Þjóðviljinn - 06.12.1987, Qupperneq 4
Hugarflug úr viðjum vanans
Pólitískar
aðgerðir
Skömmu fyrir jól 1968 urðu
harðvítugustu átök þessara miss-
era, og enn fór Fylkingin með að-
alhlutverk. Birna Þórðardóttir:
21. desember hélt Æskulýðs-
fylkingin og Félag róttœkra stúd-
enta baráttufund í Tjarnarbúð
gegn Víetnamstríðinu, hernum og
NATO. Eftir fundinn átti að
ganga að bandaríska sendi-
ráðinu, yfir Austurvöll og í gegn-
um miðbœinn þar sem búðir voru
opnar vegna jólanna. A fundinn
bárust okkur skilaboð frá lögregl-
unni um að þessa leið mœtti ekki
ganga. Við sinntum því engu,
enda ekki ástœða til. Pá gerist
það, að lögreglan byrjar að hand-
taka fólk um leið og það kom út.
Hún handtók Sigurð A. Magnús-
son og fleiri alþekkta ofbeldis-
sinna (!!), handjárnaði og skellti
inn í Svörtu Maríu. Mér tókst að
komast út á Austurvöll og lenti
þar í einhverjum þrengslum og
datt á svellinu. Til að koma í veg
fyrir að ég yrði troðin undir,
sparkaði ég frá mér. Á eftir var
sagt að ég hefði sparkað ípunginn
á lögregluþjóni og jafnvel skert
tímgunargetu hans, en ég veit ekk-
ert um það, ég var bara að verjast
því að vera troðin undir. Ein-
hvern veginn greiddist úr þvög-
unni, og ég kalla „fasistasvín" á
eftir einhverjum löggum. Þá veit
ég ekki fyrr en einn lögginn snýr
sér eldsnöggt við og grípur brot af
fánastöngsem ég hafði verið með,
og lemur mig í hausinn. Það
sprakk fyrir og ég varð alblóðug.
Þá var sjónvarpið komið á stað-
inn, og einhverjir draga mig að
sjónvarpsmönnum og kalla á þá
að mynda mig. Bjarki Elíasson
kom þá að og kallaði: „Nei, nei,
nei, ekki mynda þetta. “ Þá brá ég
hönd á kinn og löðrungaði
Bjarka. Það voru svo saumuð 12
spor í hausinn á mér, eins og sjá
má.
Viðbrögðin við þessum átök-
um voru mjög á tvo vegu. Morg-
unblaðið og lögreglan fordæmdu
mótmælendur hörðum orðum,
en þeir gagnrýndu hins vegar
hörku lögreglunnar og nutu þar
samúðar margra. Menn áttu til
dæmis erfitt með að trúa því að
Sigurður A. Magnússon hefði
haft í frammi þess háttar óspekt-
ir, sem réttlættu barsmíðar og
handtöku. Þegar Fylkingin boð-
aði til fundar tveimur dögum síð-
ar eða á Þorláksmessu, var mun
fjölmennara en á fyrri fundinum.
Tilefni fundarins var að hnykkja
á stríðinu, í annað sinn ruddust
þau inn í beina útsendingu hjá
kanasjónvarpinu. Eitt sinn gerði
Einn af leshringjum Rauðsokka í upphafi starfsins. F.v.: Gerður G. Óskarsdótt-
ir, Helga Gunnarsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Helga Ólafs-
dóttir og Guðrún Ágústsdóttir.
Óttar Felix í hópi „popplandsliðsins" haustið 1968. Fremri röð f.v.: Sigurjón
Sighvatsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Óttar Felix Hauksson, Engilbert Jensen,
Shady Owens, Vignir Bergmann og Rafn Sigurbjörnsson. Aftari röð f.v.: Karl
Sighvatsson, ?, Arnar Sigurbjörnsson, Gunnar Jökull og Jónas R. Jónsson.
