Þjóðviljinn - 22.01.1988, Blaðsíða 12
JIVARP - SJÓNVARP#
Erfið ákvörðun
22.20 í SJÓNVARPINU
Sjónvarpið sýnir í kvöld
bandarísku sjónvarpsmyndina
Erfíð ákvörðun (My Body, My
Child) frá 1982. Myndin fjallar
um Leenie Cabrezi, sem er kenn-
ari og á þrjár uppkomnar dætur.
Þegar móðir hennar deyr langar
hana til að eignast fjórða barnið,
og brátt uppgötvar hún að hún er
ófrísk. Hún fer til fæðingarlæknis
til að fá á því staðfestingu, en
læknirinn úrskurðar að þetta sé
streita og hún gangi ekki með
barn.
Leenie verður fyrir miklum
vonbrigðum og byrjar að taka
getnaðarvarnapilluna. Henni líð-
ur illa, hún er taugaveikluð og
alltaf með höfuðverk og ógleði.
Þegar hún er lögð inn á sjúkrahús
þremur mánuðum síðar uppgötv-
ast að hún er ófrísk eftir allt sam-
an og nú stendur hún frammi fyrir
því að taka ákvörðun um hvort
hún eigi að fæða barnið. Fjöl-
skylda hennar og læknamir eru á
móti því þar sem mikil hætta er á
að fóstrið sé skaddað, en Leenie
getur ekki hugsað sér fóstur-
eyðingu.
Með helstu hlutverk fara Van-
essa Redgrave, Joseph Campan-
ella, Jack Albertson, Stephan El-
liot, James Naughton og Gail
Strickland. Leikstjóri er Marvin
Chomsky. Kvikmyndahandbók
Maltin‘s segir myndina vera yfír
meðallagi.
Mannaveiðar
21.25 í SJÓNVARPINU
Pýski sakamálamyndaflokkur-
inn Mannaveiðar (Der Fahnder)
er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld
sem endranær á föstudagskvöld-
um. Aðalsöguhetjan er þýskur
lögregluforingi sem fer ótroðnar
slóðir við að upplýsa glæpaverk,
oft á tfðum í óþökk yfirboðara
sinna. En eins og í öllum góðum
sakamálaþáttum hefur hann ætíð
á réttu að standa og stendur í
þáttarlok með pálmann í hönd-
unum.
Bjartasta vonin
20.30 Á STÖÐ 2
í kvöld hefjast sýningar á nýj-
um breskum framhaldsmynda-
flokki á Stöð 2. Þættirnir heita
Bjartasta vonin (The New Stat-
esman) og fjalla um ungan mann
á uppleið sem þyrstir í völd.
Hann dreymir um frama í
stjórnmálum og svífst einskis til
að ná takmarki sínu. Meðal
leikara eru Rik Mayall, Marsha
Fitzalan, R.R. Cooper, John
Nettleton og Michael Troughton.
Leikstjóri er Geoffrey Sax.
Ekkert
kvenna-
starf
21.00 Á STÖÐ 2
Meðal bíómynda á dagskrá
Stöðvar 2 í kvöld er myndin Ekk-
ert kvennastarf (An Unsuitable
Job for a Woman) gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu P.D. James.
Sagan kom út í íslenskri þýðingu
hjá Ugluklúbbnum, ekki allsfyrir
Iöngu.
Myndin fjallar um unga stúlku,
Cordelíu Gray, sem erfir skrif-
stofu einkaspæjara og ákveður að
feta í fótspor hans. Fyrsta málið
sem hún fær upp í hendurnar
reynist vafasamara en það virðist
við fyrstu sýn. Með helstu hlut-
verk fara Pippa Guard, Billie
Whitelaw, Paul Freeman, Dom-
inic Guard og Elizabeth Spriggs.
Leikstjóri er Christopher Petit.
Kvikmyndahandbók Maltin's
gefur myndinni þrjár stjörnur í
einkunn. Góða skemmtun.
