Þjóðviljinn - 06.12.1987, Page 16
Líf í Hlaðvarpanum
Hlaðvarpin hefursannaðtilveruréttsinn.
Ótrúlegt þrekvirki unnið við kaup húsanna og standsetningu.
Starfseminmeðfjölbreyttasta móti
Hver man ekki eftir slagorð-
inu: Konur gefið ykkur gjöf,
sem gekk hástöfum fyrir
tveimurárum. Konurmáttu
eignast hlutabréf í þrem stór-
um húsum að Vesturgötu 3.
Þaráttu margirspennandi
hlutiraðgerast. Karlmenn
máttu ekki eiga hlutabréf, en
var gefinn kostur á því að
kaupa hlutabréf handa kon-
um í kringum sig. Nú eru liðin
tvö ársíðan allt hófst. Hvernig
hefur tekist til? Hver er starf-
semin í Hlaðvarpanum?
HelgaThorberg leikkonaer
ein þeirra mörgu kvenna sem
hafa lagt hönd á plóginn og
hefursetið í stjórn Hlaðvarp-
ans frá byrjun.
Hvernig vildi þetta til?
í upphafi var um 30 kvenna
hópur, sem frétti af húsunum til
PYRÍT -
gullsmíða-
verkstœði
og verslun
Býtil skartgripi einsog
ég vilsjálfhafaþá
Anna María Sveinbjörnsdóttir
gullsmiður hefur rekið verks-
tæði og verslun í Hlaðvarp-
anum í eitt ár. Hún nam gulls-
míði hjá Jóhannesi Leifssyni í
fjögur ár, en fór svo á Gull-
smíðaháskóla í Kaupmanna-
höfn.
„Ég var fimmtán ára þegar ég
byrjaði að læra. Þetta var gamall
draumur síðan ég var stelpa. En
gullsmíðin var heillandi og gam-
an að geta framkvæmt það sem er
að snúast inní höfðinu á manni.
Ég reyni að þróa minn eigin stíl,
bý til skartgripi einsog ég sjálf vil
ganga með. Glíman við efnið
sjálft er líka spennandi og það að
fást við flókna hluti og finna út úr
þeim. Skartgripir eru fyrst og
fremst gjafavara, en margar kon-
ur kaupa skartgripi sína sjálfar og
þá smíða ég líka eftir pöntunum. “
- ekj
sölu. Það var 1985. Og fannst
upplagt að kaupa þau og stofna
Menningar- og félagsmiðstöð
kvenna. Hafa hér leikhús, mynd-
list, vinnuherbergi og aðstöðu
fyrir hvaðeina, sem konur taka
sér fyrir hendur á hverjum tíma.
Haldinn var opinn fundur og
ákveðið að stofna hlutafélag um
kaupin. Það tókst ekki sem
skyldi, og á endanum varð að
fjármagna kaupin með lánum.
Við fengum aukafjárveitingu frá
Albert á sínum tíma, og merki-
legt var að það var í fyrsta sinn,
sem fjármálaráðherra þurfti að
gera grein fyrir aukafjárveit-
ingum. En við berum okkur ekki
illa. Þetta hefur verið þungur
róður. En við missum húsin ekki
héðanaf. Þau eru búin að sanna
tilverurétt sinn og hafa skapað
sinn starfsgrundvöll sjálf. En þau
eru gömul og margt sem á eftir að
laga. Það eru allt langtímamark-
mið. Kvennabaráttumál vinnast
alltaf um síðir, en ganga mjög
hægt. Það gerist ekkert á einni
nóttu, þegar málefni kvenna eru
annarsvegar. En hlutabréfin eru
enn til sölu. Við fengum sjö lista-
konur til að hanna hlutabréfin,
þannig að þau eru listaverk um
leið.
Hvernig er stjórn Hlaðvarpans
háttað?
Það er skýrt tekið fram í lögum
um húsin, að enginn geti öðlast
meirihluta í eigninni, eða leigt
hér ævilangt. í stjórn sitja fimm
konur og ný stjórn er kosin á árs-
fresti á hluthafafundi. Hingað til
hefur ekki verið barist um að
komast í stjórn. Hluthafar mættu
vera virkari. Við viljum hafa
hreyfanleika í húsunum, svo þau
nái að þjóna markmiðum sínum.
í framtíðinni er draumur að
koma upp veitinga- og kaffihúsi í
kjallaranum, en slík starfsemi
býður alltaf uppá samskipti og
hreyfanleika.
