Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 8
Úr sögu Ólafs Þórhallasonar
Ólafur Þórhallason er bónda-
sonur úr Skagafirði. Á ung-
lingsaldri fer hann í mann-
dómsreisu suður á land, hann
gerist vinnumaður hjá prestin-
um í Krísuvík sem hefur all-
mikil búskaparumsvif, gerir
m.a. út bát. Ólafur hefur verið
vinnumaður hjá presti um
skeið er hann gerist háseti
hans á haustvertíð, Ólafur er
þá21 ársaðaldri.
Sjórekna konan
Þann fyrsta dag, sem róið var,
fundu þeir á sjónum konu nokkra
dauða og tóku hana upp í skipið.
Eyvindur formaður mælti að nú
hefði þeir beitu fengið og ef þeir
vildu sem hann skyldu þeir urða
hana þar í hrauninu. „Má oss
endast hún í vetur og veit ég þá að
oss er afli vís.“ Allir guldu því
samkvæði utan Ólafur.
Hann kvað það bæði óguðlegt
og haturslegt að breyta svo við
dauða manneskju og aldrei vildi
hann sæma slíkt. En þeir sögðu
allir einum rómi að ef nokkur
mælti á móti því sem þeir vildu
vera láta eður opinberaði þeirra
framferði, skyldi hann engu fyrri
týna nema lífinu. Lét þá Ólafur
kyrrt vera því hann sá hér gilti
engin góð áminning. En aldrei
hafði hann sjálfur þessa beitu en
dró þó ekki síður en aðrir.
Höfðu þeir ætíð nógan fisk, svo
að þó hin skipin væri kringum þá
og yrðu ekki fisks varir þá tví- og
þríhlóðu þeir á hverjum degi.
Undraði þetta alla því enginn
vissi þann rétta grundvöll. Sögðu
sumir að það væri með gjörning-
um gjört því að Norðlingurinn,
sem hjá þeim væri, sæi ekki ó-
galdurslega út, væri þess og öll
von því það hefði lengi legið í
landi meðal Norðlendinga, að
þeir væri ekki allir sem þeir væri
séðir.
En á meðan hinir töluðu svo
var önnur ræða meðal háseta
Eyvindar og sögðu það væri ó-
maklegt að Ólafur hefði fullan
hlut þar hann vildi ekki brúka
beitu þeirra. Fengi þeir því ekki
mikinn afla, ef hann mætti ráða,
skyldi hann og líka þess gjalda.
Ólafur gaf engan gaum að tali
slíku og lét sem hann heyrði ekki.
En þegar Eyvindur heyrði
mælti hann stygglega til þeirra og
sagði það væri hin mesta skömm
að breyta svo óhreinlega við
manninn því að hann hefði ráðið
hann í fyrstu til alls hlutar. „Og
eiga því skilmálar fyrir lög að
ganga. í>ó hann breyti ekki í öllu
eins og vér þá munar það lítið þar
hann hefir sömu aðferð í verkum
sínum og vér, að undanteknu
því að hann brúkar ekki þá sömu
beitu og vér, og þó er hann eigi
síður fiskimaður en hver yðar og
þó bæði lagræður og mikilræður.
Veit ég yður þykir hann aðfinn-
ingasamur um háttu yðar, og
standa þar vonir til að hans kyrr-
læti og spekt þoli ekki ofsa yð-
varn. Þykir mér ráð þér ýfist ekki
við hann því fari svo hann reiðist
mun ekki gaman á ferðum, því að
mér líst maðurinn handsterkur."
Hættu þeir þessu tali. Og leið
svo til vertíðarloka.
Tveimur dögum fyrir vertíðar-
lok lá Ólafur um nótt í rekkju
sinni, var hann í djúpum þönkum
of hagi sína.
Og þegar hann hefir svo legið
hálfa nóttina sofnar hann og sá í
svefni að kona nokkur stóð
frammi fyrir honum og mælti svo:
„Mikill góðleikur fylgir þér,
Ölafur, og gæfa stór. Megnar
engi maður henni að mótstanda.
Hjá yður hefi ég í vetur dvalið illa
haldin því þér hafið uppskorið
minn dauða líkama og brúkað
hann fyrir fiskiagn. Er það
óheyrilegt að gjöra svo við dauða
líkami manna. Mun þessum glæp
stórt straff fylgja. En fyrir það þú
hefir ekki samsinnt þeirra vondu
verkum skaltu enga hlutdeild
hafa í straffi því er koma mun yfir
þessa guðlausu kroppa. Skaltu
þar fyrir í dag á þig sjúkdómi
kasta og róa ekki, mun þér þá
ekki granda það sem hina skaðar.