©
06.45 Veðurfregnir. Baen.
07.00 Fréttir.
07.03 f morgunsárið með Ragnheiði Ástu
Pétursdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og
8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Lesið úr forystugreinum dagblað-
anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Finn-
ur N. Karlsson talar um daglegt mál um
kl. 7.55.
09.00 Fréttir.
09.03 Morgunstund barnanna.
09.30 Upp úr dagmálum. Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Frá fyrrl tið. Umsjón: Finnbogi Her-
mannsson. (Frá ísafirði.)
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir.
12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.35 Miðdegis8agan: „Óskráðar minn-
Ingar Kötju Mann“ Hjörtur Pálsson les
þýoingu sína (5).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobs-
dóttir kynnir.
15.00 Fréttir.
15.03 Upplýslngaþjóðfólagið. Við upp-
haf norræns tækniárs. Umsjón:
Steinunn Helga Lárusdóttir. Tónlist.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Bamaútvarpið- Kista Drakúla og
Skari sfmsvari. Umsjón: Sigurlaug M.
Jónasdóttir og Vernharður Linnet.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónllst á siðdegi - Gershwin,
Rossini, Ketelby og Rosas.
18.00 Fréttir. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttlr.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Finnur N.
Karlsson flytur.
20.00 Lúðraþytur. Skarphéðinn H. Ein-
arsson kynnir lúðrasveitartónlist.
20.30 Kvöldvaka. a. Stökur eftir Hallgrim
Helgason. Margrét Hjálmarsdóttir kveð-
ur. b. Loftferð yfir Eystrasalt. Gunnar
Stefánsson les minningaþátt eftir Si-
gurð Nordal. c. Karlakórlnn Fóstb-
ræður syngur fslensk lög. Jónas Ingi-
mundarson stjórnar. d. Að reka á fjall.
Erlingur Davíðsson les þátt sem hann
skráði eftir frásögn Una Guðjónssonar
frá Hellisfjörubökkum i Vopnafirði. e.
Einar Markan syngur lög eftir Sig-
valda Kaldalóns. Franz Mixa og fleiri
leika með á pianó. f. Sjóslys. Úifar Þor-
steinsson les þátt úr bókinni „Mannlíf og
mórar í Dölum" eftir Magnús Gestsson.
g. „Canto“ eftir Hjálmar H. Ragnars-
son. Háskólakórinn syngur undir stjórn
höfundar. Kynnir: Helga Þ. Stephen-
sen.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vfsnakvöld.
23.00 Andvaka. Þáttur í umsjá Pálma
Matthíassonar. (Frá Akureyrl)
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
iá»
00.10 Næturvakt Útvarpslns. Gunn-
laugur Sigfússon stendur vaktina.
07.03 Morgunútvarplð. Dægurmálaút-
varp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30,
frétum kl. 8.00 og veðurfregnum kl.
8.15. Rás 2 opnar Jónsbók kl. 7.45.
Margvislegt annað efni: Umferðin,
færðin, veðrið, dagblöðin, landið, miðin
og útlönd sem dægurmálaútvarpið á
Rás 2 tekur fyrir þennan dag sem fyrri
virka daga vikunnar. - Leifur Hauksson,
Egill Helgason og Sigurður Þór Salvars-
son.
10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón:
Kristfn Björg Þorsteinsdóttir.
12.00 Á hádegl. Dægurmálaútvarp á há-
degi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón
Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og
kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leitað svars“ og vettvang fyrir hlust-
endur með „orð í eyra“. Sími hlust-
endaþjónustunnar er 693661.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Á milll mála. Umsjón: Gunnar
Svanbergsson og Snorri Már Skúlason.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarpið skilar
af sér fyrir helgina: Steinunn Sigurðar-
dóttir flytur föstudagshugrenningar. II-
lugi Jökulsson fjallar um fjölmiðla.
