Þjóðviljinn - 03.02.1988, Qupperneq 4
_____________LEPARI___________
Fylgissókn Kvennalistans
Kvennalistinn vinnur og vinnur í skoðana-
könnunum, -og í tvennum niðurstöðum frá
mánudegi segjast um 21 prósent afstöðutakara
mundu kjósa vaff ef það ætti að kjósa.
Kannanir DV og Hagvangs eru í mörgu svip-
líkar sem þýðir að menn hljóta að taka
allnokkurt mark á þeim saman. Vísbendingar
um fylgisstöðu hvers flokks eru tiltölulega sam-
átta, jafnvel þegar ekki er tekið tiilit til óvissu-
marka, -það er einna helst um Alþýðubanda-
lagið sem kannanirnar tvær greinir á.
Það er vert að gleyma því ekki að í þessum
fylgiskönnunum er sá hópur stærstur sem engu
svarar. í Hagvangskönnuninni taka 35 prósent
spurðra ekki afstöðu, og 40 prósent viðmæl-
enda DV vilja ekki vera með í leiknum. Það eru
hinsvegar innanvið 20 prósent sem ekki ganga
að kjörborði í þingkosningum. Þetta dregur ekki
úr gildi vísbendinganna sem lesa má úr tölun-
um, en sýnir enn og aftur að könnun er ekki
kosning.
Þau viðbrögð stjórnmálamanna og frétta-
skýrenda sem enn eru komin fram við könnun-
unum fjalla auðvitað helst um sókn Kvennalist-
ans, og þar standa uppúr tvennskonar skýring-
ar tengdar. Annarsvegar óvinsældir ríkisstjórn-
arinnar, hinsvegar að til Kvennalistans leiti óá-
nægjufylgi vegna þess að stefna hans sé óljós
og hann hafi „aldrei þurft að taka á sig þá
ábyrgð sem fylgir því að stjórna" einsog Friðrik
Sophusson segir.
Ovinsældir ríkisstjórnarinnar eru staðreynd
einsog sjá má af þrennum könnunartölum eftir
áramót, og þær koma í fylgiskönnunum fyrst og
fremst í Ijós sem fylgisaukning Kvennalistans
-og raunar einnig eins stjórnarflokksins, Fram-
sóknar, sem hefur með töfrabrögðum og vegna
bjálfaskapar samstarfsmannanna tekist mest-
anpart að fría sig af stjórnarþátttökunni.
Fylgisauki Kvennalista vegna óvinsælda
stjórnarinnar kemur ágætlega fram í upplýsing-
um Hagvangs um afstöðu til ríkisstjórnarinnar.
Andstaðan við ríkisstjórnina er mest í yngstu
kynslóðum og minnst meðal hinna eldri, -og 60
prósent kvenna leggjast gegn stjórninni en að-
eins 44 af hundraði karla. Ungar konur eru
þannig sennilegastir stjórnarandstæðingar, og
meðal ungra kvenna er Kvennalistinn ofarlega
á blaði hvar sem þær telja sig í pólitísku litrófi.
Þeir sem tala um óljósa stefnu hjá Kvennalist-
anum hafa að því leyti rétt fyrir sér að þangað
virðast menn halla sér úröllum pólitískum horn-
um. Fylgi Kvennalistans varáðurfyrstog fremst
á kostnað vinstriafla, en fylgisaukinn nú sýnist
ekki síst koma frá Sjálfstæðisflokknum. Það má
einnig til sanns vegar færa að ástæða mánu-
dagssóknar Kvennalistans sé frekar stefna
stjórnarflokkanna en stefna Kvennalistans.
Hitt er engu að síður athyglisvert að þótt
Kvennalistafólk láti ósvarað mikilvægum pólit-
ískum grundvallarspurningum hafa stefnuá-
herslur samtakanna á sér áberandi félags-
hyggjublæ, -vinstrisvip.
Menn einsog Friðrik Sophusson og Jón Bald-
vin Hannibalsson hafa svo skellt sér á lær yfir
lýðhylli Kvennalistans og segja að hann njóti
þess að hafa aldrei farið í stjórn og borið ábyrgð.