Mun hér eftir endir verða á þínu
mesta mótlæti og mun þfn síðasta
ævi hin besta.“
Ólafur þóttist spyrja hver hún
væri. „Það mun ég segja þér,“
segir hún, „en þá skaltu fá því
orkað að bein mín komi í krist-
inna manna reit.“ Ólafur játar
því en hún gjörði sem hann
beiddi og sagði söguna með fylgj-
andi orðum.
„Ey sú liggur í hafi norður af
Eyjafirðj er Grímsey heitir, þar
eru þrettán bæir og hefir þar búið
velgengnisfólk. Meðal annars bjó
þar maður er Kjartan hét. Hann
var ríkur og vel kvongaður. Dótt-
ur ól hann við konu sinni, er Þóra
hét; þótti hún góður kvenkostur
þegar aldur færðist á hana og sat
hún um kyrrt í föðurgarði meðan
fleira til bar.
Á Glæsibæ í Kræklingahlíð bjó
maður nokkur er Einar hét; hann
var fremur fátækur og bamamarg-
ur. Sonur hans einn hét Ásmund-
ur. Þegar hann var orðinn fulltíða
reri hann á hverju vori í Grímsey
og hafði aðsetur sitt hjá Kjartani
bónda; kom hann sér brátt í kær-
leika mikla við bónda og dóttur
hans og fór það svo of síð að hann
festi hana. Skyldi veisla þeirra
vera í landi og flutti hann hana af
stað með sér.
En er þau komu á mitt Gríms-
eyjarsund æstist stormur mikill
móti þeim og varð náð með
nauðung undir Gjögra og fóru
þar allir í land, náðu lendingu
með illan leik og var sval mikið
við landið. Maður var fenginn til
að bera mig upp og þegar hann
hafði tekið mig á öxl sér kom ólag
í sama og tók undan honum fæt-
urna svo hann varð flatur, varð ég
þá laus við hann svo nú skildi
milli feigs og ófeigs; hann komst
af en ég drukknaði og stóð unn-
usti minn í fjörunni og horfði á.
Hvað honum mun hafa boðið
verið má hver einn nærri geta.
Hefi ég síðan flækst í sjónum uns
þið hafið mig fundið. Enda fengu
þér mér allilla viðtöku, í hverri þú
þó enga skuld hafðir. Gjör nú allt
eftir því sem ég hefi sagt þér og
mun þér þá aldrei illa ganga."
Hvarf hún þá frá honum en hann
vaknaði og þóttist sjá svipinn af
henni.
Hugsar hann draum sinn og
þenkir best sé að gjöra sem hon-
um var kennt. Og leið svo til
dags.
Of morguninn, þegar menn
vakna, var lognveður og besta
stilla og tóku formenn til að kalla.
Eyvindur, formaður Ólafs, varð
þessa áskynja og fatar sig með
flýti, kallar háseta sína og kvaðst
of lengi sofið hafa. Allir brugðu
skjótt við utan Olafur, hann sneri
sér upp og stundi hátt við. For-
maður gekk að rekkjunni og spyr
hvort hann sé sjúkur en ðlafur
kvað lítið bragð að vera. „Þó mun
ég ekki róa í dag og vildi þú gjörð-
ír hið sama.“ Eyvindur kvað
fjarri því fara.
„Þá mun með okkur skilja,"
segir Ólafur, „og við aldrei síðan
sjást.“
„Ekki veit ég hvernin það get-
ur skeð,“ segir Eyvindur.
„Auð er feigs vök“, svarar
Ólafur.
Gekk þá Eyvindur brott og
reri, en Ólafur var eftir. Og þegar
hann veit að þeir eru rónir stend-
ur hann upp og er þá blíða logn.
Gjörir hann til góða fiski þeirra
því allur fiskur var óskiptur til
vertíðarloka. Tók hann þá það
þurrt var orðið af fiskinum og
setti í stakk, breiddi út það blauta
og sneri hinum upp og niður og
var hann að þessu starfi allan dag
til kvölds. Komu skip að landi og
skipti Ólafur sér fátt um þau inn
til öll skip voru komin að Eyvind-
ar undanteknu. Gengur þá
Ólafur til skipamanna og spyr
eftir Eyvindi.