Annars eru stjórnmál, menning og
ómenning f víðum skilningi viðfangsefni
dægurmálaútvarpsins í síðasta þætti
vikunnar í umsjá Ævars Kjartanssonar,
Guðrúnar Gunnarsdóttur, Andreu Jóns-
dóttur og Stefáns Jóns Hafsteins.
19.00 Kvöldfréttlr.
19.30 Eftirlæti. Umsjón: Valtýr Björn Val-
týsson.
22.07 Snúnlngur. Umsjón: Skúli Helga-
son.
00.10 Næturvakt Útvarpsins. Þorsteinn
G. Gunnarsson stendur vaktina til
morguns.
Fréttlr kl.: 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
07.00 Stefán Jökulsson og Morgun-
bylgjan. Stefán kemur okkur réttu
megin fram úr með góðri morguntónlist.
Kíkt í blöðin og tekið á móti gestum.
Fréttlr kl. 07.00, 08.00 og 09.00.
09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Föstudagspoppið alls ráðandi með til-
heyrandi rokki og róli. Fréttir kl. 10.00
og 11.00.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Ásgelr Tómasson á hádegi. Föstu-
dagsstemmningin heldur áfram og
eykst. Saga dagsins rakin kl. 13.30.
Fréttir kl. 13.00, 14.00 og 15.00.
15.00 Pétur Steinn Guðmundsson og
Siðdegisbylgjan. Föstudagsstemmn-
ingin nær hámarki. Fréttir kl. 16.00 og
17.00.
18.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavfk siðdegis. Kvöldfréttatimi
Byigjunnar. Hallgrímur lítur á fréttir
dagsins með fólkinu sem kemur við
sögu.
19.00 Anna Björk Birglsdóttir. Bylgju-
kvöldið hafið. Fréttir kl. 19.00.
22.00 Haraldur Glslason nátthrafn Bylgj-
unnar sér okkur fyrir hressilegri helgart-
ónlist.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Krist-
ján Jónsson leikur tónlist fyrír þá sem
fara mjög seint í háttinn og hina sem
fara mjög snemma á fætur.
07.00 Þorgeir Ástvaldsson Lífleg og
þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar
upplýsingar auk frétta og viðtala um
málefni líðandi stundar.
08.00 Fréttlr.
09.00 Gunniaugur Helgason. Góð tónlist
og gamanmál og Gunnlaugur leikur á
olo r»HHi
10.00 og 12.00 Fréttlr.
12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur
Jónsson. Bjarni Dagur í hádeginu og
fjallar um fréttnæmt efni, innlent jafnt
sem erlent í takt við aæðatónlist.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi
leikur af fingrum fram með hæfilegri
blöndu af nýrri tónlist.
14.00 og 16.00 Fréttlr.
16.00 Mannlegl þátturlnn. Árni Magnús-
son með tónlist, spjall, fréttir og frétta-
tengda atburði á föstudagseftirmiðdegi.
18.00 Fréttlr.
18.00 íslenskir tónar. Innlendar dægur-
flugur fljúga um á FM 102 og 104 í eina
klukkustund. Umsjón Þorgeir Ástvalds-
son.
19.00 Stjörnutfminn. Gullaldartónlist flutt
af meisturum.
20.00 Jón Axel Ólafsson. Jón er kominn í
helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið.
22.00 Bjarnl Haukur Þórsson. Einn af
yngri þáttagerðarmönnum Stjörnunnar
með góða tónlist fyrir hressa hlustend-
ur.
03.00 Stjörnuvaktln til kl. 08.00.
17.50 Rttmálsfréttlr
18.00 Nllll Hólmgeirsson Sögumaður
öm Ámason.
18.25 Bömln I Kandollm Sænsk sjón-
varpsmynd fyrir böm sem fjallar um lifn-
aðarhætti fólks I litlu þorpi á Indlandi.
