Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 5
Kjarasamningar framundan Birna Þórðardóttir skrifar Um áramót renna kjarasamn- ingar út. Þegar þetta er skrifað hafa þó engar kröfur verið settar fram nema af Verkamannasam- bandinu, sem krefst 35 þúsund króna lágmarkslauna á mánuði! í kjaramálaályktun sam- bandsstjórnar VMSÍ er sagt að í komandi samningum veri að „út- rýma því misrétti sem láglauna- fólk býr við í dag“. 35 þúsund krónur á mánuði gera það ekki - heldur festa enn í sessi. Lægstu laun í dag eru rétt undir 30 þúsundum á mánuði, algeng- ustu Sóknartaxtar eru á milli 33 og 34 þúsund k'r., þar inni reiknast starfsaldur og áunnin réttindi vegna námskeiða Sókn- arfélaga. Krafa um 35 þúsund kr. lág- markslaun boðarenga breytingu frá launastefnu sem ríkt hefur allt frá samningunum í nóv. 1984, en hún felur einfaldlega í sér að launafólki er skipt í tvo hópa: annarsvegar þau sem eru á töxt- um sem naumast er hægt að skrimta af, hinsvegar þau sem eru í aðstöðu til að knýja fram svo og svo miklar uppbætur fyrir sig án nokkurs tillits til þeirra sem eftir sitja. Kjarakrafa VMSÍ er því miður lftiö annað en tilboð atvinnurek- enda frá 1. september. Þá buðu atvinnurekendur 30 þúsund kr. lágmarkslaun frá 1. okt., 3% 1. janúar 1988, 2% 1. apríl, 1,5% 1. júlíogl,5% l.október. Aukþess átti vöruverð að geta hækkað um 10% frá október 1987 til júlí 1988 án þess nokkur endurskoðun á samningnum kæmi til greina eða uppbót fyrir þær verðhækkanir. Þetta tilboð þótti fráleitt, enda var það svo. Miðað við vísitöluhækkun rauðu strikanna 1. okt. 5,65% hefðu lágmarkslaun 1. janúar verið um 32.600 kr. á mánuði - samkvæmt þessu fráleita tilboði atvinnurekenda. Aðrar kröfur Aðrar kröfur hafa ekki heyrst. „Það sem okkur varðar mestu í nœstu samningum er það sama og áður: að krefjast og náfram launum sem einhver leið er að lifa afán gegndarlausrar þrœlkunar, og aðþau verði að fullu vísitölu- tryggð. “ Aðeins hefur verið sagt að „nú verði ekki samið án þess að verð- trygging komi á laun“ en kröfur um óskertar dýrtíðarbætur hafa ekki birst. í Sólstöðusamningunum skuldbundu stjórnvöld sig til þess að dagvistarþörf barna yrði upp- fyllt fyrir 1990, þetta var eitt af atriðunum „til að greiða fyrir 'gerð kjarasamninga“. Samt hefur lítið sem ekkert verið gert og nú er ríkjandij neyðarástand vegna skorts á dag- vistarheimilum þótt borgarstjóri kannist ekki við það, sama eri raunar uppá teningnum varðandil aðra þætti félagslegrar þjónustu. í síauknum mæli er vísað á einkaaðila varðandi lausnir, en það þýðir einfaldlega að þau sem lakast eru sett fá enga úrlausn. Þjónustan er eingöngu fyrir þau sem geta borgað nógu mikið. Þetta þýðir líka að konur verða kauplaust að taka á sig sífellt meira af hinni félagslegu þjón- ustu sem samfélagið svíkst um að veita og neitar ábyrgð á. í og með desembersamningun- um ’86 var okkur sagt að varanleg lausn væri komin á húsnæðismál- in, framkvæmdin liggur á borð- inu. Skipulagt kaos, þar sem rétt- ur efnamanna er tryggður, en lág- launafólk er jafn réttlaust og áður á eignamarkaðnum. Uppá aðra Framhald á síðu 6 Eins og naut hamist í heysæti Játvarður Jökull Júlíusson skrifar Eina bernskuminningu á ég öðrum skýrari og öðrum sárari. Get séð fyrir mér það sem skeði og hvernig það gerðist og lifað öll hughrifin og allan sársaukann uppá nýtt. Þetta var þegar ég var lítill. Mamma mín og kaupakona hennar höfðu heyjað í flóanum niður með ánni. Þær höfðu þurrkað á engjunum og borið saman grænt og ilmandi starheyið í nokkra