Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 7
IfiQVELDUR HJALTÉSTED .lOniflA OiSlADÓTTIK lcikur með n pí.mó Ingveldur og Jónína á hljómplötu Sfðasta sumarrosin Ingveldur Hjaltested sópran- söngkona og Jónína Gísladóttir píanóleikari haf a sent f rá sér tvö- falda hljómplötu sem spannar fjölbreytt sönglög frá ýmsum tím- um og löndum, og hafa sum þeirra ekki verið gefin út áður á íslenskri plötu. Alls eru 32 lög á plötunum, og eru þetta allt nýjar stafrænar hljóðritanir (digital), gerðar í Hlégarði í sumar, og var Halldór Víkingsson upptöku- stjóri, en plöturnareru pressaðar hjá T eldec í V-Þýskalandi og skornar með DMM-aðferð (Dir- ect Metal Mastering) Af íslenskum lagahöfundum má nefna Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Þórarin Guð- mundsson og Inga T. Lárusson. Auk þess er á íslensku síðunni að finna nokkur þjóðlög. Dreifingu annast Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Óráðsían og sakleysið Einar Kárason Söngur villiandarinnar og fleiri sögur Mál og menning 1987. Fyrsta sagan í þessari bók, Sorgarsaga, tekur upp þema sem heyrist og í öðrum þáttum þessa safiis: ekki er allt sem sýnist. Ungur drengur missir frænku sína sem hafði gengið honum í móður stað svo ekki varð betur á kosið, en getur samt ekki fundið til þeirrar sorgar sem eðlileg væri - aftur á móti syrgir hann áka- flega kattarfjanda sem hafði ver- ið honum kær og keyrt var yfir. Má nærri geta að þessi tilfinn- ingalausi drengur er litinn horn- auga. En fyrir heppilegan mis- skilning fær hann uppreisn æru sem réttur og syrgjandi móðurl- eysingi. Þetta er um margt lúmsk saga, vindur sig vel áfram, heldur jafnvægi í vissu háði án illkvittni, snýr upp á væntingar lesandans af virðingarverðu hugviti. Lesand- inn er fljótt á því að Einar Kára- son eigi erindi í flokk smásagn- ahöfunda. Ekki svo að skilja að honum takist í öllum sögum jafnt. í sög- unni „Kveldúlfs þáttur kjörbúð- ar“ er líka fjallað um strák sem er ekki allur þar sem hann er séður, hann steypir með sakleysislegu yfirbragði sínu veldi kaupmanns- fjölskyldu. Sem kannski átti ekki betra skilið en hvað um það: það er í þessari sögu einhver forskrúf- un, einhver tilhneiging til að of- segja, sem skýtur niður kolli hér og þar í þessum sögum. Stundum verður bygging sögu helst til los- araleg eins og í „Villiöndinni", þeirri sem gefur bókinni nafn: þar er gott persónusafn og þar kemur vel fram sú gáfa Einars að hver fær að syngja með sínu nefi. En þegar á heildina er litið er eins og þar séu sagðar nokkrar sögur eða brot úr þeim fremur en höf- undur haldi sig á þeirri sögu- mottu, afmarkaðri vel, sem lík- lega er bestur hljómbotn fyrir þann raunsæislega og skopsækna tón sem höfundur temur sér. „Opus magnum“ er aftur á móti gott dæmi um rammbyggða sögu þar sem hvaðeina sem sagt er af lánlausum rithöfundi, sem Ókeypis hljómsveitaræfingar Nemendum í tónlistarskólum Reykjavíkur og nágrennis boðið uppá hljómsveitaræfingar. Ragnar Björnsson organisti sér um kennsluna Nýi Tónlistarskólinn hyggst standa fyrir hljómsveitaræf- ingum fyrir nemendur í tón- listarskólum og hljóöfær§me- mendur á svipuðu námsstigi. Þar er um klassísk hljóm- sveitarverkefni að ræða, sem allar hljómsveitir verða að hafa tiltækar á verkefnaskrám sínum.sinfóníur, ein- leikskonserta, sinfóníur J. Brahms, hljómsveitarverk Vínar-klassíkeranna o.fl. Ragnar Björnsson organisti, verður stjórnandi æfinganna. „Ástæðan fyrir þessu framtaki er sú að mér finnst vanta þennan þátt í tónlistarþjálfun yfirleitt. Ég hef kynnst slíkum æfingum í skólum erlendis, þetta klassíska reperatúar, sem talið er nauðsyn- legt að hafa í fingrunum og þekkja að námi loknu. í>að er grundvöllur fyrir því að komast Myndlistarsýning í Útvarpshúsinu Guðrún Kristjánsdóttir sýnir Nú stendur yfir myndlistarsýning í Útvarpshúsinu að Efstaleiti 1, Reykjavík. Guðrún Kristjánsdótt- ir myndlistarmaöur sýnir þar olíu- málverkog „collage“-myndir, alls 33 verk. Guðrún er 37 ára Reykvíking- ur. Hún var við nám við Mynd- listaskóla Reykjavíkur og lista- skóla í Aix-en-Provence í Frakk- landi um nokkurra ára skeið. