Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 7
BÆKUR borginni? Er ekki bara verið að kalla það stalínisma í Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu sem í öðrum flokkum heitir fá- mennisstjórn, klíkuskapur, mið- stýring? - Ég held ekki. Kommúnista- flokkurinn - sem var deild í al- þjóðahreyfingu - og Sósíalista- flokkurinn höfðu hér sérstöðu, þar voru gerðar allt aðrar og meiri kröfur um aga og hlýðni en annarstaðar. Þar voru gerðar svo skýlausar kröfur um flokksholl- ustu að skoðanahópum í minni- hluta var í rauninni illa vært, nema þá með því að steinþegja. Flokkshollustan leiddi svo eðli- lega til skilyrðislítillar hlýðni við forystuna, leiðtogana. Utan flokksins var svo stundum ekki neitt nema hyldýpið, og ef menn lentu uppá kant við forystuna var aðallega tvennt til, annaðhvort að hætta stjórnmálaafskiptum, eða snúa algerlega við blaðinu. Annað hvort voru menn með flokknum eða á móti. Vinnubrögð kommúnista- flokkanna, ættuð frá Lenín og bolsévikkum hans, hafa sett mjög mark sitt á þessa hreyfingu, alveg frammá okkar daga. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Það breytir svo auðvitað engu um það að aðrir stjórnmálaflokkar eiga sér auðvitað sínar átakasögur, sinn klíkuskap og sitt fámennis- vald, en í þeim sögum er annað hreyfiafl en í þeirri sem við erum að tala um. Pú sagðir að sagnfrœði vœri alltaf öðrum þræði tilraun til að átta sig á eigin samtíð, og í þinni bók verður frásögnin þeim mun ítarlegri sem nœr dregur í tíma. Þú hefur hinsvegar kosið að spanna alla söguna, og sú spurning vakn- ar eðlilega hvort átökfyrr og nú í hreyfingunni eigi sér einhverja sameiginlega drœtti, hvaða þrœðir tengi saman helstu hasar- tímabilin. - Upphaflega ætlaði ég mér einungis að skrifa sögu síðustu missera í flokknum af því mér fannst að sú saga hefði ekki kom- ist nógu vel til skila. Síðan varð mér ljóst að sú frásögn yrði ill- skiljanleg án þess að gera ein- hverja grein fyrir forsögunni, og þannig lengdist þessi saga smátt og smátt í hinn endann, - ég fór að byrja fyrr og fyrr. Hannibal og Ólafur Þetta gerðist ekki síst vegna þess að þarna eru ýmsir sameigin- legir drættir. Það má með vissum rétti segja að það sem þeir Finn- bogi Rútur og Hannibal voru í félagi við ýmsa bandamenn að gera frá um 1950 frammundir 1970 hafi verið ákveðið framhald af því sem Héðinn Valdimarsson var að gera síðast á fjórða ára- tugnum. Og það sem andófshóp- ar innan flokksins voru að aðhaf- ast á áttunda áratugnum held ég hafi líka verið framhald á átökum gömlu kommanna og liðsins í kringum Hannibal. Og með sama hætti sýnist mér að það sem kall- að hefur verið lýðræðishreyfing eða álíka nú síðustu árin hafi á sinn hátt verið meðvitað og ó- meðvitað framhald, að þessir hópar hafi í raun og veru myndað pólitískan valkost við ráðandi stefnu innan þessarar hreyfingar. Þessum valkosti var hafnað á ár- unum 1967 til 70, og þessvegna klofnaði hreyfingin á þeim tíma, en vegur hans hefur hinsvegar vaxið aftur á síðustu árum. Nið- urstaðan er þá sú, svo við leyfum okkur að grínast aðeins, að í dag heiti Hannibal Valdimarsson Ólafur Ragnar. Þegar maður setur fram svona glannalega tilgátu er ekki þarmeð sagt að hver pólitískur hópur sé endurspeglun hinna eldri, heldur að hér hafi verið í gangi tveir meginstraumar, og sú samsvörun sem ég rakti áðan frá Héðni til Ólafs Ragnars liggur fyrst og fremst í svipaðri afstöðu til vinnu- bragða valdahópsins hverju sinni. Ef maður opnar munninn og gleypir við þessari tilgátu þinni um tvo meginpóla í hreyfingunni, sem hafi verið að takast á í fimm áratugi, - þá stingur upp kolli spurning um aðdráttaraflið í þessu skrítna ástarsambandi sem sífellt endurnýjar sig á milli skœðra hjónarifrilda. Afhverju sækir þetta fólk ekki bara um skilnað? - Svona tilgáta er auðvitað sett fram til að freista þess að auka skilning sinn og annarra á at- burðarásinni, en ekki vegna þess að hér hafi staðið tvær fylkingar hvor andspænis annarri, hreinar og klárar og skýrar. Svoleiðis