Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 10
Saga átaka í Alþýðuflokknum og erlendrar íhlutunar um íslensk stjórnmál í krafti fjármagns
Hannibal Valdimarsson. Felli Stefán Jóhann en varö ekki lengi vært á for-
mannsstóli...
Intermezzo
Mannaskiptin í forystu Alþýð-
uflokksins voru af mörgum talin
boða byltingu í flokknum, - að
upp af rótum hins gamla Alþýðu-
flokks myndi hefjast nýr flokkur
með breytta stefnu og endurvakt-
ar hugsjónir. Fáum gat dulist að
Hannibal átti frama sinn því að
þakka að fjöldi fólks batt við
hann vonir um að undir hans for-
ystu myndi flokkurinn taka upp
nýjar starfsaðferðir.
Enginn flokkur verður mikill
af mönnum einum saman heldur
af verkum sínum. Og vafalaust
hafa margir beðið þess með
óþreyju að flokksstjórn léti verk-
in tala. Við höfum þegar séð þess
nokkur merki að hún hugðist
ekki sitja með hendur í skauti,
heldur ráðast til sóknar. En hvert
átti að sækja? Og eftir hvaða
leiðum?
Á fyrstu mánuðum nýs árs er
ekki greinanleg nein veruleg
stefnubreyting, þrátt fyrir
mannaskipti og yfirlýsingar. Að
vísu einkennist Alþýðublaðið
undir ritstjórn Hannibals af að
aukin áhersla er lögð á verkalýðs-
mál og hörð andstaða er höfð í
frammi gegn hugmyndinni um
innlendan her. Hinsvegarer jafn-
framt lagt ofurkapp á að svara
árásum Morgunblaðsins um
kommúnistaþjónkun nýju AI-
þýðuflokksforystunnar. Petta er
m.a. gert með leiðaraskrifum,
greinum og viðtölum sem fjalla
um hversu lítið skylt „lýðræðis-
jafnaðarmenn“ eiga við „hand-
bendi Moskvuvaldsins".
• Prátt fyrir atburði flokksþings-
ins virðist sem hvorugur aðilinn
hafi viljað líta á þá sem endanlegt
uppgjör. Á fyrstu vikum og mán-
uðum eftir flokksþingið er líkast
því sem báðar fylkingar vilji bíða
átekta og sjá hverju fram yndi án
þess að storka flokkseiningunni
meir en þegar var gert. Hannibal
vill greinilega mikið til vinna að
sættir náist, en Stefán Jóhann
hugsar næsta leik.
I Alþýðublaðinu á gamlársdag
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur
1952, eru áramótagreinar eftir þá
báða, Hannibal og Stefán Jó-
hann. Stefán skrifar langa grein í
landsföðurlegum stíl, þar sem
áhersla er lögð á að flokksþingið
hafi markað óbreytta stefnu
flokksins bæði í utanríkis- og
innanríkismálum, - eða með öðr-
um orðum, hans eigin stefna hafi
sigrað þrátt fyrir allt. Hannibal
virðist hins vegar næsta afsakandi
á að vera í þeirri stöðu sem hann
nú var.
Ég tel mig vissulega ekki hafa tekizt á
hendur neitt „landsföðurhlutverk",
þótt atvikin hafi hagað því svo, að mér
beri að gegna formannsstörfum fyrir
Alþýðuflokkinn næstu tvö árin.
Sem þingmaður flokksins fékk
Stefán Jóhann fundarboð mið-
stjórnar og hafði þar tillögurétt.
Enn um sinn hélt hann áfram að
sækja fundi miðstjórnar ásamt
nokkrum stuðningsmönnum,
sem heldur ekki höfðu gefið kost
á sér í miðstjórn. Hann var jafn-
framt formaður þingflokksins og
í þeim hópi átti hann sína trygg-
ustu stuðningsmenn. Auk þess
vissi hann um tök sín og sinna
manna á fjáraflamöguleikum
flokksins. Svo sterka taldi hann
stöðu sína fyrst eftir hallarbylt-
inguna að ekki væri fjarri lagi að
þrátt fyrir allt væri það hann sem
leiddi flokkinn. í bréfi til He-
dtofts tíu dögum síðar komst
hann svo að orði:
Það hljómar eftilvill tilgerðarlega, en
mér liggur við að segja, að flokksfor-
maður er ekki alltaf leiðtogi og leið-
togi ekki alltaf flokksformaöur.
