Þjóðviljinn - 03.02.1988, Síða 10
Auglýsing
Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á því að
20% álag fellur á söluskatt vegna desember-
mánaðar sé hann ekki greiddur í síðasta lagi hinn
3. febrúar nk.
Fjármálaráðuneytið, 1. febrúar 1988.
Styrkur til háskólanáms á Ítalíu
ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa fslendingum til náms á Ítalíu
á háskólaárinu 1988-89. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhalds-
náms eða rannsókna við háskóla eða náms við listaháskóla. Styrkf-
járhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði.
Umsóknum, ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til mennta-
málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar
n.k. á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
1. febrúar 1988
Laus staða
Staða lektors í alþjóðastjórnmálum við félagsvísindadeild Háskóla
(slands er laus til umsóknar. Kennslu- og rannsóknasvið verður
almenn greining á alþjóðastjórnmálum og þróun íslenskra utanrík-
ismála.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 10.
mars 1988.
Menntamálaráðuneytið,
2. febrúar 1988
þiÓÐyiLIINN
Happdrœtti Þjóðviljans
Vinningsnúmer
Vinningar í happdrætti Þjóðviijans komu á þessi
númer:
1. Subaru Justy bifreið frá Ingvari Helgasyni hf., að
verðmæti 370 þús. kr. kom á miða nr. 26410.
2. -4. Island PC tölvur frá Aco hf., að verðmæti 65
þús. kr. hver, komu á miða nr 5138, nr. 23415 og
29928.
5.-6. Ferðavinningarfrá Samvinnuferðum Landsýn
hf., að verðmæti 50 þús. kr. hvor, komu á miða nr.
6705 og nr. 10896.
7.-8. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf., að
verðmæti 30 þús. kr. hvor, kom á miða nr. 12225 og
nr. 22477.
9.-10. Vöruúttekt frá Japis, að verðmæti 40 þús. kr.
hvor, kom á miða nr. 15596 og nr. 25764.
11. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verð-
mæti 50 þús. kr. kom á miða nr. 19201.
12-14. Ritvélar frá Borgarfelli hf., að verðmæti 25
þús. kr. hver, komu á miða nr. 13063, nr. 15385 og nr.
16924.
15.-24. Bókaúttekt frá bókaforlagi Máls og menn-
ingar, að verðmæti 7 þús. kr. hver, kom á miða nr.
2150, nr. 3264, nr. 5185, nr. 10588, nr. 18990, nr.
23819, nr. 24083, nr. 27245, nr. 28560 og nr. 28884.
25.-29. Bókaúttekt frá bókaforlaginu Svart á hvítu,
að verðmæti 5 þús. kr. hver, kom á miða nr. 9780, nr.
14956, nr. 16671, nr. 19020 og nr. 30124.
30.-34. Vöruúttekt frá Nýjabæ, að verðmæti 5 þús.
kr. hver, kom á miða nr. nr. 3699, nr. 8364, nr. 24557,
nr. 25219 og nr. 27175.
Vinningshafar geta snúið sér til skrifstofu Þjóð-
viijans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna.
Þjóðviljinn þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir góð
viðbrögð við sölu happdrættismiðanna og umboðs-
mönnum happdrættisins um land allt fyrirþeirra fram-
lag.
Barnabílstóll
- bílpúði - belti!
Notar barnið þitt
öryggisbúnað í bílnum?
mÍUMFERÐAR
Uráð
ERLENDAR FRÉTTIR
Sovétríkin
Malenkov látinn
Georgy Malenkov var ekki jarðsettur með jafn glœsilegum hœtti og
maðurinn er hann þjónaði og ekki er þess getið að nokkur hafigengið
fram hjá líkbörum hans
Félagi Georgy Malenkov er
ekki lengur á meðal vor. A
mánudag bárust þær fréttir vest-
ur yfir tjald að hann hefði andast í
fyrra mánuði, 86 ára að aldri, og
verið jarðsunginn í kyrrþey.