er það alls ekki, heldur er stöðugt flæði á milli, einsog best sést þeg- ar maður skoðar pólitískan feril einstaklinganna. Ástæðan fyrir því að þessir pól- ar hafa náð að stilla sér saman á ýmsum tímum eru náttúrlega hin- ar almennu pólitísku aðstæður. Stjórnmálaþróunin á íslandi hef- ur að sumu leyti markast af því að höfuðandstæðingarnir eru að reyna að fjölga hornum og hölum hvorir á öðrum. Sjálfstæðisflokk- urinn, þessi borgaralega breið- fylking, hefur verið svona stór og sterkur vegna þess meðal annars að hann hefur getað bent á hætt- una af andstæðingnum illa, kommunum, hinum sameigin- lega óvini allra þeirra mislitu hópa sem hafa myndað Sjálfstæð- isflokkinn. Á svipaðan hátt hefur svo vinstrivængurinn einkennst af þeirri sameiginlegu pólitík mis- jafnra hópa að veita viðnám við ofurveldi Sjálfstæðisflokksins í þjóðfélaginu. Það hefur lengi verið draumurinn vinstramegin að mynda stórt jafnaðarmanna- bandalag sem pólitískt mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Þess- ar hugmyndir hafa ekki einungis verið uppi í kringum Alþýðu- bandalagið, innan Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins hefur þetta stöðugt verið í gangi einsog sagan sýnir okkur best. Samstaða, hagsmunir Og pólitík gengur líka útá hagsmuni. Verkalýðshreyfingin hefur á margan hátt fóstrað þetta vinstra mótvægi og á ákveðinn hátt gert kröfur til þess að stjórnmálahópar henni tengdir vinni saman. Það voru ekki síst hagsmunir verkalýðshreyfingar- innar sem réðu því að saman gekk með Sósíalistaflokknum og Hannibal, - sem átti heldur ekki marga pólitískra kosta völ eftir að hafa verið bolað úr Alþýðu- flokknum. Á þeim tímum að menn þurfa hvorir á öðrum að halda eru þeir reiðubúnir til að fórna ýmsu til að ná samstöð- unni, - svo þegar betur árar getur einmitt orðið hætta á klofningi, eiginlega á ólíklegustu tímunum. í raun og veru er Alþýðubanda- lagið merkilegt fyrir það að hafa ekki klofnað oftar og meira en raun ber vitni, - allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa til dæmis fengið á sig sérframboð úr eigin röðum á undanfömum tíu árum einhverntíma í einhverjum kjör- dæmum, - allir nema Alþýðu- bandalagið, þótt átökin hafi verið hörðust innan þess. Og flokkurinn klofnaði heldur ekki kringum landsfundinn nú í nóvember þvert á ýmsar hrakspár stjórnmálaskýrenda. Er þetta ekki með öðru til vitnis um það að síðustu átakalotur hafi breytt flokknum og styrkt hann þegar til lengri tíma er litið? - Átök innanflokks geta styrkt flokka, - það er til dæmis merki- legt að þegar átök Gunnars og Geirs bar sem hæst í Sjálfstæðis- flokknum var gengi hans í kosn- ingum hvað mest. Svipað má segja um Alþýðubandalagið. Það fékk ti! dæmis mikið fylgi í borg- arstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrra, yfir 20 prósent atkvæða, eftir mjög harðvítug átök þarsem uppúr sauð nánast í hverri viku fyrir kosningarnar. Og það getur ekki annað en talist jákvætt fyrir Alþýðubanda- lagið að það hefur gengið lengra í því en nokkur annar flokkur ís- lenskur að taka tilvistarkreppu sína síðustu árin alvarlega og brjóta hana til mergjar á opinská- an hátt. Það hefur verið mjög erf- itt, mjög sárt, en flokksmenn og forystumenn hafa reynt þetta, og það er í rauninni stórmerkilegt. Ég held að ef Alþýðubandalagið verður til áfram sé það einmitt vegna þess hvernig það hefur reynt að taka á þessum málum. Bókin um átakasögu Alþýðu- bandalagsins er skrifuð af Öskari Guðmundssyni, sem í tvo áratugi hefur starfað innan vinstri- hreyfingarinnar og þar af tæpan áratug verið einn af þátttakendum í átökunum í Alþýðubandalag- inu. Var ekki soldið erfitt að breyta sér úrgerandanum í athug- andann þegar þú settist niður við þessa sagnritun? - Nei, í rauninni ekki. Ég hafði auðvitað þurft að fást við þessa hlutverkaskiptingu áður í starfi mínu sem blaðamaður, og hef þar að auki verið að þróast síðasta áratuginn eða svo úr því að vera mjög heitfengur stjórnmálaá- hugamaður og sannfærður sósíal- ist yfir í stellingar