Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.01.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR ísrael Ríkisstjómin sundrnð Ríkisstjórnarfundur endaði í upplausn. Óeirðir og mannfall halda áfram. Sendifulltrúi S. P. heimsœkir flóttamannabúðir Palestínumenn gera aðsúg að ísraelskum hermönnum. Tveggja klukkustunda fundi í ríkisstjórn ísraels lauk á mið- vikudag með þeim hætti að þeir Ariel Sharon viðskiptaráðherra og Simon Perez utanríkisráð- herra hrópuðu ókvæðisorðum hvor að öðrum að sögn frétta- manna, en á fundinum voru með- al annars ræddar tillögur Shamir forsætisráðherra um hertar að- gerðir stjórnvalda og hers gegn Leiðtogar Mið-Ameríkuríkja munu hittast í Costa Rica á föstudag til þess að ræða áfram- haldandi framkvæmd friðaráætl- unarinnar sem kennd hefur verið við nóbeisverðlaunahafann Osc- ar Arias, forseta Costa Rica. Friðaráætlunin gerði ráð fyrir vopnahléi í skæruliðastyrjöldum þcim sam staðið hafa yfir í E1 Sal- vador, Guatemala og Nicaragua og kostað yfir 100.000 manns lífið. Þá gerði áætlunin ráð fyrir sakaruppgjöf, endurreisn iýð- ræðis og lýðréttinda og að er- lendir aðilar hættu aðstoð við stríðandi öfl. Þótt samkomulag þetta hafi haft mikil áhrif þá er enn langt í land með að viðkomandi ríki hafi staðið við sinn hluta samkomu- lagsins (nema kannski Costa Rica), en fyrsti áfangi samkomu- lagsins átti að vera kominn til framkvæmda á morgun. Þótt augljóst sé að ein megin- orsökin fyrir því að ekki hefur náðst betri árangur en raun ber vitni sé áframhaldandi hernaður Contra-skæruliðanna inn í Nicar- agua, þá hefur Colin Powell, sér- stakur öryggismálaráðgjáfi Re- agans Bandaríkjaforseta nú lagt mjög hart að forsetum hinna Mið-Ameríkuríkjanna að for- dæma Nicaragua fyrir að hafa ekki staðið við samkomulagið og aflétt hernaðarástandi í landinu. Haft er eftir stjórnarliðum í Washington að áframhaldandi fjárveitingar Bandaríkjaþings til Contra-skæruliðanna séu undir því komnar að hin Mið- Ameríkuríkin skelli skuldinni á Nicaragua fyrir að friðaráætlunin hafi farið út um þúfur. Beiðni Reagans um fjár- veitingu til Contranna mun koma fyrir Bandaríkjaþing í næsta mánuði, en bandarískir aðilar viðurkenna að áframhaldandi starfsemi Contranna sé undir bandarískum fjárveitingum kom- in. Stjórnarliðar í Washington sögðu fréttamönnum að Powell öryggisráðgjafi hefði á ferð sinni um Mið-Ameríkuríkin í vikunni sagt leiðtogum Guatemala, E1 Salvador, Honduras og Costa Rica að upplausn Contraskæru- liðanna myndi hafa alvarlegar uppreisnaröflum á herteknu svæðunum. Tillögur Shamirs ganga út á það að framlengja útgöngubann úr flóttamannabúðunum um ótil- tekinn tíma, neita Palestínu- mönnum um atvinnuleyfi í ísrael og að láta herinn sýna meiri hörku. Með þessum aðgerðum vildi efnahagslegar og pólitískar af- leiðingar fyrir þessi ríki. Moldvörpustarfsemi Reagans Bandaríkjaforseta gagnvart friðaráætlun Ariasar er svo blygðunarlaus, að hann hélt því fram opinskátt í Cleveland síð- ' astliðinn mánudag, að hernaðar- leg aðstoð við Contrana væri nauðsynleg til þess að þvinga Sandinistastjórnina til þess að halda friðarsamkomulagið. Ekki er vitað enn hversu háa upphæð forsetinn mun fara framá við þingið til aðstoðar við Contr- ana, en nefnd hefur verið upp- hæð allt að 170 miljónum dollara. í fyrra veitti þingið 100 miljónum dollara til hernaðarins í Nicarag- ua. Þótt friðaráætlunin hafi ekki gengið samkvæmt áætlun hefur engu að síður unnist með henni umtalsverður árangur. Annars staðar í blaðinu í dag er fjallað um framkvæmd hennar í Nicar- agua, en í Guatemala hefur hún leitt til fyrstu samræðna stjórnvalda og skæruliða frá upp- hafi, og í E1 Salvador leiddi áætl- unin til fyrstu viðræðna stjórnvalda og skæruliða síðan 1984. Þá hefur fjöldi pólitískra fanga verið látinn laus, auk þess sem áætlunin hefur komið af stað mikilli pólitískri hreyfingu og umræðum á svæðinu. Búist er við hann svelta Palestínumenn til hlýðni. Greinilegt var að ekkert sam- komulag varð á fundinum, og að að leiðtogarnir muni á fundi sín- um í Costa Rica framlengja enn frestinn um framkvæmd fyrsta áfanga áætlunarinnar sem rennur út á morgun, auk þess sem leitað er nú nýs pólitísks frumkvæðis til lausnar deilunni. Reuter/ólg Skoðanakannanir meðal kjós- enda í New Hampshire í Bandaríkjunum benda til þess að George Bush varaforseti muni sigra í keppninni um útnefningu Repúblikanaflokksins til forscta- embættis í bandarísku forseta- kosningunum sem fram eiga að fara 