Þjóðviljinn - 14.01.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Side 10
Laus staða Dósentsstaða í lyfjafræði náttúruefna við námsbraut í lyfja- fræði lyfsala í læknadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann- sóknir og ritsmíðar, svo og námsferill og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Menntamáiaráðuneytið 11. janúar 1988 Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Bio- logy Organization, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýs- ingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,150 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð námskeið og málstofur á ýmsum sviðum samein- dallffræði sem EMBO efnirtil á árinu 1988. Umsóknareyðu- blöð fást hjá dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022 40, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Um- sóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið 11. janúar 1988 Styrkur til náms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandidat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1988-89. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1988 að telja. Til greina kemur að skipta styrkn- um ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 4.100 n.kr. á mán- uði. Umsækjendur skilu vera yngri en 35 ára og hafa stund- að nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 11.janúar1988 Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskóla- árið 1988-89. Umsóknum skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 12. febrúarnk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. janúar 1988 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK 88002 raflinuvír 101 km. Opnunardagur: þriðjudagur 16. febrúar 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík.'frá og með fimmtudeginum 14. janúar 1988 og kosta kr. 300.00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Sálfræðideild skóla hafa flutt frá Tjarnargötu 20 að Austurstræti 14. Fræðsluskrifstofan er á 5. hæð og Sálfræðideildin á 4. hæð. Símanúmer er óbreytt 621550. ALÞÝÐUBANDALAGK) Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Pétur Már Ólafsson fulltrúi í Tóm- stundaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugar- daginn 16. janúar frá kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót ABK Hið margrómaða Þorrablót verður haldið 30. janúar n.k. í Þinghóli, Hamra- borg 11. Merkið við á dagatalinu. Nánar auglýst síðar. Stjórnln Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsælu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá klukkan 17-19 e.h. - Stjórnln. Alþýðubandalagið Garðabæ Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Hofsstaðaskóla, Garðabæ, mánudaginn 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Val fulltrúa í Skólanefnd. 2) Val varafulltrúa í Félagsmálaráð. 3) Breyting á framkvæmdastjórn félagsins. 4) Fjármál félagsins. , 5) önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi í þinghléi efna þingmenn Alþýðu- bandalagsins til funda víða um land. Hjörleifur Guttormsson verður á ferð um kjördæmið næstu tvær vikur og Svavar Gestsson kemur með honum á tvo almenna fundi. I næstu viku eru ráðgerðir fundir sem hér segir: Seyðisfjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni og Sva- vari Gestssyni, mánudaginn 18. janúar kl. 20.30. Fellabær, Samkvæmispáfinn, opinn fundur með Hjörleifi Gutt- ormssyni og Svavari Gestssyni, þriðjudaginn 19. janúar kl. 20.30. Neskaupstaður, Egilsbraut 11, fólagsfundur ABN, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. / Hjörleifur Svavar Vopnafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30. Bakkafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Eskifjörður, félagsfundur ABE, föstudaginn 23. janúar kl. 20.30. Fleiri fundir auglýstir síðar. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til félagsfundar i Skálanum, Strandgötu 41, mánudagskvöldið 18. janúar kl. 20.30. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi kynnir tillögur meirihlutans að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjörð 1988. Félagar og stuðningsfólk er hvatt til að mæta stund- víslega. Stjórnin Magnús Jón. Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. janúar nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Jóhannes Páll páfi. Trúarbrögð Deilt um danskan dyrling „Guðlast að gera dauðlega menn helga, “ segja danskir mótmœlendur Sú ákvörðun hans heilagleika, Jóhannesar Páls II páfa, að taka danskan vísindamann og biskup sem iifði á 17. öld í tölu blessaðra manna hefur valdið deilum meðal yfirmanna lúth- ersku kirkjunnar i Danmörku. Hinn umdeildi dýrlingur vís- indamaðurinn og biskupinn Niels Steensen, sem dó í fátækt árið 1685, en páfinn hefur ákveðið að taka hann í tölu blessaðra manna við hátíðlega athöfn í Vatíkaninu í október á þessu ári. Blessun er undanfari þess að helgir menn eru teknir í tölu dýrlinga, eða kanóníseraðir, og líður jafnan alllangur tími á milli þessara tveggja stiga heilagleika sam- kvæmt kaþólskum sið. Steensen verður fyrsti Daninn, sem tekinn er í tölu blessaðra í 400 ár. Biskupinn í Kaupmannahöfn hefur neitað að segja álit sitt á útnefningunni, en fréttaritarar hafa það eftir heittrúuðum mótmælendum meðal danskra presta að þessi útnefning páfa sé óguðleg í hæsta máta, og að það sé siðleysi að gera dauðlegan mann að dvrlingi. Kennari í trúarbragðafélags- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla segir hins vegar að þótt þessi ákvörðun páfans hafi valdið reiði og hneykslun á meðal heittrúaðra mótmælenda, þá hafi meirihluti kristinna Dana fagnað útnefningunni sem kærkomnu tækifæri til þess að öðlast nýjan skilning á kaþólsku kirkjunni og íhuga tengslin á milli kaþólsku og lútherstrúar. í Danmörku eru aðeins um 30.000 kaþólikkar, eða innan við 1% þjóðarinnar. Niels Steensen, sem þekktari er undir latneska nafninu Nico- laus Steno, gerði merkar vísinda- rannsóknir á sviði líffærafræði, lífeðlisfræði og steingervinga- fræði. Hann kannaði starfsemi hjartans og uppgötvaði meðal annars munnvatnskirtlana sem staðsettir eru við eyra mannsins og tengjast munnholinu. Eru kirtlar þessir kenndir við hann. Steensen fæddist í Kaup- mannahöfn fyrir 350 árum, en dvaldi lengst af ævi sinnar utan Danmerkur, meðal annars í Hol- landi, þar sem hann tók kaþólska trú þegar hann var 39 ára. í Hol- landi kynntist hann heimspek- ingnum Spinoza, og voru þeir nánir vinir. Steensen átti einnig í bréfaskriftum við heimspeking- ana Rene Descartes og Gottfried Wilhelm Leibniz, en Steensen starfaði sem kaþólskur biskup í fjórum þýskum borgum: Hano- ver, Munster, Hamborg og Schwerin. Steensen verður 8. Daninn sem tekinn er í heilagra manna tölu, og mun blessunarat- höfnin fara fram um það bil 8 mánuðum áður en Jóhannes Páll II kemur í fyrirhugaða heimsókn til Norðurlandanna. Reuter/ólg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.