athugandans. Þetta var ekki erfitt í sjálfu sér, en því er auðvitað ekki að neita að ég hef verið bundinn ýmisskonar tilfinningaböndum, sem flokks- maður í Alþýðubandalaginu og áhugamaður um að úr því rættist, - og konan mín er atvinnu- stjórnmálamaður og kannski hef- ur þetta verið erfiðara fyrir hana. Enda las hún ekki bókina fyrr en hún kom út og er held ég enn að. Dæmi Sturlunga Svo er ákveðin hefð fyrir því að menn reyni einkum að fjalla um þau viðfangsefni sem hverjum og einum eru kunnugust, og saga stjórnmálaátaka hefur hérlendis oftast verið skrifuð af höfundum sem tengjast flokkunum og átök- unum. Og hefðin er eldri en frá þessari öld. Án þess að ég ætli að bera mig saman við hina fornu kappa er við hæfi að minna á að hjá því bókaforlagi sem gefur út Átakasöguna er senn að koma út mikið verk, sem er Sturlunga gjörvöll. Einn aðalhöfunda hennar er Sturla Þórðarson sem sjálfur var þátttakandi í átökum aldarinnar, og það hefur hingað- til ekki þótt ljóður á því riti, - þvert á móti hefur verið tekið til þess að þar gæti innsæis og þekk- ingar sem vart hefði fengist nema vegna tengsla Sturlu við atburða- rásina. Um leið er óhjákvæmilegt að slíkur höfundur spyrji sjálfan sig grimmra spurninga um hlutlægni og óhjákvæmilega afstöðu til at- burða, - heldurðu að þú verðir sakaður um hlutdrægni í þessari bók? - Sú staðreynd að ég hef að vissu leyti tekið þátt í atburðum sfðari ára leiðir óefað til þess að einhverjir saki mig um hlut- drægni. Ég dreg heldur enga dul á að ég tek ákveðna afstöðu í þess- ari sagnaritun. Þessi afstaða á hinsvegar ekki að vera á kostnað þess sem sannast reynist og rétt- ast. Ég reyni að vera sanngjarn, og einn þátturinn í þeirri sann- girni felst í að leyna ekki afstöðu minni til atburðanna. - m SKAKSTRH) VTÐ PERSAFLÓA 'l Bókin er komin í bókaverslanir Frásögn af merkum atburði í íslenskri skáksögu, sem er ævintýrið mikla við Persaflóa er íslenska Ólympíuskáksveitin náði 5. sæti í keppni 108 þjóða um hinn eftirsótta Ólympíutitil. Ekki þarf að fjölyrða um það, að þessi árangur er sá besti sem íslensk skáksveit hefur náð og staðfestir rækilega að (slendingar eru meðal sterkustu skákþjóða heims. Þótt íslenska þjóðin fylgist vel með skákmeisturum sínum og sé ekki líkleg til að gleyma afrekum þeirra, ætti það ekki að spilla fyrir að fá í hendurnar með þessari bók skemmtilega og lifandi lýsingu á Ólympíumótinu frá fyrstu hendi, en höfundar bókarinnar voru í miðri hringiðu atburðanna í Dubai. • Jón L. Árnason, stórmeistari og þriðjaborðsmaður íslensku Ólympíusveitarinnar, skrifar meginhluta bókarinnar. Jón er löngu kunnur fyrir skemmtilegan ritstíl, en hann hefur um langt skeið skrifað fasta þætti um skák í DV. í fyrri hluta bókarinnar lýsir hann aðdraganda mótsins og undirbúnngi íslensku skák- sveitarinnar. Þá tekur við ferðalýsing og frásögn af daglegu lífi á Ólympíumóti í ákaflega framandi umhverfi. Frásögnin er krydduð gamansömum lýsingum óvæntra atvika á þessum ókunnu slóðum. í síðari hluta bókarinnar er mótinu sjálfu ítarlega lýst frá umferð til umferðar og skákir íslenska liðsins birtar og margar þeirra skýrðar af keppendum sjálfum. Liðsstjóri íslenska liðsins, Kristján Guðmundsson, kemur hér til liðs við Jón L. og lýsir gangi mála á skákstað, er spennan var í hámarki. Mikill fengur er að þætti Kristjáns þar sem hann lýsir undirbúningi og hernaðaráætlun hverrar viðureignar. Af þeim skrifum má Ijóst vera, hve mikils virði samstaða og jafnvægi hugans hjá liðsmönnum er í þeim hildarleik, sem Ólympíumótin eru. Loks eru valdar skákir annarra en íslendinganna úr hverri umferð skýrðar og skrár og fróðleikur um fyrri Ólympíumót birtast í bókarlok. Vönduð og eiguleg bók. Tilvalin jólagjöf þeirra, er gleðjastyfir velgengni íslendinga á sviðí skáklistarinnar. Stuðningur við góðan málstað. W A SKÁKSAM baimd ÍSLANDS STOFNAÐ 1925 Laugavegi 71, pósthólf 1674,121 Reykjavik, sími 27570 kl. 14-17 virka daga. Mi&vikudagur 16. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.