Þjóðviljinn - 10.01.1988, Side 16
Ferðalangar þeir sem eru að
því leyti ólíkir Sólnes bygg-
ingameistara að þeir eru ó-
smeykir við að príla upp í
turna og njóta útsýnisins
munu kannast við að á Vest-
urlöndum eru til tvær tegundir
miðborga, og væri hægt að
greina þær sundur á einfald-
an hátt með því að kalla þær
„evrópskar" og „amerískar"
miðborgir, þótt skilin séu
kannske ekki alveg svo glögg.
Nýja Jórvík er mjög sér á parti
og fjölbreytt og veröur naumast
tekin sem dæmi um borgarskipan
íBandaríkjunum. Ef menn skoða
hins vegar frá fuglasjónarmiðinu
einhverja stílhreina menningar-
háborg miðvestursins eins og
Minneapolis eða aðra (þær eru
allar nauðalíkar), blasir við mjög
skýr sjón. Beinar og breiðar göt-
urnar skerast eins og línur í skák-
borði, en þeir ferhyrndu reitir
sem þannig myndast eru notaðir
á harla mismunandi hátt: sums
staðar gnæfa turnlöguð háhýsi
eða skýjakljúfar úr stáli og gleri,
en á milli þeirra er ótrúlega mikið
af auðum og illa hirtum lóðum
sem eru notaðar undir bílastæði,
og er reyndar erfitt að sjá hvað
þær taka mikið rými nema horft
sé á borgarhverfið ofan frá. Á
sumum lóðunum eru lægri bygg-
ingar, sem eru sundurleitar mjög
og stundum svo illa farnar að þær
virðast vera í þann veginn að
grotna endaniega í sundur. Sú
þjóðsaga hefur gengið turnunum
hærra, að í Bandaríkjunum séu
byggðir skýjakljúfar vegna þess
hve lóðaverðið sé hátt og
nauðsynlegt að gernýta hvern
skika, en hvernig sem því er varið
virðist nýtingin á landinu vera
óhemju léleg.
Þegar niður á jörðina er kom-
ið, mætir manni undarlegt and-
rúmsloft. Fyrir utan fáeinar versl-
unargötur og nágrenni verslun-
armiðstöðva af svipuðu tagi og
„Kringlan“ í Reykjavík, er eng-
inn á ferli nema bifríðandi fólk á
hraðri ferð: gangstéttir eru auðar
að mestu og þeir fáu fótgangend-
ur sem þar eru líta út eins og
grænir Marsbúar á skautum, svo
framarlega sem þeir vekja ekki
grun um að þeir séu nýsloppnir út
af einhverjum kleppi staðarins.
Vegna skýjaklúfanna, auðu
húsanna og bílastæðanna eru göt-
urnar dauðar sem slíkar og minna
reyndar oft meira á bílvegi en
borgarstræti. Um leið og kvölda
tekur er svo eins og dauð hönd
leggist yfir miðborgina. Þeir sem
starfa í skýjakljúfum og háhýsum
drífa sig heim í villu sína í ein-
hverju fjarlægu úthverfi, þar sem
þeir geta loksins sest með glas af
dry martini í hendinni fyrir fram-
an sjónvarpstækið og valið milli
tólf stöðva eða fleiri, sem eru all-
ar eins. Þeir fáu íbúar miðborgar-
innar sem eru eftir eru gjarnan
einhver lýður sem af ýmsum
ástæðum hefur orðið undir í lífs-
baráttunni og kúrir í andlegri og
efnislegri örbirgð. Verður mið-
borgin því stundum á síðkvöldum
gósenland fyrir alls kyns vændis-
menn og kött-þróta, sem eru til
alls vísir, og viðsjálverð mjög
fyrir alla aðra sem hætta sér þang-
að.
