Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 23
BÆKUR
List og
lífsskoðun
Út er kominn 2. flokkur í
heildarútgáfu AB á ritverkum
Sigurðar Nordals. Nefnist
hann List og lífsskoðun. Þessi
flokkur er í þremur bindum
eins og fyrsti flokkurinn,
Mannlýsingar, sem kom út
1986.
List og lífsskoðun er í raun
mjög fjölbreytt safn, en í aðalat-
riðum má segja að flokkurinn
hafi að geyma skáldskap hans.
Ennfremur margvíslegar ritgerð-
ir frá ýmsum tímum, sem tengjast
þessum efnum og bera kafla-
heitin Skiptar skoðanir (ritdeila
við Einar H. Kvaran), Hug-
leiðingar, Háskóli og fræði, List-
ir, Heilbrigði og útivist, Endur-
minningar.
í skáldskaparkaflanum er að
finna kvæði Sigurðar Nordals frá
ýmsum tímum, leikrit hans svo
sem Uppstigningu, þýðingu á
kvæði Frödings um Atlantis,
smásögur eins og Lognöldur og
Síðasta fullið. En hæst ber vafa-
laust ljóðaflokkinn Hel, sem er
bæði tímamótaverk í íslenskum
bókmenntum og sígildur skáld-
skapur.
Heimspeki Sigurðar Nordals,
sem með jöfnum rétti má kalla
lífsspeki, birtist hér fyrst og
fremst í fyrirlestrasöfnunum Ein-
lyndi og marglyndi og Líf og
dauði. Þorsteinn Gylfason hefur í
ritgerð með Einlyndi og marg-
lyndi 1986 kallað hana „manneðl-
isfræði“, tilgangur hennar er sið-
ferðileg lífernislist. Og hún er
skáldleg heimspeki fremur en vís-
indaleg.
Ný unglingabók
Komin er út hjá löunni ný ung-
lingabók eftir Helgu Ágústs-
dóttur og nefnist hún OG
HVAÐ MEÐ ÞAÐ? Þetta er
þriðja bók höfundar.
Um efni þessarar nýju bókar
segir: „Unglingarnir lenda í ýmsu
og það er ekki víst að þeir full-
orðnu viti alltaf málavöxtu. Þeir
halda að þetta sé allt vitleysa eða
bamaskapur. Þeir ættu bara að
vita í hverju maður getur lent! Og
pælingarnar, þeir vita nú minnst
um þær... Og svo á maður bara
að vera stilltur og góður og læra
vei heima! Það þarf nú líka að
sinna öðru, sem er að minnsta
kosti jafn áríðandi... Óvenjuleg
bók þar sem söguhetjan neyðist
til að horfast í augu við fleira en
hún vill. Það þurfa lesendur líka
við óvænt sögulok.“
Bók sem er
leikfang
Furöuferð geimskipsins H-20
eftir Richard Fowler, heitir bók
sem Skjaldborg gefur út.
Hér er á ferðinni sérstök bók
sem er í senn bók og leikfang.
Geimskipið H-20 fær skeyti frá
yfirmanni Geimstöðvar H-2000
um að fara í hættuför þar sem
ógurleg sprenging hefur orðið út í
geimnum. Fimm geimför hafa
þegar verið send en þau öll horf-
ið.
Bókin er öll í litum og geim-
skipið fylgir með bókinni, þannig
að áður en ferðin hefst stillir les-
andinn geimskipinu á skotpallinn
og flýgur skipinu í gegnum bók-
ina um leið og hann lendir í mörg-
um ævintýrum á leiðinni með
áhöfninni á geimskipinu H-20.
ÁSGCIR JAKOBSSON
0 r*ai
ILlBXAIt
.ÍAItUXX
IJVHÍSS.11,,1
HHNill.VSmiR
S K J) G G S J \
HAFNARFJARÐARJARLINN
Einars saga Þorgilssonar
Ásgeir Jakobsson
Bókin er ævisaga Einars Þor-
gilssonar um leið og hún er
100 ára útgerðarsaga hans og
fyrirtækis hans. Einar hóf út-
gerð sína 1886 og var því út-
gerðin aldargömul á síðasta
ári og er elzta starfandi út-
gerðarfyrirtæki landsins. Þá er
og verzíun Einars Þorgilssonar
einnig elzta starfandi verzlun
landsins, stofnuð 1901. Einar
Þorgilsson var einn af
„feðrum Hafnaríjarðar/' bæði
sem atvinnurekandi og bæjar-
fulitrúi og alþingismaður. Þá
er þessi bók jafnframt almenn
sjávarútvegssaga í 100 ár og
um það saltfisklíf, sem þjóðin
lifði á sama tíma.
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Sigurði skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurður, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að afhlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
BÆR í BYRJUN ALDAR
HAFNARFJÖRÐUR
Magnús Jónsson
Bær í byrjun aldar — Hafnar-
fjörður, sem Magnús Jónsson
minjavörður tók saman, er
yfirlit yfir íbúaog hús í Hafn-
arfirði árið 1902. Getið er hvar
húsin voru staðsett í bænum,
hvort þau standa enn o.s.frv.
Síðan er getið íbúanna. Og þar
er gífurlega mikill fróðleikur
samanlcominn. Ljósmyndir
eru af fjölda fólks í bókinni.
Allur aðaltexti bókarinnar er
handskrifaður af Magnúsi, en
aftast í bókinni er nafnaskrá
yfir þá sem í bókinni eru
nefndir, alls 1355 nöfn.
MEÐ MORGU FOLKI
Auðunn Bragi Sveinsson
Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr-
verandi kennari og skólastjóri,
hefur ritað margt sem birst
hefur í blöðum og tímaritum í
gegnum árin í ljóðum og
lausu máli, og einnig hefur
hann ritstýrt nokkrum bók-
um. Bók sú sem hér birtist
fjallar fyrst og fremst um fólk
við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi, — frá afdal til
Austurstrætis, ef svo má að
orði komast. Með mörgu fólki
er heitið, sem höfundur hefur
valið þessu greinasafni sínu.
Mun það vera réttnefni.
OSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ
Haraldur Magnússon
Haraldur Magnússon fæddist
á Árskógsströnd við Eyjafjörð
1931. Hann ólst upp íEyja-
firði og Skagafirði fram að
tvítugsaldri. Nú býr hann í
Hafnarfirði. Þetta smásagna-
safn er fyrsta bók Haraldar, en
þessar sögur og fleiri til hefur
hann skrifað í frístundum sín-
um undanfarin ár. Sögurnar
eru að ýmsu.leyti óvenjulegar
og flestar fela þær í sér boð-
skap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
Þú boigar alltaf sama gjaldið,
hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum!
Hrevfill býður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
HREVFILL
68 55 22