En sitt sagði honum hver,
sumir þóttust hafa séð eldstólpa
yfir skipinu og þar eftir hefði það
horfið, aðrir að þeir séð hefði
stórfisk fyrir framan skipið. Aðr-
ir þóttust hafa séð hann fyrir aft-
an það og nokkrir á báða vega.
Einir sáu yfirnáttúrlegan ern til
stærðar flagra yfir skipinu og
hefði skipið horfið í sömu andrá.
Leiddu menn þar ýmsar getur að
og vissi enginn hið rétta.
Gengur Ólafur heim til búðar
með þungæði miklu, bæði af
draumi sínum og því sem hann
heyrði sagt af fiskimönnum, gekk
hann fram og til baka um búðina
með stórri óró.
Of síð vill hann leggja sig til
værðar og varð ekki svefnsamt
því þegar hann lauk saman
augum sá hann Eyvind formann
standa fyrir framan sængina illa
útleikinn, bæði marinn, bláan og
Heimur álfa og manna
Tvöhundruð ára gömul skáldsaga Eiríks Laxdal gefin út í fyrsta skipti
Fyrir skömmu kom út hjá
Bókaútgáfunni Þjóösögu
SagaÓlafs Þórhallasonar
eftir Eirík Laxdal. Sagan sú
arna var færö í leturfyrir u.þ.b.
tvöhundruð árum; og hlýtur
því réttilega að vera kölluð
fyrsta íslenskaskáldsagan.
Hún er nú gefin út í fyrsta
skipti og er mesta mildi að
handrit hennar skuli ekki hafa
glatast, þó það hafi verið í ör-
uggri geymslu Landsbóka-
safnsins síðustu öldina eða
svo. Frágangurþessararút-
gáfu á Sögu Ólafs Þórhalla-
sonar er með nútímasniði og
miðaður við að gera hana að-
gengilegaalmenningi. Um-
sjónarmenn, Þorsteinn Ant-
onsson og María Anna Þor-
steinsdóttir lýsa flóknum
söguvef með ítarlegu efnisyf-
irliti sem fylgir. Þá er og greint
frá höfundi og samtíð hans
með ritgerð. Sunnudagsblað-
ið fékk Þorstein Antonsson til
að segja undan og ofan af
þessari gömlu skáldsögu,
sem nú kemur út í fyrsta sinn.
„Það er mjög langt síðan ég
hafði fyrst veður af því að sagan
væri til,“ sagði Þorsteinn að-
spurður um það hvemig hann
kynntist sögunni upphaflega.
„Sem unglingur hafði ég mikinn
áhuga á vísindaskáldskap og las
frásögn í blaði þar sem sagt var
frá þessari sögu og því að hún
væri eins konar vísindaskáldsaga.
Og það er líka alveg hárrétt; hún
er með þeim betri. Svo var það
fyrir tveimur árum eða svo að ég
var að kynna mér óbirta texta
manna sem ég kallaði utangarðs-
skáld, manna sem af einhverjum
ástæðum höfðu komist í rit ann-
arra, en lítið eða ekkert verið gef-
ið út af verkum þeirra. Hvað
Eirík Laxdal varðaði, þá komst
ég að því að hann hafði skilið eftir
sig rit sem voru mikil að vöxtum,
en ekkert af því hafði verið birt.“
— Hefur honum þá enginn
gaumur verið gefinn tU þessa?
„Jú, lítillega. Einar Ólafur
Sveinsson og Steingrímur Þor-
steinsson hafa báðir farið nokkr-
um orðum um Eirík Laxdal og
ritverk hans í bókum sem þeir
sömdu. En þau skrif eru hins veg-
ar mjög ágripskennd og gerð í
öðrum tilgangi en þeim að gera
Eiríki full skil.“
- Erþetta hefðbundin skáldsaga
í okkar skilningi?
„Hún er mun líkari því að vera
módernritverk. Sagan er mjög
margþætt; frásögnin er þroska-
saga Ólafs Þórhallasonar fram á
miðjan aldur, þegar hann hefur
komist að því fullkeyptu hvað
það er að vera til. Og sætt sig við
sitt mannlega hlutskipti. Þá hefur
verið gerð grein fyrir átökum við
máttarvöldin, veraldarvafstri
hans og ástamálum. Meðan á
þessu gengur öðlast lesandinn
sýn til allra átta, og vegna afar
staðgóðrar þekkingar höfundar,
ríkulegs ímyndundarafls og sjálf-
stæðis er þessi yfirsýn víðtæk og
tiltölulega óháð tíma og staðhátt-
um.“
- Er hcegt að finna áhrifavalda
áEirík. - Varhannt.d. vellesinn?
