Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 7
Metsölulisti Sunnudagsblaðsins:
Halla, MacLeanog Gorbatsjof efst
Uppgjör konu, æviminning-
ar Höllu Linker, var mest
selda bokin samkvæmt met-
sölulista Sunnudagsblaðsins,
sem unnin var upp úr ítarlegri
könnun hjá tólf bókabúðum á
öllu landinu. Alls voru nefndar
á fimmta tug bóka, en listinn
tekur til þeirra 20 söluhæstu.
Bókasalan er nokkuð jöfn, en
fimm efstu bækurnar á listan-
um skáru sig afgerandi úr.
Ekki er mikill munur á
bókum í tíunda til tuttugasta
sæti og margar bækur voru
nálægt því að komast inn á
listann.
Athygli vekur að flestar
barna- og unglingabækur eru
á listanum, eða sex talsins,
endurminningabækur af öllu
tagi eru fimm, fjórar erlendar
skáldsögur og þrjár íslenskar.
-hj.
1. Uppgjör konu........................ Halla Linker/lðunn
2. Helsprengjan.................. Alistair MacLean/lðunn
3. Perestrojka...................Mikhail Gorbatsjof/lðunn
4. Sænginni yfir minni...........Guðrún Helgadóttir/lðunn
5. Að breyta fjalli......... Stefán Jónsson/ Svart á hvítu
6. Á besta aldri. Þuríður Pálsd./Jóhanna Sveinsd./Forlagið
7. Pottþéttur vinur............Eðvarð Ingólfsson/Æskan
8. Pollyanna............Elanor H. Porter/Mál og menning
9. Hús andanna..............Isabel Allende/Mál og menning
10. Gunnlaðar saga.............Svava Jakobsdóttir/Forlagið
11. yindmyllur guðanna................ Sidney Sheldon/BOB
12. Ásta grasalæknir........Atli Magnússon/Öm og Örlygur
13. Ilmurinn..................... Patrick Suskind/Forlagið
14. Kaldaljós...............Vigdís Grímsdóttir/Svart á hvítu .
.15. Dagar hjá múnkum.......Halidór Laxness/Vaka-Helgafell
16. Elías kemur heim...................Auður Haralds/lðunn
17. Upp á æru og trú..... Andrés Indriðason/Mál og menning
18. Stjörnustælar.......Andrés Indriðason/Mál og menning
19. Skuldaskil...................... Hammond Innes/lðunn
20. Móðir Kona Meyja................... Nína Björk/Forlagið
ÍÞRÓTTASPEGILL
Heppnari
en oft áðu
r
Frá því dregið var í undanriðla
heimsmeistarakeppninnar sl.
laugardag hafa knattspyrnu-
áhugamenn keppst við að
barma sér yfir óheppni okkar
íslendinga, einaferðinaenn.
Rétt einu sinni séum við í
leiðinlegum riðli-afturmeð
Sovétmönnum og Austur-
Þjóðverjum, og til viðbótar
með Austurríkismönnum og
Tyrkjum. Vissulega má sjá
dökkar hliðar á þessum drætti
en það er óþarfi að láta þær
draga úr sér kjark. Ég er
sannfærður um að við séum í
þetta skiptið heppnari en oft
áður, með tilliti tilmögu-
leikanna á að ná góðum ár-
angri.
Formaður Knattspyrnusam-
bandsins hefur lýst því yfir opin-
berlega að stefnan hafi verið sett
á að ná öðru sæti í riðlinum og
tryggja íslandi með því þátttöku-
rétt í úrslitum heimsmeistara-
keppninnar á Ítalíu árið 1990.
Þetta eru stór orð, stærri en
margir gera sér kannski grein
fyrir. ísland hefur aldrei verið
ofar en í fjórða sæti í forriðli
heimsmeistara- eða Evrópu-
keppni til þessa (liðin eru jafnan
fjögur eða fimm í hverjum riðli)
þannig að þegar rætt er um annað
sætið er verið að vonast eftir
langtum betri árangri en íslenskir
knattspyrnumenn hafa nokkru
sinni náð. Sennilega verða fjórt-
án Evrópuþjóðir í lokakeppninni
á Ítalíu, af þeim 33 sem jafnan
eru virkar í keppni í álfunni. fs-
land er jafnan flokkað í sæti 25-30
á styrkleikalista Evrópu þannig
að stökkið þarf að vera stórt til að
umræddu markmiði verði náð.
En það er samt sem áður sjálf-
sagt að stefna á annað sætið -
annars væri viðurkennt að íslensk
knattspyrna ætti ekki möguleika
á að komast lengra en orðið er.
