Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 2
rSPURNINGIN— Hvað kosta jólin hjá þér í ár? Árni Zophaníasson starfsmaður hjá Miðlun: Ætli það fari ekki svona 100 þús- und í allt. Þá er meðtalinn matur og gjafir. Mér finnst þetta skapleg upphæð. Sigríður Hallgrímsdóttir skrifstofumaður: Það hef ég ekki hugmynd um. Ég hef ekki tekið það saman. Ég læt bara hverjum degi nægja sína þjáningu og ef endar ná saman er allt í lagi. Auður Guðmundsdóttir húsmóðir: Ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég vona þó að þau verði ekki mjög dýr, svona skikkanleg. Elín Vilhelmsdóttir kennari: Ekki hugmynd, ég er ekki búin að gera kostnaðaráætlun. Ég er rétt að byrja að athuga verð á hlutum. Páll Sigurðsson starfsmaður á Keldum: Þau verða nú ekki mjög dýr. Við erum nú frekar sparsöm og eigum margt. FRÉTTIR Rafhitun Hækkar um 40 prósent Rafhitunarkostnaður mun hækka um 40% á næsta ári vegna þess að niðurgreiðslur ríkissjóðs eru minnkaðar um 50 milijónir á fjárlögum fyrir 1988. Hjörleifur Guttormsson var með breytingatillögu við þennan lið fjárlaganna og lagði til að niðurgreiðslurnar yrðu hækkaðar um 50 milljónir. Benti hann á að þetta kæmi einkum niður á lands- byggðinni. Studdist Hjörleifur við greinargerð frá Rafmagns- veitum ríkisins. Tillaga Hjörleifs var felld við nafnakall. -Sáf Stjórnarliðar láta í Ijós vilja sinn á Alþingi í gær. (Mynd: Sig.) Stjórnarliðar Móðganir og afsakanir Jón Baldvin móðgaði Ragnhildi og baðst velvirðingar á orðum sínum eftir að Hall- dór Blöndalogfleirihöfðubent honum á að ekki vœri búið að afgreiða fjárlögin Jón Baldvin Hannibalsson varð að biðja Ragnhildi Helgadótt- ur afsökunar á þeim orðum sín- um við atkvæðagreiðslu um fjár- lögin í gær, að viðbrögð hennar við frétt í Alþýðublaðinu í gær væru taugaveiklunarviðbrögð. Ragnhildur hafði farið fram á nafnakall þegar greidd voru at- kvæði um breytingatillögu vegna D-álmunnar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Gerði hún grein fyrir atkvæði sínu og notaði tækifærið til að benda fjármálaráðherra á að það væri veist ósæmilega að henni í málgagni ráðherrans, þar væri sagt að hún hefði gefið lof- orð um lánsheimild, sem væri rangt. Jón Baldvin sagði að forveri hans í fjármálaráðherraembætti hefði hafnað lánsheimildinni og bætti því við að viðbrögð Ragn- hildar væru taugaveiklunarvið- brögð. Eftir atkvæðagreiðsluna fór Ragnhildur fram á umræðu um þingsköp og mótmælti því að fjármálaráðherra veittist á þenn- an hátt að stuðningsmönnum við ríkisstjórnina. Sagði hún þetta virðingarleysi. Halldór Blöndal benti Jóni Baldvin á að enn væru fjárlögin óafgreidd og satt að segja væri þingheimur haldinn taugaveiklunarviðbrögðum gagnvart fjárlögunum og þegar kæmi að atkvæðagreiðslu um þau gætu þau viðbrögð haft sitt að segja. Svavar Gestsson benti Jóni Baldvin á að honum bæri að biðja Ragnhildi afsökunar á orðum sín- um og Albert Guðmundsson tók í sama streng. Guðrún Helgadóttir bætti um betur og sagði allan karlpening þingsins eiga að biðja kvenþjóðina afsökunar og tiltók sérstaklega Albert sem hafði sagt Jóhönnu Sigurðardóttur að fara heim og prjóna í umræðum sl. mánudagskvöld. Guðrún Agn- arsdóttir benti fjármálaráðherra á að best væri að hafa aðgát í nærveru fjárlagafrumvarpsins. Albert kvaddi sér aftur hljóðs og bað Jóhönnu að afsaka orð sín og Jón Baldvin bað Ragnhildi velvirðingar á orðum sínum. -Sáf Fjárlögin Sextánfalt nafnakall Allar tillögur stjórnarandstöðufelldar ífjárlagaumræðu ígær. Framsókn boðar að íþrótta- og æskulýðsmál verði endurskoðuð fyrir þriðju umræðu að tók þrjár og hálfa klukku- stund að greiða atkvæði við aðra umræðu um fjárlögin í gær og fór svo að allar breytingatil- lögur sem stjórnarandstaðan lagði til voru felldar. Samtals voru breytingatillögur stjórnar- andstöðunnar 76 talsins en 32 voru dregnar til baka og bíða flestar þriðju umræðu um fjár- lögin. Alls var 16 sinnum farið fram á nafnakall, var það einkum stjórn- arandstaðan sem fór fram á nafnakall. Það var Ragnar Arn- alds sem reið á vaðið þegar greiða átti atkvæði um breytingatillögu hans um tónlistarfræðslu. Einn stjórnarsinni, Friðjón Þórðar- son, sveikst undan merkjum við þá atkvæðagreiðslu, en fram- sóknarmennirnir Guðmundur G. Þórarinsson og Alexander Stef- ánsson greiddu atkvæði gegn til- lögunni, þótt þeir hefðu verið búnir að boða fyrirvara við þenn- an lið fjárlaganna. Ekki er þó öll von úti enn um að þessi liður eigi eftir að taka breytingum við þriðju umræðu því þegar kom að nafnakalli um íþróttasjóð, sem Ingi Björn Al- bertsson fór fram á, sögðu fram- sóknarmennirnir Ólafur Þ. Þórð- arson, Alexander Stefánsson og Níels Árni Lund, að íþrótta- og æskulýðsmál yrðu athuguð milli annarrar og þriðju umræðu og Egill Jónsson tók í sama streng. Nafnakall var um tillögu Stein- gríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna Alþýðubandalags um að auka framlög til þróunarsam- vinnustofnunar og sátu kratarnir Árni Gunnarsson og Karl Steinar Guðnason hjá við þá atkvæða- greiðslu. Þá fór Halldór Blöndal í tví- gang fram á nafnakall við at- kvæðagreiðslu um styrk til blaða- útgáfu, annarsvegar um blaða- styrkinn svokallaða og hinsvegar um að ríkið kaupi 250 eintök af dagblöðunum. í atkvæðagreiðslu um blaðastyrkinn reyndust níu þingmenn andvígir, þar af 6 sjálf- stæðismenn og 3 kvennalistakon- ur. í lok atkvæðagreiðslunnar kvaddi Sighvatur Björgvinsson sér hljóðs um þingsköp og ávítti stjórnarliða fyrir að hafa tafið at- kvæðagreiðsluna með nafnak- öllum. Sagði hann að stjórnarlið- ar yrðu að kunna að sitja á strák sínum, en einsog fram kemur í annarri frétt sló nokkrum sinnum í brýnu milli stjórnarliða við at- kvæðagreiðsluna. Halldór Blöndal tók þessi orð til sín og benti Sighvati á að mað- ur eftir mann hefði við atkvæða- greiðsluna staðið upp til að boða að eftir væri að afgreiða marga liði frumvarpsins. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 16. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.