Þetta er auðvitað rétt á sinn hátt. Mikilvægari
er þó sá pólitíski lærdómur sem héraf má draga:
Einmitt af þessum sökum sýnir stuðningurinn
við Kvennalistann að fólk er orðið þreytt á pólit-
íkusum einsog Friðriki Sophussyni og Jóni
Baldvini. Almenningur er með kannanastuðn-
ingi sínum nú við Kvennalistann að biðja um
annarskonar stjórnmálamenn, menn sem lofa
ekki meiru en þeir geta staðið við og menn sem
standa við það sem þeir lofa.
i Enn ein ástæðan fyrir furðufylgi Kvennalist-
ans er svo sú að Alþýðubandalagið er enn ekki
komið úr fylgislægð síðustu missera, þótt kann-
anatölur hafi eflst uppá síðkastið, -flokkurinn
sýnist hafa komið sér upp mannbroddum í hálk-
unni.
Þetta þarf ekki að koma mönnum á óvart,
allra síst þeim sem best fylgdust með uppgjör-
inu í flokknum í sumar. Þá komust flokksmenn
að því að vandinn var meiri en svo að kenna
mætti um rysjóttri tíð. í raun hafði á síðustu
misserum myndast trúnaðarbrestur milli flokks-
ins og þess fólks sem hann vildi lifa fyrir, og
flokksmenn hafa flestir gert sér grein fyrir að í
þennan brest verður ekki barið á einni nóttu
með flugeldasýningum eða loftfimleikum. Slík
tilþrif hafa að sönnu nýst flokkum sem stundar-
fylgi, en án pólitísks inntaks er hætt við að at-
hyglin beinist annað og vonbrigðin taki völdin á
ný. Þetta sýnir til dæmis samtímasaga Alþýðu-
flokksins.
Alþýðubandalagið vinnur sér ekki raunveru-
legt traust nema með staðfastri stefnumótun og
trúverðugum málflutningi yfir langan tíma, með
innri samstöðu sem menn finna að er raunveru-
leg, með þeirri hvatningu um samfylkingu
vinstriafla að menn finna í heilan hug. Að þessu
verki er nú unnið í flokknum, og ennþá geta
skoðanakannanir ekki mælt árangur þess
nema að litlu leyti.
-m
KLIPPT OG SKORIÐ
Ekki bara við!
Umræður um yfirvofandi
gengisfellingu verða stöðugt op-
inskárri. Heyrst hefur að í við-
ræðum Vinnuveitendasambands-
ins við Verkamannasambandið
séu uppi á borði hugmyndir at-
vinnurekenda þar sem fastiega er
gert ráð fyrir 6% gengisfellingu
nú í febrúarmánuði.
Tíminn birtir í gær grein eftir
Árna Benediktsson fram-
kvæmdastjóra Vinnumálasamb-
ands samvinnufélaganna. Hún
virðist aðallega vera skrifuð til að
sýna fram á að það séu nú fleiri en
stjórnendur Sambandsfrystihús-
anna sem kalla eftir gengisfell-
ingu. Árni dregur í efa frásagnir
Morgunblaðsins og DV af því að
staða Sambandsfrystihúsanna,
þ.e. þeirra húsa sem nýta sölu-
kerfi Sjávarafurðadeildar SÍS, sé
mun lakari en staða SH-
frystihúsanna, þ.e. þeirra húsa
sem eru í Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Síðartöldu frystihúsin
eru í Sambandi fiskvinnslustöðva
og er það aðili að Vinnuveitend-
asambandinu. Lesendur fá á til-
finninguna að meginpólar frá-
sagnarinnar séu VSI og SÍS. En
gefum Árna orðið:
„Þegar kom fram á vetur fór að
fjölga þeim röddum, sem töldu
að ekki yrði hjá því komist að
lækka gengið. Meðal þeirra sem
það sögðu voru framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
íslands og framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar SÍS. Á aðal-
fundi Sambands fiskvinnslu-
stöðva, en það er deild í Vinnu-
veitendasambandinu, var talið
nauðsynlegt að gripið yrði til ráð-
stafana og var m.a. bent á að
raungengi ísl. krónunnar hefði
hækkað mjög að undanförnu."
Margt fór
að gerast
Árni rifjar upp að bæði Félag
Sambandsfiskframleiðenda
(SÍS-frystihúsin) og Vinuveit-
endasambandið f.h. SH-frysti-
húsanna hafi talið samband milli
gengisskráningar og afkomu fisk-
verkunar.
