Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 7
Ný bók
um veðrið
Vaka-Helgafell hefurgefið út
nýja bók, Veðrið sem Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur hefur
þýttog staðfært. Bókinereinkum
skrifuð handa börnum og ung-
lingum en á ekki síður erindi til
þeirra erldri sem vilja kynna sér
þau undirstöðuatriði sem hafa
áhrif á veður og veðrabrigði.
Bókin skiptist í fjóra megin-
kafla og heitir hinn fyrsti Sólin,
jörðin, hitinn og í honum er sagt
frá sólinni, jörðinni og árstíðun-
um. Fjallað er um dag og nótt um
gufuhvolfið og loftslag jarðar.
Annar kaflinn heitir Loftið og
vindarnir þar sem skýrð eru
grundvallaratriði um loftþrýst-
ing, misseravinda, lægðir og hæð-
ir og hita- og kuldaskil. í þriðja
kaflanum sem nefnist Skýin og
úrkoman er skýrt hvað veldur
skýjamyndun og greinarmunur á
helstu skýjategundum. Fjallað er
um úrkomu, rigningu, snjók-
omu, þrumuveður og haglél. í
lok kaflans er þáttur um hringrás
vatnsins og sagt frá hillingum og
regnboganum. Lokakafli bókar-
innar nefnist Veðurathuganir og
spár þar sem veðurspám og
veðurathugunum eru gerð góð
skil og meðal annars sýnt hvað
veðurtákn í veðurspám sjón-
varpsins þýða.
Brian Pilkinton teiknaði for-
síðumynd og nokkrar myndir
fyrir íslenska útgáfu þessarar
bókar, en Páll Bergþórsson
teiknaði einnig kort og skýringar-
myndir í bókina.
MENNING/BÆKUR
Valdatafl á
vinstrí væng
Óskar Guðmundsson:
Alþýðubandalagið
- átakasaga,
Svart á hvítu 1987
Óskar Guðmundsson hefur
ekki skrifað sögu Alþýðubanda-
lagsins. f bók hans er heldur ekki
að finna fræðilega og pólitíska
greiningu á vanda Alþýðubanda-
lagsins, og ekki er rétt að stimpla
bókina sem áróðursrit. Bókin er
eins konar blanda af þessu
þrennu, - hún er stjórnmálaskrif
af nokkuð sérstæðri gerð.
Undirtitill bókarinnar - átaka-
saga - er réttnefni. Óskar beinir
sjónum að deilum og átökum á
vinstri kanti stjórnmálanna. í
fyrstu köflunum rekur hann í
grófum dráttum þann ágreining
innan Alþýðuflokks sem leiddi til
stofnunar Kommúnistaflokks, og
hann gerir heimiliserjum innan
Kommúnistaflokksins nokkur
skil. Eins segir Óskar frá þeim
deilum innan Alþýðuflokks sem
urðu til þess að Héðinn Valdim-
arsson og síðar Hannibal Valdim-
arsson fóru úr flokknum til liðs
við kommúnista. Þá eru rakin
ýms átök innan Kommúnista-
flokks og Sósíalistaflokks, eink-
um hvernig Héðinn og Hannibal
hröktust á nýjan leik úr samstarf-
inu. Frásögnin verður stöðugt ít-
arlegri eftir því sem nær dregur
nútímanum, og átakasögu Al-
þýðubandalagsins er fylgt eftir
allt fram að lokum landsfundar í
nóvember 1987.
Óskar dregur þær niðurstöður
af átakasögunni að einkum hafi
„þrennt háð Alþýðubandalaginu
á þessu tímabili; arfurinn frá Só-
síalistaflokknum, tengslin við
verkalýðsforystu ASÍ og lenínísk
forræðishyggja.“ (Inngangur).