galta á þurrum árbakk-1 anum. Svo átti að binda og reiða| heim í vinnubýttum daginn eftir. Enginn átti sér ills von. Við hlökkuðum til þegar galtarnir1 yrðu settir á reipi, baggarnir bundnir, þeim lyft til klakks og; reiddir heim í hlöðu. En því var nú ekki alveg að heilsa þegar til kom. Okkur varð litið að heiman og niður á flóann. Allt í einu blasti hættan við. Kýrnar höfðu nálgast og tekið eftir göltunum á langleið. Þær æddu af stað með það sama til að skoða nývirkið og hugsuðu því víst þegjandi þörfina. Ég var beð- inn að hlaupa og reka þær frá. Annað hvort var leiðin of löng eða ég hljóp ekki nógu hratt og þvf fór sem fór. En eitt var því miður víst. Fyrirfram hafði ég, krakkakjáninn, ekki hugmynd um hvílíkur voði var á ferðum, en það fékk ég að sjá og reyna og því get ég aldrei gleymt. Kýmar hertu sprettinn eftir því sem þær komu nær og sáu galtana betur. Vingsuðu hölunum, skvettu upp rössunum, spyrntu klaufunum, hallskekktu á sér hausnum og mddu göltunum um koll hver sem betur gat meðan einhver ögn stóð uppi. Á tveimur eða þremur andartökum var margra daga vinnu spillt, margra klukkutíma vinna eyðilögð. Var alveg sárgrætilegt að horfa upp á eyðilegginguna. Sárast af öllu var að hafa ekki borið gæfu til að koma í veg fyrir ódæði þessara sterkheimsku nautgripa, komast nógu snemma í milli þeirra og galtanna og berja ófétin frá áður með harðri hendi. Eitthvað af þeim sársauka minnir enn á sig, ef flett er frá vissum fylgsnum sál- arinnar. Nú eru það kratar en ekki kýr Því rifja ég upp þessa sáru og dapurlegu bernskuminningu, að atlaga Jóns Baldvins fjármála- ráðherra að íslenskum búvísinda- stöðvum, félögum, fyrirtækjum og stofnunum bænda, minnir mig á hana fremur en nokuð annað. Mér og öðrum bændum er nefni- lega ámóta annt um stofnanir landbúnaðarins nú á þessu herr- ans ári, eins og okkur var um lífsbjörgina forðum, galtana grænu niður með ánni. Það hefur lengi einhvern veg- inn legið í loftinu, að kratar hafa öðrum flokkum fremur haft illan bifur á íslenskum bændum og haft horn í síðu þeirra. Kratana hefur öðrum fremur skort skiln- ing á viðfangsefnum bænda, van- tað viljann til að skilja. Nú hefur þetta sannast enn á ný, eða strax ‘ um leið og þeir komust til valda. Ekki var Jón Baldvin fyrr búinn að koma auga á framlög til stofn- ana íslenskra búvísinda, íslensks búskapar og félagsskapar bænda, en hann setti undir sig hausinn, ruddist fram með rassaköstum eins og belja í „ofsastuði“, þeytti á tjá og tvístring öllu því í frum- varpi til fjárlaga, sem bændur og framtíð búskapar í landinu helst varðar. Lái mér hver sem vill, þó mér þyki þetta athæfi hans álíta rökrétt, álíta gáfulegt og álíka uppbyggilegt og athæfi kúnna forðum, þegar þær komust í heysætin. Nú er að bregðast hraustlega við Ekki kemur til neinna mála að láta Jón Baldvin komast fram með þennan þjösnaskap. Rétt er og þakkarvert að ætla að reka rík- issjóð hallalaust. Það réttlætir „Ekki varJón Bald- vinfyrr búinn að koma auga áfjárlög til stofnana íslenskra búvísinda, íslensks búskapar og félags- skapar bænda, en hann setti undirsig hausinn, ruddistfram með rassaköstum eins og belja í „ofsa- stuði“... “ ekki að taka eina atvinnugrein fyrir, leggja hana í einelti og lemja í rúst. Stjórnvöld eiga að ástunda jöfnuð og reyna að við- hafa eitthvert réttlæti. Hvergi er það eins knýjandi eins og gagnvart bændastéttinni, atvinnu hennar og stofnunum, vegna þess að þar kallar svo margt að í einu. Nú þyrfti að auka rannsóknir á vegum bæði gamalla og nýrra