Þjóðviljinn - 10.01.1988, Side 17

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Side 17
hverfum upp úr því. Ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu eru sennilega margþættar. Kerfis- kallar munu t.d. loksins hafa átt- að sig á því að hraðbrautir í evr- ópskum stórborgum leystu engan umferðarvanda heldur juku hann einungis: nýjar hraðbrautir urðu mönnum einfaldlega hvatning til enn meiri bílanotkunar, þannig að sama var hve margar þær voru og breiðar, þær urðu strax jafn fullar af bílum og fyrri vegir höfðu verið og þá jókst að sama skapi álagið á minni götum mið- borganna. Einhver reiknaði það út, að ef allir þeir íbúar Parísar- svæðisins sem gætu riðið blikk- beljum gerðu það, þyrfti að rífa tuttugu hverfi borgarinnar, þ.e.a.s. alla Parísarborg intra muros, og breyta þeim í bílast- æði! Það þurfti því að leita ann- arra leiða til að leysa umferðar- vandann, t.d. þeirra að draga úr bílanotkun og efla almennings- samgöngutæki. Jafnframt kom í ljós, að húsnæði í gömlum hverf- um var síst af öllu gamaldags og úrelt, heldur varð það æ eftirsótt- ara. Sennilega hefur það þó verið þyngst á metunum, að þegar allt kom til alls kærðu Evrópumenn sig alls ekki um að lifa og hrærast í skýjakljúfaeyðimörk í amerísk- um stíl með þeim lifnaðarháttum sem henni fylgir. En þessi stefnubreyting hefur þó ekki náð til allrar Evrópu: hún hefur t.d. á einhvern hátt sokkið í Atlants-ála og ekki skolast upp á Skerið. Þótt skipulagssaga Reykjavíkur undanfarna áratugi sé óskapnaður hinn mesti og eitt reki sig á annars horn, þar sem önnur hægri höndin veit aldrei hvað hin hægri höndin gjörir, er þó ein meginlína nokkuð augljós: miðbærinn í Reykjavík hefur smám saman stefnt í þá átt að breytast úr evrópsku hverfi í am- eríska miðborg. Menn mega ekki láta það villa sér sýn, að ekki hafa verið reistar neinar aðrar turn- byggingar en Morgunblaðshöll- in, kannske af því að Sólnes bygg- ingameistari Reykjavíkur fær strax svima yfir teikniborðinu, - því önnur einkenni eru mjög svo augljós. í þessu einstaka timbur- húsahverfi sem miðbærinn var hafa alls kyns skriffinnskubygg- ingar, verslunarhallir og peninga- musteri orðið ríkjandi og bolað venjulegu mannlífi burtu, og milli þeirra hafa gráar auðnir bflastæðanna breiðst út eins og myglublettir, þannig að landnýt- ingin virðist naumast betri en í háborgum miðvestursins í guðs eigin landi. Á sama tíma hefur hægt og rólega verið þrengt að Tjörninni, og nú á þróunin að taka mikið stökk áfram með byggingu ráðhúss-finngálknsins sem kallar á enn meiri bílaum- ferð, hraðbrautir og stæði. Sjálfsagt hafa margir verið hæstánægðir með þessa hagnýtu útgáfu landrekskenningarinnar, sem fólst í því að toga og teygja Skerið sem allra mest í áttina til Ameríku. Þeir eru vafalaust líka margir ennþá, sem gleðjast í hjarta sínu yfir þeirri tilhugsun, að þegar búið verður að fylla upp í Tjörnina og leggja hana undir bflastæði, þannig að lítið verður eftir nema mjó vatnsrönd um- hverfis hólmann, sem gæti orðið ágætis stæði fyrir styttu af Davíð og Golíat, - og þá sem sé verður Lækjargatan kennski orðin eins og Park Avenue. Menn skyldu þó brokka var- lega inn um borgarhlið gleðinnar, því að reynslan sýnir að það er erfitt að stæla svo vel takist og koma í veg fyrir að það sem átti að vera í glæstasta stælnum verði annað en klunnaleg og hjákátleg eftiröpun og allir tilburðirnir álappalegir. Þarf því að fá stuðn- ing reyndra manna og snúa bökum saman. Nú vill svo til að Reykjavík er alls ekki eina borgin í Evrópu, þar sem í bígerð er að umturna miðhlutanum til að aðlaga hann að framtíðardraumórum hæst- ráðanda. Frá Búkarest berast nú þau tíðindi, að öll miðborgin þar sé bókstaflega í hers höndum vegna stófelldra framkvæmda. Fyrir þeim stendur sá Rúmeni, sem víðfrægastur hefur orðið síð- an á dögum Vlad Tepes þess sem þekktur er í sögunni undir gælu- nafninu Drakúla, sem sé Ce- ausescu. Með voldugum vinnu- vélum lætur hann brjóta í mask gömul hús og heil hverfi, án þess að haft sé fyrir því að spyrja borg- arbúa um álit þeirra, þannig að gamli bærinn í Búkarest með sín- um vinalegu hverfum og fornu kirkjum mun nú að mestu horf- inn, og í staðinn á að leggja breiðgötur og hraöbrautir og reisa himingnæfandi kubbahallir, sem bera jafnvel enn glæsilegri heiti en ráðhús. í landi sínu er þessi framsýni leiðtogi kallaður „snillingur Karpatafjalla", en rúmenskir útlagar hafa tjáð mér að meðal þeirra gangi hann undir öðru nafni ekki óvirðulegra, sem sé „Bubbi kóngur“ eftir persónu úr þekktu frönsku leikriti. Áf slíkum manni gætu reykvísk borgaryfirvöld margt lært. Væri ekki að breyttu breytanda hægt að setja í allri hógværð fram víg- orðið: „Bubbi kóngur í Búkarest og borgarstjórinn í Reykjavík. sami leikur"? e.m.j. •nni-r,.w.rr,..r.uVhtr»|\lit;\V.trm\mtWtuV<. • • ■■■ . •... ... .<.ny^y.vy*ny ■ "••' •• .. " . ' "•■ V. ■ < ■ ■■ -.-■■..■ •■■i,.=. ■ ■ ■ ■. -. ■■■ ■ — ■ '■ ••■..■'-.. MIÐBORGIR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Góð dekk - öruggur akstur . Greiningar- og rágjafarstöð ríkisins Sæbraut 1-2 Seltjarnarnesi Lausar stööur 1. Deildarþroskaþjálfi eða fóstra í hálft starf á langtímaathugunardeild. Starfið felst í greiningu og þróun meðferðar fyrir forskóla- börn með málhamlanir. 2. Læknaritari í hálft starf. 3. Talmeinafræðingur í fullt starf. Starfið felst í þátttöku í þverfaglegri greiningu barna með ýmiskonar fatlanir, þróun meðferðaráætlana og ráðgjöf til foreldra og meðferðaraðila. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1. febr. n.k. Upplýsingar í síma 611180. REYKJHJIKURBORG Acuua'i Stödun. Dagvist barna Staða forstöðumanns Forstöðumannsstaða á leiksk./dagheimilinu Ösp, Asparfelli 10 er laus til umsóknar. Fóstru- menntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 30. janúar. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. REYKJMJÍKURBORG JLauMin. Stödun, Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Okkur vantar gott starfsfólk í eldhús og ræstingar nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.