Þjóðviljinn - 22.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.01.1988, Blaðsíða 15
Um helgina Pað verður ýmislegt að gerast um helgina í öllum greinum íþrótta. Handknattleikur 1. deild karla hefst að nýju á sunnudaginn eftir langt vetrarfrí. Á Akureyri mætast Þór og FH. í Digranesi leika Stjarnan og KA og í Seljaskóla tekur ÍR á móti Víkingi. Leikur Vals og Fram sem frestað var á miðvikudag verður einnig leikinn á sunnudaginn í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Á mánudaginn verður síðasti leikur þessarar umferðar leikinn er KR og Breiðablik mætast í Höllinni kl. 20. Um helgina verða einnig túrn- eringar í 3. og 5. flokki karla og kvenna. Körfuknattleikur Á laugardag verða leiknir tveir leikir í körfuknattleik. í 1. deild karla mætast lið UÍA og Reynis á Egilsstöðum og í 1. deild kvenna keppa UMFG og ÍBK í Grindavík. Báðir leikirnir hefjast kl.14. Á sunnudaginn verða tveir leikir í 1. deild kvenna. í Njarðvík leika UMFN og ÍS en í Hafnarfirði keppa Haukar og ÍR. Leikirnir hefjast kl.14. Strax á eftir leiknum í Njarðvík leikur 2. flokkur UMFN við Hauka kl. 15:30 og kl.17:00 hefst leikur UMFNb og ÍS í 1. flokki karla. Loks verður einn leikur í 1. deild karla er HSK fær (R-inga í heimsókn í íþróttahús Selfoss kl.14. ÍÞRÓTTIR Það verða Valur og FH sem berjast um íslandsmeistaratitilinn, að mati samtaka 1. deildarfélaganna. Mynd:E.ÓI. íslandsmótið í handknattleik Samtök 1. deildarfélaga velja lið fyrri umferðar Knattspyrna Framhald verður á íslands- mótinu í knattspyrnu um helgina. Á föstudag verður keppt í meistaraflokki kvenna og hefjast leikirnirkl. 15. Úrslitaleikirnir hefj- ast kl. 22:12. Á laugardag hefst keppni í 4. deild karla kl. 9 og keppni í 1. deild kl. 13:24. Keppninni verður fram haldið á sunnudag og hefj- ast úrslitaleikirnir kl. 20. Hlaup Götuhlaup UBK Á laugardaginn heldur Breiða- blik svokallað götuhlaup í Kópa- vogi. Verður lagt af stað frá Vallargerðisvelli í vesturbænum. klukkan 14.00 og er þeim sem hyggja á þátttöku bent á að skrá sig hjá Einari Sigurðssyni í síma 73382. Munu karlar hlaupa 6 kflómetra og konur og drengir 3,5 km. _ste í gær boðuðu samtök 1. deildarfélaga í handknattleik til blaðamannafundar þar sem m.a. var tilkynnt val samtakanna á þeim leikmönnum 1. deildar sem hafa þótt skara framúr í fyrri um- ferð lslandsmótsins. Samtökin báðu þrjá valin- kunna handknattleiksmenn um að velja lið fyrri umferðarinnar. En þeir voru Bergur Guðnason, Bjarni Jónsson og Ragnar Jóns- son. Liðið sem þeir völdu var skipað eftirtöldum leikmönnum: Einar Þorvarðarson Val, Valdi- mar Grímsson Val, Héðinn Gils- son FH, Þorgils Óttar Mathiesen FH, Júlíus Gunnarsson Fram, Óskar Ármannsson FH og Kon- ráð Olavsson KR. Einnig fór fram nokkur um- ræða um stöðuna í deildinni og hver væri líkleg framvinda mála. Flestir voru sammála um að Val- ur og FH væru líklegustu liðin til að sigra á íslandsmótinu. Einnig kom það fram að flestir spáðu Þór falli í aðra deild. Hallur Hallsson formaður handknatt- leiksdeildar Víkings benti þó á að öll lið væru í fallhættu nema Val- ur og FH. Knattspyrna Manchester liðin töpuðu „Mótið hefur verið skemmti- legt það sem af er. Augljóst er á auknum áhorfendafjölda að handboltinn er á uppleið,“ sagði Bjarni Jónsson. „Seinni umferð- in verður án efa mjög spennandi bæði á toppi og botni deildarinn- ar. Þó er útlit fyrir að 1. deildin verði ennþá meira spennandi næsta ár vegna þeirra manna sem eru að koma heim.