Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN— Spurt í Grafarvoginum Óttast þú mengunarslys frá Áburðarverksmiðjunni? Magnús Sigurðsson matsveinn: Ég óttast ekki að svo verði. Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Kristín Jónsdóttir húsmóðir: Mér er það efst í huga að á stutt- um tíma hefur komið þrisvar sinn- um upp eldur í verksmiðjum. Það á hiklaust að flytja verksmiðjuna burt og það er hneyksli að það hafi tekið 2 ár að komast að þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. I Geir Ólafsson nemi: Það gera það allir. Mér finnst að það eigi að flytja verksmiðjuna burtu því ef það verður slys veld- ur það fyrirsjáanlega miklum hörmungum. Bjarni Gíslason bifreiðarstjóri Nei, það held ég ekki. Ég treysti þessum mönnum sem stjórna. Sigurður Pálsson múrari: Ég er ekki hræddur við það, nei. Þeir geta líka gripið til varúðar- ráðstafana. FRETTIR Hœkkanir Verðlagseftirlit hert Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Verðlagsráð og Verðlagsstofnun skirristekki við aðfrysta álagningu efbrögð eru að þvíað verslunin hækki álagningarprósentuna Tíðar verðkannanir og mikil upplýsingamiðiun er dag- skipun viðskiptaráðherra tii verðiagseftirlits og Verðlags- stofnunar, til að fylgjast með verðbreytingum þeim sem fylgja í kjöifar uppstokkunar á toilum, vörugjöldum, söluskatti og niður- greiðsium, sem tóku gildi um ára- mótin. Jón Sigurðsson boðaði til blaðamannafundar í gær ásamt nokkrum samstarfsmönnum sín- um og sagði að fullnaðarmyndar af þessu máli væri ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur, en kvað mikilvægt að verðlagsþró- uninni yrði veitt strangt aðhald á næstunni. Heitir ríkisstjórnin á verðlagsyfirvöld að skirrast ekki við að frysta álagningu, ef brögð eru að því að verslunin hækki álagningarprósentu sína. Verðlagsráð fundar í dag eða á morgun og fjallar þá um fram- kvæmdina, en ekki er í ráði að fjölga starfsmönnum Verðlags- stofnunar af þessu tilefni. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að hér væri á ferðinni breytt pólitísk stefnumörkun í takmark- aðan tíma, en samkvæmt stjórn- arsáttmálanum á samkeppnin að sjá sem mest um þessa hluti. - Það hefur komið skýrt fram í máli ýmissa forvígismanna versl- unarinnar að þeir telji nýafstaðn- ar breytingar þarflegar; nú er mælst til þess að verðbreytingar þeirra verði í samræmi við tolla og skatta, sagði Jón Sigurðsson. Þá sagði hann tolla- og skatta- Fyrsti íslenski róbótinn Sá fyrsti sem er hannaður og smíðaður hér á landi Fyrsti ísienski iðnróbótinn hef- ur verið tekinn í notkun hjá ísienska álfélaginu hf. í Straumsvík. Hann er hannaður af Jóni Hjaltalín Magnússyni verkfræðingi, en smíðaður hjá Landssmiðjunni. Hann kostaði 4,5 miljónir króna. í frétt frá álverinu segir að hann hafi verið sérstaklega hann- aður fyrir ÍS AL, en hlutverk hans er að setja um 200 þúsund ál- kraga á skautgaffla verksmizj- unnar á hverju ári. Þetta verk, Verkaskiptingin Veröur skoðuð betur Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga aftur til umfjöllunar félagsmálanefndar Akveðið hefur verið að félags- málanefnd neðri deiidar fái frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- iaga aftur til umfjöllunar og að þá verði leitað álits ýmissa