Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 2
Steina Ragnarsdóttir: Nei, ekki neitt. Hef engan áhuga. Bogi Þorsteinsson: Nei, það hef ég ekki gert, ekki nema það sem kemur í fréttum. Ég kann nú mannganginn, en ekki mikið meira. —SPURNINGIN» Fylgist þú meö skákmót- inu? (Spurt í Keflavík) Hildur Hauksdóttir: Nei, ég hef engan áhuga á því. Gunnar Stefán Sigurðsson: Það er lítið. Ég tefli sjálfur en hef samt lítið fylgst með. Ragnar Guðmundsson: Nei. Það hef ég ekki gert, en er samt mikill skákmaður. FRÉTTIR Arnarfjörður Mokveiði á rækjunni Rœkjuveiðar hófust íArnarfirði ílok síðustu viku. Kvótinn 500tonn. Stór 3-4 árarœkja, en hrognafull Rækjuveiðar hófust í Arnar- firði í lok síðustu viku og hef- ur verið mokveiði síðan. Sjávar- útvegsráðuneytið heimilaði bát- unum 10 sem hafa leyfi til veiðanna, 5 tonna kvóta yfir vik- una, en við höfum gert samkomu- lag við útgerðarmenn þeirra að minnka hann niður í 4 tonn á viku til þess að geta annað vinnslunni í verksmiðjunni. Þar vinna 20 manns tólf tíma á dag, aila virka daga, sagði Ólafur Egilsson, framkvæmdastjóri Rækjuvers h/f á Bfldudal í samtali við Þjóðvilj- ann. í ár er rækjukvótinn sem sjáv- arútvegsráðuneytið heimilaði í Arnarfirði 500 tonn en var 400 tonn á vertíðinni í fyrra. Rækjan sem veiðst hefur er 3-4 ára og stór. Að meðaltali hafa verið um 240-250 stykki í hverju kílói. Að sögn Ólafs er rækjan um þessar mundir hrognafull og er nýtingin á henni í vinnslunni af þeim sökum frekar léleg. Erfitt er að pilla hana þar sem skelin er óvenjuhörð og leiðinleg. „Við notum sama vatn og not- að er í hraðfrystihúsinu á staðn- um, og með klórblöndun er það vel hæft til vinnslunnar. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins tók hér nýverið sýni af vatninu og var allt í lagi með það,“ sagði Ólafur Egilsson í Rækjuveri h/f á Bfldu- dal. -grh. Gamla höfnin 70 ára í gær voru liðin rétt 70 ár frá því að hafnaryfirvöld í Reykjavík tóku formlega við skjólgörðum og stórskipabryggjum frá danska verktakafyrirtækinu N.C. Mon- berg. Fyrsta bryggjan sem bæjaryfir- völd stóðu að var Bæjarbryggjan mikla fram af Pósthússtræti sem byggð var 1884 og endurbætt 1892 og aftur 1906. Lægi var slæmt í höfninni og urðu oft miklir skaðar í vonsku- veðrum. í árslok 1911 samþykkti bæjarstjórn viðamikið verkútboð í hafnargerð eftir tillögum hafn- arstjórans í Kristjaníu. Fram- kvæmdir hófust 1913 og var þá m.a. Iögð járnbraut frá garðinum út í Örfirisey, að grjótnámi í Öskjuhlíð og í malarnámu á Skólavörðuholti. Þessar viða- miklu hafnarframkvæmdir tóku fjögur ár en tilboð N.C. Mon- bergs í verkið hljóðaði uppá rúma 1.5 miljónir kr. _ig. Það hafa verið hátíðisdagar hjá Reykjavíkurhöfn undanfarið. í gær var minnst 70 ára afmælis hafnarinnar og i síðustu viku voru nýjum dráttarbátum hafnarinnar gefin nöfn, en þeir voru skírðir eftir eldri bátunum, Haki og Magni. Þeir er frá Hollandi og togkrafturinn er yfir 10 tonn í hvorum bát. íslenska óperan Wozzeck á Iwíta tjaldinu Útgáfa Bernsku- minningar Stefáns Bókaforiagið Svart á hvítu hf. hefur sent frá sér bókina „Að breyta fjalli“ eftir Stefán Jónsson. Stefán var vinsæll fréttamaður og dagskrárgerðarmaður á Ríkisút- varpinu í um það bil aldarfjórð- ung en á þeim tíma sendi hann frá sér allmargar bækur. Síðar sat hann á alþingi íslendinga. í bókinni „Að breyta fjalli" rekur Stefán mismunandi sann- sögulegar minningar frá uppvaxt- arárum sínum á Austur- og Norð- urlandi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld en skírskotar víða til nútímans. í þessari bók koma fram bestu eiginleikar Stefáns sem rithöfundar: húmor og frá- sagnargleði sem hvorttveggja helgast af því að honum þykir einfaldlega svo vænt um þetta fólk sem útbjó nestið sem hann lagði upp með og „hrífst ekki sfður af löstum þess en kostum“.. Þetta eru ekki venjulegar bernskuminningar, en í inngang- skafla bókarinnar segir höfundur; „Ég hef skrifað bernskuminn- ingar í þetta kver án nokkurra vilyrða um sannindi, beinlínis í þeirri mynd sem þær hafa þyrlast upp úr rykugu hugskoti mínu... En skáldsaga er þetta ekki, nema þá að bernska mín hafi verið það og ég þá að sáralitlu leyti höfund- ur hennar.“ Söguhetjan er hermaðurinn Wozzeck, sem er orðinn veill á geðsmunum, enda hefur hann mátt þola fátækt og kúgun allt sitt líf. Hann hefur eignast barn með stúlkunni Maríu, sem hann grun- ar um ótryggð. Afbrýðisemin kvelur hann og leiðir hann að lok- um til sturlunar og verður hann Maríu að bana. Efni óperunnar byggir á sannsögulegum atburð- um. I verkinu er dregin upp held- ur dapurleg mynd af eðli mann- skepnunnar um leið og kemur fram núkil félagsleg ádeila. Styrktarfélag íslensku óper- unnar gengst fyrir sýningu á óper- unni Wozzeck eftir Alban Berg í kvöld. Það er kvikmynd þarsem koma fram söngvarar, kór og hljómsveit Ríkisóperunnar í Hamborg. Myndin fékk gullverð- laun á 15. kvikmyndahátíðinni í New York og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Wozzeck er ein af örfáum nútímaóperum, sem teknar eru reglulega til sýninga í helstu óperuhúsum heims. Vínarbúinn Alban Berg er einn þekktasti lærisveinn Arn- olds Schönbergs, sem var faðir tólftónatónlistarinnar. Berg er talinn eitt fremsta tónskáld nútímatónlistar. Hann samdi að- eins tvær óperur. Wozzeck er byggð á leikriti eftir Georg Buc- hner, og var óperan frumflutt í Berlín árið 1925. Hún vakti strax miklar deilur, bæði vegna efnis en þó aðallega vegna nýstárlegs tónlistarforms. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.