Þjóðviljinn - 06.12.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Qupperneq 5
I— 1 / 1 II Fnöur a jorðu og bláu augun þn... Rœtt við Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur höf- unda bókarinnar „68 - hugarflug úr viðjum vanans" Áföstudaginn kom út hjá Tákni með pompi og pragt bókin „68-hugarflug úrvið- jum vanans“, eftir Gest Guð- mundsson og Kristínu Ólafs- dóttur. Eins og titillinn ber með sér er það 68-kynslóðin umdeilda sem er viðfangsefni bókarinnar og þær hræringar sem urðu í kringum 1970, hér- lendis sem erlendis. Aðdrag- andi þeirra atburða er rakinn í bókinni og ennfremur er reynt að meta þau áhrif sem 68- kynslóðin hefur haft. (bókinni er ennfremur rætt við fjölda manns sem á einhvern hátt tengdust þessum atburðum, svo sem Davíð Oddsson, Rúnar Júlíusson, Bjarka Elíasson, Rósku, Óttar Felix Hauksson o.m.fl. „Það var Matthías Viðar Sæmundsson sem átti hugmynd- ina að því að við slyifuðum þessa bók,“ sögðu þau Kristín og Gest- ur „og eftir tveggja daga umhugs- unarfrest féllumst við á það. Við gátum nýtt okkur ýmislegt, t.d. úr ritgerðum sem við höfum skrifað í félagsfræði og höfðum þannig ákveðna undirstöðu“. - NúoröiÖ er fólk talsvert mikiÖ fariö aÖ slá sér upp á því aö tilheyra þessari kynslóö. Þykir þaö svona fínt? „Fólk vill eigna sér hlut í því jákvæða sem gerðist. Það er býsna skondið með hliðsjón af því að til skamms tíma hefur fólk miklu frekar afneitað því. Nú er það hinsvegar komið í tísku að hafa verið með og ólíklegasta fólk farið að halda því fram um sjálft sig. En margir þeir sem tóku þátt í því sem gerðist lentu í allskonar öfgum, hvortheldur þær voru dóp eða pólitík. Og það er kannski fyrst nú að fólk getur litið til baka og skoðað þessa atburði allsgáð- um augurn." - Hver eru þau áhrif sem 68- kynslóöin hafði? „Þau eru margvísleg, en það er erfitt að greina þau sérstaklega því þjóðfélagsbreytingarnar síð- ustu 20 árin eru svo gífurlegar. En 68-kynslóðin braut upp ýmsar hefðir og losaði um hömlur. Kvennahreyfingin er sprottin af þessum meiði, sömuleiðis um- hverfisverndarhreyfingar. 68-kynslóðin hafði líka áhrif inn í flestar stofnanir samfélags- ins og opnaði þær fyrir nýjum straumum og nýju fólki. Alþýðu- bandalagið leitaði t.d. inn í raðir kvennahreyfingarinnar - og það er erfitt að ímynda sér að Davíð Oddsson hefði hafist til valda innsn Sjálfstæðisflokksins einum áratugi fyrr.“ - Er þaö ekki aöallega uppa- stíllinn sem er í tisku núna - ein- staklingshyggja? „Það er nú orðin hálfgerð klisja að tala um uppa annarsveg- ar og hippa hinsvegar. Einstakl- ingshyggjan nú er á ákveðinn hátt dæmi um áhrif 68. Einstaklings- hyggjan blómstraði þá líka, þó hún hafi verið miklu anarkískari. Ungt fólk nú til dags þarf heldur ekki að losa sig úr sömu viðjum. Það er hreint ekki auðvelt að vera ungur og uppreisnargjarn lengur!" - Var einhver eðlismunur á 68- kynslóöinni hér og í útlöndum? „Það var nú ekki beinlínis eðl- ismunur en forsendurnar voru vitaskuld sérstakar í hverju landi fyrir sig. í námsmannahreyfing- unni hér var lögð meiri áhersla en annarsstaðar á jafnrétti til náms, Erlendis höfðu menn ekki eins miklar áhyggjur af þvi, enda flestir hverjir úr ágætlega stæðri millistétt. Eins má nefna að hér voru eldri konur í eldlínunni en víðast ann- arsstaðar. Þær sem fóru fremstar í flokki voru yfirleitt um þrítugt og höfuðkröfurnar voru jafnrétti á vinnumarkaði og næg dagvist- arheimili. f útlöndum lögðu kon- ur einkum áherslu á vitunarstarf. Hvað tónlistina snertir þá var hún alls ekki jafn pólitísk hér og úti. Rokkararnir gerðu í mesta lagi kröfu um frið en sungu ann- ars aðallega um Bláu augun þín...“ - Var þá 68-kynslóðin svona rniklu praktískari hér en í út- löndum? „í útlöndum var fólk í fæstum tilvikum jafn bundið af hvers- dagslegum þörfum og á íslandi. Hér skapaðist aldrei þetta and- rúmsloft áhyggjuleysis, eins og í Kaliforníu og Kaupmannahöfn.“ Ungt fólk þarf ekki að losa sig úr sömu viðjum... Það er hreint ekki auðvelt að vera ungur og uppreisnargjarn nú til dags. Auglýsing frá ríkisskattstjóra VERÐBREYTINGARSTUÐULL fyrir árið 1987 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignaskatt hef- ur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1987 og nemur hann 1,1795 miðað við 1,0000 á árinu 1986 Reykjavík 1. desember 1987 Ríkisskattstjóri REYKJÞMÍKURBORG ÁCUUCVl Stödcci Dagvist barna Dagh./leiksk. Fálkaborg Fóstrur og aðstoðarfólk með reynslu í uppeldis- störfum vantar eftir hádegi nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 78230 og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. REYKJWIÍKURBORG J.CUC44SI StödcCl Dagvist barna Grandaborg - Laufásborg Þroskaþjálfi, fóstra eða starfsmaður með aðra sérmenntun á uppeldissviði óskast til stuðnings börnum með sérþarfir, Upplýsingar veita Gunnar Gunnarsson sálfræð- ingur hjá Dagvist barna, sími 27277 og forstöðu- menn viðkomandi heimila. Dagvist barna auglýsir Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar eða um áramót á eftirtalin heimili: Efri hlíð Bakkaborg Iðuborg Völvuborg sími 83560 sími 71240 sími 76989 sími 73040 Upplýsingar gefa forstöðumenn heimilanna og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. <ö% UTVARP Mjolmsholti 14 Braotarholti J Simi 6? 36 10 (tvær linur) DIÓÐVIUINN blaðið sem vitnað ^ er' 4W Sunnudagur 6. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.