Óskar ver ekki miklu plássi til
að lýsa stefnumun og hagsmuna-
árekstrum innan Alþýðubanda-
lagsins. Hann skoðar fyrst og
fremst atburðarás valdataflsins
og beinir einkum sjónum að pers-
ónum, hlutverki þeirra og ætlun-
arverki í stjórnmálum. Þetta er
mjög vandasöm aðferð og ókleift
að gæta fyllstu óhlutdrægni, eink-
um af því að Óskar hefur mjög
eindregnar skoðanir á því hvenær
rétt hefur verið farið að og hve-
nær mistök hafa orðið. Öskari
tekst þó furðu vel að láta per:
sónur sínar njóta sannmælis. í
sögu hans eru engir hvítþvegnir
og engir alvondir, heldur reynir
hann að draga fram kosti og galla
helstu stjórnmálaskörunga og
GESTUR
GUÐMUNDSSON
leggur oft fram margar skýringar
á þeim atburðum, sem sagt er frá,
og lætur lesandanum eftir að
dæma. Saga Óskars hefur því
ekki orðið sú einlita boðun sem
margir andstæðingar hans innan
Alþýðubandalagsins þóttust eiga
von á.
Engu að síður er augljóst að
Óskar velur atburði til frásagnar
út frá viðhorfum sínum og að at-
burðirnir eru séðir frá sjónarhóli
þeirrar „lýðræðishreyfingar" sem
Óskar telur sig til. Væru aðrir til
kvaddir, segðu þeir eflaust frá
öðrum atburðum og legðu
áherslu á aðrar hliðar þeirra at-
burða sem Óskar segir frá. Þetta
breytir þó engu um það, að feng-
ur er í frásögnum Óskars; þar er
safnað saman mörgu, sem annars
mætti hvergi finna nema í blaða-
greinum á tvist og bast eða
jafnvel einungis í munnlegri
geymd.
Óskar hefur valið að takmarka
sjónarhorn sitt við atburða- og
persónusögu. Hann er fáorður
um samfélgslegan bakgrunn þess
valdaspils sem hann lýsir og gerir
vanda Alþýðubandalagsins í
stefnumótun ekki skipuleg skil.
Þó koma eftirfarandi viðhorf
mjög skýrt fram í bókinni: ASÍ-
hluti verkalýðshreyfingarinnar er
ekki lengur vettvangur fjöldabar-
áttu né baráttutæki verkalýðs,
heldur þunglamalegt skrif-
finnskuapparat. Alþýðubanda-
laginu ber að temja sér sjálfstæði
gagnvart þessu apparati, og Þjóð-
viljanum ber að temja sér sjálf-
stæði gagnvart bæði verkalýðs-
forystu og flokki. Undirtóni skri-
fanna er kannski hægt að lýsa
með hugtakinu „anarkó-
kratismi“. 1 efnahags- og at-
vinnumálum mælir Öskar með
litlum rekstrareiningum, og geta
lenínistar þar með stimplað Ösk-
ar sem „talsmann smáborgara-
legra viðhorfa." Óskar færir ekki
mikil rök fyrir þessum viðhorf-
um, enda er það ekki efni bókar
hans. Hins vegar má segja að
hann færi allsterk söguleg rök að
gagnrýni sinni á starfshætti Al-
þýðubandalags og ASÍ-foryst-
unnar. Sá málflutningur hefði þó
orðið sterkari ef hann hefði verið
studdur einhvers konar vísi að út-
tekt á þróun íslensks samfélags.
Skorturinn á slíkri greiningu
verður til þess að ýmsar niður-
stöður og túlkanir eru ansi hæpn-
ar. Þannig er það heldur
grunnfærið að líkja hlutverki
Ólafs Ragnars í Alþýðubanda-
laginu við hlutverk Héðins og
Hannibals. Samfélagsaðstæður
eru gerbreyttar og verkefni og
staða sósíalísks flokks þar með.
