Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 6
MINNING HúsnæÖisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Borgarnes Stjórn verkamannabústaöa Borgarnesi óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúöa í einnar hæðar parhúsi, byggöu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæö- isstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195 m2 Brúttórúmmál húss 673 m3 Húsið verður byggt við götuna Arnarklettur 12- 14, Borgarnesi og skal skila fullfrágengnu sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Borgarn- esbæjar, Borgarholtsbraut 11, 310 Borgarnesi og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Laugavegi 77, 101 Reykjavík frá þriðjudeginum 8. des. 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 5. jan. 1988 k.11:00 f.h. og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F. stjórnar verkamannabústaða, Borgarnesi Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ^Húsnæðisstofnun ríkisins Rif og hreinsun Tilboð óskast í rif og brottflutning tveggja, gólf- efna, hengilofta o.fl. á nálega 1000 m2 svæði í húsinu Digranesvegi 5 í Kópavogi. Um er að ræða létta veggi með hurðum og hengi- loft á timburgrind með innbyggðum lömpum. Hurðir, lampar og annað nýtanlegt efni verður eign verktaka. Verkinu skal lokið 25. jan. 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. desember 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 z O2 A Starfsmaður óskast á sambýli aldraðra Sambýli aldraðra, Skjólbrekka, sem starfrækt er í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf sem fyrst. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 45088. Umsóknareyðublöð Itggja frammi á Skjól- brekku, Skjólbraut 1a, Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 12. desember n.k. Félagsmálastjóri Dagheimilið Steinahlíð v/Suðurlandsbraut Okkur vantar samviskusama manneskju til að ræsta dagheimilið okkar. Upplýsingar í síma 33280. Minningarorð um hjónin Jóhann H. Pálsson Dalbæ I, Hrunamannahreppi fœddur 7. mars 1936 dáinn 28. nóvember 1987 Hróðný Sigurðardóttir fœdd 17. maí 1942 dáin 28. nóvember 1987 Kveðja frá gömlum kaupamanni Það var vorið 1970 að ég kom á Dalbæ í fyrsta skiptið. Hróðný eða Níní, eins og hún var kölluð tók á móti mér á þjóðveginum ásamt Arnfríði dóttur sinni á „Lettanum", sem þau áttu svo lengi. Níní var frænka mín og tók á móti mér 13 ára stráklingnum eins og móðir. Þegar heim á Dal- bæ kom kynnti hún mig fyrir Jó- hanni bónda sínum, Sigurði Inga og Páli sonum þeirra hjóna og Ellu Mæju systur Hróðnýjar. Yngsta barn þeirra, Margrét, var ekki fædd. Jói og Níní og fjöl- skylda þeirra áttu síðan eftir að verða mín önnur fjölskylda næstu 5 sumur. Níní var glaðleg, glæsileg og óvenju greind kona. Eftir að hún lauk Húsmæðraskólanum á Laugárvatni með afburða náms- árangri, hóf hún búskap með eiginmanni sínum að Dalbæ í Hrunamannahreppi. Þar tókst þeim með fádæma dugnaði að skapa sér og sínum paradís á jörðu, í fallegri og búsældarlegri sveit. Þau hjónin ráku býlið af svo miklum myndarskap að unun var að fylgjast með. Fyrir 10-15 árum reistu þau stórt og fullkomið fjós, hlöðu og votheys- gryfju. Skömmu síðar byggðu þau sér stórkostlegt einbýlishús. Níní starfaði mikið að félags- málum. Hún var í kvenfélagi sveitarinnar, var í hreppsnefnd, söng í kirkjukór og kór Árnes- sýslu. Hún var óvenju fjölhæf kona og rak búið með bónda sín- um af mikilli reisn. Alltaf gat Níní haft veisluborð, sama hversu marga og skyndilega gesti bar að garði. Þá var oft glatt á hjalla og mikið spjallað. Ég og Guðbrand- ur bróðir minn töluðum oft um kökurnar hennar Níníar og við hana er kennd uppáhaldstertan okkar, Níníardraumur. Níní hugsaði alltaf um okkur kaupa- mennina eins og sín eigin börn og vildi okkur aðeins það besta. Á Dalbæ lærði maður að vinna og hafa ánægju af því. Jóhann H. Pálsson var einstakur maður. Hann var rúmlega meðalmaður á hæð, ljósbirkinn og heljarmenni að burðum. Ég man hvað við kaupamennirnir litum upp til hans vegna þess hve skapgóður og hversu sterkur hann var. Hann smitaði frá sér vinnugleðinni, vildi ganga vasklega til verks og oft var vinnudagurinn langur. Ég minnist vornóttanna. Þá var eins og Jói þyrfti aldrei að sofa. Hann vakti yfir ánum og var svo byrjað- ur að mjólka kl. 8 á morgnana, oft svefnlaus eða svo til. Ég minn- ist fagurra sumarnóttanna inn með Fjalli og