Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 9
__________________MENNING/BÆKUR Ólöf Pétursdóttir skrifar um barna- og unglingabækur Oliver Twist er til og býr í Indlandi. Nýlega kom út hjá Bókaútgáf- unni Landakoti bókin Betli- drengurinn Jugga finnur Móð- ur Teresu eftir Kirsten Bang, í þýöingu Torfa Ólafssonar. Þar segir af fötluðum dreng í Indlandi, en fötlunin opnar honum ýmsar leiðir sem öðrum eru ekki færar og er því mikil blessun, andstætt því sem tíðkast í vestrænu samfélagi. Þó fylgir sá böggull skammrifi að fötlunin gerir hann eftirsóknarverðan hjá þeim sem hafa betlandi börn að féþúfu. Slíkir skúrkar tilheyra öfgafullu borgarasamfélaginu en fátæktin til sveita er mun mannúðlegri og þolanlegri eins og henni er lýst í bókinni. Fátæktin er annars meginefni þessarar bókar og tekst að lýsa henni hispurslaust og án nokkurrar væmni. Það er ekki á hverjum degi að- maður rekst á svona vel gerðar „tilgangsbókmenntir". Eins og titillinn gefur til kynna er bókinni ætlað að minna á starf Móður Teresu og rennur allur hagnaður til hjálparstarfs hennar. En höf- undur missir aldrei sjónar á list- rænum tilgangi bókarinnar. Við lestur hennar komu mér oft til hugar nöfn Charles Dickens og Astrid Lindgren, og er þá ekki leiðum að líkjast. Ævintýri litla flakkarans draga upp ljóslifandi mynd af indversku samfélagi til bæja og sveita, kynlegir kvistir sem verða á vegi hans koma manni kunnuglega fyrir sjónir, MMM eru sammannlegir. Undir bókar- lok finnur drengurinn Móður Teresu og einkennist allur sá kafli af mikilli hófsemi og smekkvísi. Þarna eru engum sungnar lof- gjörðir, aðeins sagt frá atvikum sem eflaust hafa hent oftsinnis á starfsferli þessarar merku konu. Hér er að mínu mati komin bók sem á eftir að verða sígild er fram líða stundir. Ekki spillir fyrir að teikningar eru hreint út sagt frá- bærar, ekkert minna, en þær eru eftir Kömmu Svensson. Sem sé, bók sem börn frá sjö ára og allt upp í sjötíu og sjö ættu endilega að lesa. Ólöf Pétursdóttir Bók um sorgina Útgáfufélagið BROS hf hefur gefið út bókina ÞEGAR ÁSTVIN- UR DEYR eftir C.S. Lewis í ís- lenskun Gunnars Björnssonar. Bókin fjallar um sorg og sorg- arviðbrögð. Höfundur hugleiðir sorgina, trúna, ástina, lífið og til- veruna í tilefni af dauða eigin- konu sinnar. í sorg sinni lendir höfundur í miklum andlégum þrengingum gagnvart öllu um- hverfi sínu og tilveru og hann vel- ur þann kostinn að kryfja sjálfan sig til mergjar í andlegum skiln- ingi. Bókin er einstakur vitnis- burður um uppgjör einstaklings á þeim andlegu þrengingum sem mörgum reynast svo erfiðar við fráfall átvinar. í fyrsta kafla segir m.a.: Hina stundina er þetta eins og að vera svolítið kenndur. Eða ringlaður. Það er líkt og ósýnilegt tjald milli mín og umheimsins. Mér gengur erfiðlega að skilja það, sem er sagt við mig. Eða öllu heldur langar ekki til að skilja það. Mér þykir það allt svo ein- skisvert... Ekki hafði heldur neinn sagt mér frá leti sorgarinnar. Þegar frá er skilið starf mitt þar sem síekja hversdagsins fer fram með sínu fasta göngulagi, þá forðast ég allra minnstu áreynslu eins og heitan eldinn... Eg nenni ekki einu sinni að raka mig. Hverju skiptir, hvort skeggbroddar standa út úr kjálkunum á mér eða eru sléttskafnir? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Pétur Guðjónsson Foringi Flokks mannsins segir frá Út er komin bókin „Erindi við þig“. Kaflar úr lífshlaupi Péturs Guðjónssonar stjómunarráð- gjafa og formanns Flokks mannsins. Flestir þekkja Pétur sem frambjóðanda Flokks mannsins úr síðustu Alþingis- kosningum og þótti mörgum hann eftirminnilegur á margan hátt. Færri þekkja aðrar hliðar Péturs en haft er á orði að hann hafi lifað svo margt að jafngildi mörgum mannsöldrum. Pétur hefur yfirgripsmikla menntun í hagfærði, stjórnmála- fræði og mannfræði. Hann stund- aði nám við Harvardháskóla í Bandaríkjunum á umrótstímum sjöunda áratugarins, var búsettur í Chiie á valdadögum Allende, fór til Kúbu í boði Castros í kjöl- far blaðamannafundar. Pétur er einn af upphafsmönnum „Hreyfingarinnar" sem kennd er við manngildissjónarmið, en hún fer nú ört vaxandi í yfir 50 löndum. Pétur talar um skoðanir sínar á svokölluðum menningarvitum, stjórnmálamönnum, sálfræðing- um, 68 kynslóðinni, lögfræðinga- veldinu, verkalýðsleiðtogum og fleiri „sjálfskipuðum speking- um“. En umfram allt fjallar þessi bók um ferð manns sem hefur leitað lífsfyllingar. Bókin er skráð af Jóni frá Pálmholti og er 256 síður, prýdd fjölda mynda. Pottþéttar rjómatertur Út er komin hjá Æskunni ný bók eftir unglingabókajöfurinn Eðvarð Ingólfsson og ber sú heitið Pottþéttur vinur. Hér skal ekki dregin dul á það að hingað til hefur Eðvarð ekki verið sérlega skemmtilegur rithöfundur. Er skemmst frá því að segja (og skiptir engum togum) að undirrit- uð las á sínum tíma hvorki fleiri né færri en FJÓRAR! segi og skrifa fjórar! bækur þessa höf- undar og fékk þó ekki fálkaorðu fyrir. Mér er engin launung á því að ekki öfunda ég nokkurn mann af því að vera höfundur bóka á borð við Birgi og Ásdísi, Fimmtán ára á föstu, eða Sex- tán ára í sambúð. En batnandi mönnum er best að lifa og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. í fyrsta sinn náði Eðvarð að skemmta mér með bókinni Pottþéttur vinur. Lykill hennar er nefttilega fólginn í rjómatretunni: „Hún er svo gimileg að sjá með allar döðlu- mar upp úr rjómanum,“ Hér er skyggnst inn í undarlegan hugar- heim þar sem rjómatertuát kór- ónar öll átök. Konurnar baka handa steggjunum og er bakkels- ið allt með erótískum undirtón- um. Undarlega gamaldags karlremba einkennir annars bækur Eðvarðs en eins og fyrr segir er að þessu sinni hægt að flissa að henni. Þó er vart ætlandi unglingum að lesa þessa bók sér til gamans. Til þess er erótíska undiraldan of þung og karlremban jaðrar við sadisma. Annað sem mér fannst ósmekk- legt er afar ómakleg umfjöilun um einhvern Rikka Breiðfjörð, sem gerir meira en að líkjast Bubba okkar Morthens. Hvað hefur Bubbi eiginlega gert hö- fundi til þess að verðskulda slíka útreið? Líkast til er rokkarinn ekki nógu verseraður í tertu- nautn og þar af leiðandi óvinur samfélagsins í augum höfundar. Rétt er að lokum að geta þess sem vel er gert. Eðvarð hefur tekið miklum framförum hvað varðar stíl og frásögn. Hér skortir aðeins herslumuninn á að hann skrifi frambærilega unglingabók. En hvílíklur herslumunur! Sjón- Eðvarð Ingólfsson deildarhringurinn verður að víkka, ná lengra en að næsta kökufati. Eðvarð hefði gott af því að setja sig í skó Rikka Breiðfjörð og skoða málin frá hans sjónarhóli. Að öðrum kosti er sú hætta fyrir hendi að hann verði aldrei annað en einhver málpípa siðprúða meirihlutans. Svo illra örlaga óska ég ekki neinum. Ólöf Pétursdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.