Félagi Malenkov var um langt
árabil stoð og stytta Jósefs Stalíns
en hann sat alllengi við stjórnvöl-
inn í Sovétríkjunum. Þegar Stalín
lést varð hann um skeið forsætis-
ráðherra. Þjóðviljinn greinir frá
skipun hans í það embætti sama
dag og hann greinir frá láti Stal-
íns, eða nánar tiltekið þann
7.mars árið 1953. Um Malenkov
er þar farið þessum orðum:
„Georgi Maxímílíanovitsj
Malenkoff, hinn nýi forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, er 51 árs
gamall. Hann gekk í Rauða her-
inn 1919 og í kommúnistaflokk-
inn 1920. Hann gekk í tæknihá-
skólann í Moskva 1922-1925. Síð-
an gerðist hann starfsmaður
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins og gegndi þar ýmsum störf-
um, var m.a. um tíma einn af rit-
urum Stalíns.
Árið 1941 tók Malenkoff sæti í
landvarnanefndinni og var falin
yfirstjórn skriðdrekaframleiðsl-
unnar og síðar flugvélafram-
leiðslunnar og þótti leysa þau við-
fangsefni af hendi með miklum
ágætum. Árið 1944 varð hann
þjóðfulltrúi frelsuðu héraðanna
og hafði eftir það á hendi yfir-
stjórn endurreisnar hins stríðs-
eydda hluta Sovétríkjanna.
Árið 1946 tók Malenkoff sæti í
stjórnmálanefnd miðstjórnar
kommúnistaflokksins og sama ár
varð hann varaforsætisráðherra.
Hann flutti skýrslu miðstjórnar á
19.þingi kommúnistaflokksins í
haust.“
En Malenkov var ekki einn um
hituna, hugur Nikitas nokkurs
Krústjovs stóð einnig til æðstu
metorða. Þeir félagar tóku hönd-
um saman strax fyrstu vikurnar
eftir lát Stalíns og komu hinum
valdamikla yfirmanni leynilög-
reglunnar, Lavrenty Bería, fyrir
kattarnef. Enda ekki seinna
vænna þar eð Bería hafði í fjölda-
mörg ár verið alveg sérstakur
óvinur alþýðu manna í Sovétríkj-
unum og auk þess erindreki út-
lendinga.
En fljótlega hófst kapphlaup
þessara tveggja ágætismanna um
vegtyllur og leiðsögn öreiganna. í
september árið 1953 mátti vera
ljóst að Krústjov hafði bæði tögl
og hagldir í flokknum því þá var
hann útnefndur fyrsti ritari.
Ágreiningur Malenkovs og
Krústjovs jókst jafnt og þétt. Þeir
deildu um landbúnaðarmál og
iðnað, flokksmál og kerfismál.
Það var sama hvar borið var nið-
ur, hvarvetna krafðist Malenkov
gætni og hófsemdar og varaði við
því að menn rösuðu um ráð fram.
En enginn má við margnum. í
febrúarmánuði árið 1955 sá Mal-
enkov þann kost vænstan að láta
af embætti forsætisráðherra.
Hann var snimmhendis leystur af
hólmi af Nikolai Bulganin.
Þrátt fyrir þennan ósigur sat
Malenkov áfram í stjórnmála-
nefnd flokksins ásamt ýmsum
öðrum gömlum þjónum Stalíns,
en þeirra meðal voru Vyacheslav
Molotov og Lazar Kaganovich.
Krústjov hélt því síðar fram að
þessir þrír hefðu gert allt er í
þeirra valdi stóð til þess að
bregða fæti fyrir tilraunir sínar til
þess að hverfa af braut stalín-
ismans og brydda uppá nýjung-
um.
Á tuttugasta þingi Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna hélt
Krústjov hina frægu leyniræðu
sína. I henni er engin fjöður dreg-
in yfir þá staðreynd að Jósef Stal-
ín var hinn versti fantur og fúl-
menni. Ræða þessi hefur enn
þann dag í dag ekki verið birt
gerskum almenningi.
