Þjóðviljinn - 10.01.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Qupperneq 6
Heimkoman eftir Harold Pinter er nú á fjölum íslensku óperunnar á vegum P- hvalreka, sem Heimkoman er, ekki framhjá sér fara. Leikendur eru Hákon Waage, leikhússins. Heimkoman er það leikverk sem Pinter sjálfur var einna ánægðastur Ragheiður Elfa Arnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson og Hjalti Rögnvalds- með. Sýningar geta aðeins orðið 13, og fólk því eindregið hvatt til þess að láta þann son. Hér á eftir fer spjall við nokkra aðstandendur sýningarinnar. til að lækka styrkinn um 130 þús. Pað er kannski ekki aðalmálið að minn styrkur var lækkaður, en það að vera að drita peningum svona niður. Féð nægir ekki fyrir hluta uppfærslunnar. Það á að styrkja ríflega 2-3 sýningar og rík- ið á að sjá sóma sinn í að hækka þessa upphæð verulega. Upp- setning á leiksýningu er aldrei undir 1 eða 2 milljónum króna. Og við höfum hvergi í neitt hús að venda og ekki þarf að minna á húsnæðisvandræði Alþýðuleik- hússins. Þetta leikrit krafðist leikhúss, annars hefði ég sett það upp heima í stofunni hjá mömmu. Svo fengum við íslensku óperuna á leigu, enda stórkostlegt hús og allir hér hafa verið geysilega hjálplegir. En t.d. með gamla Sigtún, sem Alþýðuleikhúsið hefur lengi sóst eftir; þar fékk óp- eran að æfa. Núna er þarna boll- umálaráðuneyti Pósts og síma. Sverrir Hermannsson reyndi að gera sitt, en Póstur og sími segir: Að þarna skuli áfram étnar boll- url! Pað er mikið búið að reyna að drepa atvinnuleikhópa, en það verður aldrei hægt. Ég vil minna á þá sem nú eru að koma upp með verk: Egg-leikhúsið, Gránufélagið, eih-leikhúsið, Emilía og Asdís Skúladóttir er að setja upp á Galdraloftinu. Og þegar ég kem svo að atvinnu- leikhópunum vil ég líka taka fram að það er oft innan „okkar“ kreðsa sem fólk ætlast til að það geti fengið ókeypis inn. En þetta er vinna og aftur vinna og kostar peninga. Auðvitað vildi ég geta boðið öllum á leiksýningu og sent þá sömu heim með konfektkassa. Ef ég gæti.“ Eitthvað að lokum? „Bíttu í franskbrauð.“ Lokaði mig inni Ekki alkominn heim Hjalti Rögnvaldsson leikari heillaði leikhúsgesti með leik sín- um í Equus hjá Leikfélagi Reykja- víkurfyrir nokkrum árum og (fleiri hlutverkum. Hjalti flutti af landi brott fyrir þremur árum og starfar nú við leikhús í Árósum í Dan- mörku. Hvernig atvikaðist það að þú komst heim? „Ég er ekkert alkominn. Ég fer út aftur í febrúar; er ráðinn til að leika í Sarkofag, eftir Vladimir Gubarev. Leikritið er um Chernobyl-slysið og verður frum- sýnt 26. apríl á tveggja ára „af- mæli“ slyssins. Petta er sama leikhúsið og Stefán Baldursson vinnur nú við. En það er gaman að skreppa heim og leika á tung- umálinu. Og líka að vinna með hópi sem er nánast engum háður nema sjálfum sér.“ Hvernig er að leika í verki eftir Pinter? „Ég er hrifinn af Pinter. Ég hef samt ekki verið að rembast við að lesa allt eftir hann. Flestir höf- undar, íslenskir einnig, eru að reyna sama stefið aftur og aftur í verkum sínum. Ég þykist komast að því hvert Pinter er að fara, án þess að lesa 20 leikrit eftir hann.“ Viltu segja eitthvað um Lenna, hlutverkið sem þú ferð með? „Ég er ekki manna æstastur í að kryfja það í dagblöðum, sem ég hef verið að gera í hljóði með sjálfum mér. Ég lokaði mig inni í tvær vikur og reyndi að nálgast persónuna. En það er þessi and- styggilegi tónn í leikritinu og óhugnaður sem er fólginn í því, hvað hann er lítt undirbúinn. Feðgarnir ná fyrst saman þegar þeir geta sameinast í algjörum skepnuskap. Með heimkomu Tedda breytist ástandið ekki til batnaðar, en hefur hinsvegar möguleika á þvf að versna. Svo er þetta sannsögu- legt verk. (Hér hlær Hjalti.) Petta er saga þjóðanna. Saga ein- staklinganna. Samt er Pinter ekki tormeltur höfundur. En hann er sérstakur að því leyti að hann gef- ur engar uppíýsingar fyrir leikara. Hann notar þagnir þar sem aðrir höfundar nota fyrir- mæli. Svo verður maður bara að spá í þessa óuppgefnu þræði. Einu upplýsingar sem ég hef um Lenna, fyrir utan texta er, að á einum stað stendur að hann sé klæddur dökkum jakkafötum og öðru sinni er hann klæddur nátt- slopp.“ ckj. harða skel. Þar skiptir líka máli hvaða starfa þeir veljast til. Pint- er bendir okkur á í þessu leikriti að vinna skiptir máli, í sambandi við það hvernig persóna verður til. Og þá væntanlega líka á það við að ákveðnar manngerðir velj- ast til ákveðinna starfa." ekj. Þannig er ekki hægt að leika Pinter nema með leikurum sem hafa mikla reynslu. Einsog til- dæmis Róbert og Rúrik; þetta eru sannir listamenn, sem eru fyrst og fremst að þjóna leiklist- inni. Engu öðru. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að fá að vinna með þeim. Hópurinn í heild alveg frábær og ég er mjög þakklátur Hjalta fyrir að koma heim. En talandi um leiklegar fyrirskipanir, þá er þetta seið- magnað verk. Það tekur mann. Ég reyndi að brjóta það upp á allan hátt. En það er ekki hægt. Þögnin sem Pinter notar; þögnin þrengir sér á þann stað sem hún á að vera. Það er mikill lífsháski í Heimkomunni. Og lífshættulegt fyrir persónurnar að opna kjaft- inn. Þær eru einsog útspekúle- raðir hershöfðingjar, sem stöðugt reyna nýjar sóknar- og varnaraðferðir. Það sorglega við þennan gráa húmor er hvað þær nærast á þessu ást/hatur-sam- bandi. Ást/hatur-samband er í raun svo flókið. Maður getur til dæmis reynt að spyrja sjálfan sig: Afhverju koma þau sér ekki í burtu?En þetta er þeirra næring. Það er hægt að fílósófera og di- skútera þetta leikrit endalaust. Það lætur mann ekki í friði. En ég læt áhorfendum eftir að spá í hverju heimkoman breytir." En hvernig stendur svo á P- leikhúsinu? „Mig langaði til að láta þýða þetta verk og setja það upp. Fá góða leikara, sem er frumskil- yrði. Sjálfur var ég ekki tilbúinn til að setja upp Pinter fyrren núna. Ég vona allavega að það hafi tekist. Ég sótti um styrk frá leiklistarráði, sem hefur með sjóð að gera, þe. gerir tillögur til menntamálaráðuneytis hverjir skuli hljóta styrk. Leiklistarráð gerði tillögu um að ég fengi 630 þús. kr. en ráðuneytið sá ástæðu Ekkert logn- molluhlutverk Starfiö skiptir máli hvernig persóna verður til Róbert Arnfinnsson er hægt að kynna í löngu máli en þarf samt ekki. Róbert hefur leikið um 40 ára skeið og hjá Þjóðleikhúsinu frá upphafi. Hann leikur Max, heimilisföðurinn, ÍHeimkomunni. Hvernig er að starfa með frjáls- um leikhóp? „Ég hef reyndar gert það áður og svo eru leikferðir Þjóðleik- hússins, sem ég hef tekið þátt í, ekki ósvipað þessu starfi að sumu leyti. Leikhús er leikhús. Þó maður sé búinn að vera við Þjóð- leikhúsið frá upphafi þá er ég ekki rótfastur. Ég er alveg færan- legur. Og það var fyrir góðvilja Þjóðleikhússtjóra að við sem erum frá Þjóðleikhúsinu í þessari sýningu, fengum leyfi. Hvað þennan ieikhóp snertir er ekki nema gott eitt að segja. Samvinn- an hefur gengið afskaplega vel.“ Hefurðu leikið í verki eftir Pint- er áður? „Nei. Pinter er mjög sérstakur höfundur og viss tilbreyting í því að glíma við hann einsog alla merka höfunda. Hann notar mjög sérstakan stíl, sem hann heldur til streitu." Hvað viltu segja um Max, sem þú leikur? „Þetta er ekkert lognmollu- hlutverk. Mikil átök í því og spenna alltaf til staðar, milli allra persónanna.“ Hefurðu leikið svona kall áður? „Kannski ekki alveg þessa manngerð sem Max er. En þeir eru alls staðar til. Það eru viss grófheit við þá. Ruddamennska sem allt í einu skiptir yfir í blíð- lyndi og viðkvæmni á köflum. En í upphafi hafa þeir sett sig inní Lífsháski í Heimkomunni og enginn sleppur Andrés Sigurvinsson í spjalli um Pinter og Heimkomuna - bollur, borð, franskbrauð og frjálsa leikhópa Andrés Sigurvinsson er leik- stjóri Heimkomunnar eftir Harold Pinter, sem P-leikhúsið setur upp í Gamla bíói, eða fslensku ópe- runni, einsog það ágæta hús er oft kallað í seinni tíð. Viltu segja mér eUthvað um Heimkomuna, Andrés. „Heimkoman er magnað Ieikrit, sem ég á erfitt með að skilgreina í stuttu máli. Leikritið er of gott til þess. Það er fullt af mótsögnum og vont að henda reiður á því. Það kemur í hlut leikaranna að brúa mótsagnirn- ar. Spekingar og fræðimenn segja að Heimkoman fjalli um valda- baráttu. Ekki aðeins milli feðga, en líka á milli kynslóða og á milli kynja. Þetta er allt til staðar í leikritinu, en verður þó aldrei af- greitt með þessslags skilgreining- um. Leikritið kallar á að áhorf- andinn leggi sína tilfinningu í upplifunina og þori að taka af- stöðu til þess, sem hann upplifir. Niðurstaða verður svo eftir því. Og það sleppur enginn frá þessu leikriti. Það er göldrótt. Svo hef- ur verið sagt að verkið fjalli um grimmd og að það sé absúrd. Og það er vissulega absúrd. Rétt einsog lífið er absúrd, ef við leyfum okkur á annað borð að nota þessi orð: absúrd og raun- sæi. Hver fann annars upp þetta orð: Raunsæi? Við sátum ekki lengi við borð og reyndum að skilgreina verkið. Við reyndum einfaldlega að vinna. Éinsog Illugi sagði ekki: Það þýðir ekkert að setja borðið uppá svið og láta borðið leika. Það er búið að kjafta alltof marga góða hluti í hel. Svo er Pinter erf- iður höfundur. Hann tekur allar forsendur í burtu. Það er enginn „harmi sleginn" eða „fellur í yfir- Iið“ í leikritum hans. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.