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, og fyrir ári hélt hún sína fyrstu einkasýningu að Kjar- valsstöðum. Þá sýndi hún í Slunk- aríki á ísafirði í janúar á þessu ári. Þetta er önnur málverkasýn- ingin, sem haldin hefur verið í nýja Útvarpshúsinu. Haukur Dór reið á vaðið sl. sumar og stóð sýning hans fram í nóvember. Sýning Guðrúnar sem er sölu- sýning mun standa fram á vor og eru menn velkomnir. Opnunar- tími er alla daga frá 9-18. týnir handriti sínu ódauðlegu en hreppir í staðinn lík söguhetju sinnar, flýtir för lesandans til óumflýjanlegra endaloka þessar- ar grimmu skrýtlu. Það er ekki alltaf auðvelt að finna smásögum, sem hafa skipað sér á eina bók einhvern samnefn- ara. En við ljúgum ekki miklu ef við segjum, að þessar sögur snú- ist öðru fremur um lánlaust líf eða forklúðrað, sem væri sorg- lega fáránlegt ef það væri ekki um leið hlægilega fáránlegt. Fárán- leikinn fær sinn sérstaka keim af sögumanni, af bernsku hans eða sakleysi. Þessi einkenni eru ekki hvað síst á ferð í sögunni „Töfra- fjallið", þar sem sögumaður kemur í harðduglegt sjávarpláss sem forfallakennari og hittir þar fyrir snillinga nokkra sem þar sitja líka í útlegð við kennslu og hugsa um Verkin miklu sem þeir eiga líklega eftir að vinna og eng- inn kann að meta hvort sem er. Það er margt skondið í þessari sögu af lærisveini og meisturum, sem lesandinn skilur náttúrlega að eru ekki merkilegir pappírar. Og blátt áfram spennandi að fylgjast með því hvernig Einar Kárason fótar sig á hálum ís: Vit- anlega er ekkert á móti því að fara með dár og spé um sjáifs- vorkunn vonbiðla snilligáfunnar og listanna. Vandinn er barasta sá að hér er um hluti að ræða sem allskonar slúbbertar nota fyrr og síðar til að ná sér niðri á því elsku- lega og nauðsynlega pakki sem „ekki nennir að vinna fyrir sér og þykist vera skáld“. Þetta smásagnasafn er kannski ekki sú sögn um tímann sem skáldsögur Einars Kárasonar hafa verið okkur. Kannski er hún eins konar stund milli stríða. Skemmtileg stund reyndar. Minnir okkur á það meðal annars hve vel Einar Kárason þekkir og heldur til skila mörgu úr glanna- legu og undarlega siðblindu lífsmynstri hér og nú. í síðustu sögu bókarinnar, sem nefnist „Því enginn má fara yfir þröskuld hjá öðrum án þess að hafa dóms- úrskurð fyrir því“, flækist sögu- maður (einn sakleysinginn eða bjálfinn enn) á miíli utanveltu- fólks og veit ekki hver er fullur eða dópaður eða klikkaður. Æst- um og duttlungafullum talsmáta þessa fólks heldur Einar Kárason vel á - og um leið leitar sá grunur á lesandann með vaxandi ágengni að það „ónormala" ástand sem lýst er sé furðulega nálægt norm- alástandinu á Jóni og Gunnu á ísa landi fögru. ÁB inn í atvinnuhljómsveitirnar. Þá vildi ég gjarna koma einhverju áleiðis sem ég lærði hjá mínum kennurum, ekki síst því sem Hans von Swarowsky kenndi, en hann var aðalkennari minn í Tónlistarháskólanum í Vín,“ sagði Ragnar. Ekkert náms- eða æfingagjald verður innheimt fyrir þátttöku í þessum æfingum. Nemendur mæti með hljóðfæri sín á æfingar, sem líklega verða á sunnudögum kl. 17. En þátttöku þarf að til- kynna í síma 39210 milli 3 og 6 virka daga. Til þess að æfingarnar komi nemandanum að gagni þarf hann helst að vera á 5. stigi hljóð- færanámsins. í byrjun verður að- allega lagt upp úr lestri, þ.e. að lesa sig í gegnum verkin og kynn- ast þannig sem flestu á sem styst- um tíma. - ekj. Si3M5ZZ Sa9asnysfurKára semallWeMa^ sisilSSf?®! Föstudagur 4. desember 1987 , PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.