Þjóðviljinn - 22.01.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.01.1988, Blaðsíða 13
Síðasti tangóinn í Reykjavík Engu er líkara en að nú duni síðasti tangóinn í Reykjavík. Elja og vinnusemi borgarbúa mun á árinu skila ófáum milljónum í hendur ráðamanna. Af þeim ástæðum á að reisa tvö heljar- mikil mannvirki, ráðamönnum til dýrðar og okkur til ánægju að mati þeirra. Raunar vitum við nú að okkur er ekki ætlað að kunna gott að meta. Mótmælum og tor- tryggni borgarbúa og skattgreið- enda er svarað með því að við séum „jarðbundnir nöldrarar, bændur að mótmæla síma-fólk sem skilurekki nútímabyggingar- list." Til marks um komandi dýrð er upplýst að eitt bflastæði undir tjarnarbotni eigi að kosta fleiri milljónir en venjulega verkakonu gæti dreymt um að spara á allri ævi sinni. Sjálfsagt verður launafólki borgarinnar ekki boðið til snæð- ings í hringleikahúsinu á Öskju- hlíðartönkunum. - Veitingahús upp á hálfan milljarð þarf nefni- lega að leggja dálítið á matar- skammtinn, enda verður veit- ingaaðilinn að greiða u.þ.b. 60 milljónir á ári í húsaleigu ef Hita- veitan á ekki að lenda í bullandi tapi. Ársleigan svarar m.ö.o. til byggingarkostnaðar á mjög fín- um „venjulegum“ veitingastað. En auðvitað eru þessi ævintýri einkamál borgarstjórans og eng- in ástæða til að trufla friðhelgi hans eða draumfarir. Hann er enda mikill öðlingur á annarra manna fé, svo jaðrar við dóna- skap að gagnrýna skrauthallir þær sem hann hefur í draumum sínum séð umlykja hásætið. Fall er fararheill og er upphaf ráðhúsframkvæmda í Reykjavík væntanlega fyrirboði um að draumar borgarstjórans muni ekki rætast. Þarf langt að leita til að finna sambærilega röð af mis- tökum, klúðri, fúski, valdníðslu og heimskulegum fljótfærnis- verkum: 1. Nú er ljóst að við frágang og auglýsingu Kvosarskipulagsins hafði engin ákvörðun um ráðhús verið tekin, enda húsið þá óteikn- að. - Samt var skipulagið auglýst en að því búnu ákveðið að teikna ráðhús inn á uppdráttinn svo þannig liti út sem borgarbúar hafi samþykkt ráðhús. Nú þegar hafa komið fram upplýsingar sem benda til þess að um skjalafals sé að ræða, eða a.m.k. tilraun til að villa um fyrir félagsmálaráð- herra. Ráðhússkipulagið öðlast því ekki gildi. 2. Ákveðið var formlega að fjarlægja Tjarnargötu 11 og hnoða húsinu niður við Túngötu í Grjótaþorpi. Síðan kom í ljós að húsið komst engan veginn fyrir á lóðinni - mistökin eru óskiljan- leg. 3. Fundin var í snatri önnur lóð , í Skerjafirði fyrirTjarnargötu 11. Hún er bara óbyggingarhæf og því stendur húsið á tunnum í Tí- volígarðinum, sem hæfir klúður- og gamanmáli þessu vel. 4. Þótt bæði vanti samþykktar teikningar að ráðhúsi og skipul- agsuppdrátt var ákveðið að leggja til atlögu við öldruð tré á lóðinni. Svo mikil hetja er borg- arstjórinn að óþarfi þótti að spyrja bygginganefnd leyfis svo sem skylda er áður en stórt er höggvið í gömul glæsitré. 5. Við flutning Tjarnargötu 11 stóð ellimáladeild Félagsmála- stofnunar á götunni ásamt mið- stöð fyrir heimilisþjónustu við lasburða fólk og hreyfihamlað í borginni. - Góð ráð voru dýr. Taldi borgarstjórinn mikið hap að með litlum tilkostnaði væri hægt að troða þessum leiðindast- ofnunum í áttrætt íbúðarhús í nágrenninu, sem að vísu hafði áður verið tekið til bráðabirgða- nota sem skrifstofuhúsnæði. - Húsið er a.m.k. eins lasburða og sumir þeirra sem þangað eiga að sækja þjónustu. Inn og út úr því kemst aðeins heilbrigt, hresst fólk. Væntanlega fara umræddar stofnanir enn á flakk í kjölfar kæru Öryrkjabandalagsins vegna umbúnaðar hússins að Tjarnarg- ötu 20. Ekki verður fleira upp talið af stuttri en skrautlegri sögu ráðhússframkvæmda Davíðs Oddssonar. Enginn vafi er á þvf að draumurinn breytist brátt í martröð ef svo heldur fram sem verið hefur. - Hinn möguleikinn er einnig fyrir hendi að Davíð losni undan álagadraumum sín- um, opni augun fyrir veruleikan- um, hlýði á varnaðarorð fólksins í borginni og taki loks upp á því að notast við leikreglur lýðræðis, laga og reglugerða. Mjög óvíst er að borgarbúar ali þann draum með borgarstjóran- um að við litla tjörn og lágan sand í Kvosinni eigi að rísa rándýrt musteri til dýrðar hégómanum - ráðríkishús borgarstjórans, emb- œttisvaldinu til dýrðar. Kerling KALU OG KOBBI Það skiptir mestu að hann komst ekki nógu nálægt til að stinga. Hann virðist halda að ég sé Vonandi áttu sjálfur eftir að eiga krakka sem reynir ærlega á þolrifin í þér. GARPURINN FOLDA APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vik- una 15.