Bók Óskars verður aldrei
viðurkennd söguskoðun á átaka-
sögu Alþýðubandalagsins. Á
þeim tíu dögum sent liðnir eru frá
útkomu bókarinnar hafa ekki
færri en fimm viðmælendur bent
mér á atriði sem orka mjög tví-
mælis, og hefur þar hver talað út
frá sínu sjónarhorni og nokkurri
sérþekkingu. É mun þó ekki elta
uppi slík atriði að þessu sinni en
tel mikilvægara að menn beini
sjónum að meginatriði bókarinn-
ar: að flókin átakasaga Alþýðu-
bandalagsins hefur skapað þar
andrúmsloft og starfshætti, þar
sem fáir una sér vel. Óskar dreg-
ur fram margt úr þessari átaka-
Óskar Guðmundsson
sögu, og aðrir geta þar bætt við
eða leiðrétt, en meginniðurstað-
an stendur þó óhögguð. Hins
vegar einblínir Óskar um of á
valdataflið sjálft, og það gefur ti-
lefni til þeirrar röngu ályktunar
að meinið sé að finna í ódrengi-
legum leikbrögðum einum og
sér. Nær hefði verið að skoða
mein Alþýðubandalagsins í
víðara samhengi, út frá tilvistar-
vanda sósíalískra hreyfinga um
þessar mundir.
Hætt er við að (fyrrverandi?)
„flokkseigendur“ og fleiri Al-
jjýðubandalagsmenn telji bók
Óskars dýpka enn þær skotgrafir
sem best væri að fylla eftir átök
síðustu ára. Mín skoðun ersú, að
meiri fengur hefði verið í bók,
sem hefði tekið meira mið af
skýrri samfélagsgreiningu en
ákveðnu sjónarhorni í innan-
flokksátökum Alþýðubandalags-
ins. Hins vegar er fengur í þessari
bók. Mér finnst þeir kaflar sístir,
þar sem tíunduð er atburðarás og
taldir upp langir nafnalistar, þótt
slíkir kaflar séu góð heimild þeim
sem vilja ástunda Kremlólógíu á
innviðum Alþýðubandalagsins.
Skemmtilegast finnst mér þegar
Óskar tekur á sprett og lýsir þeim
einstaklingum sem mest koma
við sögu, og slíkir palladómar
hefðu að ósekju mátt vera fleiri.
Ég leyfi mér að vona að menn
bregðist ekki við bókinni með því
að stökkva ofan í skotgrafirnar,
heldur taki henni sem fróðlegum
og læsilegum vitnisburði um þau
ár, þegar innri vandamál og innri
átök hafa komið í veg fyrir að
íslenskir sósíalistar tækjudt af al-
vöru á við vandamál íslensks
samfélags og stéttarandstæðinga
stna. Gestur Guðmundsson
Gengið á fjörur
í Reykhólasveit
Játvarður Jökull Júlíusson:
Hefur liðugt tungutak
Víkurútgáfan
Játvarður Jökull Júlíusson,
bóndi á Miðjanesi í Reykhóla-
sveit er alveg einstakur maður.
Árum saman hefur hann orðið að
hafast við í hjólastól. Hendurnar
eru honum ónýtar til skrifta. Við
þessar aðstæður gerist Játvarð-
ur Jökull mikilvirkur rithöfundur.
Hvernig má það verða? spyrja
menn að vonum. Hefur hann rit-
ara og les honum fyrir? Ónei, Ját-
varður Jökull hefurannan háttinn
á. Hann skrifar á tölvu. Bregður
einskonar pennastöng í munn
sér og leikur með henni á letur-
borð tölvunnar. Þannig bregðast
atgervismenn einir við erfið-
leikum þar sem flestum mundi
fallast hendur.
