Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 3
Einar Laxness hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Menntamálaráðs og Bóka- útgáfu Menningarsjóðs. Einar er fæddur 1931. Hann lauk cand. mag. prófi frá HÍ árið 1959 í sagn- fræði og dönsku og hefur stund- að kennslustörf frá 1961, undan- farin ár sem deildarstjóri við sögu í MH. Hann hefur einnig fengist við ritstörf, gefið út frumsamin verk og ritstýrt öðrum. Auk Einars sóttu um stöðuna 14 aðrir og óskuðu 6 þeirra nafnleyndar. Hinir eru Birgir Þorvaldsson, Jón Ormar Ormsson, Knútur Bruun, Páll Skúlason lögfr., Sigurður G. Þorsteinsson, Stefán Ólafsson og Valdimar J. Magnússon. Stærsti tölvu- samningur sem hið opinbera hefur gert var undirritaður á dögunum þegar Innkaupastofnun ríkisins samdi um kaup á allt að 3500 Apple Machintoch tölvum og tölvubún- aði af Radiobúnaði. Þessi samn- ingur er til 1 árs og verða tölvurn- ar notaðar í ríkisstofnunum, grunn- og framhaldsskólum og hjá bæjar- og sveitarfélögum. Eins og skepnan deyr kvikmynd Hilmars Oddssonar hefur verið gefin út á myndbandi af stórfyrirtækinu RCA/Columbia Pictures í samvinnu við Skífuna. Jafnframt hefur bandaríska fyrir- tækið keypt alheimsrétt á dreif- ingu myndbandsins. 7 tonn af fatnaði voru send á dögnum til flótta- mannabúða í Uganda á vegum íslenska Rauða krossins. Fé- lagið hefur senti á þessu ári rúm 42 tonn af notuðum fatnaði til bágstaddra í Mósambik, Irak, Eþíópíu og Uganda. Rokkbúðin Þrek nefnist ný hljóðfæraverslun sem opnuð hefur verið að Grettisgötu 46 í Reykjavík. Rokkbúðin býður upp á umboðssölu á notuðum hljóðfærum, ásamt nýjum hljóð- færum og fylgihlutum. Einnig eru leigð út söngkerfi. Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa mótmælt ákvörðun stjórnvalda að leggja á matar- skatt. Hjúkrunarfræðingar benda á að mataræði hafi bein áhrif á heilbrigði fólks og að matarskatt- urinn brjóti í bága við íslenska heilbrigðisáætlun, þar sem segir m. a.: að ýta eigi með ýmsu móti undir neyslu kornmetis, fisks, kjöts sem er magurt, kartaflna og grænmetis. Matarskatturinn verði síst til að ýta undir neyslu þessara fæðutegunda. íslenska óperan hefur hafið sölu á gjafakortum á Don Giovanni eftir Mozart, en frumsýning verður 19. febrúar n. k. Leikstjóri verður Þórhildur Þorleifsdóttir. Gjafakortin eru til sölu í Óperunni í Gamla bíói og öllum helstu bókaverslunum í Reykjavík. __________________________________FRÉTTIR____________________________________ Fjárlög 3,5 miljarða hækkun Útgjöld hœkka um 400 miljónir milli annarrar ogþriðju umræðu. Niðurstöðutölur á tekjum og gjöldum 63 miljarðar. Margrét Frímannsdóttir: Rétt að bíða með af- greiðslufjárlaga þar til Ijóst er til hvaða ráðstafana verður gripið í efnahagsmálum Steingrímur J. Sigfússon flytja og tillögur um að styrkur til útgáfu- mála þingflokka hækki í 15,8 miljónir og að sérfræðirannsókn fyrir þingflokka hækki í 11,4 milj- ónir króna sem áðurnefndir þingflokksformenn auk þeirra Ólafs G. Einarssonar og Danf- ríðar Skarphéðinsdóttur flytja. Við umræðuna í gær sagði Margrét Frímannsdóttir m.a. að rétt hefði verið að fresta af- greiðslu fjárlaga þar til tekjuöfl- unarfrumvörp