{ fornum borgum Evrópu, sem
sloppið hafa við eyðileggingar
styrjaldarinnar, eru miðbæir með
allt öðru sniði. Gatnakerfið er yf-
irleitt mjög óreglulegt og skiptast
stundum á þröngar og krókóttar
götur og aðrar breiðari sem
skerast beint í gegnum heil
hverfi. Húsin eru gjarnan álíka
há, en hæðin getur verið breytileg
eftir hverfum og borgum, og í
sömu götu eða hverfi eru húsin
oft frá sama tíma og því byggð í
keimlíkum stíl. Þeir sem hafa
glögg augu geta lesið úr því langa
sögu. Lítið er af turnum og skýja-
kljúfum - nema kirkjuturnum frá
fornum tímum - og fáar lóðir eru
auðar. í húsunum eru gjarnan
íbúðir, því í þessum evrópsku
borgum kjósa menn oftast heldur
að búa í miðbæjum eða í grennd
við þá, og á jarðhæðum eru víða
verslanir, - og að sjálfsögðu
veitingahús og kaffihús af öllu
tagi. Umferðin er skelfilegur
hnútur: á annatímum eru göturn-
ar barmafullar af bílum, sem
mjakast varla áfram, blikkbelj-
um er lagt við gangstéttir eða
þvers og kruss á þeim, því fátt er
um stæði, og þar sem slíkt er ekki
bannað dynur í eyrum manna
mikill hornakonsert. En alls stað-
ar er líf og fjör: það er múgur og
margmenni á gangstéttum langt
fram eftir kvöldi, menn eru að
streyma í kvikmyndahús eða úr
þeim, troðningur er í verslunum
sem eru opnar hér og þar fram
undir miðnætti, og kaffihúsin eru
þéttsetin. Þótt sums staðar séu
vitaskuld á ferli „séntilmenn
skuggans og mánans ástmegir“,
eins og Falstaff sagði, hverfa þeir
í fjöldann og ráða ekki lögum og
lofum þannig að heil hverfi verði
beinlínis hættuleg, svo framar-
lega sem menn kunna fótum sín-
um forráð.
Um alllangt skeið, sem hófst
upp úr heimsstyrjöldinni síðari
eða jafnvel ennþá fyrr, var litið á
þessar evrópsku miðborgir sem
einhvers konar úreltar og fárán-
legar fornleifar, sem ættu að
víkja sem allra fyrst fyrir ein-
hverju glæstu borgarhverfi í am-
erískum stæl: vegna fornrar
frægðar mátti í hæsta lægi hlífa
einu og einu gömlu húsi kúrandi
milli tveggja skýjakljúfa sem
vitni um fortíðina. Ymis rök voru
lögð fram: að húsin væru gamal-
dags og hentuðu ekki hinni nýju
tækniöld, að göturnar væru allt of
þröngar fyrir blikkbeljuhjarðir
þessarar aldar og hinnar næstu,
o.þ.h. En kannski réð mestu ein-
hver óljós tilfinning um að gamli
borgarstíllinn væri skelfilega hall-
ærislegur og púkó í samanburði
við straumlínulagaðar miðborgir
miðvestursins. í uppbyggingunni
eftir eyðileggingar styrjaldarinn-
ar var þessi stefna víða ráðandi
eftir efnum og aðstæðum: reistir
voru turnar og bákn úr stáli og
gleri og hraðbrautir lagðar niður í
miðborgirnar og um þær. En
sums staðar var fleira í bígerð:
t.d. voru til áætlanir um að jafna
við jörðu stóra hluta af gömlu
hverfunum á vinstri bakka Signu í
París, reisa skýjakljúfa og leggja
sem hrikalegastar hraðbrautir
fram og aftur um borgina. í þess-
um hamagangi átti stór hluti af
Latínuhverfinu að fara forgörð-
um. Ýmis atriði voru reyndar
framkvæmd í þessum áætlunum:
m.a. var hluta af Signubökkum
spillt með því að leggja hraðbraut
meðfram þeim, og skýjakljúfur
var reistur í Montparnasse.
En svo urðu smám saman
straumhvörf í Evrópu og menn
fóru að falla frá þessari stefnu. í
París urðu umskiptin nokkuð
snögg: til að undirstrika þau voru
t.d. hús byggð þar sem áætlanir
höfðu gert ráð fyrir hraðbraut,
fallið var frá meiri framkvæmd-
um á Signubökkum og svo var
farið að hlúa að ýmsum gömlum
m p:!
'I ÉÍÍ
M
I líwlnpl
I l lll ili
ÍlllÉ*
li | h|
JU
ií þ j: I
i iíj :p
IIÍJUM
fi I>1
iMivís HBsíSí 15 í; ''
íjÉiral #!!» i" fi't
hm MMt M i
Í!'j
HUGVEKJA UM
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 1988