Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 5
Saga L.H. í 35 ár eftir Steinþór á Hæli Landssamband hestamanna var stofnað 18. des. 1949. Fyrir tveimur árum var þess farið á leit við Steinþór Gestsson á Hæli, einn af stofnendum sambands- ins, að hann tæki að sér að skrá sögu þess fyrstu 35 árin. Varð Steinþór við þeim tilmælum og nú er bókin komin út: „í morgun- Ijómann...", saga L.H. í 35 ár. Tilgangurinn með samningu bókarinnar var öðru fremur sá, að forða frá gleymsku aðdrag- andanum að stofnun þessara merku samtaka, en segja má með sannindum, að þau hafi valdið tímamótum í sögu íslenska hestsins. Fer þeim nú óðum fækkandi, sem muna þetta upp- haf en aldrei er ráð nema í tíma sé tekið. í bókinni er aðdragandi og saga Landssambandsins rakin vel og ítarlega og er þetta verk Seinþórs allt hið ágætasta. Þar eru fjölmargar myndir frá lands- mótum og af forystumönnum Sambandsins fyrr og síðar. Er í engu ofmælt þótt sagt sé, að með þessu verki sé varðveittur snar þáttur í menningarsögu þjóðar- innar þar sem er samlífið við hest- inn. „í mörgunljómann" er ómissandi hverjum þeim, sem ann íslenska hestinum og okkar þjóðlegu menningu. Ritnefnd bókarinnar skipuðu, auk höfundar, þeir Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri og Kári Arnórsson skólastjóri. -mhg Saga Jarðabók um Eyjafjörð Næstsíðasta bindi Jarðabókar Árna og Páls Komið er út hjá Sögufélaginu og Hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn tíunda bindið af liósprentaðri útgáfu Jarðabókar Arna Magnússonarog Páls Vída- líns, um Eyjafjörð eða Vöðluþing, og er þá aðeins ár í að útgáfunni sé lokið með ellefta bindinu. Jak- ob Benediktsson sá um upphaf- lega útgáfu Eyjafjarðarbókarinn- ar árið 1943, þá sem nú er Ijós- prentuð. Jarðabókin er samin snemma á átjándu öld og er merk heimild um hagsögu og búhætti þeirra tíma, og að auki mikil náma um sögu og staðhætti í byggðunum. Eftir ellefta bindið á næsta ári á að koma út eitt bindi enn með ýmsu efni sem snertir jarðabók- arverkið, þar á meðal atriðis- orðaskrá fyrir öll bindin, og er það lokabindi í höndum Gunnars F. Guðmundssonar sagnfræð- ings. Flugið er mest heillandi Vitneskja um þjóðtrú og skáldskap er lykill að því að njóta íslenskrar natturu „Þaöerflugið. Flugiöer langmest heillandi viö fugl- ana. Og ótal margt annaö. Fuglar hafa hæfileika á mörg- um sviðum, t.d. þessa maka- lausu ratvísi sem er bæði meöfædd og lærð. Þáeru samskipti innan tegunda og út á viö mjög áhugaverð og stundum svo mikið skyld mannskepnunni, þó við eigum erfitt með að skilja það. Söngur fuglanna er kapituli út affyrirsig. Ég hef skrifaðupp hljóðin, svo fólkgeti æftsig heima í stofu,“ segir Guð- mundur Ólafsson og flettir bóksinni, Fuglarínáttúru ís- lands, sem nýkomin er út hjá Máli og menningu sem sér- legt afmælisrit á 50 ára afmæ- linu. En bókin þykireinhver mesti prentgripur á íslandi. Bókin er hlaðin ítarlegum upp- lýsingum um lífsmátaog eiainleikaallrafuglategunda á íslandi; og til að gefa efninu nýjavídd hefurGuðmundur safnað ótrúlegum fróðleik af þjóðtrú og þjóðsögum í sam- bandi við fugla og gefur efninu enn meiri fyllingu með því að kynna fuglakveðskap sem fléttað er saman við. Hann hefur sjálfur teiknað skýringa- myndir í bókina og tekið allar Ijósmyndirsem margareru firnagóð listaverk. - Hvernig byrjaðiþetta alltsam- an? „Það er erfitt að setja einhver tímamörk á það. Ég er lengi bú- inn að hafa námsefni þessu skylt í huga. Ég tók hugmyndir mínar saman fyrir þremur árum og steypti þeim í ritsafn. Og ef af þessu yrði fannst