Fyrsta bók Játvarðar Jökuls,
sem mér er kunnugt um, nefndist
Umleikinn ölduföldum. Hún
kom út 1979. Síðan kom Sagan af
Sigríði stórráðu, 1985. Saga
Torfa Bjarnasonar og Ólafsdals-
skóla, ásamt nemendatali kom út
á s.l. ári, geysimikið verk og
gagnvandað. Óg ekki slær Ját-
varður slöku við því nú var að
koma frá honum fjórða bókin:
„Hefur liðugt tungutak" en
undirtitillinn er „Annarra vísur
og aðrir þættir“. En Játvarður
lætur sér ekki nægja að skrifa
bækur. Auk þeirra liggur eftir
hann fjöldi blaðagreina, eins og
lesendum þessa blaðs er ekki
MAGNÚS H
GfSLASON
hvað síst kunnugt um, - og marg-
ar þeirra ritaðar eftir að hann
fatlaðist.
„Hefur liðugt tungutak" skipt-
ist í nokkra þætti. Allir eru þeir
meira og minna tengdir Reykhól-
asveitinni og því fólki, sem þar
hefur búið, Fyrst koma nokkrir
vísnaþættir og nefnast þeir:
Kersknis- og skammavísur,
kerknis- og sveitavísur, Hvers-
dagsvísur og Bændur öllum bæj-
um frá. Verður ekki annað sagt
en að þeir hafi búið vel að hag-
yrðingum í Reykhólasveitinni á
þessum árum og meira en vafa-
samt að margar sveitir aðrar hafi
getað státað af slíku mannvali í
þessari grein.
Menn kváðust þarna á af kappi
og eru sumar sneiðarnar ekki
numdar við nögl. Lætur Játvarð-
ur allar tiltækar upplýsingar og
skýringar fylgja hverri vísu, svo
sem gera þarf ef vel á að vera.
Flestar eru þessar vísur ágætlega
gerðar en óneitanlega býsna
nærgöngular sumar. Mun margur
kunna Játvarði Jökli þakkir fyrir
að hafa forðað þessum kveðskap
sveitunga sinna frá glatkistunni.
Upp úr heimsstyrjöldinni
síðari kom töluvert af þýskum
stúlkum hingað til landsins. Réð-
ust margar þeirra til starfa í sveit.
Þrjár vistuðust í Reykhóla-
sveitina. Flestar þessar stúlkur
voru ágætis fólk og urðu margar
þeirra íslenskir þegnar. Einstaka
reyndist þó dálítið hrekjótt, eins
og ekki er ótítt um ungviði og
fundu þeir raunar fyrir því í
Reykhólasveitinni. Frá þessum
samskiptum greinir Játvarður
Jökull ískemmtilegum þætti, sem
hann nefnir „Þær þýsku.“
í þættinum „í poka að hurðar-
baki“ skyggndist Játvarður eftir
forfeðrum konu sinnar og nýtur
til þess fulltingis Steinþórs á
Hala.
Á fyrri hluta þessarar aldar var
berklaveikin ægilegur vágestur
og stráfelldi fólk, einkum það,
sem ungt var að árum. í þættinum
„Undir þrumuskýi tæringarinn-
ar“ segir Játvarður frá strand-
höggi hennar í Reykhólasveit, en
þar skildi hún eftir sig margar
undir.
í þeim þáttum, sem á eftir fara,
rifjar Játvarður upp ýmsar hug-
fólgnar bernskuminningar, ræðir
um gróðureyðingu í átthögum
sínum, sem vissulega eiga sér
fleiri orsakir en eina þar sem ann-
arsstaðar og segir frá gömlum
vatnsbólum, sem orðið hafa
„framförunum“ að bráð.
„Hver einn bær á sína sögu,“
sagði Matthías. Það á að sjálf-
sögðu ekki síður við um hverja
sveit. Saga þeirra flestra er þó
óskráð. Reykhólasveitin nýtur
þess að eiga sinn Játvarð Jökul.
Þessi nýjasta bók hans er einkum
helguð henni og ekki ómerkari
fyrir það.
Þeir sem lesið hafa fyrri bækur
Játvarðar Jökuls vita, að hann er
maður mjög vel ritfær. Ekki fellir
þessi bók fölva á þann orðstír.
- mhg
Miðvikudagur 23. desember 1987 þjöÐVILJINN - SÍÐA 7