Hvaða starfsemi er nú í húsun-
um?
Alþýðuleikhúsið hefur skrif-
stofu og fast aðsetur fyrir leiksýn-
ingar í stærsta salnum, sem einnig
er heppilegur fyrir t.d. myndlist-
arsýningar, Egg-leikhúsið, Emil-
ía og Hlaðvarpahúsið hafa komið
við sögu og Reykjavíkursögur
Ástu voru settar upp hér. Leikfé-
lög utan af landi hafa líka sýnt.
Námskeið í körfugerð, silkimál-
un og myndlist verði haldin,
bókakynningar, ljóða- og tón-
listarkvöld. Undir pilsfaldinum
er vinnustofa og tilvonandi gall-
erí, sem leðursmiður rekur og
síðast var bóksölufyrirtækið
Sigur sett á laggirnar. Hvort
tveggja er rekið af karlmönnum,
en það er stefnan að leigja karl-
mönnum, sæki konur ekki um.
Þá er vinnumiðlun á skrifstofu
okkar, fyrir konur 40 ára og eldri.
Samtök um Kvennaathvarf,
Samtök gegn kynferðisofbeldi og
Dagvistarráðgjöf eru meðskrif-
stofur, Kvennaráðgjöfin býður
upp á ókeypis ráðgjöf, m.a. lög-
fræðings, félagsráðgjafa og sál-
fræðings. Ýmsir bakhópar starfa
hér, hópar um t.d. sifjaspell,
barnahópur og unglingahópur.
Verslanirnar Spútnik, Fríða
frænka, og Pyrit eru hér til húsa
og tvær konur hafa vinnuher-
bergi. Og nú eru þrjú herbergi
Iaus til leigu. Enn fremur bjóðum
við upp á þrjá sali, sem hægt er að
fá leigða fyrir aðskiljanlega starf-
semi, allt frá stúdentsveislum og
til tónleika.
Þannig að þið haldið ótrauðar
áfram?
Við þurftum ekki aðeins að
kaupa húsin, heldur beið mikið
starf, strax í byrjun. Það var sett
danfosskerfi í húsin, skipt um raf-
magn, málað og smíðað. Síðast
voru þau máluð að utan og tóku
þá miklum stakkaskiptum. Húsin
bjóða upp á mikla möguleika,
sem sjást m.a. á teikningum sem
sjö konur úr Arkitektafélagi ís-
lands unnu fyrir Listahátíð
kvenna 1987. Við erum að sækja
um fjárveitingu til fjárveitinga-
nefndar og vonum að þetta
menningarstarf verði styrkt.
Þannig verði konum á íslandi
sýnt að þær eiga fullt tilkall til
þess, með framlagi sínu gegnum
tíðina. Þær eiga það inni. Það er
alveg víst. Starfsemin í Hlaðvarp-
anum hefur líka náð að sanna sig.
Það er eiginlega kraftaverk að
þetta skuli hafa heppnast.
ekj.
Forvarnarstarf er framtíðin
Verðum að viðurkenna að ofbeldi á heimilum erstaðreynd
„Þettaeru mestvenjuleg
skrifstofustörf sem ég sinni
hér, sé um laun og reikninga.
Aðalstolt okkar núna er tölva,
hún Kvenbjörg, sem við erum
náttúrlega ekki búnar að
borga, en erum staðráðnar í
að læra á hana, þannig að
kaupin borgi sig. Enn sem
komið er, er ekkert sérstakt
kynningarstarf rekið á
skrifstofunni. En á ráðstefnu
sem var haldin í október
fékkst sú niðurstaða að
nauðsynlegt væri að reka ein-
hverskonarforvarnarstarf. Þá
verða þær konur sem leita til
athvarfsins að eiga kost á sál-
fræðiaðstoð,11 sagði Guðrún
Jóhannsdóttir, starfsmaðurá
skrifstofu Samtaka um
kvennaathvarf.
„Það verður að stórauka þjón-
ustu við konur og börn í athvarf-
inu. Ogforvarnarstarfverðurt.d.
unnið með því að fara í skólana
og út á land, og fræða um kyn-
ferðislegt ofbeldi. Þau verða að
vita að þau eru í fullum rétti til að
segja nei. Þegar um svona við-
kvæmt mál er að ræða, segir það
sig sjálft að menntaður aðili verð-
ur að sjá um slíkt starf. Þess
vegna treystum við á skilning
ríkis og sveitarfélaga, þegar að
því kemur að ráða í þá stöðu.