mér að fyrsta bókin yrði að vera um fugia. Fuglaljósmyndun er mjög erfið. Ég hef fengist við ljósmyndun í mörg ár, en aldrei komist í kast við annað eins. Mál og menning sýndi svo hugmynd minni áhuga, en mér fannst ég ekki tilbúinn til að fara að vinna að útgáfunni, þannig að ég skellti mér á listahá- skóla í eitt ár til Bandaríkjanna. Þar lærði ég allt annað en ljós- myndun. Ég lærði vatnslitameð- ferð, grafík, tækni í teikningum, olíulitameðferð og fleira. Þegar ég kom til baka fyrir tveimur árum keypti ég mér tölvu og lærði á hana og eftir þetta fannst mér ég loks vera í stakk búinn til að gera efninu skil.“ - Nú notar þú þjóðtrú og skúld- skap í bókinni. „Áhugi minn á þjóðsögum vaknaði fyrir alvöru þegar ég vann náttúruminjaskrá fyrir Vestfirði fyrir nokkrum árum. Ég safnaði þá alhliða upplýsingum um náttúruna. Um tíma taldi ég mig mesta draugasérfræðing á Vestfjörðum. Síðan hefur mér fundist þetta tilheyra íslenskri náttúru og lykill til að njóta nátt- úrunnar er að kunna einhver skil á þjóðsögum, þjóðtrú og skáld- skap. Þetta er álíka mikilvægt og vísindaleg þekking." - Þú hlýtur að vera hrifinn af fuglum. „Eftir þetta verkefni hef ég fengið ofurást á fuglum. Uppá- haldsfuglinn minn er lundinn og ég held ég fari ekkert að breyta því. Ránfuglarnir eru líka stór- kostlegir. Fálki, smyrill og örn.“ Guðmundur Ól- afsson í viðtali vegna nýútkom- innar bókar um íslenska fugla, sem þykir marka tíma- mót í bókagerð - En hvernig gekk að safna öllum þessum upplýsingum? „Það var eiginlega erfiðara að vinsa úr og taka það út sem þóttu ekki öruggar heimildir. Það er oft erfitt að greina þar á milli. Fugla- bókmenntir eru yfirfullar af alls konar túlkunum. Það er til mikið af kveðskap um fugla sem hefur aldrei verið gefinn út. Nútíma- skáld gera þó lítið af því. Það er helst Þorsteinn frá Hamri. Nú svo vissi ég eitt og annað áður en ég hóf verkið. Og heppni kemur inn í þetta eins og annaö. Það var maður sem ég hitti sem sagði mér þjóðsöguna um svörtu svanina í Ástralíu. Ég hef eytt mestum tíma í að leita að einum höfundi skarfaljóðs, en fann ekki. En til þess eyddi ég heilum degi uppi á Árnasafni." - Hvað einkennir fuglaríki ís- lands? „Hér er ein mesta sjófugla- byggð á norðuhveli jarðar. Landið er því ríkt af sjófuglum en minna um varpfugla og spör- fuglafánan fábreytt. Þar ræður lega landsins og veðurfar. Hér er skóglaust og skordýralíf því fá- breytt.“ - N ú er þessi bók ákqflega vel unnin af hálfu prentsmiðjunnar. Hafðir þú eitthvert samstarf við hana? „Já, ég fylgdi bókinni alveg fram í prentun og vann við um- brot og setningu, sem er mjög óvenjulegt að höfundur geri. Ég fékk að vera þar nótt og nýtan dag, annars hefði bókin ekki komið út á þessu ári. En þetta var einstakt samstarf.“ - Þekkirfólk fuglana í kringum sig? „Ég veitti því eftirtekt á ferð- um mínum kringum landið hvað fólk hefur mikinn áhuga á fuglum og veit mikið um þá, ekki síst börn og unglingar. En fólk gerir ekki nóg til að njóta fugla lands- ins. Það þarf að vera úti í náttúr- unni. Fara þangað sem þeir eru. Við strendur og v n og í görð- um. Það er víða “gt að leita fugla.“ - Hvað er svo fraittundan? „Það varð nú hálfgert spennu- fall hjá mér þegar þessi vinna var búin. En ég er byrjaður á nýrri bók. Hún verður um fjöruna og lífríki hennar og sennilega svipuð fuglabókinni að einhverju leyti.“ Eins og áður segir er þessi bók hinn eigulegasti prentgripur og prentsmiðjunni Odda til mikils sóma. ekj. -m Miðvikudagur 23. desember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.