-21. jan. er I laugarnes- apóteki og Ingólfs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.....sími 1 11 66 Kópavogur....simi4 12 00 Seltj.nes....sími61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes.....símil 11 00 Hafnadj.......simi 5 11 00 Garðabær......simi 5 11 00 Heimsóknartímar: Landspft- allnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18. og eftirsamkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðln við Baróns- DAGBÓK stig:opinalla'daga 15-16og 18.30- 19.30 Landakots- spftall: alladaga 15-16og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftall Haf nariirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspftal- Inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 SjúkrahúsiðAk- ureyrl: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúslð Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. S|úkrahúslðHúsavfk: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja- vik, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur aila virkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingarog tíma- pantanir f síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þásem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarsþítalans oþin allan sólarhringinn sími 696600 Dagvakt. Upplýsingarumda- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðatlöts. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt8-17á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjáslökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakl lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hltaveitu: s. 27311 Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjaiparstöð RKl, neyöarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opið allansólarhringinn. Saifræðlstöðln Ráðgjöf í sálfræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virka daga f rá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briðiudaaa kl.20-22, simi 21500, simsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Uppiýslngar um ónæmistærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) í síma 622280, milliliöalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, siml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln 78 Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtákanna '78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminner 91-28539. Fólageldriborgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni3,s. 24822. GENGIÐ 19. janúar 1988 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 37,110 Sterlingspund... 65,868 Kanadadollar.... 28,829 Dönsk króna..... 5,7629 Norskkróna...... 5,7799 Sænskkróna...... 6,1400 Finnskt mark.... 9,0800 Franskurfranki.... 6,5490 Belgiskurfranki... 1,0583 Svissn. franki.. 27,1371 Holl. gyllini... 19,6703 V.-þýsktmark.... 22,0972 Itölsklíra..... 0,03011 Austurr. sch.... 3,1403 Portúg. escudo... 0,2690 Sþánskurpeseti 0,3261 Japansktyen..... 0,28634 (rsktpund....... 58,777 SDR............... 50,5449 ECU-evr.mynt... 45,6824 Belgískurfr.fin. 1,0555 KROSSGÁTAN Lárótt: 1 gráða 4 hyggja 6 hross 7 viljugi 9 sár 12 skarð 14 dropi 15 endir 16 kirtla 19 þekking 20 vlk 21 landfarsótt Lóðrótt: 2 traust 3 skarð 4 ungdóm 5 fugl 7 skjátlast 8 hál 10 skekkja 11 suma 13 sigað 17 slæm 18 reglur Lausn á slðustu krossgátu Lárétt: 1 æska 4 blær 6 nær 7 sess 9 (var 12 viska 14 rói 15 rás 16 lokka 19 plat 20 ösli 21 raust Lóðrótt: 2 ske 3 ansi 4 brík 5 æfa 7 skrípi 8 svilar 10 varast 11 roskin 13 sök 17 ota 18 kös Föstudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.