Þjóðviljinn - 03.02.1988, Blaðsíða 11
ÖRFRÉTTIR
Bandaríkjamönnum
blöskrar almennt framferði fsra-
elskra dáta á hernumdu svæðun-
um og virðast gyðingar engu
síður hneykslaðir en aðrir. Al-
kunna er að 45 palestínsk ung-
menni hið minnsta hafa verið
skotin til bana af hermönnum
herraþjóðarinnar frá því óeirðir
hófust á vesturbakka Jórdanár
og Gazasvæöinu í desember í
fyrra. Samkvæmt skoðanakönn-
un bandaríska vikuritsins „Time“
kváðust 57 af hundraði banda-
rískra gyðinga og 72 hundraðs-
hlutar „annarskonar" Banda-
ríkjamanna eindregið á móti
hverskyns valdníðslu og ofbeldi
(sraelsmanna á hernumdu
svæðunum. 77 af hundraði gyð-
inga og 65 hundraðshlutar ann-
arra kana voru þeirrar skoðunar
að (sraelsríki setti ofan í augum
umheimsins sökum hrottaskapar
stjórnendanna.
Mörg hundruð
hjúkrunar-
fræðingar
og sjómenn á ferjum og kaup-
skipum lögðu niður vinnu á Bret-
landi í gær. Hjúkrunarfræðing-
arnir starfa allir við Maudesley
geðsjúkrahúsið í Lundúnum og
sinntu þeir aðeins neyðarþjón-
ustu í gær. Stéttarfélag þeirra
hefur lýst því yfir að þetta sé að-
eins hið fyrsta í röð fjölmargra
eins dags vinnustöðvana sem
efnt verður til á næstunni til að
knýja fram kauphækkanir og
hækkun fjárframlaga til heilbrigð-
isþjónustunnar. Sjómennirnir
fóru í verkfall í gær þótt breskir
dómstólar hefðu sagt vinnu-
stöðvun þeirra öldungis ólög-
lega. Þeir krefjast endurráðning-
ar 161 kollega síns er reknir voru
frá störfum fyrir skömmu og
endurskoðunar áætlunar ríkis-
valdsins um fækkun kaupskipa
hins opinbera.
Varnarmála-
ráðherrar
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna,
þeir Dmitri Yazov og Frank Carl-
ucci, munu hittast að máli í Bern í
Sviss einhverntíma fyrir lok
marsmánaðar. Umræðuefnið
verður afvopnun og fleira er
snertir störf þeirra félaga. Þessar
fréttir bárust frá heimildamanni í
Hvíta húsinu í Washington í gær
og lét sá þess ennfremur getið að
fundur þessi væri í hæsta máta
óvenjulegur en til marks um bætt
samskipti risaveldanna.
Vítamín
eykur ekki gáfur fólks og sé það
tekið í of miklu mæli getur það
verið banvænt. Fyrir skömmu
voru birtar í breskum blöðum nið-
urstöður rannsókna tveggja
efnafræðinga sem stóðu á því
fastar en fótunum að vítamín ylli
gáfum og drægi úr árásarhneigð.
Allir foreldrar vilja eiga klár og
klók afkvæmi sem þar að auki
eru prúð og pen. Því stórjókst
sala á vítamíntöflum. En sérfróðir
læknar og hámenntaðir prófess-
orar í næringarfræði gjalda var-
huga við þessum kenningum.
Staðhæfa þeir að ofneysla b, c
og d vítamína geti verið banvæn,
orsakað nýrnaskemmdir, gall-
steinamyndun og lömun tauga í
höndum og fótum. Doktor And-
rew Tomkin hefur orðið: „Fólk
virðist hafa ályktað sem svo að
þar sem ein vítamíntafla geri
gagn geri tvær tvöfalt gagn og
síðan koll af kolli. Fólk vill vita-
skuld auka hugarhæfni barna
sinna en hættan er sú að þau éti
of mikið vítamín og þá er svo
sannarlega betur heima setið en
af stað haldið."
