Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Blaðsíða 10
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingaathvarfiö, Tryggvagötu 12, auglýsir eftir starfsmanni í 46% kvöldstarf. Æskilegt aö um- sækjendur hafi kennaramenntun eöa háskóla- menntun í uppeldis-, félags-, og/eöa sálarfræöi. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar- frestur er til 15.12.87. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaöur í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Örvi, verndaður vinnustað- ur, Kópavogi Tilboð óskast í innanhússfrágang í húsinu Kársnesbraut 110, Kópavogi. Um er aö ræða 447 m2 af 1. hæð hússins sem nú er múrhúöuð aö innan; lagt er í gólf og ofnar komnir. Loft eru einangruð og klædd. Ganga skal að fullu frá húsrýminu aö innan til- búnu til notkunar með innréttingum og húsgögn- um. Verkinu skal lokið 25. mars 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. desember 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7, PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK. SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐ! Hjúkrunarfræðingar sjúkraliðar Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða sem fyrst. SJÚKRAÞJÁLFARAR Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða sjúkra- þjálfara frá næstu áramótum eða eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið Patreksfirði ALÞÝÐUBANPAtAGK) Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Elsa Þorgeirsdóttir, fulltrúi í Félagsmálaráöi og Unnur Björnsdóttir, fulltrúi í Tómstundaráði veröa með heitt á könnunni í Þinghól, Hamraborg 11, næstkomandi laugardag 5. desember klukkan 10-12 f.h. - Allir velkomnir. Stjórnin Guðrún Guðnadóttir frá Eyjum í Kjós andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 4. desember. Andrés Ingibergsson Sigurður Ingi Andrésson Soffia Sigurðardóttir Gunnar Andrésson Guðbjörg Stefánsdóttir Einar Andrésson Hólmfríður Gröndal og barnabörn Eiginkona mín, og móðir okkar Ingunn J. Ásgeirsdóttir Kirkjuteigi 13 lést í Landakotsspítala 3. desember Jón Egilsson Sveinn Jónsson Þorgeir Jónsí >on Sigríður Jónsdóttir ERLENDAR FRÉTTIR Gorbatsjov og Reagan brugðust vonum manna hér í Reykjavík í fyrra. Þeir fá tækifæri til að bæta fyrir þá misgjörð í Washington í næstu viku. Risaveldin Leiðtogafundur hefst á þriðjudag Mikhael Gorbatsjov heldur vestur á mánudaginn. Hann mun æja á Bretlandi og eiga viðrœður við Thatcher áður en hann kemur til Washington Frýrnar í Genf. Mikið verður spekúlerað í framkomu og klæðaburði þeirra Nancyar og Raisu ef að líkum lætur. eir félagar og fjandvinir Ron- ald Reagan og Mikhael Gor- batsjov eiga það sameiginlegt að vera snjallir fjölmiðlamcnn. Þeir te|ja sig ennfremur vera kross- fara gegn því sem miður fer á heimaslóðum sínum og leiðtoga á tímamótum í sögu landa sinna. En að því mæltu er iokið upptaln- ingu á því sem þeir eiga sameigin- legt. Aldursmunur er mikiil, 20 ár, og öll viðhorf þeirra stangast á eins og tveir ólmir hrútar. Af óskyldum ástæðum eru þeir þó báðir áfram um að leiðtogafund- urinn sem hefst í Washington á mánudaginn takist vel og að sögu- legur samningur um eyðileggingu ailra meðaldrægra kjarnflauga ríkja sinna verði undirritaður með pompi og prakt. Þetta verður þriðja stefnumót þeirra félaga og væntanlega það síðasta. Hinum 76 ára gamla gestgjafa er mikið í mun að ailt fari að óskum því það myndi auka hróður hans í augum landa sinna sem margir hverjir hafa dregið þá ályktun af ýmsum mistökum og vandræðagangi hans undanfarið að hann sé af ellisökum ófær um að sitja við