Þjóðviljinn - 16.12.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Page 1
Ratsjárstöövarnar Aronskan í f járlögum Rekstur ratsjárstöðva áfjárlögum. Hækkar úr20 milljónum í 309 milljónir á milli ára. Bandaríkjaher borgar. Steingrímur J. Sigfússon: Með þessu er verið að viðurkenna ákveðið aronskuhlutverk Aronskunni hefur verið laumað inn í fjárlög íslenska ríkisins. Undir utanríkisráðuneytinu í A- hluta frumvarpsins er liður sem kallast ratsjárstöðvar, rekstur. Liður þessi skaut fyrst upp kollin- um á fjárlögum ársins í ár og hljóðaði þá upp á rúmar 20 milljónir. í fjárlögum fyrir næsta ár er þessi liður kominn í tæpar 309 milljónir króna. Liður þessi kem- ur hinsvegar ekki niður á skatt- greiðendum því tekjur íslenska ríkisins af ratsjárstöðvunum, greiddar af Bandaríkjamönnum, er upp á sömu krónu og útgjöld- in. „Með því að ráðstafa þessu sem íslensku fé er verið að viður- kenna ákveðið aronskuhlutverk ríkissjóðs," sagði Steingrímur J. Sigfússon í gær, en Steingrímur bar fram breytingatillögu við fjárlögin þar sem lagt var til að þessi liður fjárlaga yrði lagður niður. Tillagan var felld, en þing- menn Alþýðubandalags og Kvennalista studdu hana. Steingrímur sagði að þetta væri afleiðing af þeim skollaleik sem hafður hefði verið um þessi mannvirki, sem væru okkur ís- lendingum óviðkomandi. Þarna væri verið að útbúa hernaðar- mannvirki í neytendaumbúðir. „Hér streyma framlög Banda- ríkjahers inn og út af fjárlögum og mismunurinn er núll. Þetta kemur íslensku þjóðinni álíka mikið við og þetta núll. Hér er um að ræða nýmæli sem ég tel algjörlega fráleitt. Megum við ekki alveg eins eiga von á því að rekstur herstöðvarinnar verði færður á fjárlög,“ sagði Steingrímur. Önnur breytingatillaga frá Steingrími og fleiri þingmönnum Alþýðubandalags, um að fram- lög til Atlantshafsbandalagsins yrðu minnkuð úr 13,5 milljónum í eitt þúsund krónur var einnig felld með 36 atkvæðum gegn 8 atkvæðum Alþýðubandalags. -Sáf Sjá bls. 2 8 dagar til jóla að er djöfulinn ekkert að gera og svona er þetta búið að vera í allan vetur. Við sitjum hér á fclgunum og teljum á okkur tærn- ar í aðgerðaleysinu, sagði Axel Örlygsson, starfsmaður hjá Gúmmívinnustofunni í Skipholt- inu í samtali við Þjóðviljann í gær. Þessi einstæði snjólausi vetur fer misvel í menn, en óhætt er að fullyrða að fáar starfsstéttir hér á landi fara jafn illa út úr honum sem vinna á hjólbarðaverkstæð- um hér í bæ. Engin sala á hjól- börðum, enginn skiptir yfir á nagladekk og yfirhöfuð ekkert að gera og dagurinn er lengi að líða. Að sögn Axels, sem er búinn að vinna á hjólbarðaverkstæði í tvö ár er þetta versta árið sem komið hefur. Sömu sögu hafði Benedikt Jónatansson, starfs- maður hjá Barðanum í Súðar- vogi, að segja. Þar hefur ekkert verið að gera í allan vetur og eng- in sala. Benedikt sagði að fyrir- huguð tollalækkun á hjólbörðum um 20% eftir áramót hefði líka sitt að segja og taldi hann að fólk biði eftir tollalækkunum og nýja verðinu eftir áramótin. Jóhannes Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmíkarlanna, var einna bjartsýnastur á vetur- inn og sagði að það væri þokka- legt að gera hjá þeim en þrátt fyrir það kæmi snjóleysið illa nið- ur á starfsemi fyrirtækisins. Þessi vetur er sá lakasti af þeim fjórum sem hann hefur starfað í bransan- um. En Jóhannes sagði ennfrem- ur að þetta væri mjög svo sveiflukennd atvinnugrein og við því væri ekkert að gera né segja. Aðeins að vona að eitthvað birti til áður en veturinn væri allur. grh Umönnun Svörtum dagmæðrum fækkar Bergur Felixson: Mikil vöntun á dagmœðrum í gömlu hverfunum. Framboðið á dagmæðrum er afskaplega misjafnt eftir hverfum. I gömlu hverfunum er þetta miklu erfíðara viðfangs en í hinum nýrri, sagði Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri Dagvist- ar barna. í haust hefur verið töluverð ásókn í pláss dagmæðra, meiri en hægt hefur verið að anna, sagði Bergur. Nú eru starfandi um 350 dag- mæður í Reykjavík, og er það svipaður fjöldi og undanfarin haust að sögn Bergs. Hann segir að þó sé á það að líta á þenslutím- um sem þessum að auðvelt sé að verða sér úti um vinnu, og því sé líklegt að margar konur kjósi að vinna utan heimilis, enda sé dag- mæðrastarfið einangrað starf. Selma Júlíusdóttir, formaður Samtaka dagmæðra, sagði að- spurð að dagmæðrum þeim sem ekki væru á skrá hefði fækkað mjög að undanförnu. „Við vitum um eitt og eitt tilfelli og það er til vansa,“ sagði Selma, „en nú er starfandi nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins sem á að semja tillögur að lögum og reglu- gerðum gagnvart dagmæðrum. Nefndin lýkur störfum fljótlega á næsta ári, og við bindum miklar vonir við störf hennar.“ Hæsti taxti dagmæðra fyrir átta stunda gæslu með fullu fæði er nú um þrettán þúsund krónur á mánuði. Laun samkvæmt þessum taxta fá þær dagmæður sem hafa annað tveggja lokið tveimur námskeið- um á vegum Námsflokka Reykja- víkur sem Samtök dagmæðra og Dagvist barna standa einnig að, eða lokið einu námskeiði og hafa níu ára starfsreynslu. Áætlað er að kostnaður við hvert barn á dagheimilum borg- arinnar nemi um 24,000 krónum á mánuði. HS „Við sitjum hér á felgunum og teljum á okkur tærnar." Þrír aðgerðalitlir í Gúmmívinnustofunni: Axel Örlygsson, Þorgeir Einarsson og Sturla Pétursson. (Mynd: Sig). Hjólbarðar Verkstæðin á felgunum Ekkert að gera á verkstæðunum. Engin sala á hjólbörðum og enginn skiptiryfir á nagladekk. Ástœðan snjóleysið ogfyrirhuguð tollalœkkun á hjólbörðum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.