Nú þegar dregið hefur verið í riðl-
ana er næsta stig að ákveða
leikdaga og það verður gert í jan-
úar. Þá er mikilvægt að fulltrúar
fslands nái góðum árangri, ekki
síður en landsliðsmennirnir sem
leika leikina. Það þarf að tryggja
íslenska liðinu hagstæðustu
leikdaga sem völ er á - og
reynslan sýnir að hentugasti tím-
inn er í september. Keppnin fer
fram á tveimur árum, 1988 og
1989, og því ættu fjórir leikir af
átta að geta farið fram í septemb-
ermánuðum þessara ára. Næst-
besti kostur er byrjun júní og
þangað þyrfti helst að koma hin-
um fjórum. Ekki lenda í að leika í
apríl, áður en íslenska keppnis-
tímabilið hefst, eða seinnipartinn
í október, þegar því er löngu lok-
ið, eins og gert var í nýlokinni
Evrópukeppni. Þrír af fjórum
mótherjum íslands leika ekki í
úrslitum Evrópukeppninnar
næsta sumar og því ætti að vera
möguleiki að fá leiki við þá í júní.
Svíum, Dönum og Norðmönnum
hefur tekist að fá leikdaga í stór-
mótunum frameftir júnímánuði
undanfarin ár og því ætti okkur
ekki heldur að vera það ómögu-
legt. Fjórir leikir í ólympíu-
keppninni í apríl og maí gætu
reyndar truflað þann möguleika
en á hinn bóginn gætu þeir einnig
reynst góður undirbúningur fyrir
kjarnann úr því liði sem leikur í
heimsmeistarakeppninni.
Auðvitað gera allir sér grein
fyrir því að það eru sennilega
meiri líkur á að ísland hafni í
neðsta sæti riðilsins en í því næst-
efsta. Gegn Sovétmönnum er
tæplega raunhæft að vonast eftir
meiru en einu stigi, en hinar þrjár
þjóðirnar á allar að vera hægt að
sigra á heimavelli, ef heppnin er
ineð. Takist það, verður það síð-
an árangurinn í útileikjunum sem
ræður úrslitum. Ég hef trú á að
Sovétmenn sigli lygnan sjó og
vinni riðilinn örugglega en hinar
fjórar þjóðirnar reyti stigin hver
af annarri. Það má síst vanmeta
Tyrkina, sem samkvæmt flokk-
uninni eru veikasta lið riðilsins,
en þeir hafa verið að sækja sig á
ný síðustu misserin og geta leikið
létta og góða knattspyrnu. Eftir
0-6 ófarirnar sl. vor hafa íslenskir
knattspyrnumenn náð góðum
tökum á austur-þýskum, það
sýna sigur ólympíulandsliðsins
gegn þeim sl. haust og tvö jafn-
tefli Valsmanna gegn Wismut
Aue í Evrópukeppninni.
Austurríki er ein af mörgum
miðlungsþjóðum Evrópu sem
getur unnið þá bestu og líka tap-
að fyrirþeim lökustu. íslendingar
renna blindast í sjóinn með þá
leiki.
Handknattleiksáhugamenn
hafa kannski fengið fylli sína í
bili, en samt er rík ástæða til að
hvetja þá til að fylgjast með
leikjum íslands gegn hinu
skemmtilega liði Suður-Kóreu í
Laugardalshöllinni nú í vikunni.
Allir muna níu marka skellinn
sem fsland fékk gegn Suður-
Kóreu í heimsmeistarakeppninni
fyrir tæpum tveimur árum - þeg-
ar upp var staðið hafnaði ísland
reyndar í sjötta sæti en Suður-
Kórea í því tólfta í þeirri keppni,
en það var reynsluleysi Asíubú-
anna sem varð þeim fjötur um fót
í lokaleikjunum þar. Sennilega
eru þeir nú með svipað lið og þá,
tveimur árum eldra og reyndara.
Ég fylgdist vel með Kóreuliðinu í
Sviss og hef sjaldan haft jafn-
mikla unun af því að horfa á
handbolta. Kóreubúarnir eru
ótrúlega leiknir og samstilltir,
leika hratt og skemmtilega og
mörg marka þeirra eru hrein sirk-
usatriði. Væntanlega er hinn
snjalli Kang enn í liði þeirra en
hann var markakóngur keppn-
innar í Sviss. Ótrúlegur leikmað-
ur, alls ekki hávaxinn en með
geysilegan stökkkraft og lyftir sér
yfir hæstu varnarmenn. Ég,
gleymi því aldrei þegar ég horfði
á Suður-Kóreu leika við Sviss um
ellefta sæti keppninnar. Kang var
draghaltur, hoppaði inná völlinn
á öðrum fæti þegar Kóreubúar
fóru í sókn, skoraði fjöldann all-
an af stórkostlegum mörkum og
hoppaði alltaf beint útaf eftir
hvert þeirra! í þetta skiptið hafa
gestirnir meira aðdráttarafl fyrir
mig en íslenska landsliðið!
Að lokum vil ég nota tækifærið
og þakka samstarfsfólki mínu á
Þjóðviljanum og lesendum blaðs-
ins fyrir ánægjulega samvinnu
síðustu sex árin og óska blaðinu
alls hins besta í framtíðinni. Takk
fyrir mig.
—vs
Sunnudagur 20. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 7