Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 16. desember 1987 282. tölublað 52. drgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ísafjörður Miklir vanskilamenn Bjarni Sólbergsson, fjármálastjóri bœjarsjóðs: 700 einstaklingar ogfyrirtœki skulda bœjarsjóði 40 milljónir króna. 18% af heildartekjum bœjarins Það er sitthvað að afla tekna eða standa í skilum með það sem keisarans er. ísfirðingar sem voru með hæsta meðaltalsútsvar á landinu í ár virðast vera miklir vanskilamenn við sinn bæjarsjóð. í dag skulda 700 einstaklingar og fyrirtæki 40 milljónir króna í van- goldin gjöld og eru það 18% af heildartekjum bæjarsjóðs sem eru tæpar 220 milljónir króna. Að sögn Bjarna Sólbergssonar, fjármálastjóra bæjarsjóðs ísa- fjarðar, eru þessi vanskil með lík- um hætti og verið hefur á undan- förnum árum. f fyrra um ára- mótin voru 35 milljónir króna í vanskilum við bæjarsjóð ísa- fjarðar. Aðspurður um það hvort ekki komi til greina að birta nöfn þeirra sem skuldseigastir eru, sagði Bjarni að menn hefðu hug- leitt það en hann bjóst þó ekki við að það yrði gert að svo stöddu. „Það verður örugglega erfitt mjög mörgum eftir áramótin þeg- ar staðgreiðslukerfið kemur til framkvæmda þegar þessi vanskil bætast síðan ofan á við inn- heimtuna," sagði Bjarni Sól- bergsson, fjármálastjóri bæjar- sjóðs ísafjarðar. grh Kaþólskir Nýr biskup útnefndur Jóhannes Páll páfl II hefur út- nefnt dr. Alfred Jolson, S. J. bisk- up kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Þetta var tilkynnt í Páfagarði í gær. Dr. Alfred Jolson er fæddur 18. júní í Bandaríkjunum. Afi dr. Jolson var íslendingur, sem flutt- ist til Noregs og kvæntist þar norskri konu. Faðir hans flutti til Bandaríkjanna og settist þar að. Hann gekk í reglu Jesúíta árið 1946 og var vígður til prests 14. júní 1958. Hann lauk licenciats- prófi í guðfræði, doktorsprófi í heimspeki og félagsfræði við Gregoriana háskólann í Róm og M. A. prófi í viðskiptafræðum við Harward háskóla í Bandríkjun- um. Hann hefur síðan starfað sem háskólakennari í Bagdad, Salis- bury í Ródesíu, en þó lengstaf í Bandaríkjunum við University of St. Josef, Philadelphia, Boston College of Business og starfar nú sem framkvæmdastjóri Wheeling College í Vestur-Virginíu. Rit þetta er saga þjóðhátíðarinnar sem haldin var í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar. 'W-yffií ISLENSK BOKAMENNING ER , þJÓOVILIINN Happdrætti Þjóðviljans Enn er hægt að greida gíróseðlana. Drætti hefur verið frestað til 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.