Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 11
SKÁK 20. einvígisskákin Jafntefli eftir hörkubaráttu Kasparov bryddaði uppá nýjung en Karpov varðist vel og slapp með skrekkinn 20. einvígisskák þeirra Garrís Kasparovs heimsmeistara og á- skoranda hans, Anatólís Karp- ovs, lauk í kvöld með jafntefli eftir 37 leiki. Þetta er fjórða jafn- teflið í röð í einvíginu en síðast vannst sigur er Karpov jafnaði metin í sextándu skákinni. Þrátt fyrir gífurlega taugaspennu sýndu báðir skáksnillinganna sínar bestu hliðar í kvöld. Kasparov mætti til leiks vopn- aður nýrri hugmynd í drottning- arbragði sem setti Karpov þegar í stað í afar óþægilega stöðu. Á- skorandinn virtist þó ná að jafna taflið en endataflið sem kom upp síðar þar sem heimsmeistarinn hafði drottningu og biskup gegn drottningu og riddara var allt annað en auðvelt fyrir Karpov, ekki síst vegna þess að hann var afar naumur á tíma. Sennilega hefur Kasparov sleppt honum úr erfiðri stöðu með fremur óná- kvæmum 34. leik en það er hugs- anlegt að Karpov hafi.verið kom- inn yfir erfiðasta hjallann með sterkum leik, 32...f5. Mikill mannfjöldi fylgdist með skákinni í gær og meðal áhorf- enda voru Klara Kasparova, móðir heimsmeistarans, sem var um tíma mjög áhyggjufull að sjá, og Natassja Karpova, eiginkona áskorandans. Þeirfjandvinirhafa að undanfömu mætt til leiks í sömu fötunum enda frámunalega hjátrúarfullir báðir. Karpov í gráum jakkafötum en Kasparov í blazerjakka og gráum buxum. Það em einkum klæði Karpovs sem tekin eru að sjúskast og kannski fer hann í sín frægu svörtu jakkaföt er hann íklæddist þegar hann ætlaði að méla Kasp- arov með núlli í fyrsta einvígi þeirra. Þá hafði hann íklæðst ein- um og sömu fötunum í meira en þrjá mánuði, „og var sannarlega kominn tími til að hann skipti um þegar hann loks lét verða af því,“ segir Kasparov í nýútkominni sjálfsævisögu sinni, „Barn breyt- inganna.“ Framkoma þeirra er um margt ólík. Mikið hefur borið á allskyns grettum og geiflum hjá Kasparov ásamt með nokkuð svo þótta- fullri inngöngu í skáksalinn. Á hinn bóginn talar Karpov í sífellu við sjálfan sig, eða muldrar öllu heldur einhverskonar galdraþul- ur fyrir munni sér, kinkar kolli og drepur tittlinga milli þess sem hann sendir Kasparov baneitrað augnaráð. Þeir horfa mikið út í skáksal- inn, jafnan í átt til sætanna þar sem langmikilvægustu einstak- lingarnir í lífi þeirra sitja, móðirin Klara og eiginkonan Natassja. í blaðamannaherberginu var líf og fjör og hafði Vassily Smysl- ov, fyrrum heimsmeistari, sig mest í frammi en aðrir minni spá- menn létu einnig ljós sitt skína. Það vakti nokkra athygli að þegar Smyslov hélt inní skáksalinn tók hann sér sæti í þeirri bekkjarröð sem helstu stuðningsmenn Karp- ovs hafa lagt undir sig, eiginkon- an, þjálfarar, sálfræðingar og fleiri. Næsta skákin verður tefld á mánudaginn þótt engum kæmi á óvart þó að annar keppenda tæki sér frí frá baráttunni. 20. einvígisskák Hvítt: Garrí Kasparov- Svart: Anatólí Karpov Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 Eiginkona Anatólís Karpovs heitir Natassja og fylgist hún ávallt grannt með bónda sfnum að tafli sem við og við gjóar augunum f átt til hennar. Garrí Kasparov og Anatólí Karpov að tafli í Sevillu. Báðir sýndu prýðilega taflmennsku í 20. skákinni. 