíð-
ur með virðisaukaskattinn í dyra-
gættinni. Það er enginn sigur þótt
árásunum sé deilt yfir lengri tíma.
Það sem okkur varðar mestu í
næstu samningum er það sama og
áður: að krefjast og ná fram
launum sem einhver leið er að lifa
af án gegndarlausrar þrælkunar
og þau verði að fullu vísitölu-
tryggð.
Hinsvegar þýðir ekkert að
setja fram kröfur, hvorki þessar
né aðrar sem frómar óskir um
blóm og betri tíð. Við náum engu
fram nema með sameiginlegu,
skipulögðu átaki.
14. nóvember 1987
Birna Þórðardóttir er læknaritari,
félagi í Samtökum kvenna á vinn-
umarkaði og í framkvæmdastjórn
Alþýðubandalagsins.
síðan. Þau lög hafa aldrei komið
til framkvæmda, og eru því eins
og hvert annað ónýtt papp-
írsgagn. Það má spyrja: Hvað eru
mannsæmandi laun? Mannsæm-
andi laun eru það, sem fólki næg-
ir til framfæris. Og þá á ég við
húsnæði, fæði, ljós, hita, fatnað,
öryggistæki eins og síma, og svo
einnig að þetta fólk geti gert sér
dagamun, en þurfi ekki að fara á
mis við allt, sem kallast má að
njóta upplyftingar frá striti hins
daglega lífs. Líf fólks á ekki að
byggjast eingöngu á vinnu og ei-
lífu striti. Fólk þarf að fá að njóta
heimilislífsins, með börnum sín-
Klara er fædd í Seyðisfirði 10.
ágúst 1910, elsta barn hjónanna
Mattíu Þóru Þórðardóttur Kristi-
ansen frá Gíslholti í Holtum og
Jentofts Kornelíusar Kristiansen
frá Narvik í Noregi. Jentoft kom
ungur sem vegagerðarmaður til
íslands og starfaði síðan við ýmis-
legt, var m.a. lengi skipstjóri fló-
abátsins Öldunnar, gerist síðan
kaupmaður og rak skósmíða-
verkstæði jafnhliða en þá iðn
hafði hann lært af föður sínum í
æsku. Mattía móðir hennar var
einnig fjölhæf og víðsýn kona.
Systkini Klöru voru fjögur:
Gústaf Rolf, pípulagningameist-
ari, kona hans var Bergþóra Páls-
dóttir Kristiansen, hún lést árið
1979, Selma íþróttakennari,
maður hennar er Jón Jóhannes-
son, Baldur Ingólfur pípulagn-
ingameistari, seinni kona hans er
Steinunn Guðmundsdóttir Krist-
iansen, Baldur lést árið 1975, og
yngstur er Trúmann, skólastjóri,
kona hans er Birna Frímanns-
dóttir.
Klara ólst upp á Seyðisfirði en
fór til Reykjavíkur 19 ára gömul
þar sem hún lærði hárgreiðslu hjá
Kristólínu Kragh. Hún fór að
námi loknu aftur til Seyðisfjarðar
og starfaði þar um stund ásamt
því að hjálpa móður sinni með
heimilisstörfin. 1933 fór Klara
enn af stað í menntaleit, að þessu
sinni til Kaupmannahafnar. Þar
starfaði hún á saumastofu og
stundaði kvöldnám í hárgreiðslu
og allri almennri snyrtingu.
Svo vel stóð hún sig í náminu
að henni var víða boðin vinna
m.a. á hárgreiðslustofu skemmti-
ferðaskipsins Indian Line og
einnig starf við að kenna sitt fag í
framfarasinnuðum Sovétríkjun-
um. Vegna heilsuleysis gat Klara
ekki tekið þessum boðum eins og
svo mörgum öðrum seinna á lífs-
leiðinni.
Að þremur árum liðnum sneri
hún heim til Seyðisfjarðar. Á
Austfjörðum eyddi hún mestallri
sinni starfsævi, en vann þá um
tíma bæði á Siglufirði og á hár-
um, vinum og kunningjum. Hvað
er það, sem heitir á máli fólks,
launaskrið? Er það nokkuð ann-
að en verið er að borga einstök-
um hópum umfram umsaminn
taxta? Svo er hrópað hástöfum af
atvinnurekendum að launask-
riðið hafi orðið svo og svo mikið,
og því sé ekki hægt að hækka
launataxta, enda sýni hagtölur,
að allir búi við góð kjör. Og að
vera að fara fram á kauphækkan-
ir sé jú ekkert annað en frekja.
Allir hafi það yfirmáta gott og
öllum líði vel. Nú er talað um að
flytja inn erlent vinnuafl. Og þá
stendur ekki á vinnuveitendum.
greiðslustofunni Hollywood í‘
Reykjavík. Hún rak hár-i
greiðslustofuna á Seyðisfirði til
stríðsloka en missti þá húsnæðið
og flutti til Norðfjarðar. Þá var
faðir hennar látinn og móðir
hennar ásamt yngri systkinum
flutt til Reykjavíkur. Móðir
hennar lést árið 1967.
Á þessum tímum voru sam-
göngur erfiðar og fátt um fagfólk
á hennar sviði. Hún ferðaðist því
töluvert á bátum milli fjarða og
snyrti og greiddi konum allt frá
Vopnafirði suður til Hornafjarð-
ar.