bú- greina, endurmeta aðstöðu og aðferðir, skipa í ný hlutverk. Ekkert er því fráleitara og fjar- stæðara en að afnema holt og bolt rannsóknastöðvar landbúnaðar- ins. Þar er verið að vinna merki- leg afrek við að kynbæta jurtir og búfé. Margt er þar í miðjum klíð- um og gæti hefnt sín geipilega að hætta í hálfnuðum verkum. Þar er víða til mikils að vinna. ísland er einstakt ágætis gras- ræktarland, þar með búfjárrækt- arland. Grasrækt fleygir fram og kornrækt fleygir nú fram. Hún gæti verið ennþá víðar með fyrir- taks árangri, ef stuðst væri meira við skjólbelti og skógrækt. Er orðið brýnt að auka rannsóknir, kennslu og athafnir á því sviði, því löngu er orðið óviðunandi að skjólbeltarækt og skógrækt séu öskubuskur í fjölskyldu ís- lenskra atvinnuvega. Bændur, velunnarar þeirra og aðrir aðilar að landbúnaði, verða að láta til sín taka hver sem betur getur og snúa nú hvarvetna vörn í sókn á vettvangi landbúnaðarins, vett- vangi búfjár og nytjagróðurs, vettvangi sveitastarfa. Sú kenning fjármálaráðherr- ans Jóns Baldvins lætur vissulega vel í eyrum skattgreiðenda, að at- vinnuvegirnir eigi sjálfir að kosta rannsóknir og leiðbeiningar í eigin þágu. Þetta gerir landbún- aðurinn að nokkru og hefur lengi gert með gjaldi í búnaðarmála- sjóð. Greiðir einnig ríkuleg stofnsjóðsgjöld. Nú eru þau til- finnanleg útgjöld fyrir gömlu búgreinarnar, sem fá næsta lítið aftur í sinn hlut, en eru í öllum þrengingum látnar standa undir stofnfé nýrra búgreina. Benda má fjármálaráðherran- um og fjárveitingarvaldinu á eitt: Bændur og sveitafólk almennt greiðir hærri hlut en aðrir í bfla- kostnaði til ríkisins, þar með ta- linn þungaskatturinn og sölu- skattur af honum í vöruverði. Þetta stafar af vegalengdunum. Kemur fram í háum kostnaði á öllum sviðum samgangna, hvort heldur er í þágu viðskipta eða þjónustu, brýnustu nauðsynja eða skemmtana. Auk þess sitja sveitavegirnir yfirleitt á hakan- um. Þetta mætti sjá við sveita- fólkið í einhverju, ekki síst þegar þess er gætt, að nú hækkar ríkið drjúgum gjöldin af bílum og bensíni, eins og vonlegt er og vera ber. Að rétta við hag ríkisins Fyrr má vera ráðdeild varðandi kostnað í rekstri ríkisins, en að skera rannsóknir og vísindi niður við trog. Ólíkt heldur ber að auka tekjur ríkisins með sköttum, þar sem af nógum ósnertum auði er að taka. Hví ekki að skella á eignakönnun? Óhætt er að benda fjármálaráðherranum á allan ok- urvaxtagróðann af öllum mögu- legum og ómögulegum verð- bréfum. Kví ekki að innheimta tíund af honum? Hví ekki að leggja umtalsverðan skatt á hverskyns sparifé eins og á aðrar eignir? Eða t.d. á veltu bank- anna? Eða á veltu ferðaskrifsto- fanna og ná þannig (eða öðruvísi) til eyðslunnar í ferðum og kaup- skap í útlöndum? Hví ekki að innheimta söluskatt af allri þeirri ofgnótt auglýsinga sem eru í um- ferð? Óvíða er annað eins skefja- laust ófhóf: Prentaðar í öllum himinsins litum, lesnar eða leiknar í alls lags myndmáli á skjá. Allir fjölmiðlar undirlagðir í tíma og ótíma. Það er þó bita- stætt! Þar eru sýnilega til skítnóg- ir peningar! Það er ráðdeildarleysi, rang- læti, ræfildómur og skömm, að löggjafinn og stjórnarvöldin skuli láta ríkissjóðinn vera á hvínandi hausnum ár eftir ár, í stað þess að manna sig upp og taka skikkan- lega mikinn skerf af einka- auðnum í landinu til almennings- þarfa og alþjóðar heilla. Játvarður Jökull Júlíusson er bóndl og rlthöfundur á Mlöjanesl, Austur-Bar&astrandarsýslu. Þrl&judagur 17. nóvember 1987 jf>j<>ÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.