Þjóðviljinn - 06.12.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Síða 8
SUNNUDAGSPISTIU Betri eru háleitar hugsanir við grútartýru... Þórbergur með vini sínum Vilmundi: Þeir lofa stílinn en segjast taka pólitísku kaflana sem grín, „Mitt rómantíska æði“ heitir bók sem nýlega er komin út hjá Máli og menningu. Helgi M. Sigurðsson bjótil prentun- arýmislegt úrdagbókum, bréfum og öðrum ritsmíðum Þórbergs Þórðarsonar frá ár- unum 1918-1929, en eldra efni úrfórum meistarans birt- ist í bók sem kom út í fyrra, „Ljórisálarminnar." /Egilegar verur Er nú skemmst frá að segja að vitanlega er gaman að lesa þetta. Þórbergur er í uppsveiflu, hann er að sækja í sig guðspekivind í bland við fagnaðarerindi sósíal- ismans. Margt af því sem hér er á blað fest er einskonar aðragandi að sjálfu Bréfi til Láru. Hér eru reiðilestrar um heimsku mann- anna og eftirsókn þeirra eftir vindi. Hér er Suðursveitarpistill ágætur. Stuttir palladómar sem hljóma eins og spakmæli: „Hann (Haraldur Guðmundsson) er gjaldkeri íslandsbanka og heyrir ekki nið aldanna“. Hér eru út- málanir á eigin eymd og volæði sem yrðu fljótt óþolandi ef þær björguðu sér ekki á sjálfsháði: „Mig bindur ekkert við þennan heim annað en tóbak, skuldir og orðasöfnun". Og margt fleira skemmtilegt. Til dæmis hefur Þórbergur heyrt það, þegar hann hefur gefið út ljóðabókina Hvítir hrafnar, að óþarft sé að setja svona æfingar á prent. Því ekki það? spyr hann. Engum gerir bókin mein. Hún neyðir engan til að lesa sig. „Hún liggur þarna einmana í horninu í bóksölubúð- inni eins og þrítug piparjómfrú. En sá voði vofir yfir þér alla ævi þína, að rithöfundur setjist inn til þín og þylji yfir þér heila syrpu af óprentuðum ljóðum. Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur.“ Andinn og þjóðfélagið En einna fróðlegast er að skoða tvö erindi í þessari bók, sem sprottin eru af glímu Þor- bergs við þá þekkingu (á innviðum sálarinnar og þeim verðmætum sem treysta má) sem hann telur eina muni gjöra menn frjálsa. Hið fyrra er kallað Inn- heimar og geymir hugleiðingar hins nýfrelsaða til guðspeki. Er mikill lestur um að efnisheimur- inn er blekking, allt er maya, valt að treysta skynfærum og skyn- semi; ást, von, metnaður og trú, allt er hégómi og líf vort ekki ann- að en tilfærslur mannlegrar eymdar „uns allir hafa öðlast þekkingu“, þá einu og sönnu sem Þórbergur trúir á. Eins og aðrir kappsamir útópistar gerir Þór- bergur ráð fyrir því, að allir vilji með í þá sælu sem hann hefur fundið, en látum svo vera. Hitt er svo fróðlegra, að Þórbergur lætur ekki staðar numið við fótskör þeirra meistara sem beina allri sinni hugarorku inn á við. Hann vill skapa skilyrði fyrir því að þekkingin sanna breiðist út, og þar með stígur hann inn á hið pól- itíska svið - hvað sem hann áður sagði um aumasta hégóma mann- legs amsturs undir sólunni. Þetta gerir hann í fyrirlestri sem hann heldur þrem árum fyrir Lárubréf yfir Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur og kallast hér „Maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði“. Þetta er einkar fróðleg samantekt, vegna þess að þar kemur þegar fram margt það sem sérkennt hefur umræðu rót- tækra manna á íslandi síðar - já og ekki aðeins á íslandi. Þarna er Þórbergur strax farinn að leggja sinn skerf fram til þess að efnis- hyggja er ekki endilega sett fram sem marxfskt fagnaðarerindi um. að heimurinn sé skiljanlegur og breytanlegur - heldur sem borg- araleg villa. „Upp úr gamburm- osa hennar (efnishyggjunnar) spratt illgresi auðvaldsins, okur, örbirgð, styrjaldir, hungursneyð, drepsóttir og dauði. Af þeim or- sökum er meginþorri mann- kynsins ánauðugir þrælar vitstola auðkýfinga. Þess vegna er fram- leiðslan rekin sem takmark sem mennirnir sveitast undir frá vöggu til grafar“. Aftur á móti eru eilífðarpælingarnar teknar sem nauðsynleg forsenda þess að menn komist út úr sér- hagsmunapotinu. „Engin rök- vísi, engin siðalögmál undir sól- inni, geta sýnt oss fram á, að oss beri að rísa gegn eigingjörnum hvötum, ef tilvera vor nær ekki út fyrir þennan takmarkaða heim“. Það var ekki fyrr en löngu seinna að Brynjólfur Bjarnason skrifaði rit sín um þessa sömu „lífsnauð- syn“ framhaldslífs, sem yrði „röknauðsyn". Gegn neyslugleði Þórbergur flytur erindi sitt á þeim tíma þegar fátækt fólk hefur vart í sig og á, hve mjög sem það þrælar. Og eins og aðrir boðberar sósíalisma í þann tíð leggur hann áherslu á það að með því að gjör- breyta þjóðfélagsfyrirkomu- laginu megi létta af fólki oki þungu - og um leið skapa for- sendur fyrir útbreiðslu þekking- arinnar sönnu. En