Umræðan sem skapaðist með til-
vist Kvennaathvarfsins kallar á
aukið forvarnarstarf. Ef við ger-
um þetta ekki, þá er ekkert víst
að það verði gert. Þrír hópar eru í
gangi á vegum athvarfsins; barn-
ahópur, nauðgunarhópur, sem
vill ráða starfsmann til að sjá um
sjálfsstyrkingu kvenna, og
fræðslu- og kynningarhópur. En
þetta er enn ómótað. Þetta er þó
enn ómótað. En kvennaathvarfið
hefur opnað umræðu um mar-
gvísleg mál. Kynferðislegt áreiti
gegn börnum, sem áður var
leyndarmál, rétt einsog alkóhól-
ismi var áður, hefur fengið um-
ræðu og það er alltaf byrjunin.
Það er ekki nema helmingur of-
beldis sem er tengdur áfengismál-
um. Ofbeldi á heimilum er staðr-
eynd, hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr. Það er til á allskonar
heimilum. Svo aldrei er nóg
brýnt, að athvarfið er opið allan
sólarhringinn.
- ekj
Hef aldrei séð draug með
Það er viss kúnst að leita og finna
Ung stúlka kaupir glitrandi
bleikaskyrtu handasystur
sinni og fær hana pakkaða
inní gjafapappír oa blúndu-
renning utan um. Eg kem
hingað til að finna frið og upp-
lifa stemmninguna, en oft
kaupi ég eitthvað, segir
rauðhærð kona og skoðar sig
um. Áttu engartogaramyndir
núna, spyr roskinn safnari
sem rekst inn úr rigningunni.
„Það er allt þetta fólk sem
hingað kemur, sem er svo heill-
andi við starfið. Allt þetta fólk
sem á sína sögu rétt einsog hver
hlutur hér inni. Það er mjög
breiður hópur fólks sem verslar
hér og kúnnahópurinn stækkar
stöðugt en ég hef rekið búðina í
sjö ár,“ segir Anna Ringsted,
sem á Fríðu frænku, eina af ör-
fáum antík-verslunum í borginni
og rekna með sérstökum metn-
aði.
Postulínsdúkkur, skartnælur,
stríðsárahattar, antikskrifborð,
rammar, leikföng, útsaumuð
sængurföt, klukkur, útvörp,
bollastell, það er alveg ótrúlega
mikið af hlutum hér inni, eigin-
lega allt milli himins og jarðar
nema ský. En þá segir Anna, við
tvær stúlkur sem eru að velta fyrir
sér síðum silkikjól: Þessi er soldið
skýjaður. Þannig að eftilvill eru
hér ský eftir allt saman.
„Gömlu kjólarnir eru alveg
æðislegir. Þetta eru svo góð efni
og fínt handbragð á þeim. Þú get-
ur farið út að djamma í gömlum
kjól og komið jafn fín heim. Og
þetta eru allt módelflíkur. Það er
viss kúnst að versla í antikbúð.
Sumir gefast strax upp en aðrir
gefa sér tíma til að leita og finna.
Svo er alveg ótrúlegt hverju fólk
safnar. Súkkulaðikönnur eru vin-
sælar, fílar, uglur, vasahnífar og
myndir úr sígarettupökkum,
póstkort. Hér er líka feikimikið
af skartgripum, enda er ég sjálf
svo glysgjörn."
En fœrðu aldrei hluti sem þú
veist ekki til hvers á að nota?
„Jú, það kemur fyrir. En yfir-
leitt getur einhver útksýrt það
fyrir mér. Það hefur tekið sjö ár
að safna í búðina, því framboðið
á raunverulegri antík er ekki
mikið á íslandi. Að vísu komu
margir verðmætir hlutir hingað í
stríðinu, klukkur og silfurstell, en
þessir hlutir eru ekki mikið í um-
ferð. En síðan komst nokkur
hefð á Fríðu frænku, þá hendir
fólk minna en áður og kemur
frekar til mín með hlutina, og veit
af því að ég kaupi þá. En það
kemur líka fyrir að fólk heldur að
það sé með meiri verðmæti í
höndunum en það er. Ég reyni að
halda mig við hluti sem eru 30 ára
og eldri.“
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. desember 1987
■