ERLENDAR FRÉTTIR
Járnfrúin og kanslarinn eru höfuðandstæðingar innan Evrópubandalagsins og snýst ágreiningur þeirra fyrst og fremst
um landbúnaðarmál.
Evrópubandalagið
Fundað fyrir leiðtogafund
Thatcher og Kohl rœddu landbúnaðarmál í Lundúnum ígær
en ínœstu viku hefst fundur leiðtoga ríkja Evrópubanda-
lagsins í Brussel
Þau Margrét Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, og Hel-
mut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, áttu með sér fund í
Lundúnum í gær í því augnamiði
að reyna að eyða ágreiningi sín-
um í landbúnaðarmálum Evr-
ópubandalagsins og fyrirbyggja
með því að ieiðtogafundur þess
fari út um þúfur. Fundurinn hefst
í næstu viku í Brussel.
Skötuhjúin ræddust við í tvær
klukkustundir í gær og efndu því-
næst til sameiginlegs frétta-
mannafundar. Á honum voru
þau svo hreinskilin að játa að þau
væru enn ósammála þótt nokkur
árangur hefði nást varðandi
framleiðslumagn.
Járnfrúin kvað fundinn hafa
farið fram í jákvæðu andrúms-
lofti og ennfremur hafa verið
uppbyggilegan og skapandi.
Kanslarinn sagði þau bæði vinna
heilshugar að því að fundurinn í
Brussel yrði árangursríkur.
Ákvörðunin um að halda
aukafund leiðtoga Evrópubanda-
lagsins var tekin á ieiðtogafundi í
Kaupmannahöfn skömmu fyrir
áramót þegar ljóst var orðið að
ekkert samkomulag myndi takast
um landbúnaðar-og fjármál
bandalagsins. Á Brusselfundin-
um hyggjast valdsmenn ríkjanna
tólf freista þess að eyða ágrein-
ingi sínum en hann er hatramm-
astur miili Vestur-Þjóðverja og
Breta og snýst fyrst og fremst um
framleiðslumagn landbúnaðara-
furða og niðurgreiðslur til
bænda.
Kohl er um þessar mundir fyr-
irliði Evrópubandalagsins og
verður gestgjafi leiðtogafundar
þess næsta sumar. Hann segist
hafa lagt fyrir Thatcher drög að
málamiðlunarsamkomulagi sem
kveður á um mikinn samdrátt í
framleiðslu hverskyns korn-
metis. En breski forsætisráðherr-
ann blés á tillögur hans og kvaðst
ekki samþykkja nein aukin út-
gjöld bandalagsins fyrr en tekið
hefði verið á landbúnaðarmálun-
um af festu, meðal annars með
því að ákveða fast verð.
í tillögu Kohls er kveðið á um
að ræktanlegt land verði látið í
órækt og sagði Thatcher það útaf
fyrir sig gott og blessað. Ef sam-
komulag tækist um landbúnað-
armál fæli það vitaskuld í sér að
býli legðust í eyði. En grundvall-
aratriði væri að niðurgreiðslur
landbúnaðarvara yrðu dregnar
saman og að settir yrðu hámarks-
framleiðslukvótar.
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsríkja hafa fundað stíft í
Brussel síðustu tvo daga og
freistað þess að finna samkomu-
lagsleiðir í ágreiningsmálum.
Þeir kváðu ekki hafa haft erindi
sem erfiði utan hvað ýmsum
„tæknilegum vandamálum" mun
hafa verið komið fyrir kattarnef.
Kohl lagði á það ríka áherslu í
gær að leiðtogarnir yrðu að
höggva á alla ágreiningshnúta á
Brusselfundi sínum, ekki mætti
fresta lausn neinna deilumála
fram að júnífundinum er haldinn
verður í Hannover.
