Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 8
MENNING/BÆKUR
Stefón Bergmann skrifarum bœkur:
Náttúrufræðirit fyrír börn
Hér verður getið tveggja nýrra
rita um náttúrufræði fyrir börn.
Eðlilega vekja slíkar bækur at-
hygli. Þær eru ætlaðar fyrir al-
mennan markað, eru ekki skóla-
bækur í þeim skilningi að reiknað
sé með þátttöku kennara og höf-
undar glíma við að koma oft
Veðrið
Höf. John Pohlman
Pýðing og staðfærsla
Páll Bergþórsson
Myndir: Lars Kiinting, Brian Pilk-
ington
Útg. Vaka - Helgafell 1987
Aðalefni þessarar bókar er
fjölmörg fyrirbæri úr veðurfræði,
nokkuð um veðurathuganir og
spár og um sól, jörð og árstíðir.
Bókin er 60 blaðsíður. Hún er
sænsk að uppruna og er höfundur
texta að ég held veðurfræðingur
er starfar m.a. við sænska sjón-
varpið. Myndefni gegnir stóru
hlutverki í bókinni og er samspil
mynda og texta eitt aðaleinkenna
hennar. Víða er farið á kostum
hvað þetta varðar t.d. í fyrri hluta
bókarinnar bls. 8-15. Eitthvað
miður tekst til á bls. 20, þar sem
Iýsa á mislangri leið sólargeisla í
gegnum lofthjúpinn. Myndirnar
eru ýmist málaðar skýringar-
myndir eða ljósmyndir. Myndir
Brians Pilkinton af skýjum yfir
Reykjavík og hringrás vatns eiga
stóran þátt í að færa bókina nær
íslenskum lesanda. Það gerir líka
lituð úrkomu- og hitakort Páls
Bergþórssonar sem gjarnan
hefðu mátt vera stærri.
Texti bókarinnar er stuttur
vandasömu efni til skila við unga
lesendur, sem smám saman eru
aö öðlast reynslu og getu til að
skilja heim náttúrunnar í kringum
sig.
Mikilvægi rita sem þessara er
ótvírætt. Ef vel tekst til auðvelda
þau sjálfsnám, styrkja skólanám í
sem sumpart skýrist af tengslum
hans við myndefnið. Vel er frá
honum gengið. Oft er málið
myndrænt með skýrum samlík-
ingum: „í samanburði við jörðina
er gufuhvolfið ekki þykkara en
hýði utan af epli“ (bls. 14). Einn
aðalvandi höfunda fræðiefnis
fyrir börn er vitaskuld, þegar
kemur að erfiðum skilningsat-
riðum, sem ekki er við að búast
að skiljist auðveldlega. Þar að
auki er oftast lítið vitað um það,
hvernig böm læra á hugtök og
fyrirbæri náttúrunnar og hvaða
hugmyndir þau gera sér á ýmsum
stigum í því námi.
1 bókinni er víða skynsamlega
farið með þennan vanda: „Sum-
staðar safnast loftið saman, svo
að það verður meira af því en í
kring. Það kallast háþrýstisvæði
eða HÆÐ. Annars staðar er
minna loft en allt í kring. Þar
heita lágþrýstisvæði, eða
LÆGÐIR“ (bls. 24). Börn eiga
erfitt með að skilja þegar efni
breytir um ástand og verður t.d.
að lofttegund. Skemmtilegt dæmi
er að finna á bls. 35 þar sem glímt
er við þetta viðfangsefni. Mis-
munandi form geislunar er annað
dæmi (bls. 17).
náttúrufræðum bæði beint og
óbeint og vekja fjölbreytilegan
áhuga fyrir umhverfinu er nýtist
einstaklingnum til þroska og
samfélaginu, er þarf á þroska
hans að halda.
Bókin Veðrið er staðfærð og
aðlöguð íslenskum aðstæðum en
Aðferð höfundar er að halda
sig við fræðileg atriði og fyrirbæri
að tengja myndir og stuttan texta
og skírskota nokkuð til daglegrar
reynslu lesenda. Hann beinir
ekki athygli að atriðum er tengj-
ast viðfangsefninu úr annarri átt,
fjallar t.d. um oson án þess að
minnast á eyðingu þess og ryk í
lofthjúpnum án þess að setja það
í stærra samhengi svo að dæmi
séu nefnd. Á tveimur stöðum er
lesandinn hvattur til athafna:
„Láttu snjókorn falla á dökka
ermi og flýttu þér að skoða það
áður en það bráðnar". Og hitt
atriðið er:
„Ef við teljum sekúndurnar frá
því að eldurinn sést og þangað til
þruman heyrist og deilum svo
með þremur, fáum við fjarlægði-
na frá eldinum í kflómetrum".