aðila sem ekki gafst tími til áður þar sem stefnt hafði verið að því að frum- varpið yrði að lögum áður en þingheimur færi í frí. Nú er ljóst að frumvarpið nær ekki fram að ganga fyrir helgi og því fór Alexander Stefánsson, formaður félagsmáladeildar neðri deildar, fram á þetta þegar halda átti áfram annarri umræðu um frumvarpið í deildinni í gær. Kristín Einarsdóttir greindi þá frá því að minnihluti nefndarinn- ar hefði óskað þess að málið yrði sent til umsagnar sveitarstjórna en fengið þau svör að ekki gæfist tími til þess. Nú hefðu hins vegar orðið veðrabrigði til hins betra og fagnaði hún því. Hjörleifur Gutt- ormsson sagði þetta óvanalega málsmeðferð en þrátt fyrir það bæri að fagna þessu, enda hefði málið verið mjög illa undirbúið. - Sáf breytingarnar til þess gerðar að treysta fjárhagslega undirstöðu velferðarríkisins og skattkerfis- ins. Þessar breytingar verða vinsælasta mál ríkisstjórnarinnar þegar tímar líða, þrátt fyrir við- kvæman umþóttunartíma nú, sagði hann. HS Happdrœtti Sá stóri trekkir Fólk spilar í happdrættum í von um stóran vinning, þótt hinir smærri séu líka kærkomnir, sagði Jóhannes Helgason forstjóri Happdrættis Háskólans, en nýtt happdrættisár er nú að fara af stað. Jóhannes sagði að stóru vinn- ingarnir væru ekki mikill hluti af veltunni, en alls greiðir happ- drættið tæplega 1400 milljónir í vinninga á árinu samkvæmt vinn- ingaskrá. Að sögn Jóhannesar hefur endurnýjun gengið ágætlega, og gat hann ekki merkt að mýmarg- ar nýjungar í happdrættismálum þjóðarinnar skertu hlut Happ- drættis Háskólans. 300 krónur kostar nú að endur- nýja venjulegan miða á mánuði, 1500 krónur trompmiða og 2700 krónur númerið allt. HS Forráðamenn álversins í Sraumsvík með fyrsta íslenska róbótinn í baksýn. Hann er fyrsti róbótinn sem hannaður er og smíðaður hér á landi. Mynd: E.ÓI. Álverið sem þykir einhæft og leiðigjarnt fyrir starfsmenn, hefur verið unn- ið af einum manni hverju sinni, en á tvískiptum vöktum. Það lætur því nærri að með tilkomu róbótsins sparist um tvö og hálft ársverk. grh Ráðstefna Uppeldismal Rannsóknastofnun uppeidis- mála boðar til ráðstefnu um rannsóknir á móðurmáli í skóla- starfi á morgun og stendur hún fram á laugardag. Ráðstefnan verður haldin að Borgartúni 6, Reykjavík og hefst kl. 16. Megintilgangur ráðstefnunnar er að kynna íslenskar rannsóknir er tengjast móðurmálskennslu í skólum og opna umræðu um gildi rannsókna fyrir skólastarf í landinu. Auk yfirlitserinda um mál- vöndun í grunnskólum og ís- lenskukennslu í framhalds- skólum verða kynntar rannsóknir á framburði, frásögn, fleirtölu- myndun hjá börnum, ritun, stafs- etningu, lestri og lesskilningi. Fyrirlesarar verða: Sigríður Þ. Valgeirsdóttir prófessor, Guð- mundurB. Kristmundsson skóla- stjóri, Baldur Hafstað M.A., Indriði Gíslasondósent, Kristján Árnason dósent, Höskuldur Þrá- insson prófessor, Hrafnhildur RagnarsdóttirXektor, BaldurSig- urðsson M.A., Steingrímur Þórðarson menntaskólakennari, Guðni Olgeirsson námsstjóri, Þóra Kristinsdóttir, lektor og Jón Torfi Jónasson dósent. Öllu áhugafólki um móður- málskennslu er boðin þátttaka í ráðstefnunni. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 14. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.