3. d4 Be7 4. RO Rf6 5. Dc2 (Kasparov hugsaði sig um í dá- góða stund áður en hann lék þess- um sjaldgæfa leik. Bretinn Tony Miles hefur brugðið honum fyrir sig nokkrum sinnum, meðal ann- ars gegn þeim er þessar línur ritar á óiympíuskákmótinu í Dubai í fyrra.) 5. ... 0-0 (Skarpara svar er 5....c5.) 6. Bg5 c5 (Það er ekki eins auðvelt að komast útí Tartakoverafbrigðið nú, til dæmis 6...h6 7.Bxf6 Rxf6 8.e4 með flókinni stöðu. Ég lék 6...Rbd7 í áðurnefndri skák við Miles.) 7. dxc5 dxc4 8. e4 Da5 9. e5 Rd5 10. Bxc4 abcdefgh (Nýjungin er Kasparov hafði undirbúið fyrir þessa skák. Hug- myndin kemur í ljós þegar í 11. leik. Áður hefur verið leikið 10.Bxe7 Rxe7 ll.Bxc4 Dxc5 12.Bd3 Rg6 með umþaðbil jafnri stöðu.) 10. ... Rxc3 11. 0-0! DxcS 12. Dxc3 (Kasparov notaði aðeins 10 mínútur á upphafsleiki sína en Karpov var þegar langt á eftir á klukkunni. Þessi munur átti þó eftir að jafnast er líða tók á skákina.) 12. ... Rc6 (12....b6 er tæpast gott vegna 13. a3 og ef nú 13....Ba6 14.Bxa6 Rxa6 15.Dxc5 Bxc5 16.b4 og hvítur vinnur lið.) 13. Bxe7 Dxe7 14. a3 (Áætlunin 14.Hadl ásamt -Hd6 og -Hfdl kom einnig til greina.) 14. ...Bd7 15. Hacl Ilfd8 16. b4 (Að áliti flestra slakur leikur, þar á meðal hinnar alltumlykj- andi sovésku sendinefndar. Vas- sily Smyslov benti á leikinn 16—b5! 17. Bxb5 Rxb4! 18.Bxd7 Rd5 og svartur hefur að minnsta kosti jafnt tafl. Eftir 17.Be2 a5 hefur svartur einnig jafnað taflið. Kannski var Karpov að tefla uppá flækjurnar í framhaldinu. Það er að minnsta kosti ósenni- legt að honum hafi sést yfir þetta framhald.) 16. ...a6 17. De3 Be8 (Hér var búist við 17...Ra7.) 18. Bd3 Ra7 19. Bbl (19.De4 má svara með 19...g6 eða jafnvel 19...Hxd3 20.Dxd3 Bb5 og staðan sem kemur upp er athyglisverð: 21.Dd6 Dxd6 22.exd6 Bxfl 23.Kxfl Rc6 24.a4 og svo framvegis.) 19. ...Bc6 20. Rg5 h6 21. Re4 Rb5 22. Hc4 (Og hótar 23.RÍ6+ með vinn- ingssókn. Karpov verður því að láta biskupinn af hendi.) 22. ...Bxe4 23. Bxe4 Hac8 24. Hxc8! Hxc8 25. Hcl (Það var hald margra að Kasp- arov væri að tefla til jafnteflis en staðreyndin er sú að hann heldur litlu en þægilegu frumkvæði í stöðunni sem nú kemur upp.) 25. ...Hxcl 26. Dxcl Dd7 27. g3 b6 28. Kg2 Dd8 29. h4 a5 30. bxa5 bxa5 31. Dc5 Rd4 32. h5! Frá Helga Ólafssyni, frétt aritara Þjóðviljans íSevillu: (Afar óþægilegur leikur sem setur Karpov í mikinn vanda. Hættan er nefnilega sú að riddar- inn lokist úti á d4. Þá getur hvítur í mörgum tilvikum stormað fram með peðin á kóngsvæng. Karpov verður að Jjregðast hart við þess- um vanda.) 32. ...f5! 33. Bb7 (tími:2,18) Kf7 (2,22) 34. Kh2 Db8! (2,27) (Frábær leikur en tók sinn tíma. Karpov var sloppinn úr mestri hættu en tími hans var naumur og af augnagotum hans útí sal mátti ráða að hann var ekkert sérstaklega ánægður með nokkra hávaðaseggi aftast í saln- um.) 35. Dxd4 (Ekki 35.Bg2 Db2! og svo framvegis.) 35. ...Dxb7 36. g4 Df3 37. Dd7+ Kf8 Jafntefli samið að frumkvæði Kasparovs. Geysilega hörð bar- áttuskák þar sem báðir sýndu sínar bestu hliðar. Sennilega sleppti Kasparov andstæðingi sínum úr erfiðri stöðu með 34.Kh2. Skákin sýnir að mínu mati að báðir keppenda eru enn í toppformi en þessi erfiða skák nlýtur að hafa reynt mikið á taugarnar. Tími: Hvítur: 2,25 Svartur: 2,28 Staðan: Kasparov 10- Karpov 10. Laugardagur 5. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.