„Hann var greinilega geysilega
vel lesinn maður og minnugur
eins og menn voru fyrr á tímum.
Það er greinilegt að ævintýri og
þjóðsögur hafa verið honum afar
hugleikin og þessi saga er sprottin
af þvílíkum sögnum. En jafn-
framt hefur honum verið kunn-
ugt um upplýsinguna, mennta-
stefnu samtíðar hans. Það sem
hann reynir að gera í Ólafssögu,
er að sameina þetta tvennt með
sérstæðum hætti.“
- Þjóðsögur og upplýsingast-
efna. Verður ekki kynlegur hrœri-
grautur úr þessu?
„Honum tekst furðuvel að
samhæfa þetta. Hann lætur Ólaf
lifa í tveimur heimum, álfa og
manna. Álfarnir eru samnefnari
þessara tveggja þátta sem Eiríkur
spinnur í sögunni og útkoman er
sú að þeir eru í senn álfar sam-
kvæmt þjóðtrúnni en jafnfram er
þjóðskipulag þeirra og samfél-
agshættir afar nútímalegir. Svo
nútímalegir raunar að það er ekki
fyrr en á síðustu árum að hægt er
að finna samsvörun í samfélags-
háttum okkar íslendinga. Álfa-
rnir eru afar tæknivæddir, þeir
stunda til dæmis fiskirækt með
fullkomnum hætti. Þá segir og af
álfi sem fer um á þrýstivatns-
knúnum hraðbáti - eins konar
þotu.
Staða konunnar hjá álfunum er
líka ámóta og hjá okkur nú um
stundir.“
- Er þetta þá ádeilusaga eða út-
ópía af einhverju tagi?
„Það er nú varla hægt að segja
það. Miklu frekar að höfundur
hafi með bókinni beinlínis byggt
sér sinn eigin heim, til þess bæði
að gera upp lífsreynslu sjálfs sín
og finna sér einhvers konar ham-
ingju á tíð sem sögð er einhver sú
örðugasta sem íslendingar hafa
lifað. Bókin er þannig skrifuð um
það bil tíu árum eftir Móðuharð-
indin.“
- Hvað er vitað um œvi Eiríks
Laxdal?
„Aðalatriði ævi hans framan af
eru kunn. Hann vakti athygli
samferðamanna sinna og þá eink-
um fyrir það hve auðveldlega
hann kom sér út úr húsi hjá öðr-
um. Hann hefur verið stórlyndur
og skoðanafastur og farið sínar
eigin Ieiðir, ekki aðeins í ritstörf-
um heldur og í öðrum viðfangs-
efnum.
Hann útskrifaðist úr Hólaskóla
í tíð meistara Hálfdáns og var
skipaður djákni strax eftir að
hann lauk námi. Hann missti hins
vegar embættið eftir að hann
gerði biskupsdóttur barn. Eftir
það fór hann til Hafnar og stund-
aði nám við háskólann þar. Fljót-
lega lenti hann upp á kant við
Garðsprófast á heimavistinni og
missti við það styrkinn og varð að
hætta námi. Þá gekk hann í sjó-
herinn og virðist hafa farið víða.
Áreiðanlegar heimildir herma að
það hafi verið dönsk prinsessa,
Henrietta að nafni, sem fékk
hann leystan undan herþjónustu.
Eftir það bendir flest til þess að
hann hafi slarkað í Höfn í eitt ár
eða tvö og þá líklega lesið allt sem
hann komst yfir. Hann mun hafa
komið til íslands aftur um 1776
og tekið til við að skrifa af mikl-
um áhuga.
í og með var hann á sjónum,
enda mun hann ekki hafa verið
mikill áhugamaður um búskap.
Hann segir um sjálfan sig í vísu að
hann sé haldinn „óviðráðanlegri
ferðalöngun", en það var eitt af
því sem var alveg bannað á þess-
um tíma.
Um aldamótin 1800 kvæntist
hann, þá hátt á sextugsaldri, og
mun þrátt fyrir allt hafa stundað
búskap í nokkur ár. Flest bendir
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. desember 1987