niðri á Gili við að bera á túnin og klukkan orðin 2 eftir miðnættið og hann sendi mig heim á Dalbæ í bólið og hélt svo áfram að vinna sjálfur og vakti mann svo upp með bros á vör að morgni. Þrek hans var ótrúlegt og það var ekki allt, því hann hafði þá bestu sál sem ég hef á ævi minni kynnst. Sem dæmi um mannkosti Jóhanns þá minntist ég eins atburðar. Það hafði verið dögg í grasinu og ég var á stórri dráttarvél sem Jarðræktarfélag Hrunamanna átti og var Jóhann að tengja drifskaft dráttarvélar- innar við heyblásara er skyndi- lega kúplingspedallinn rann undan votum strigaskósóia mín- um og þetta ferlíki sem var í bakkgír, hentist aftur á bak og skall á blásarann. Ef Jóhanni hefði ekki tekist að kippa hönd- unum að sér hefði hans framtíð sem bónda verið lokið. Auðvitað bjóst ég við að hann yrði reiður þarna - annað væri ómannlegt. En þegar ég leit á hann skein að- eins alvara og einsog hryggð úr augum hans. Það kom smá þögn, síðan klappaði hann mér á öxlina og sagði sem svo að það væri aldrei of varlega farið. Þannig var Jói, alltaf rólegur hvað sem á dundi. Annað dæmi sem eldri kaupamenn, Pétur Hjaltesteð, Guðmundur Ósvaldsson og Gísli Antonsson sögðu mér: Þeir voru einhverju sinni að henda mjaltas- tól í hvorn annan þegar einn stól- linn skall í höfðinu á Jóa sem bara brosti og hélt áfram að mjólka. Aldrei skammaði hann okkur kaupamennina, þrátt fyrir ýmis strákapör og hrekki svona eins og gengur og gerist hjá ungum lífsg- löðum unglingum. Við dáðumst að visku hans, kröftum og stóí- skri ró sem alltaf var yfir honum, hvað sem á dundi. Ég minnist kvöldmjaltanna, þegar Jói kveikti sér í pípu og enn get ég fundið hvernig pípulyktin blandaðist fjósalyktinni og það færðist værð yfir mann eftir langan en gefandi vinnudag. Þá vorum við að vinna okkur niður og notuðum tímann til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Jói fylgdist vel með stjórnmálum og fréttum og oft notuðum við mjaltatímann til heimspekilegra hugleiðinga eða skipulögðum framtíðina. Ég minnist 17. júní í Félags- heimili Hrunamanna og Jói svitn- aði í jakkafötunum sem hann var í til hátíðabrigða. Þau áttu ekki við hann. Skömmu síðar þegar heim kom og hann var kominn í gallabuxumar og vinnuskyrtuna, þó napurt væri, byrjuðum við að bera á tún í fallegri kvöldsól. Þá færðist bros og gleði yfir Jóa. Hann naut þess að vinna og vera bóndi. Ég minnist rigningardaganna sem Jói nýtti gjarnan inni í geymslu við viðgerðir á heyvinn- uvélunum eða dytta að einu og öðru. Ég man eftir öllum skrúf- unum og boltunum og smurolíu- bornum höndum hans sem allt lék svo í. Ef varahlutir voru ekki til, voru þeir bara smíðaðir. Jói var bóndi af guðs náð. Hann unni dýrunum. Hann rækt- aði land sitt af kostgæfni. Hann var harðduglegur til allra verka og gat allt. Ekki síst var hann góður faðir barna sinn og eigin- maður konu sinnar. Hann var fullkomin fyrirmynd. Ég sagði stundum við kunningja mína og skyldmenni að Jói væri besti maður sem ég hef á ævi minni kynnst. Ég hafði meira að segja haft það að orði einu sinni við hann sjálfan að ég skyldi skrifa minningargrein um hann. En mikið vildi ég að til þess hefði aldrei þurft að koma. Ég fékk notið Jóa og Níní í fimm sumur. Þessi tími var mér, unglingnum á viðkvæmum þroskaaldri, ómetanlegur og mikilvægur tími og hann er einn sá besti sem ég hef upplifað. Þökk sé þeim. Örlög sín veit enginn fyrir. Kallið getur komið fýrirvara- laust. Það kom alltof snemma fyrir Jóa og Níní. Þau voru tekin frá okkur þegar þau stóðu á há- tindi lífs síns. Búin að byggja upp paradís á jörðu að Dalbæ í Hrun- amannahreppi og ala upp fjögur mannkosta börn. Söknuðurinn og sorgin er ólýsandi og allra mest er hún fyrir nánustu ætt- ingja, börnin þeirra, Margréti 12 ára, Pál 18 ára, Arnfríði 23 ára og Sigurð Inga 25 ára. Guð styrki þau og aðra aðstandendur f þeirra miklu sorg. En það er harmi huggun gegn að Jói og Níní voru hamingjusöm hjón sem áttu yndisleg ár saman með börnum sínum, skyldmennum og vinum. Og við hin sem eftir lifum skulum taka þau til fyrirmyndar. Falleg minning þeirra mun lifa um ó- komna framtíð. Þorkell Sigurðsson Dagheimilið Steinahlíð v/Suðurlandsbraut Við höfum lausar stöður fyrir fóstrur eða annað uppeldismenntað fólk. Einnig vantar okkur fólk í stuðning fyrir börn með sérþarfir. Upplýsingar í síma 33280. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.