Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Lýðræðislegar hefðir þverbrotnar
Af fréttum að dæma virðist samstarf í ríkis-
stjórninni komið í óefni. Þar rekur hver uppá-
koman aðra líkt og í fjölleikahúsi þar sem
áheyrendur þurfa aldrei að láta sér leiðast því
að alltaf er eitthvert nýtt atriði í gangi. í gær var
allt vitlaust út af stefnunni í fiskveiðimálum, í dag
eru stjórnarflokkarnir farnir að rífast út af fyrir-
huguðum aðgerðum eða aðgerðaleysi í land-
búnaðarmálum og á morgun er boðað heiftar-
legt rifrildi vegna fjárlagafrumvarpsins. Á hlið-
arleiksviði má svo líta minni háttar átök þar sem
meginþráðurinn er vangaveltur og fullyrðingar
um það hver hafi nú bakkað í þetta og þetta
skiptið og þurft að éta ofan í sig stóru orðin.
Almenningur er ekki alls óvanur pólitískum
brestum og braki á þessum árstíma en sjaldan
hefur hávaðinn og púðurreykurinn jafnast á við
það sem nú er boðið upp á.
í huga flestra íslendinga er desembermánuð-
ur sérstakur. Það eru ekki aðeins jólin sem setja
mark sitt á hann, þar kemur margt fleira til.
Bókaflóðið fossar inn á heimilin og margir eru
þeir sem taka sér góðan tíma til að skoða það
sem með því berst á fjörur. Á síðari tímum hefur
íslensk hljómplötuútgáfa runnið eftir keimlíkum
farvegi og sá hópur, sem tekur sér tíma í des-
ember til að hlusta á nýjar plötur, fer stöðugt
vaxandi. Skólanemendur fá frí og eru meira
heima við en ella og sumir, sem eru við nám
fjarri sínu heimili, fá nú langþráð tækifæri til að
koma heim. í raun hafa íslendingarfrátekiðdes-
embermánuð til að sinna fjölskyldu og menn-
ingarlífi.
Það er einmitt í desembermánuði sem alþingi
er nú að taka stórpólitískar ákvarðanir sem
snerta líf og afkomu þjóðarinnar. Af sjálfu leiðir
að fjárlög eru til umræðu á þessum tíma. En nú
er óvenju mikið af viðkvæmum málum inni í
sjálfu fjárlagafrumvarpinu þannig að t.d. er ver-
ið að segja fyrir um framtíð rannsókna á sviði
landbúnaðar og ákveða hvort tónlistarskólar
skuli settir á guð og gaddinn, þegar tekin er
afstaða til boðaðra fjárlaga.
En það eru ekki fjárlögin ein sem þarf að
afgreiða fyrir áramót. Búið hefur verið þannig
um hnútana að alþingi þarf á aðeins tveimur
vikum að taka til umræðu og afgreiða fjölda
mála og er hvert eitt það mikilvægt að eðlileg
umræða með tilheyrandi kynningu í fjölmiðlum
hefði þurft langan tíma. Þetta eru engin tilfall-
andi mál. Lengi hefur t.d. verið Ijóst að setja
þyrfti lög um staðgreiðslu skatta og fiskveiði-
stefnu fyrir áramótin. Hvers vegna eru þing og
þjóð látin bíða fram í desember eftir að ráðherr-
um þóknist að koma fram með hugmyndir
sínar?
Þingmenn hafa ekki nógan tíma til að kynna
sér málin, hvað þá alþýða manna. Nú má vera
að einhvejir telji það litlu skipta hvort almenning-
ur fylgist með ráðabruggi stjórnarherra og telji
alla umræðu óheppilega og til þess fallna að
flækja mál. Slíkar skoðanir voru algengar hjá
ráðherrum einvaldskonunga á fyrri tíð en vekja
nú undrun og jafnvel reiði.
Nútíma lýðræði getur ekki byggt á því einu að
kosnir séu á fjögurra ára fresti 63 þingmenn
sem afsala sér völdum til 11 ráðherra, og að
þess á milli komi lýðnum ekki við hvað gerist í
landsstjórninni. Alvöru lýðræði krefstalmennrar
umræðu þannig að sem flestum sé gefið tæki-
færi til að átta sig á því um hvað mál snúast og
að þeir, sem vilja, geti tekið þátt í umræðu um
markmið og leiðir, í einkasamtölum, á prenti
eða í Ijósvakafjölmiðlum. Sú aðferð ríkisstjórn-
arinnar að draga fram á síðustu stundu að
leggja fram mál og stilla mönnum svo upp við
vegg og krefjast afgreiðslu strax, sú aðferð er í
andstöðu við lýðræðislegar hefðir. Þegarstjórn-
in bíður langt fram í desembermánuð með að
kynna hugmyndir sínar í veigamiklum málum,
en einmitt þá er vitað almenningur er illa í stakk
búinn til að gefa sér tíma til að gaumgæfa yfir-
gripsmikil mál, þá er hætt við að vísvitandi sé
verið að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu.
Eða er kannski hugsanlegt að störf ríkis-
stjórnarinnar einkennist af slíku fumi og ráðleysi
að enginn viti hvert á að stefna? óp
Mynd: Sigurður Mar
LJOSOPIÐ
þlÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, OttarProppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir,
Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) MagnúsH.
Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrlfatofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýalngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:65 kr.
Áskrlttarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. desember 1987