Unglingablaðið „Toppkorn“ smalaði þessu liði saman fyrir forsíðuljósmynd.
hópur Fylkingarfélaga mishepp-
naða tilraun til að sprengja upp
mannvirki Bandaríkjamanna í
Hvalfirði, og fleiri slíkar herskáar
smáaðgerðir mætti nefna. Vegna
slíkra aðgerða var Fylkingin afar
óvinsæl hjá meginþorra þjóðar-
innar, og í hugum flestra var hún
hópur harðsnúinna öfgamanna.
Lögreglunni stóð greinilega
stuggur af þessu fólki, og mörg-
um fannst hún ganga mun harðar
að því en nauðsyn krafði. Bjarki
Elíasson neitar því og segir m.a.
að aldrei hafi verið gefin skipun
um að draga upp kylfur á þessum
árum; þeim hafi eingöngu verið
beitt, þegar einstökum lögreglu-
mönnum fannst þrengt svo að
sér, að þeir yrðu að berja frá sér, í
sjálfsvörn. Bjarki:
Lögreglumenn voru ekki
hrœddir íþessum látum, enfannst
þetta ógeðfellt. Innan um mót-
mælendur voru alltaf einstak-
lingar, sem hrœktu á okkur, brutu
rúður, hentu belgjum með máln-
ingu, börðu, spörkuðu eða
reyndu á annan hátt að koma illu
af stað. Þessir einstaklingar settu
alltaf leiðindasvip á aðgerðirnar
og við vorum farnir að þekkja þá.
Hins vegar varð ég t.d. aldreifyrir
neinu aðkasti í einkalífinu. Ég ber
enga persónulega óvild til þessa
fólks og ég held að það sé gagn-
kvœmt.
Sumir menn mœttu í allar mót-
mœlaaðgerðir, hverju sem verið
var að mótmœla. Þetta var ein-
hver árátta. Þeir hefðu komið að
mótmœla fœðingu Frelsarans, ef
þeim hefði boðist það.
Kvenna-
hreyfingin
í flestum kvennahreyfingum í
nágrannalöndunum störfuðu
konur mikið í vitundarvakningar-
hópum (consciousness raising
groups) fyrstu árin. í þessum
hópum ræddu konur á opinskáan
hátt um reynslu sína í karlasamfé-
laginu. í gegnum þessa umræðu
komust konur að því að upplifan-
ir þeirra á sviði heimilis, kynlífs,
vinnumarkaðar, skóla, pólitískra
hreyfinga o.s.frv. og vanmáttar-
kennd gagnvart karlmönnum og
ýmsum stofnunum samfélagsins
var ekki einstaklingsbundin,
heldur reynsla sem heill þjóðfé-
lagshópur átti sameiginlega. Þar
með uppgötvuðu konur að einka-
lífið var ekki einkamál hverrar og
einnar heldur pólitískt vandamál.
Þessi umræða fór líka fram í
Rauðsokkahreyfingunni, en hún
fór ekki eins mikið fram í sérstök-
um skipulögðum vitundarvakn-
ingarhópum og víðast hvar er-
lendis. Muninum má kannski lýsa
á þann hátt að erlendis voru kon-
ur meira uppteknar af vitundar-
vakningu inn á við á meðan kon-
ur í Rauðsokkahreyfingunni
beittu sér meira að vitundarvakn-
ingu út á við. Hér á landi reyndist
það aldrei mikilvægur hluti af
starfinu að sitja í skipulögðum
hópum og ræða á opinskáan og
hreinskilinn hátt um tilfinningar
og upplifanir heldur var meiri
áhersla lögð á það að vekja al-
menning til vitundar með ýmsum
aðgerðum. Vilborg Harðardóttir
segir að Rauðsokkahreyfingin
sem slík hafi á fyrstu árunum ekki
lagt neina sérstaka áherslu á að
slíkir hópar væru settir á fót. Þeg-
ar slíkir hópar hafi verið í gangi
þá hafi það verið fyrir tiistilli
nokkurra vinkvenna sem hafi
tekið sig saman um að koma
hópnum af stað. Þó hafi hreyfing-
in skipulagt starf í svokölluðum
nýliðahópum þar sem nýliðar
fóru í gegnum ákveðið lesefni
með „eldri“ rauðsokkum. Þeir
hópar hafi vissulega unnið að vit-
undarvakningarstarfi í gegnum
umræður um lesefnið, en aðeins
að takmörkuðu leyti. Vilborg
Harðardóttir:
Þessar umræður leiddu oft út í
umræður um tilfinningalegar
upplifanir, en okkur fannst mörg-
um eftir á að við hefðum átt að
leggja meiri rækt við þessa um-
ræðu. Að við hefðum átt að vinna
aðþvíað veita hverannarristuðn-
ing með umræðu sem hefði farið
fram í skipulögðum hópum frek-
ar en á vinkvennagrundvellinum.