ríkisstjórnarinnar eru tilbúin og ljóst er til hvaða ráðstafana ríkisstjórnin ætlar að grípa í efnahagsmálum þjóðar- innar. Ljúka átti síðustu umræðu um fjárlögin í gær en fresta atkvæða- greiðslu um þau þar til milli jóla og nýárs. -Sáf Sighvatur Björgvinsson mælti í gær fyrir breytingatillögum meirihluta fjárveitingarnefndar við þriðju umræðu fjárlaga í sameinuðu þingi. Útgjöld munu hækka um tæpar 400 miljönir á milli annarrar og þriðju umræðu og verða rúmir 63 miljarðar króna, sem er hækkun um 3,5 miljarða frá upphaflegu frum- varpi. Tekjuhlið frumvarpsins hefur einnig tekið breytingum og eru nú áætlaðar tekjur rúmir 63 milj- arðar og hafa einnig hækkað um rúma 3,5 miljarða frá upphaflegu frumvarpi. Samkvæmt þessu eru fjárlögin því afgreidd án halla fyrir árið 1988. Meðal nýrra útgjaldaliða má nefna endurgreiðslu kjarnfóðurs- gjalds upp á 295 miljónir og Áburðarverksmiðju ríkisins, sem fær 20 miljónir í almennan rekst- ur. Aðrir nýir liðir eru t.d. um- boðsmaður Alþingis sem fær 7 miljónir og hið margfræga Al- þingishús, en því eru ætlaðar 6 miljónir til að ljúka hönnunar- kostnaði, svo þingmenn geti tekið efnislega afstöðu til bygg- ingarinnar, einsog Sighvatur Björgvinsson orðaði það. Mest er hækkunin í niður- greiðslum til landbúnaðarins en þær hækka um tæpa 1,3 miljarða króna og eru samkvæmt þessu 2 miljarðar 655 miljónir króna. Meðal annarra liða sem hækka má nefna Tónlistarkennsluna sem hækkar um 52 miljónir og Kvikmyndasjóður hækkar um 20 miljónir og er nú með 60 miljón- ir. Æskulýðsstarfsemi, íþrótta- mál, ungmennafélagshreyfingin, KFUM og gútemplarar fá einnig hækkun á framlögum til sín og við bætist nýr liður sem er Samhjálp, en sú stofnun er á vegum Hvíta- sunnusafnaðaríns og fær hún 700 þúsund króna framlag. Þá er lagt til að ríkissjóður reiði fram 15 miljónir vegna greiðsluerfiðleika ákveðinna hótela í landinu og fellur það undir Ferðamálaráð. Mikill fjöldi breytingatillagna liggur fyrir, flestar frá stjórnar- andstöðunni en einnig tillögur sem ríkisstjórnarþingmenn eru skrifaðir fyrir. Meðal þeirra eru tillögur um að blaðastyrkur hækki í tæpar 29,5 miljónir króna, sem þingflokksformenn- irnir Páll Pétursson, Júlíus Sól- nes, Eiður Guðnason og Björgvin fisksali í Hafrúnu fer fimlega höndum um skötuna sem hann velur af kostgæfni fyrir viðskiptavin sinn. (dag er Þorláksmessa og þá borða vel flestir (slendingar skötu í hádegis- eða kvöldmat. Mynd: Sig. Fiskbúðir Góð skötusala Stór ogþykk skata vinsœlust. Kílóið kostar350-370 krónur. Biðraðir við sumarfiskbúðir. Ungafólkið ekki jafn hrifið og það eldra að hefur löngum þótt góður og gegn siður hér á landi að borða vel kæsta og lyktandi skötu á Þorkálsmessu. I ár virðist ekki ætla að verða nein breyting þar á og hafa físksalar staðið í ströngu síðustu daga við að afgreiða skötu til viðskiptavina sinna. Hafa jafnvel myndast biðraðir í sumum búðunum. Út úr búð kostar skatan, þessi stóra og þykka um 350-370 krónur kílóið. Að sögn þeirra Jóns Ægis og Björgvins í fiskbúðinni Hafrúnu í Skipholtinu, er búið að vera mikið að gera síðustu daga og skatan bókstaflega rifin út. Þar vill fólkið fá skötuna stóra og þykka og vel kæsta, en lítur