í febrúar/mars fara að sjást
blikur á lofti sem gátu boðað ný
átök í flokknum. Líða tók að
kosningum og flokksstjórnin
þurfti brátt að fara að taka um
það ákvörðun hverjir yrðu í fram-
boði. Fyrstu tvær útnefningarnar
gáfu þó ekki vísbendingu um
breytta stefnu. Tveim af dygg-
ustu stuðningsmönnum Stefáns
20. desember 1987
Gullna flugan eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing, sem kom
út fyrir skömmu hjá Erni og Örlygi, hefur vakið mikla athygli,
enda er þar ýmislegt úr sögu Alþýðuflokksins dregið fram í
dagsljósið. Sunnudagsblaðið birtir nú tvo síðustu kafla bókar-
innar, „Intermezzo" og „Hannibal leitar norræns stuðnings og
Stefán Jóhann hefst handa“.
Á liðnum árum höfðu norrænir
samherjar all oft veitt Alþýðu-
flokknum aðstoð þegar í nauðirn-
ar rak. Jafnframt höföu þeir einn-
ig gert Ijóst að stuðningur var
bundinn skilyrðum um pólitíska
„réttsiglingu". Aðfá „bróðurlegar
leiðbeiningar" og ráð var hluti
þeirrar arf leifðar sem Alþýðu-
flokkurinn bjó að. Hinsvegar
höfðu flokkarnir, sérdeilis sá dan-
ski og sænski, sýnt á liðnum
árum að þeir skirrðust ekki við að
„klippa" á tengslin ef þeim þótti
brugðið út af réttri leið. Það er því
forvitnilegt að fylgjast með við-
brögðum þeirra við „hallarbylt-
ingunni".
Á þingi Norska verkamanna-
flokksins voru staddir nokkrir
helstu leiðtogar norrænna sósí-
aldemókrata og því gott tækifæri
fyrír Hannibal að kynnast þeim,
auk þess sem hann gat viðrað
hjálparþörf Alþýðuflokksins.
Að kvöldi 29. mars kom Hann-
ibal heim til íslands og lét vel yfir
árangri ferðarinnar.3 Stefán Jó-
hann fékk vitneskju um þetta og
brá við skjótt. Sem ritari flokks-
ins í tíð Jóns Baldvinssonar og
síðan formaður fóru nánast öll
samskipti við norrænu bræðra-
flokkana fram í gegnum Stefán
Jóhann. Við höfum kynnst allvel
hvernig þeim tengslum var háttað
fyrir heimsstyrjöldina síðari. Á
stríðsárunum lögðust þau að
mestu niður, en bráðlega eftir
hildarleikinn fór forysta flokksins
að hlúa að og rækta þau tengsl
sem um langt árabil höfðu reynst
svo þýðingarmikil.
Á fyrstu árunum eftir stríð var
hörgull á ýmsum nauðþurftum
mun meiri í Skandinavíu en á
Fróni.4 Fyrstu skref íslensku for-
ystunnar í þá átt að endurvekja
tengslin voru því að senda ýmsum
forystumönnum norrænu bræðr-
aflokkanna „glaðning“. Veturinn
1945-1946 fékk t.d. formaður
norska alþýðusambandsins,
Konrad Nordahl, kjötsendingu
frá Stefáni Jóhanni, en kjöt var
þá af skornum skammti í Noregi.5
Þá um jólin sendi Jón Axel Pét-
ursson formanni danska sósíald-
emókrataflokksins, Hans He-
dtoft, gjafapakka.6 Fyrir næstu
jól bættu Stefán Jóhann og frú
um betur og sendu Hedtoft og frú
m.a. rúsínur, sveskjur, kerti og
sápu sem yljaði og gladdi
Hedtoft-hjónin.