strax á þessum allsleysistímum þykir honum ástæða til að vara einnig sósíalista ekki aðeins við því að „eigna- hvötin er eitur mannlífsins" held- ur og við því, að trúa á það að miklar framkvæmdir og framfarir geri menn frjálsa og farsæla. Og hann segir til dæmis: „Betra er manninum að hugsa háleitar hugsanir við grútartýru heldur en að flatmaga í rafmagnsljósum og verða flón“. Það er reyndar stór- merkilegt að Þórbergur skuli næstum því hálfri öld fyrir upp- reisn æskunnar gegn neyslugleð- inni og „lífsþægindagræðginni“ hafa sett fram af miklum þunga spurningar af því tagi sem að ofan greinir. Að vísu hafa lengi verið til í fylkingu róttæklinga menn, sem tóku mark á þeim anarkist- um sem efuðust um að hægt væri að skapa mönnum farsæld með því að fullnægja öllum efnis- legum þröfum þeirra („stofna allsnægtaþjóðfélag"). Vegna þess ekki síst að „þarfirnar“ eru ekki óbreytt stærð, þær breytast eins og annað. En Þórbergur hef- ur varla komið þá leið í sínum efasemdum um „efnishyggjuna“, hvort heldur borgaralega eða rót- tæka. Hann hefur látið „ljós úr austri“ breyta með séricenni- legum hætti hugmyndum sfnum um þjóðfélagsbyltingu í þá veru, að hún yrði um leið að vera and- leg vakning. Refsarinn og hirðfíflið Bókin geymir og ýmislegt fróð- legt um þær viðtökur sem Bréf til Láru fékk. Hve hrifnir menn voru og hve reiðir- íhaldið hrakti Þórberg frá kennslu í tveim skólum eins og menn muna og er það feimnismál í Morgunblaðinu enn þann dag í dag. Hitt er ekki síðurfróðlegt: að Þórbergur gerir sér grein fyrir því, hve erfitt það er að hafa áhrif með bók: hann rekur dæmi um það, hvernig pól- itískir andstæðingar klappi hon- um lof í lófa fyrir stílsnilld og skemmtun en afgreiða ádrepuna í bókinni sem grín. f bréfi til Vil- mundar Jónssonar segir Þórberg- ur meðal annars: „Bernard Shaw segir um sjálf- an sig, að hann sé hirðfífl kapítal- istanna ensku. Fyndni hans og skemmtunin af að lesa rit hans yfirgnæfir svo allar hans bitru pólitísku ádeilur. Líkt er um mig og Bréf til Láru.“ Þetta er víst satt og rétt. Fyrst er reynt að drepa hina óþægilegu snillinga með svívirðingum eða þögn. Síðan eru þeir kæfðir með kjaftagangi og yfirgengilegum faðmlögum og hlátrasköllum. Mikið er það maya, mætti segja. Það held ég. Létt eins og fjöll Bo Carpelan Ferð yfir þögul vötn Njöröur P. Njarðvík ísienskaði Urta 1987. í þessu úrvali ljóða hins ágæta sænsk-finnska skálds, Bo Carpe- lans, eru nokkur úr „Gaarden", bók sem geymir Ijóðræna upprifj- un bernskuminninga. Þau hafa nokkra sérstöðu í þessu safni, þau eru úr öðru efni. Hús bernsk- unnar þenst út eða skreppur sam- an, veggirnir taka á sig lit húðar- innar, manneskjan og minning- arnar verða eitt með áþreifan- legri umgjörð þeirra: Það hefði ekki komið mér á óvart þótt holrúmið undir gólfinu væri troðið mannshári eða blóð gusaðist úr hlykkjótt- um vatnsrörunum En í flestum ljóðum öðrum veit lesandinn fyrst og fremst af því að skáldið er að vinna sína sigra á hinum sígilda efnivið ljóðsins, hann agar sig við fugla himinsins, þyt í skógi, ilm vatnsins, mold, haf og sól, dag, nótt og haust. Það skal sannarlega þrautseigju, smekkvísi og fágun til að láta það ekki verða sér að farartálma hve þaulræktaður þessi garður er. Ekki síst þar sem Bo Carpelan ferðast á sinni ljóðaævi frá ein- faldleika til enn strangari einfald- leika, lætur orð sín sækja að „miðju kyrrðarinnar“ létt eins og fjöll borin af vindum uns þessi frægi sigur hér hefur unnist: Ljósið fellur á vængi fuglsins fuglinn þenur vængina, líður áfram og skapar víðáttu geimsins Þessu skáldi liggur lágt rómur og ekki að undra þótt þögnin sé honum hugleikin. Og fer reyndar um hana - og þá einn eilífðar- vanda skáldskaparins - þessum eftirminnilegu orðum hér: ekkert er látið ósagt nema fyrir klaufaskap eða visku. Það er góð þróun að merk skáld erlend eru kynnt með heil- legu úrvali, menn hafa of lengi látið sér nægja að gefa af þeim nasasjón með fáum þýðingasýn- um, sem menn þá láta fylgja aftan við eigin kveðskap. Þessi lesandi hér hefur ekki undir höndum ljóð Bo Carpelans á frummálinu og getur því ekki fellt dóm um trún- að þýðandans og nákvæmni. En við vitum að einfaldleikinn er ekki síður viðsjárverður en f- burðarmiklir textar og heildar- svipur bókarinnar er sá að Njörð- ur P. Njarðvík hafi þá smekkvísi og þá vandvirkni til að bera sem sér við þeim háska. Mestu skiptir að lesandinn er sáttur við þýðing- arnar sem staðfestingu á því að það er rétt sem sagt er: Bo Carp- elan er skáld gott. Bo Carpelan 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.