18.40 Klaufabérðamir Tékknesk brúðu-
mynd
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir
19.00 Staupastelnn Bandariskur gam-
anmyndaflokkur.
19.25 Popptoppurlnn Efstu lög
evrópsk/bandariska vinsældalistans.
20.00 Fréttlr og veður
20.30 Auglýslngar og dagskrá
20.35 Þingsjá Umsjónarmaður Helgi E.
Helgason.
20.55 Annlr og appeislnur Að þessu
sinni eru það nemendur Fjölbrauta-
skólans á Akranesi sem sýna hvað í
þeim býr.
21.35 Mannavelðar Þýskur sakamála-
þáttur
22.20 Erflð ákvörðun Bandarísk sjón-
varpsmynd frá 1982. Aðalhlutverk Van-
essa Redgrave, Joseph Campanella og
Jack Albertson. Kennslukona sem á
þrjár stálpaðar dætur á þá ósk heitasta
að eignast barn. Þegar hún verður
þunguð þarf hún að taka erfiða ákvörð-
un, þvi óvist er hvort fóstrið hefur
skaðast.
23.55 Útvarpsfréttlr f dagkrárlok
16.40 Dans á rósum. Wilde's Domain.
Saga þriggja kynslóða Wilde fjölskyld-
unnar sem rekur fjölleikahús,
skemmtigarða og leikhús. En draumar
fjölskyldumeðlimanna um framtíð fyrir-
tækisins eru ekki allir með sama móti.
Aðalhlutverk: Kit Taylor, June Salterog
Martin Vaughan. Leikstjóri: Charles
Tingwell. Þýðandi:Tryggvi Þórhallsson.
ITC 1984. Sýningartimi 75 mín.
17.55 Valdstjórinn. Captain Power.
Leikin barna- og unglingamynd. Þýð-
. andi: Sigrún Þorvarðardóttir. IBS
18.20 # Föstudagsbitinn. Blandaður
tónlistarþáttur með viðtölum við tón-
listarfólk og ýmsum uppákomum.
19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþátt-
ur ásamt umfjöllun um þau málefni sem
ofarlega eru á baugi.
20.30 # Bjartasta vonin. The New Stat-
esman. Nýr breskur gamanmyndaflokk-
ur um ungan og efnilegan þingmann.
Yorkshire Television 1987.
21.00 # Ekkert kvennastarf. An Unsui-
table Job for a Woman. Cordelia Gray
velur sér ekki hefðbundið kvennastarf
heldur gerist leynilögreglukona. Aðal-
hlutverk: Pippa Guard, Billie Whitelaw,
Paul Freeman og Dominic Guard. Leik-
stjóri: Christopher Petit. Framleiðandi:
Don Boyd. Þýðandi: Pálmi Jóhannes-
son. Goldcrest 1981. Sýningartími 95
mín.
22.30 # Hasarieikur. Moonlighting. Sam
biður Maddie um að giftast sér. David
verður hræddur um að missa hana.
Þýðandi: Ólafur Jónsson. ABC
23.15 # Adam. Adam at Six a.m. Myndin
fjallar um ungan pilt sem gerir uppreisn
gegn hefðbundnum venjum þjóðfélags-
ins. Aðalhlutverk: Michael Douglas og
Lee Purcell. Leikstjóri: Robert Scheer-
er. Framleiðandi: Rick Rosenberg. CBS
1970.
00.55 # Árásln á Pearl Harbour. Tora!
Torai Tora! Mynd þessi er afrakstur
samvinnu Japana og Bandaríkja-
manna. Greint er frá aðdraganda loftár-
ásarinnar á Pearl Harbour frá sjónar-
hornum beggja aðila. Aðalhlutverk:
Martin Balsam, Soh Yamamura, Josep
Cotten og Takahiro Tamura. Fram-
leiðandi: ElmoWilliams. 20th Century
Fox 1970. Bönnuð börnum.
03.15 Dagskrárlok.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1987