Einnig kom það fyrir að hópur
af konum leigðu sér bfl saman og
sóttu Klöru heim. Urðu það oft
langir vinnudagar.
Meðan hún var á Norðfirði
giftist Klara gömlum fjölskyldu-
vini, Jóni Sigurðssyni sem þá var
kennari á Norðfirði. Þau slitu
samvistum.
Klara var heilsuveil allt frá
unglingsárum, og þurfti oft að
leita sér lækninga bæði til Dan-
merkur og Reykjavíkur, en þar
átti fjölskyldan alltaf innhlaup
hjá góðum ættingjum og sérstak-
lega þá hjá Þórdísi Magnúsdóttur
og Runólfi Jónssyni.
Heilsuleysi hennar varð að lok-
um til þess að hún gafst upp á
erfiðum starfsaðstæðum fyrir
austan og hún flutti suður 1961.
Næstu árin bjó hún víða og árið
1973 keypti hún lítið bakhús á
Nálsgötunni, skammt frá Baldri
bróður ínum, en Steinunn kona
hans reyndist Klöru ómetanlegur
granni.
Klara hélt áfram að sinna starf-
inu svo lengi sem hún gat, en síð-
ustu árin var hún algjör sjúk-
lingur og fór varla að heiman
nema til að fara á sjúkrahús. Síð-
ustu mánuði var svo sjónin að
hverfa þannig að hún var velkom-
in lausnin 9. nóvember sl.
Ég man fyrst eftir Klöru sem
glæsilegri konu sem barninu
fannst bæði merkileg og spenn-
andi.
Best kynntist ég þó Klöru þeg-
4»irsNtt^
Félagsfundur
verður haldinn í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18
(áður Hótel Hof) kl. 17.00 (5 síðdegis), miðviku-
daginn 18. nóvember nk.
Fundarefni:
1. Kjaramálin.
2. Kynning á staðgreiðslukerfi skatta (Hólmgeir
Jónsson hagfræðingur.)
(Túlkað verður á táknmál).
Iðjufélagar fjölmennið.
Stjórn Iðju
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. nóvember 1987
MBNNING
Klara Kristiansen
Fædd 10. ágúst 1910 - Látin 9. nóvember 1987
Þeir vilja byggja húsnæði fyrir
þetta fólk til að búa í endurgjalds-
laust, auk ýmissa annarra frið-
inda. Þá virðast vera til peningar.
Hvenær skyldi atvinnurekendum
koma til hugar að bjóða íslensku
verkafólki ákveðinn húsaleigu-
styrk, sem eflaust kæmi sér vel
fyrir marga, eins og húsaleigu-
okrið hér er mikið.
Ég vil ekki trúa því að innflutn-
ingur á erlendu verkafólki verði
leyfður meðan atvinnurekendur
telja sig ekki geta greitt íslend-
ingum mannsæmandi laun.
Nema þeir ætli að halda
kaupgjaldinu niðri, með inn-
flutningi á ódýru erlendu vinnu-
afli. í veg verður að koma fyrir
slíkt og til þess er verkalýðshreyf-
ingin nógu sterk. Nú þarf verka-
lýðshreyfingin að halda fast við
sitt, og nota samtakamátt sinn til
að knýja fram mannsæmandi
laun fyrir mannsæmandi vinnu-
tíma og afnema þá vinnuþrælk-
un, sem hér hefur viðgengist á
liðnum árum.
Óskar Líndal Arnfinnsson er mat-
sveinn.
ar hún var orðin mikill sjúklingur
og hreyfði sig vart út fyrir Agnar-
húsið sitt á Njálsgötunni. Þar sat
hún lengstum á rúmstokknum,
las, hlustaði, íhugaði og tók á
móti gestum. Klara var vinmörg,
og það var vegna þess að hún var
greind, víðlesin og skemmtileg.
Ekkert var Klöru óviðkom-
andi. Fram á síðasta dag fylgdist
hún með því sem var að gerast í
heiminum, og þegar sjónin leyfði
ekki lengur lestur þá nýtti hún sér
hljóðbókaþjónustu blindrabók-
asafnsins. Veraldarsagan var
henni hugleikin, sú staðfasta sem
og hin óstaðfasta. Hún kynntist
m.a. snemma austurlenskri guð-
speki og hugsaði alla jafna mikið
um trúmál og lífsgátuna. Sjálf var
hún gædd miklum andlegum
hæfileikum og næmni.
Við höfðum gaman af að hitt-
ast, ég kom frá heiminum að utan
og sagði henni frá því sem ég sá,
las og heyrði. Hún sat á rúm-
stokknum og kom með nýjan
fróðleik, skemmtilegar athuga-
semdir og ögraði skilningi mín-
um. Húnspurðiog ég spurði. Ég
er þakklát fyrir þessar stundir.
Klara var kona sem oftar hafði
það erfitt en ljúft, hún hafði sína
galla eins og aðrir, en fyrst og
fremst mun ég minnast hennar
sem frænku sem ég talaði oft af
stolti um við vinina, frænku með
óseðjandi fróðleiksþorsta og
innsæi í aðra og spennandi
heima, frænku sem mér þykir
vænt um.
Blessuð sé minning þín Klara
og ferð á nýjar slóðir.
Málfríður Klara Kristiansen