Allur frágangur þessarar bókar
er einkar vandaður og uppsetn-
ing myndefnis er athyglisverð og
tengsl þess við texta bókarinnar.
Tvö minniháttar atriði má benda
á. Líklega hefði kaflinn um skil
átt betur heima 3 blaðsíðum
framar og stærra letur á millifyrir-
sögnum efst á síðunum rammað
viðfangsefnin betur af. Enginn
formáli er að bókinni og ekki er
hin Villt spendýr á ísiandi er
frumsamin og hefur textahöfund-
urinn Stefán Aðalsteinsson þegar
samið þrjár hliðstæðar bækur.
Það er fróðlegt að fylgjast með
glímu hans við það viðfangsefni
að skrifa fyrir ungt fólk.
getið útgáfuárs frumútgáfunnar.
Við höfum eignast fallega og
vandaða bók um veðurfræði fyrir
böm og ungt fólk á íslensku og
munu fullorðnir einnig hafa af
henni verulegt gagn. Allir að-
standendur íslensku utgáfunnar
eiga þakkir skildar fyrir framlag
sitt og framtak. Ljóst er að mikil
þörf er fyrir bækur af þessu tagi
og munu aðstandendur barna
jafnt sem skólar fagna þessu fra-
mtaki. Vegna gæða myndefnis
nýtist bókin yngri börnum en ella
hefði orðið og ýtir það undir
samtöl um efnið og spurningar
barnanna.
Allra veðm von
Af musum og hvölum
Villtu spendýrin okkar
Höf. Stefán Aðalsteinsson
Útg. Bjallan 1987
Út er komin 80 blaðsíðna bók
um villt íslensk spendýr með lit-
myndum af dýrnum í sínu náttúr-
lega umhverfi. Fjallað er um öll
landspendýrin okkar sem við
eigum svo lítið af og helstu sjáv-
arspendýrin við landið og er það
mun fjölskrúðugri hópur. Lengi
hefur verið beðið eftir bók um
þetta efni fyrir börn og unglinga.
Þekking hefur aukist verulega
síðari ár, en um sumar þessara
tegunda eins og hreindýrin og
refínn, en enn vantar alls staðar
verulega á að þekkingin sé
fullnægjandi. Um sumar tegund-
irnar er reyndar harla lítið vitað
eins og t.d. mýsnar. Landvernd
stóð að útgáfu bókarinnar ViIIt
spendýr árið 1980 og er þar að
fínna all ítarlegt yfírlit yfír þekk-
ingu okkar á þessum dýrum. Stef-
án Aðalsteinsson hefur þegar
samið 3 hliðstæðar bækur um ís-
lenskar lífverur fyrir börn og ung-
linga. Aðferðir hans og viðhorf
hafa mótast til viðfangsefnis síns
og er það harla forvitnileg þróun.
I fyrstu bókinni, sem fjallaði um
íslensku húsdýrin, var textinn
fyrst og fremst lýsing tegundanna
og áhersla lögð á afkvæmin og
tungutak sem tengist dýrunum.
Síðan hefur höfundur aukið
áherslur á lifnaðarhætti dýranna
og atferli, einnig nytjar og sagnir
af dýrum og þátt þeirra í þjóð-
sögum. Það eru stóru tíðindin af
þessari bók hversu ákveðið síð-
asttöldu áherslurnar eru teknar
Margir kostir eru við þessa
Fram kemur miklu fjöl-
breyttari kynning á lífverunum,
sem líkleg er til að opna eyru
fleiri. Nýir möguleikar opnast til
að ræða efnið t.d. um afkomu og
atferli dýranna og breytingar á af-
stöðu landans til einstakra teg-
unda í gegnum tíðina.
Texti bókarinnar er allmikill
að vöxtum og vandaður. Fram-
setning öll er skýr og yfirveguð.
í sumum atriðum er meðferð
efnisins vandasöm vegna ónógrar
þekkingar eða mismunandi túlk-
unar á henni. Ekki verður séð að
höfundur falli í neinar stærri
gryfjur varðandi þetta og getur
um ólík viðhorf þegar því er að
skipta.
Þessari bók munu margir fagna
bæði ungir og gamlir.
Stefán Bergmann
Að veiða lax
og silung
Á veiðislóðum nefnist bók eftir
Guðmund Guðjónsson blaða-
mannsem Frjálstframtak hf. hef-
urgefið út. Undirtitill bókarinnar
er: Viðtöl og veiðisögur. Eins og
nafn bókarinnargefurtil kynnaer
í henni fjallað um veiðiskap og þá
einkumlaxveiðarog silungs-
veiðar.