Stefán Jóhann stóð að því leyti
betur að vígi en Hannibal, að
hann var tengdur nokkrum af
áhrifaríkustu forystumönnum
norrænu sósíaldemókrataflokk-
anna, þó sérstaklega Hans Hed-
toft, nánum vináttuböndum.
Honum hefur ef til vill auk þess
fundist hann eiga hönk upp í
bakið á þeim sem fengu að njóta
rausnar hans fyrst eftir stríð.
Þegar Hannibal kemur heim
SPRENGING X ALÞYÐUFLOKKNUM
Sprenging í Alþýðuflokknum. Mynd úr Speglinum janúar 1953. Hannibal, Gylfi og Kjartan Ólafsson sækja að
Stefáni Jóhanni með rýting á lofti. Guðmundur I. Guðmundsson og Haraldur Guðmundsson standa að baki
formanninum.
Hannibal leitar norræns stuðnings og
Stefán Jóhann hefst handa
Jóhanns og skoðanabræðrum
bæði í innanlands- og ekki síst
utanríkismálum, var skipað í ör-
ugg sæti. Á fundi miðstjórnar 2.
mars var samþykkt samhljóða að
Emil Jónsson færi í framboð í
Hafnarfirði og Guðmundur í.
Guðmundsson í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Stefán Jóhann hafði verið
fyrsti maður á númeruðum lands-
lista síðan 1946. Hann skýrði þá
ráðabreytni svo að með því hafi
hann rýmt til fyrir ungum manni,
Gylfa Þ. Gtslasyni. Jafnframt
benti hann á að Jón Baldvinsson
hefði verið í fyrsta sæti númeraðs
landslista hin síðari ár sem hann
lifði. Hinsvegar töldu andstæð-
ingar Stefáns þetta gert til að
tryggja honum þingsæti. Ef hann
fengi ekki annað hvort, annað
tveggja efstu sætanna í Reykjavík
eða efsta sæti númeraðs lands-
lista, kæmist hann sakir fylgis-
leysis tæpast inn á Alþingi.
Á fundi miðstjórnar 11. mars
varpaði Hannibal fram spurning-
unni um hvórt flokkurinn ætti að
hafa raðaðan landslista og lagði
jafnframt til að svo yrði ekki gert.
Hann taldi rétt að atkvæðatala og
hlutfall í kjördæmum réðu því
hvort frambjóðendur kæmust inn
eða ekki. Með þessari tillögu er
stríðshanskanum kastað því
öllum mátti vera ljóst hverjum
sendingin var ætluð, og að í upp-
siglingu væri persónulegt uppgjör
Hannibals við Stefán Jóhann.
Um málið urðu þegar snarpar
umræður. Haraldur Guðmunds-
son, Guðmundur Gissurarson,
IngimarJónssono.fl. lýstu sig all-
ir andvíga tillögu Hannibals og
töldu að með þessu yrði einingu
flokksins stefnt í voða. Hinsvegar
voru aðrír sem töldu að þeir sem
stefndu einingunni í hættu væru
þeir sem hefðu neitað að sitja í
miðstjórn, er fyrrverandi for-
maður náði ekki endurkjöri. Þeir
bentu og á að með þessu væri
komið til móts við lýðræðið og
kjósendum gert kleift að ákveða
hverjir færu inn. Að lokum var
samþykkt að hafa óraðaðan
landslista; 16 greiddu atkvæði
með, 6 gegn og 1 skilaði auðu.
Málið var þó ekki úr sögunni.
Á næsta fundi var lesið bréf frá
Haraldi Guðmundssyni þar sem
skorað var á miðstjórn að endur-
skoða ákvörðun sína um að hafa
óraðaðan landslista, en þess í
stað tryggja Stefáni Jóhanni efsta
sæti númeraðs lista. Undir áskor-
unina rituðu nöfn sín 38 meðlimir
fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í
Reykjavík. Hannibal skýrði þá
frá að miðstjórn hefði borist bréf
og skeyti sem lýst var samþykki
við ákvörðun miðstjómar og auk
þess hafi fólk lýst samþykki sínu
munnlega. Hann taldi ekki rétt
að miðstjórn breytti fyrri ákvörð-
un og var það samþykkt með 12
atkvæðum gegn 4, en 3 sátu hjá.