8. nóvember næstkomandi. Samkvæmt könnuninni munu 33% Repúblikana í New Hams- hire styðja Bush, 23% styðja öldungadeildarþingmanninn Ro- ráðherrar stjórnarinnar eru nú hættir að geta leynt innbyrðis ágreiningi sínum gagnvart al- menningi. Neituðu þeir að skýra frá niðurstöðu fundarins. Simon Perez utanríkisráðherra sagði hins vegar eftir fundinn að ísraelski herinn vildi ekki herða aðgerðir sínar, því hann hefði áhuga á því að lægja öldurnar. Reuter fréttastofan skýrði reyndar frá því á þriðjudag, að Perez hefði lagt það til að Jórdön- um yrði fengin yfirstjórn á Gaza- svæðinu því Jórdanir væru betur í stakk búnir til þess að gæta friðar þar en ísraelski herinn. Shamir hefur hins vegar ásakað Perez fyrir að vera í leynilegu makki við Jórdana. PLO, Frelsisamtök Palestínu, hafa farið fram á það við leiðtoga arabaríkja að þeir beiti sér fyrir því innan Sameinuðu þjóðanna, að samtökin sendi friðargæslu- sveitir á Gaza-svæðið og Vestur- bakkann til þess að tryggja öryggi Palestínumannanna þar. Marrack Goulding, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem er á eftirlitsferð um herteknu svæðin, fékk að heimsækja flóttamannabúðir á Gaza-svæðinu í gær eftir að ísra- elskir hermenn höfðu meinað honum um aðgang að flótta- mannabúðum á þriðjudag. Út- göngubann liggur nú á nær öllum flóttamannabúðum bæði á Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu, og eru sumar búðirnar afgirtar sem lokuð hersvæði. Fólkið í flóttamannabúðunum hrópaði slagorð gegn ísrael og Bandaríkjunum þegar Goulding birtist og hann talaði til fólksins á móti í gegnum gjallarhorn og sagði: „Við vitum að þið búið við óbærilegar aðstæður. Ég þekki sjónarmið ykkar. Ég veit að þið bert Dole og 15% þingmanninn Jack Kemp. Sama könnun meðal kjósenda Demókrataflokksins leiddi í ljós að 39% studdu Michail Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts, 19% studdu Garry Hart fyrrverandi öldungadeildarþingmann fyrir Colorado og 12% studdu Paul Simon, öldungadeildarþingmann fyrir Illinois. Forkosningar verða í New Hampshire þann 16. febrúar viljið að hersetunni verði aflétt strax.“ Þegar fólkið hóf að hrópa vígorð sín skutu ísraelskir her- menn táragasi og gúmmíkúlum að fólkinu. í gær gerði ísraelsstjórn 4 Pal- estínumenn brottræka frá her- numdu svæðunum. Voru þeir fluttir í herþyrlum til yfirráða- svæðis ísraelsmanna í Suður- Líbanon, þar sem engin þjóð hafði lýst sig fúsa til þess að taka við þeim. Sérleg sendinefnd Evr- ópubandalagsins sem nú er í ísra- el lýsti því yfir við ísraelska stjórnarfulltrúa að brottvísunin væri brot á Genfarsáttmálanum um meðferð fanga, um leið og hún bar fram mótmæli vegna stefnu stjórnvalda almennt. Almenningsálitið í heiminum hefur nú snúist svo gegn ísrael, að það er farið að valda stjórninni áhyggjum. Þannig sagði Simon Perez utanríkisráðherra á þriðju- dag að sá hnekkir sem ísrael hefði beðið í áliti umheimsins undanfarinn mánuð væri mun verri en nokkur sá þrýstingur sem ísrael yrði hugsanlega beitt á al- þjóðlegri ráðstefnu deiluaðila um vanda Palestínumanna. Sem kunnugt er hefur Perez og Verka- mannaflokkur hans verið hlynntur slíkri ráðstefnu á meðan Likud-bandalagið hefur ekki vilj- að fallast á hana. Var nýlega haft eftir Perez að Likud-bandalagið teldi ísrael ávinning af því að fra- mlengja óbreytt ástand en Verkamannaflokkurinn vildi stefna að pólitískri lausn deilunn- ar. Ekki er talið ólíklegt að ósamkomulag innan ísraelsku stjórnarinnar muni verða þess valdandi að kosningum, sem fyr- irhugaðar eru í nóvember, verði flýtt. -ólg/Reuter næstkomandi, og verða það fyrstu forkosningarnar í Banda- ríkjunum, þar sem kosnir verða fulltrúar á flokksþing stóru flokk- anna tveggja. Slíkar kosningar munu síðan fara fram í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Demó- kratar munu halda flokksþing sitt í Atlanta í júlí, þar sem endanlegt val á forsetaframbjóðenda fer fram, en Repúblikanar munu halda sitt þing í New Orleans í ágúst. Reuter/.olg Mið-Ameríka Bandaríkin grafa undan friði Öryggisráðgjafi Reagans hefur íhótunum við Mið-Ameríkuríkin, fordœmiþau ekki Nicaragua áfyrirhuguðum leiðtogafundi. Aðstoðin til Contra-skœruliðanna í veði Obando y Bravo kardináli, milligöngumaður Sandinistastjórnarinnar og Contr- anna með Daniel Ortega forseta Nicaragua. Bandaríkin Keppa Bush og Dukakis um forsetaembættió? Skoðanakannanir spá þeim sigri í forkosningum í New Hampshire Flmmtudagur 14. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.