,Afstaða Sambands fiskvinns-
lustöðva til gengisfellingar endur-
speglast vœntanlega íþessum orð-
um: „Raungengi verður að taka
tillit til útflutningsatvinnuveganna
og viðskiptajafnvœgis við út-
lönd. “ Afstaða Félags Sambands-
fiskframleiðenda til gengisfelling-
ar er þannig orðuð, eins og fram
hefur komið hér að framan: ...
nauðsynlegt að miða gangis-
skráninguna við að útflutningsat-
vinnuvegirnir verði reknir með
eðlilegum hagnaði
Það má hverjum manni vera
Ijóst að þetta er sama afstaðan,
enda er enginn munurá þörffryst-
ihúsa og tekjuaukningar í ísl.
krónum eftir því hvort þau eru í
einum sölusamtökum fremur en
öðrum.
En nú fór ýmislegt að gerast.
Um leið og sambandsfrystihúsin
höfðu samþykkt ályktun þar sem
talið var að breyta þyrfti genginu
gjörbreyttist allt. Síðan hefur engu
verið líkara en að tekin hafi verið
ákvörðun um það í Vesturbœnum
að vera stikkfrí og láta sambands-
frystihúsin um baráttuna.
Grein sinni lýkur Árni þannig:
,A þessari stundu veit enginn
hvort afkoman kann að verða
betri eða verri hjá SÍS-húsunum
en öðrum húsum á þessu ári. Eng-
ar tölur liggja fyrir um það, engar
áætlanir hafa verið gerðar um
það. En satt að segja hélt ég að
hagur frysithúsanna væri þannig
um þessar mundir að ekki veitti af
að allirstæðu saman ístað þess að
vera með svona fáránlegan
leikaraskap. “
Er unnt að lesa þetta sem ann-
að en hvatningu um að menn
hætti öllum kjánaskap og vindi
sér í að heimta einum rómi al-
mennilega gengisfellingu?
Arðbær
veitingarekstur?
Þær vangaveltur hafa áður ver-
ið hafðar hér uppi að eitthvað
væri bogið við fjármálastjórn hjá
þeirri hitaveitu sem leggja vill
meir en 500 miljónir króna í
veitingahús sem snarsnýst uppi í
Öskjuhlíð. Fjárfestingar í verts-
húsum ættu ekki að vera innan
verksviðs hitaveitustjórna nema
því aðeins að um væri að ræða
gróðavænleg fyrirtæki sem unnt
væri að láta greiða niður verðið á
heita vatninu til neytenda.
Því miður eru líkur á því á fyrir-
hugað veitingahús eigi ekki að
létta undir með viðskiptavinum
Hitaveitu Reykjavíkur. Telja má
víst að þeim sé þvert á móti ætlað
það hlutverk að greiða þessa vit-
lausu fjárfestingu.
Fyrir nokkru var hér vitnað til
reikningsglöggs manns sem taldi
að til að veitingarekstur í þessari
spunakerlingu gæti gefið af sér
svipaðan arð og unnt er að fá með
því að leggja byggingark-
ostnaðinn (hálfan miljarð) á vex-
ti, þá þyrftu að koma þangað um
2700 gestir á hverjum degi ársins.
Oft hafa þeir, sem ætla „að
borða úti“, lent í því að komast
ekki inn á þann veitingastað sem
þeir girntust helst að heimsækja.
Stundum heyrast Reykvíkingar
tala um að það sé nú bara orðið
býsna algengt að fólk fari út að
borða og að það geti bara stund-
um verið dálítið erfitt að fá borð á
almennilegum veitingastað, sér-
staklega á laugardagskvöldi.
En er ástandið orðið það slæmt
að mörg hundruð manna, kann-
ski tvö þúsund og sjö hundruð,
eigri dag hvern um göturnar í leit
að einhverjum stað þar sem unnt
er að setjast niður og fá sér
eitthvað að borða? Bíður þessi
fjöldi sársvangra vesalinga eftir
því að opnaður verði almenni-
legur matsölustaður og má búast
við að hann flykkist í pflag-
rímsferðir upp á Öskjuhlíð eftir
að búið verður að opna þar verts-
húsið?
Sé þessi hungurlýður á reiki
um bæinn og mætti finna þar efni
í bókmenntaverk sem gætu held-
ur betur skákað Hamsun gamla.
ÓP
þlÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
litgefandi: Utgáfufólag Þjóöviljans.
Ritatjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H.
Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljóamyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Utlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdaatjóri: HallurPáll Jónsson.
Skrifatofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýaingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Sfmavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðalu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiösla: G. Margrót Óskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrala, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
■Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:65 kr.
Á8kriftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvlkudagur 3. febrúar 1988