Margar okkar áttu í miklum erfið-
leikum, bæði í hjónabandi, ísam-
skiptum okkar við börnin og ann-
að. En gagnvarthverannarri urð-
um við alltaf að bera okkur svo
djöfulli vel.
Ein ástæðan fyrir þessum
augljósa mun á starfi Rauðsokka
annars vegar og systrahreyfinga
erlendis má e.t.v. að einhverju
leyti rekja til þess að á íslandi er
ekki sama hefð fyrir vitsmuna-
legri umræðu um tilfinningar og
upplifanir og víða erlendis. Starf-
ið hefur því tilhneigingu til þess
að verða skýrt afmarkað í
fræðslustarf annars vegar og pól-
itískar aðgerðir hins vegar. Vil-
borg bendir á annað sem gæti
skipt máli í þessu sambandi, sem
er smæð íslenska samfélagsins.
Hér á landi sé styttra á milli
þrýstihópa og stjómvalda og því
trúin á að aðgerðir geti skilað ár-
angri inní kerfið meiri. í stærri
samfélögum sé þetta ferli lengra
og ógagnsærra og hvatningin til
þess að steyta hnefann framan í
kerfið því minni. Enda, segir Vil-
borg, voru konur í þessum samfé-
lögum bundnari við innri vitund-
arvakningu og fræðistörf en kon-
ur á íslandi.
Rokk-
kynslóðin
Enn hefur enginn skrifað
margflókna sögu rokksins á ís-
landi, þótt sú saga sé einn besti
lykillinn að sögu hvunndags-
menningar síðustu þriggja ára-
tuga. Fyrir þrjátíu árum spruttu
upp leðurjakkaklæddir gæjar,
sem klístruðu hárið með
brilljantíni í kótilettu og píku.
Þetta voru strákar um og innan
við tvítugt, unnu margir verka-
mannavinnu hér og þar og
skruppu á vertíð. Þeir höfðu ekki
farið neina sigurgöngu í gegnum
skólakerfið og stóð heldur stugg-
ur af tungutaki Snorra, Jónasar
og Helga Hjörvar. Með rokkinu
fengu þeir sitt eigið tungumál
sem lyfti sjálfsvirðingunni um
margar tommur. Þeir dingluðu
sér mátulega kæruleysislega eins
og Marlon Brando og James
Dean gerðu í myndum þessara
ára, smelltu fingrum og geifluðu
sig í framan. Ef einhver kom of
nálægt þeim, gátu þeir skellt fram
gullvægum frösum eins og „Don’t
you step on my blue suede shoes“
eða „Don’t crowd me“. Þeirra
heimur var meðal annars kaffi-
og mjólkurhristingsbarir, bíóin,
sjoppurnar, rúnturinn, að óg-
leymdum Vetrargarðinum suðrí
Tívolí. Stelpur voru stundum í út-
jaðri klíkunnar, ómissandi þegar
sýna þurfti sig í dansi, og um þær
snerust margar samræður og töff-
araskapur, en þegar sú Eina rétta
var fundin, hurfu gæjarnir af vett-
vangi, og þeir sáust skjótast út úr
litlum kjallaraíbúðum, veifandi
til konu og barns, á leið í vinn-
una.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. desember 1987