Míkhael Gorbatsjov, núver-
andi bóndi í Kreml, hefur við ýms
tækifæri borið lof á þá umbóta-
viðleytni er Krústjov og félagar
hans sýndu á þessum tíma. Þre-
menningarnir Malenkov, Mo-
lotov og Kaganovich kunnu hins-
vegar ekki að meta nýmælin.
I júnímánuði áríð 1957 sáu þeir
sér leik á borði. Með ráðsnilld og
fortölum tókst þeim að vinna
meirihluta framkvæmdanefndar-
innar á sitt band um að steypa
Krústjov af stóli.
I sovéska kommúnistaflokkn-
um er ein stofnun æðri fram-
kvæmdanefnd miðstjórnarinnar
en það er vitaskuld miðstjórnin
sjálf. En þegar þörf er á skjótum
viðbrögðum getur verið tíma-
frekt að hóa henni saman þar eð
fulltrúar búa á víð og dreif um hin
víðlendu Sovétríki.
En Georgy Zhukov varnar-
málaráðherra og marskálkur,
stríðshetja Sovétmanna númer
eitt úr „Föðurlandsstríðinu
mikla,“ bjó yfir tveim eigin-
leikum er nú komu Krústjov til
bjargar. í fyrsta lagi var hann
andsnúinn Malenkov, Molotov
og Kaganovich. í öðru lagi var
hann þrautgóður á raunastund.
Zhukov lét flytja gervalla
miðstjórnina til Moskvu með
herflugvélum þar sem hún efndi í
skyndi til neyðarfundar og
hnekkti ákvörðunum fram-
kvæmdanefndarinnar. Hermt er
að marskálkurinn hafi auk þessa
látið skriðdrekasveitir vera í við-
bragðsstöðu við hlið höfuðborg-
arinnar. Enn hafði Krústjov
skotið Malenkov ref fyrir rass.
í Þjóðviljanum var greint frá
því þann 4.júlí árið 1957 að Mal-
enkov, Molotov og Kaganovich
hafi verið vikið úr forystu komm-
únistaflokksins ásamt þáverandi
utanríkisráðherra, Dimitry Shep-
ilov. Daginn eftir greinir blaðið
frá því að þeir hafi verið sviptir
öllum ráðherraembættum og
vegtyllum öðrum.
Blaðið endursegir hluta álykt-
unar miðstjórnar flokksins um
mál þremenninganna. „í ályktun
miðstjómarinnar segir, að flokk-
urinn hafi unnið kappsamlega að
því að bæta lífskjör fólksins, færa
flokksstarfssemina aftur í lenín-
ískt horf, útrýma lögleysum, styr-
kja tengslin milli fjöldans og
flokksins, efla sósíalistískt lýð-
ræði í Sovétríkjunum, grunn-
múra vináttu meðal sovétþjóð-
anna og draga úr viðsjám í al-
þjóðamálum til að tryggja varan-
legan frið. Á öllum þessum svið-
um hafi miklu verið áorkað, eins
og allir sovétborgarar viti. Samt
hafi andflokkslegur hópur þeirra
Molotoffs, Malenkoffs og Kag-
anovitsj beitt sér gegn stefnu
flokksins."
Menn er leggjast gegn ágætum
hlutum eiga ekkert gott skilið.
Þremenningarnir voru reknir úr
flokknum og fengu skömm í hatt-
inn fyrir unnin störf. Molotov
fékk að vísu uppreisn æru að
hluta þegar hann fékk inngöngu í
flokkinn á nýjan leik á ofanverð-
um valdadögum Leoníds Brésn-
evs. Hann lést í fyrra. Spesíalistar
Reuters telja Kaganovich hins-
vegar enn í tölu lifenda, að sögn
þeirra þreyir hann elli sína flest-
um gleymdur/ einhversstaðar í
Moskvuborg. Óvíst erhvorthann
fylgdi Malenkov sökunaut og
vopnabróður sínum til grafar,
Reuter/ÞjóðviIjinn/-ks.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 3. febrúar 1988