í bókinni eru fjölmargar veiði-
sögur úr ýmsum áttum. Segir frá
þeirri för í lifandi og skemmti-
legri frásögn.
í bókinni eru einnig viðtöl við
fjóra kunna laxveiðimenn: Stef-
án Á. Magnússon, Hörð Óskars-
son, Guðmund Árnason og
Magnús Jónasson.
Höfundur bókarinnar, Guð-
mundur Guðjónsson er kunnur
fyrir þrjár bækur sem hann hefur
áður sent frá sér um veiðiskap:
„Varstu að fá hann?“, „Vatna-
vitjun“ og „Grímsá“ en síð-
astnefndu bókina vann hann í fé-
Iagi við Björn heitinn Blöndal.
Bókin Á veiðislóðum er 160
blaðsíður og prýða hana margar
ljósmyndir.
Af
draugagangi
„Draugar, svipir og dularfull fyrir-
brigði" nefnist bók sem Frjálst
framtakhf. hefursentfrásér.
Bókin er í flokki vinsælla bóka og
hefur Frjálst framtak áður gefið út
tvær bækur í þessum flokki:
Heimsins mestu furðufuglar og
Ótrúlegt en satt.
Draugar, svipir og dularfull
fyrirbrigði eru eftir Bretana Nigel
Blundell og Roger Boar. Bókin
fjallar um ýmsa yfirnáttúrlega at-
burði og er hún byggð á miklum
athugunum og heimildarsöfnun
höfundanna. Kom í ljós er þeir
voru að vinna bókina að ótrúlega
margir töldu sig hafa orðið fyrir
yfimáttúrlegri reynslu og að ýms-
ar sagnir sem gengið höfðu
jafnvel öldum saman áttu við rök
að styðjast.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. desember 1987
BKNH)IK.T GÍSLTSON FKÁ HOKTEtG!
Saga Jónasar
Kristjánssonar
Náttúrulækningafélag jslands
gefur út ævisögu Jónasar Krist-
jánssonar læknis, í tilefni af 50
ára afmæli félagsins, enda er á
engan hallað þótt hann sé talinn
helsti brautryðjandi náttúrulækn-
ingastefnunnar hér á landi.
Ævi Jónasar var viðburðarík
frá því hann barn að aldri missti
móður sína og hét því að verða
læknir. Honum tókst að brjótast
til mennta og verða vinsæll læknir
f tveimur erfiðum og víðlendum
héruðum, Fljótsdalshéraði og
Skagafirði. Eftir að hann lauk
embættisstarfi sínu sem læknir
hóf hann á fullum krafti nýtt starf
að náttúrulækningamálum.
Hann var ötull að boða betri lífs-
hætti og lifði að sjá óskadraum
sinn, Heilsuhæli NLFÍ, rísa.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
ritaði söguna að mestu og byggist
verk hans fyrst og fremst á minn-
ingum Jónasar um bernsku hans
og starfsár. Áður hafði Þorsteinn
Valdimarsson lítillega hafið ritun
ævisögunnar.
Bókin er 160 bls. að lengd og
prýdd fjölda mynda.
Stórbók eftir
Astrid Lindgren
Mál og menning hefur gef ið út
bókina Sögur og ævintýri sem
er stórbók með verkum Astrid
Lindgren. Bókin er gefin út í tilefni
áttræðisafmælis höfundarins en
er jafnframt ein af afmælisbókum
Máls og menningar á f immtíu ára
afmæli bókmenntafélagsins.
í þessari stórbók eru bæði nýj-
ar þýðingar og endurprentaðar
úrvalsþýðingar. Hér birtast í
heild sögurnar Þegar ída litla ætl-
aði að gera skammarstrik, Tu tu
tu, Bróðir minn Ljónshjarta,
Emil í Kattholti og Madditt og
leikþátturinn Aðalatriðið er að
vera hress. Einnig eru kaflar úr Á
Saltkráku, Leynilögreglumaður-
inn Karl Blómkvist, Elsku Mói
minn og Ronja ræningjadóttir.
Bókin er þannig upp byggð að
hún byrjar á efni handa yngstu
börnunum en smáþyngist þegar á
líður. Þetta er því bók sem fylgir
börnum - eldist með þeim - alveg
fram á fullorðinsár.
Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor-
leifur Hauksson, Silja Aðal-
steinsdóttir, Sigrún Árnadóttir,
Skeggi Ásbjarnarson og Heimir
Pálsson þýddu sögurnar í bókinni
sem er 632 bls. að stærð með
myndum eftir marga listamenn.