“ Viggó Sigurðsson sat fundinn og vildi koma á framfæri gagnrýni á mótanefnd HSÍ fyrir að neita nærri því alfarið að breyta leikdögum. Hallur tók undir þetta sjónarmið Viggós og benti á erfiðleika Víkinga s.l. vetur er þeir þurftu að spila fimm erfiða Íeiki á 12 dögum, þar af tvo Evr- ópuleiki. 1. deildin í handboltanum fer aftur af stað eftir langt vetrarfrí um helgina en þá leika Valur og Fram, Þór og FH, Stjarnan og KA, ÍR og Víkingur og KR og Breiðablik. Allir leikirnir verða leiknir á sunnudag kl. 20 nema leikur KR og Breiðabliks en hann verður leikinn á mánudag á sama tíma. -ih r Handbolti Osanngjam Fram sigur Ármann lék með sorgarbönd gegn Fylki hjá körlum í gærkveldi voru leiknir tveir leikir í Höllinni. Fram stúlkur léku gegn Haukum og unnu óverðskuldaðan sigur. Gaflara- stelpurnar byrjuðu vel og voru betri en náðu ekki að skora í sam- ræmi við það. Var það aðallega markvörður Fram stúlknanna sem bjargaði þeim. Ármann vann Fram-Haukar 19-15(11-8) Mörk Fram: Guðríður Guð- jónsdóttir 6, Jóhanna Halldórs- dóttir 2, Arna Steinsen 4, Ingunn Bernódusdóttir 4, Ósk Víðisdóttir 1 og Hafdís Guðjónsdóttir 2 Mörk Hauka: Ragnheiður Júlí- usdóttir 1, Hrafnhildur Pálsdóttir 1, Steinunn Þorsteinsdóttir 2, Inga Vala Kristinsdóttir 1 og Mar- grét Theódórsdóttir 10. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Egill Már Vignisson dæmdu mun minna á Fram. Haukar unnu ÍBV Fjórir leikir fóru fram í 2. deild karla í íslandsmótinu í hand- knattleik á miðvikudagskvöldið. í Hafnarfirði mættust lið Hauka og ÍBV. Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Vest- mannaeyingana sem töpuðu þarna sínum fyrsta leik á tímabil- inu. Haukamenn spiluðu þennan leik mjög vel og af öryggi. Það var markvörðurinn Þorlákur Kjartansson sem átti stærstan þátti í sigrinum ásamt Árna Hermannsyni. Þorlákur stóð sig eins og hetja í markinu og skoraði auk þess tvö mörk, úr víti og með langskoti. Árni Hermannsson var markahæstur Haukamanna, skoraði 9 mörk. Sigurbjörn Óskarsson var at- kvæðamestur Eyjamanna, skoraði 7 mörk. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Gróttu. Gróttumenn sigr- uðu í leiknum 28-24. Þessi úrslit koma ekki á óvart þar sem Grótta er í öðru sæti deildarinnar en Sel- foss í því sjöunda. HK tapaði óvænt fyrir Reyni í Sandgerði 31-29. HK á í mikilli baráttu um 1. deildarsæti og voru þetta því mililvæg stig sem liðið tapaði. Mótlætið fór heldur í taugarnar á Kópavogsbúunum og fékk Kristján Gunnarsson að líta rauða spjaldið fyrir ruddalegan munnsöfnuð. f Njarðvík mættust lið heima- manna og Aftureldingar. Njarð- vík sigraði 24-23 í hörkuspenn- andi leik. Síðustu mínúturnar misstu Njarðvíkingar þrjá menn útaf en náðu þrátt fyrir það að halda forystunni til enda. 4h Karate Goju-Kai karate-do Á morgun laugardag 23.jan verður haldið meistaramót í Goju-Kai karate sem er önnur tveggja stfltegunda í karate hér- lendis. Mótið hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Keppendur verða á öllum aldri frá eftirtöldum félögum: K.F.R., Karatedeild Stjörnunnar, Karat- edeild Baldurs Hvolsvelli og Kar- atefélagi Þorlákshafnar. Öll þessi félög eru aðilar í Alþjóða Goju- Kai sambandinu, I.G.K.A. Aðaldómarar mótsins verða Atli Erlendsson og Árni Einars- son. Aðrir dómarar verða Jónína Olsen, Stefán Alfreðsson og Halldór Svavarsson. Aðgangseyrir er kr. 50.