ekki við tindabikkjunni. Svo til sama fólkið kemur ár eftir ár til að fá sína skötu, en minna er af ungu fólki. Að sögn Þórðar Ólafssonar í fiskbúðinni við Sundlaugaveg er búið að vera mikið að gera og svo virðist sem fólkið eldi skötuna í fyrra lagi í ár en venjulega. Sagði Þórður að það gerði það til þess að vera búið að lofta út áður en aðfangadagurinn rynni í garð. Þórður segist ekki sjá mikinn mun á aldurssamsetningu þeirra sem kaupa sér skötu í dag, fremur en endranær. Sagði Þórður að þeir sem á annað borð borði fisk borði skötu síðasta dag fyrir jól. Það var samdóma álit þeirra fisksala sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að erfitt hafi verið að fá skötu í ár vegna þess hve lítið veiðist af henni. Ástæðuna fyrir því sögðu þeir að trollið eyðileggi pétursskipin á sjávarbotninum þegar það er dregið eftir honum. grh Efri deild Kvótinn keyrður í gegn Sólarhringsfundur umfiskveiðistefnuna í efri deild. Karvel Pálmason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson andvígir. Halldórþykirsýna ofríki. Allar breytingatillögur minnihlutans felldar Um hálf ellefu leytið í gærmorg- un lauk sólarhrings löngum fundi í efri deild um kvótafrum- varpið með því að frumvarpið var samþykkt að viðhöfðu nafn- akalli, með 12 atkvæðum gegn 9. Öll stjórnarandstaðan greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu auk stjórnarþingmannanna Þorvaids Garðars Kristjánssonar og Kar- vels Pálmasonar. Það var á þingmönnum að heyra í gær að þeim þyki sjávarút- vegsráðherra hafa sýnt mikið of- ríki við afgreiðslu frumvarpsins. Allar breytingartillögur stjórnar- andstöðunnar og Karvels Pálma- sonar voru felldar og sagði Kar- vel að frumvarp þetta væri í and- stöðu við stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Karvel bætti því við að þessi afgreiðsla gæti haft þau áhrif að Alþýðu- flokksmenn á Vestfjörðum létu af stuðningi sínum við ríkisstjórn- ina. Það var á Alþýðuflokks- mönnum að heyra í gær að þeir væru hundóánægðir með það hvernig Halldór Ásgrímsson hefði bolast í gegn með frum- varpið án þess að taka tillit til tillagna samherja í ríkisstjórn. Þá gaf Matthías Bjarnason, formað- ur sjávarútvegsnefndar neðri deildar, í skyn í gær að það væri langt frá því öruggt að neðri deild tækist að afgreiða frumvarpið fyrir áramót. Frumvarpið verður tekið til fyrstu untræðu í neðri deild mán- udaginn 28. desember. Fasteignir Uppboöum fjölgar Þó nokkur fjölgun hefur orðið á sölu fasteigna á nauðungarupp- boðum hjá embætti borgarfógeta í Reykjavík. Að sögn Jóns Skafta- sonar borgarfógeta hafa rétt rúm- ar 70 fasteignir verið seldar á nauðungaruppboðum I ár, en á sama tíma í fyrra voru þær 50 talsins. Hjá bæjarfógetanum í Kefla- vík Jóni Eysteinssyni fengust þær upplýsingar að fram til 1. nóvem- ber var búið að selja á nauðung- aruppboðum 45 fasteignir, en í fyrra voru þær 58 talsins. Jón sagði að það væri ekki al- veg að marka þessa tölu frá því í fyrra í samanburði við það sem selt hefur verið nú, vegna þess að þá var verið að ganga frá gömlum gjaldþrotamálum, sem höfðu safnast upp hjá embættinu. grh -Sáf Miðvikudagur 23. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.