Breska ríkisstjómin rær nánast
ein á báti innan bandalagsins í
afstöðu sinni til landbúnaðar-
mála. Einungis Hollendingar
hafa samúð með sjónarmiðum
hennar. í Frakklandi standa for-
setakosningar fyrir dyrum og ótt-
ast þarlendir pólitíkusar heift
kjósenda í strjálbýli beiti þeir sér
fyrir samdrætti í framleiðslu mat-
væla. Sama er uppi á teningnum í
V estur-Þýskalandi. Þar eru
tvennar fylkisþingkosningar yfir-
vofandi og koma búkarlar all-
mjög við sögu í hvorri tveggju
þeirra.
Auk landbúnaðarmála er Ijóst
að leiðtogamir munu þurfa að
eyða miklu púðri í umræður um
fjármögnun starfs bandalagsins
og stuðning stöndugri aðildar-
rikja við þau blankari.
Reuter/-ks.
EFTA/EB
Stefnt að autdimi samvinnu
í aðildarríkjum Evrópubandalagsins og Fríverslunarsam-
taka Evrópu eru 44 af hundraði heimsmarkaðarins
Viðskiptaráðherrar aðildar-
ríkja Evrópubandalagsins og
Fríverslunarsamtaka Evrópu, ís-
land er í síðarnefnda hópnum,
ákváðu í gær að stórauka sam-
vinnu þessara hagsmunasamtaka
í því augnamiði að efla verslun og
hagsæld á heimsins stærsta mark-
aði, Vestur-Evrópu.
Evrópubandalagið myndar
hópur tólf ríkja en EFTA ríkin
eru se\. Fréttaritari Reuters
greindi frá því að fulltrúar ríkj-
anna hefðu þrátt fyrir yfirlýsingu
þessa viðurkennt að mikið verk
væri óunnið við samræmingu
ólíkra sjónarmiða og hagsmuna
þar eð náið samstarf myndi
snerta fjölda flókinna þátta efna-
hagslífsins!
Fulltrúar Evrópubandalagsins
munu á fundi þessum hafa brýnt
fyrir fulltrúum EFTA að ríki
þeirra gætu ekki vænst þess að fá í
framtíðinni notið sömu mark-
aðsfríðinda og EB ríkin. Það er
kunnara en frá þurfi að segja að
Evrópubandalagið hyggst gera
markaði aðildarríkja sinna að
einu samfelldu sölutorgi fyrir árs-
lok 1992.
„Við gerum okkur fyllilega
grein fyrir því að það verður ekki
ætíð auðvelt fyrir okkur að vinna
saman en við erum engu að síður
staðráðin í að gera allt sem i okk-
ar valdi stendur til þess að efla
samvinnu og samskipti í framtíð-
inni,“ sagði Pertti Salolainen,
utanríkisviðskiptaráðherra Finn-
lands, í gær.
Auk íslands eiga Sviss,
Austurríki, Noregur, Svíþjóð og
Finnland aðild að EFTA. Nú er
svo komið að hagsmunafélögin
tvö eru mikilvægustu kúnnar
hvors annars. Þau hafa afnumið
alla tolla og innflutnings-
skammtakerfi í iðnvarakaup-
skiptum sínum. Aðildarríkin
spanna um 44 af hundraði mark-
aðar heimsins.
Reuter/-ks.
Bandaríkin
Reagan
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
setí gerði í gær örvæntingarfullar
úrslitatilraunir til þess að vinna
fulltrúadeildarþingmenn á sitt
band í baráttunni fyrir fjáraustri
í Kontraskæruliða. Mun hann
prívat og persónulega hafa fund-
að með tólf þingmönnum og auk
þess gert George Shulz utanríkis-
ráðherra sinn út af örkinni til at-
kvæðaveiða.
rembist
I dag munu fulltrúardeildar-
þingmenn greiða atkvæði um það
hvort verða eigi við beiðni Reag-
ans um 36 miljóna dala fjárhags-
aðstoð við Kontraliðana. Á
föstudaginn kemur síðan til kasta
öldungardeildarþingmanna.
Leiðtogi demókrata í fulltrúa-
deildinni, Tom Foley að nafni,
kvaðst í gær fullviss um að mála-
leitan forsetans yrði hafnað.
Reuter/-ks.
Mlðvlkudagur 3. fobrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11