- en frítt verður fyrir börn yngri en 12 —Fréttatilkynning Everton og Oxford sigruðu Manchester Utd. og City í ensku deildarbikarkeppninni. Arsenal vann Sheffield Wednesday. Oxford sigraði Manchester Un- ited mjög óvænt í ensku deildar- bikarkeppninni á miðvikudag. Oxford hefur ekki tapað á heimavelli í ensku deildarbikar- keppninni í 27 leikjum í röð. Bæði mörk Oxford voru gerð í fyrri hálfleik. Fyrra markið gerði Dean Saunders á 21. mínútu. Síðara markið kom 13 mínútum síðar er Gary Briggs skallaði bolt- ann í netið. Arsenal vann Sheffield We- dnesday mjög óverðskuldað 1-0 á heimavelli Sheffield. Það var andartaks gáleysi markvarðar Sheffield, Martin Hodge, sem tryggði Arsenal sigur. Skot Nigel Winterburn af 25 metra færi rann úr höndum markvarðarins og í markið. Það var reynsla leikmanna Everton sem tryggði þeim sigur gegn Manchester City 2-0. Það voru skallamörk Adrian Heath og Graeme Sharps sem tryggðu Everton sigur. Colin Harvey, framkvæmdastjóri Everton, var ekki sérlega ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir sigurinn. Leikmenn Everton bókstaflega óðu í færum en tókst ekki að skora nema þessi tvö mörk. Luton er fjórða liðið sem kemst í undanúrslit enska deildarbikarsins en liðið sigraði Bradford á þriðjudag 2-0. í gær var dregið í undanúrslit deildarbikarkeppninnar og dróg- ust lið Everton og Arsenal saman og lið Luton og Oxford. Leiknir verða tveir leikir heima og heiman. Fyrri leikirnir fara fram 7. og 10. febrúar en síðari leikirn- ir 24. og 28. febrúar. -ih/reuter Einn leikur var í 2. deild karla. Ármann vann Fylki í mjög jöfnum leik. Leikurinn var jafn framan af en þegar 15 mín voru eftir tóku Ármenningar sig vel á og gerðu út um leikinn með fimm mörkum. Ármenningar léku með sorgarbönd því Gunnar Eggerts- son formaður félagsins var jarð- settur í gær. Ármar.n-Fyikir: 20-17(10-10) Mörk Ármanns: Björn Jó- hannesson 4, Haukur Haralds- son 1, Haukur Ólafsson 1, Ingi Jónsson 1, Þráinn Ásmundsson 3, Óskar Ásmundsson 2 og Björ- gvin Barðdal b. Mörk Fylkis: Jón Oddur Da- víðsson 2, Elís Sigurðsson 1, Leifur Árnason 3, Haukur Magnússon 7 og Magnús Sig- urðsson 4. Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnar Viðarsson voru góðir og höfðu góð tök á leiknum. -ste Föstudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... Getraunir Miljóneri var Úlfar Óttarsson einn með 12 rétta í síðustu viku. Hlaut hann tæpar 2.700.000,00 krónur fyrir. rétta og 25.482,00. var hlutur þeirra 20. vika i a - '-i ^ p 'o -Ci ^ ,5 a'o ^ !o -S, 'fi'SdSQtcasí'í Charlton-Liverpool.... Chelsea-Portsmouth.... Coventry-Luton........ Derby-QPR............. Everton-Wimbledon..... Newcastle-Tottenham... Oxford-Sheffield W.... Southhampton-Norwich Watford-Nott.Forest... Ipswich-Blackburn..... Man.City-Aston Villa.. Middlesboro-Crystal P.. 2 22222222 ,x 1 1 1 1 1 1 1 1 .x x 1 2 x 1 1 1 1 .2 1 1 x x 1 1 1 x .1 1 1 1 1 1 1 1 x .2 2 2 1 2 1 x x 2 . x 2 2 x 1 2 1 1 2 .1x1x11111 .2x222x21 x .1 2 1 1 x x 1 1 1 ..x 1 2 x 2 x 1 x x .11121x1x2 Sjónvarpsleikurinn er Watford-Nottingham Forest.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.