Þjóðviljinn - 03.02.1988, Qupperneq 2
n SPURNINGIN
Komu niöurstöður kann-
ana um fylgi flokkanna
þér á óvart?
Kristófer Bjarnason,
Neonþjónustunni.
Nei, Kvennalistakonur hafa
staðið við flest af því sem þær
segja. Konur verða búnar að taka
völdin eftir 20 ár.
Karl Gunnlaugsson,
rafvirki.
Mér finnst fylgisaukning Fram-
sóknarflokks skrýtin. Þeir segja
eitt og gera annað, sveiflast bara
eftir vindi.
Ogot Emils,
húsmóðir.
Nei, fólk er orðið þreytt á karla-
durgunum. Konurnar hugsa og
starfa öðruvísi.
Aðalheiður Ásgeirsdóttlr,
læknaritari.
Nei. Kvennalistinn stendur sig
vel og mun gera það áfram.
Sigurður Vilhjálmsson, ör-
yrki.
Þær voru eins og ég bjóst við.
Gaman að sjá fylgisaukningu
Kvennalistans. Ég held að Jón
Baldvin dragi frekar niður fylgi Al-
þýðuflokks, en auki.
SKÁK
Vesturland
Fiskmarkaður í burðarlið
Viðar Magnússon: Stofnfundur íBorgarnesi 14.
febrúar nk. Húsnœði til boða uppi á Skaga.
Fjarskiptamarkaður fyrst um sinn
Fyrir dyrum stendur að koma á
fót fiskmarkaði fyrir Vestur-
land í þessum mánuði og er hon-
Asgeir Friðjónsson,dómari hjá
ávana- og fikniefnadómstóln-
Snjóskriða
Nafn piltsins
Ungi pilturinn sem fórst í snjó-
flóði undir Skarðatindi milli
Morsárjökuls og Skaftafells-
jökuls sl. sunnudag, hét Þor-
steinn ívarsson, til heimilis að
Hryggjarseli 3 í Reykjavík. Hann
var 16 ára gamall.
-grh
um hugsaður staður á Akranesi.
Fyrst um sinn verður um fjar-
skiptamarkað að ræða en það
um, dæmdi um helgina brasilíska
kókaínsmyglarann í fjögurra ára
fangelsi. Til frádráttar fangelsis-
vistinni kemur 106 daga gæslu-
varðhald. Hinn dæmdi mun trú-
lega taka út sína refsingu á Litla-
Hrauni, en síðan verður honum
vísað úr landi.
Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar
dómara er hér um að ræða þyngs-
ta dóm sem kveðinn hefur verið
upp hjá dómstólnum og ekki hef-
ur verið áfrýjað.
Brasilíumaðurinn var handtek-
inn í Hveragerði sl. október
mun ráðast af undirtektum hvort
fiskur verður einnig seldur á gól-
fmarkaði. Þann 14. febrúar nk.
ásamt vinkonu sinni og voru þau
með 444 gr af 91.% hreinu kóka-
íni, sem er mesta magn sem gert
hefur verið upptækt af lögreglu
hingað til.
Mannfæð hrjáir ávana- og
fíkniefnadómstólinn um þessar
mundir og er Ásgeir eini starf-
andi dómarinn við hann í dag. Til
skamms tfma voru dómararnir
þrír. Ásgeir sagði við Þjóðviljann
að þessu fylgdi auðvitað meira
álag en góðu hófi gegndi, en þrátt
fyrir það kæmi það ekki enn nið-
ur á starfsemi dómsins.
-grh
verður haldinn stofnfundur
markaðarins í Borgarnesi.
Að sögn Viðars Magnússonar,
eins af forsvarsmönnum fyrir
stofnun fiskmarkaðarins, stendur
þeim húsnæði til boða undir starf-
semina og ekkert er því til fyrir-
stöðu að fá nauðsynleg tæki fyrir
fjarskiptamarkaðinn. Viðar
sagði við Þjóðviljann að undir-
tektir Vestlendinga væru góðar
og mikill hugur í mönnum að
koma markaðnum á fót á miðri
vertíðinni.
Aðspurður sagðist Viðars ekki
óttast tregðu útgerðarmanna við
að selja físk á markaðnum, þó
svo að vel flestir útgerðarmenn á
Vesturlandi væru með fisk-
vinnslu samhliða útgejrð. Hann
sagði að þetta væri fyrst og fremst
spurning um þróun fískmarkaða
almennt og hann hefði ekki mikla
trú á því að menn þar vestra
héldu að sér höndum eftir að
markaðurinn væri kominn á fót.
Nú þegar væri mikið selt af fiski
frá Vesturlandi suður á bóginn og
ætti það að vera úr sögunni þegar
markaður væri kominn heim í
hérað.
-grh
Kornrœktin
Festir sig
í sessi
200 ha undir korni sl.
sumar- Uppskeran
góð
Góðar vonir standa nú til að
kornræktin sé að ná varanlegri
fótfestu hér á landi. Síðastliðið
sumar var korn skorið upp af 200
hekturum lands en árið áður af
um 180 hekturum.
Klemens heitinn á Sámsstöð-
um hafði tröllatrú á því að unnt
væri að rækta korn hér á landi og
sýndi þá trú í verki. Við fráfall
Klemensar mun nokkuð hafa
slegið í baksegl fyrir kornrækt-
inni en á allra síðustu árum hefur
hún færst í aukana á ný.
Rangæingar eru atkvæðamest-
ir við kornræktina. Síðastliðið
sumar ræktuðu þeir korn á 143
hekturum. Þá komu Vestur-
Skaftfellingar með 36,5 ha, síðan
Héraðsbúar með 19 ha og loks
Eyfirðingar með um 0.8 ha. Ann-
ars staðar á landinu mun
komrækt lítil sem engin, enn sem
komið er.
Uppskeran mátti kallast góð
eða 2,2 lestir til jafnaðar ha og
komst, þar sem best lét, yfir 3
lestir.
- mhg
Mikil bátaútgerð er frá Akranesi enda aðstaða þar mjög góð. Allar líkur benda til að fiskmarkaður taki til starfa á
Skaganum, jafnvel síðar t þessum mánuði.
Fíkniefnadómstóllinn
Brasilíumaðurinn fékk 4 ár
Ásgeir Friðjónsson dómari: Þyngsti dómursem ekki hefur
verið áfrýjað. Kókaínið var 91 % hreint og alls 444 gr
2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 3. febrúar 1988