Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9
1 Frá hátíðahöldum í Nicaragua: Tími þjóðfélagsmisréttis og kúgunar liðinn. ina, og marka þau tímamót í sam- skiptum ríkisvalds og frumbyggja á meginlandi Ameríku. Tæplega 1.000 fangar hafa verið náðaðir, þar af 250 fyrrum þjóðvarðliðar Somoza. Stjórnarandstöðublað- inu „La Prensa“ hefur verið leyft að koma út á ný og eys nú daglega úr skálum reiði sinnar yfir sandin- ista. Radio Católica, kaþólska út- varpsstöðin, er farin aftur í loftið eftir árs hlé. „Piltar Reagans“ Líklega eru þó mestu þátta- skilin fólgin í þeirri stefnu- breytingu sandinista að ganga til samninga við leiðtoga kontr- anna; nianna sem síðastliðin fimm ár hafa herjað stöðugt á landið, eyðilagt uppskeru, lagt skóla, heilsugæslustöðvar og aðr- ar opinberar stofnanir kerfis- bundið í rúst, auk þess sem marg- ir óbreyttir borgarar, þar á meðal starfsfólk í heilsugæslu og við menntastofnanir, hafa ' verið myrtir eða numdir á brott. Sand- inistar eru ósparir á hrakyrðin og nefna þá málaliða og hryðju- verkamenn. Ortega forseti kall- aði þá nýverið „pilta Reagans" (hijos de Reagan) og undirritaði með því þann stuðning, sem hald- ið hefur gagnbyltingarmönnum á floti, þrátt fyrir hverfandi stuðn- ing meðal íbúa landsins. Sandinistar vilja einungis ræða tæknilega útfærslu vopnahlés milli stjórnarhers og kontrasveita og undirstrika þá afstöðu sína með því að senda hernaðarsér- fræðinga til viðræðnanna. Kontr- arnir gera hins vegar ýmsar pólit- ískar kröfur, svo sem að her- skylda verði afnumin, neyðarlög numin úr gildi, samyrkjubú af- vopnuð og varnarnefndir sandin- ista (CDS) lagðar niður. Auk þess vilja kontrarnir fá óhindr- aðan aðgang að um helmingi landsins, þar sem þeir telja sig hafa ítök, eða um 68.500 knr. Slíkar kröfur eru í litlu samræmi við slæma hernaðarlega stöðu gagnbyltingarmanna, en hún helgast í raun af hagsmunum hins volduga bakhjarls þeirra, Banda- nkjanna. Húsbœndur og hjú Viðræðurnar, sem hófust í annarri viku desember í höfuð- borg Dóminíska lýðveldisins, eru í hæsta máta óbeinar. Milli- göngumaðurinn, Obando y Bra- vo kardínáli, hefur borið boð á milli deiluaðila, sem enn hafa ekki hist að máli. Fremur má telja ólíklegt, að vopnahlésvið- ræðurnar beri árangur, a.m.k. meðan kontrasveitirnar geta reitt sig á bandaríska aðstoð í blóra við Esquipulas-sáttmálann. Sá, sem dveiur í Niraragua um lengri eða skemmri tíma, fær fjótt á tilfinnunguna, að þar sé friður númer eitt, tvö og þrjú. Ekkert tækifæri er látið ónotað til þess að undirstrika nauðsyn friðar fyrir áframhaldandi þróun í landinu. Hinir alræmdu „marxistar“, sem sitja við stjórnvölinn, Iáta sig meira að segja hafa það að halda uppi á flekklausan getnað Maríu guðsmóður og útbýta leikföngum til barnanna undir stórum öltur- um skreyttum mynd meyjarinnar og einkunnarorðum á borð við „María, móðir friðarins og upp- spretta gleðinnar". Ávinningar bylt- ingarinnar varðir Sandinistar eru ekki tl viðræðu um að snúa aftur til þjóðfélags- misréttis og kúgunar eins og það var á Somozatímanum. Þeir vilja ekki semja um að fóma ávinning- um byltingarinnar. Aftur á móti eru þeir fúsir til þess að ræða beint við Bandaríkjamenn og gera sér ljóst, að Nicaragua verð- ur að taka ákveðið tillit til risans í norðri. Breyti bandarísk yfirvöld afstöðu sinni til samræmis við flest önnur ríki veraldar, bendir margt til þess, að þau geti fengið framgengt ýmsum þeim kröfum sínum, er varða svokallaða „ör- yggishagsmuni“ Bandaríkjanna. Einar Hjörleifsson og Kristina Björklund Rambókontri á áróðursplakati. Samkvæmt Esquipulas-samkomulaginu mega vopnaðir hópar ekki nota landssvæði ríkjanna fimm til hernaðar gegn nágrannaríkjunum. Fimmtudagur 14. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.