stjórnvölinn þá 14 mánuði sem eftir eru af kjörtíma- bili hans. Þótt Gorbatsjov hafi á dögun- um átt í einhverjum útistöðum við íhaldssama flokksbræður sína og þurft að fórna dyggum stuðn- ingsmanni í valdataflinu, Boris Jeltsín fyrrum leiðtoga Moskvu- deildar flokksins, þá kemur hann í sína fyrstu heimsókn til Banda- ríkjanna traustur í leiðtogasessi og vafalítið einráður um mótun utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Allmiklar vonir eru bundnar við leiðtogafundinn og telst það vart til tíðinda því svo var einnig um fyrri mót þeirra félaga, eink- um Reykjarvíkurfundinn sællar minningar. Sumir fréttaskýrenda hafa á orði að Reagan og Gorbat- sjov eigi að þessu sinni góða möguleika á að færa öll samskipti risaveldanna í gott horf en það hvarflaði að engum fyrir fjórtán mánuðum þegar þeir stigu út úr Höfða þungir á brún. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á þriðjudegi fyrir tæpum hálfum mánuði náðu utanrfkisráðherrar stórveldanna að ganga frá lokadrögum að samningi um að eyðileggja allar kjarnflaugar þeirra sem dregið geta 500-5000 kflómetra leið. í Genf sömdu þeir Georg Shultz og Eduard Shevardnadze um eftirlitsreglur sem skömmu áður virtist óhugsandi að aðilar gætu orðið einhuga um. f þeim er meðal annars kveðið á um að bandarískir erindrekar geti hve- nær sólarhrings sem er farið í skyndiheimsóknir að flauga- verksmiðjum Sovétmanna við Úralfjöll til að kanna hvað þar sé á seyði. Samur verður réttur sovéskra eftirlitsmanna, þeir munu mega á öllum stundum sól- arhringsins gera sig heimakomna í bandarísku flaugafabrikkunum í Magna í Utahfylki. Og þar sem allt er nú klappað og klárt munu þeir Reagan og Gorbatsjof taka sér penna í hönd síðla þriðjudags og setja nafn sitt undir samninginn sem þar með gengur í gildi. Láti þeir þar við sitja verður leiðtogafundurinn í raun ekkert annað en formlegur afgreiðslu- fundur. En fjöldamargir austan hafs og vestan telja verulegar lík- ur á að skriður komist á viðræður risaveldanna um helmingsfækk- un langdrægra kjarnskeyta sinna. Þau vopn voru til umræðu hér í Reykjavík á sínum tíma ekki síður en meðaidrægu flaugarnar en þá strandaði allt samninga- makk á sama skerinu, stjörnu- stríðsáætlun Bandaríkjamanna. Nú er öldin önnur. Gorbatsjov hefur látið í veðri vaka að áætlun sú sé ekki lengur sá þrándur í götu sem hún var fyrrum enda má honum vera ljóst sem öðrum að hún hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum, bæði vegna gífur- legs kostnaðar og tæknilegra ör- ðugleika. Þess í stað er talið að hann muni leggja áherslu á að styrkja Gagnflaugasamninginn (ABM) frá 1972 og láta gott heita ef Reaganstjórnin fellst á að halda stjörnustríðstilraunum sín- um innan marka er sá samningur setur. Áður en Gorbatsjov kemur til Washington mun hann eiga stutt- an fund með Margréti Thatcher á Bretlandi. Stjórnmálaskýrendur velta því fyrir sér hvað vaki fyrir aðalritaranum með því að æja á Bretlandi áður en hann heldur til fundar við Reagan. Ýmsir gera því skóna að hann hyggist freista þess að fá Breta til þátttöku í við- ræðum um frekari kjarnafvopn- un eftir að samningurinn um eyðileggingu meðaldrægra flauga stórveldanna hefur gengið í gildi. Gorbatsjov ferðast vitaskuld vestur með fríðu föruneyti og fríðust í þeim hópi er án efa eiginkonan Raisa. Þær Nancy Reagan munu hafa ofanaf hvor fyrir annarri meðan bændurnir ræða heimsmálin og verður vafa- lítið mikið um að vera hjá fjöi- miðlafólki að elta þær uppi og gera samanburð á, limaburði þeirra og fatasmekk. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.