Þjóðviljinn - 03.02.1988, Page 15
ÍÞRÓTTIR
og þetta
líka...
„Viljum sannanir“
Forystumenn íþróttamála í Bretlandi
heimta að gullhafinn frá Olympíuleik-
unum, Carl Lewis, rökstyðji þær yfir-
lýsingar sem hann hefur verið með
um mikla lyfjamisnotkun hjá frjáls-
íþróttafólki beggja vegan Atlanshafs-
ins. Hann segir að þetta hafi jafnvel
leitt til dauða nokkurra íþróttamanna
en forystumennirnir neita og segja að
hann eyðileggi orðstír íþróttarinnar.
Lést í ieik
Tuttugu og níu ára markvörður, Steve
King, í utandeildarliðinu Chalfont St.
Peter Side lést eftir að hafa skollið
með höfuðið á annan leikmann í
kappleik á laugardaginn.
Zoia Budd
Fjórir mótmaelendur stigu ( veg fyrir
langhlauparann Zolu Budd í mara-
þonhlaupi í Englandi á laugardaginn.
Voru þeir að mótmæla aðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku en
Budd mun vera þaðan. Hún sveigði
framhjá þeim og trufluðu þeir hana
ekki frekar en fyrir þremur árum var
hún neydd útaf braut í maraþonhlaupi
af mótmælendum. Á laugardaginn
lenti hún í 4. sæti sem tryggir henni
sæti í landsliði Breta sem keppir í
maraþonhlaupi í Nýja-Sjálandi í
mars.
„Hundur líkur mús“
Búið er að hann merki sumarólymp-
íuleikanna í Barcelona sem verða
haldnir 1992. Það mun vera „hundur
sem líkist örlítið mús“ en merkið verð-
ur ekki gert opinbert fyrr en einkaleyfi
hefur verið fengið fyrir teikningunni.
Blankir
Svo getur farið að Júgóslavar komist
ekki á Ólympíuleikana í Calgary
vegna blankheita. „Ólympíuráðið
hefur ekki séð liðinu fyrir nægu fjár-
magni. Það eraðeins komin 1/3 hluti,
við eigum bókað far 7 febrúar og ef
afgangurinn verður ekki kominn þá,
verðum við að hætta við“ sagði yfir-
maður landliðsins Tone Vogrinec.
„Svo virðist sem Ólympíuráðið hafi
aldrei heyrt um leikana þar til fyrir
tveimur mánuðum en samt höfum við
rekið á eftir þeim í 3 ár“ sagði hann að
lokum.
Schalke
sem er á botni Bundesligunar þýsku
hefur kallað á 43 ára gamlan kappa,
Klaus Fichtel, til hjálpar liðinu. Klaus
setti skóna á hilluna í ágúst 1986 og
hafði þá spilað 541 leik í Bundeslig-
unni auk nokkurra landsleikja. „Hann
er í toppformi, er mjög sterkur and-
lega og líkamlega og hefur meira að
segja ekki bragðað alkóhól" sagði
þjálfari liðsins Horst Franz. Klaus hef-
ur verið á launaskrá Schalke síðan
hann hætti að spila og þá sem þjálf-
ari. „Allt sem ég á er liðinu að þakka
og því er skylda mín að hjálpa til“
sagði Klaus Fichtel.
Frá vinstri: Jón Tryggvi, Jón E. Sigurðsson, Árni Þór Árnasson og Vildís K.
Guðmundsdóttir.
Badminton
Fyrirtækjakeppni BSI
Sólargluggatjöld og Samsölubrauð
unnu
Um helgin hélt Badminton-
sambandið fyrirtækjakeppni í
TBR húsinu. Voru 57 fyrirtæki
skráð til keppni, sem er mjög
fjölmennt. Sigurvegarar urðu
Sólargluggatjöld, sem Árni Þór
Árnasson og Vildís K. Guð-
mundsdóttir spiluðu fyrir. í auka-
flokki, en þangað fara þeir sem
tapa fyrsta leik, unnu þeir Jón
Tryggvi og Jón E. Sigurðsson
sem spiluðu fyrir Samsölubrauð.
-ste
Frjálsar
istandsmót í fimmtai|nut
Gísli og Bryndís unnu örugglega
íslandsmótið í fimmtarþraut urðsson, sem nú þjálfar UMSS,
innanhúss var haldið á Laugar- mætti með mikið iið og hreppti
vatni og í Baldurshaga um helg- sjálfur fyrsta sætið. Þorsteinn
jna Þórsson IR var í 2. sæti þegar að-
Bryndís Hólm ÍR sigraði ör- eins langstökkið var eftir en
ugglega í kvennaflokki og hafði treysti sér ekki í það og varð að
forystu frá fyrstu grein. Ingibjörg hætta keppni. Gunnlaugur
ívarsdóttir HSK vann 50 metra Grettisson IR og Gunnar Gunn-
grindahlaup og náði þar með að arsson HSK hættu einnig keppni
komast í 2. sætið. vegna meiðsla.
íslandsmeistarinn Gísli Sig-
Úrslit:
Konur.....................hást kúluv 50m grhl 50m hl langst
I.BryndísHólmÍR...............3594stig (1.64 10.41 7.8 6.7 5.74)
2.IngibjörgívarsdóttirHSK.......3267stig (1.55 9.53 7.7 6.8 5.2)
3. BerglindBjarnadóttirUMSS.....3129stig (1.58 9.64 8.4 6.9 5.26)
4. Birgitta Guðjónsdóttir HSK....3021 stig (1.46 10.31 8.1 7.1 5.18)
5. Kristjana Hrafnkelsdóttir HSH.2949 stig (1.58 10.56 8.8 7.1 4.91)
6.SúsannaHelgadóttirFH..........2904 stig (1.34 6.71 8.6 6.5 5.72)
7. Sigurlaug Gunnarsdóttir UMSS.2156stig (1.46 6.54 9.5 7.3 4.06)
8. Rósa Vésteinsdóttir UMSS......2140 stig (1.31 7.3 9.2 7.6 4.57)
9. Bryndís Guðnadóttir ÍR.......1995 stig (1.34 9.41 9.9 8.0 4.18)
Karlar.................hást kúluv stangarst 50mgrhl 50mhl
1. Gísli Sigurðsson UMSS......3672 stig (1.87 12.77 4.60 6.9 6.2)
2. Auðunn Guðjónsson HSK.......3140stig (1.81 11.68 4.00 7.3 6.5)
3. HelgiSigurðssonUMSS..........2684stig (1.75 9.46 2.70 8.0 5.9)
4. Sigfús Jónsson UMSS............1984stig (1.90 7.80 0 8.9 6.5)
-ste
Knattspyrna
Þjálfar Cruyff Barcelona?
Neitar að hafa samið við félagið þrátt fyrir sögusagnir um hið gagnstæða
Johan Cruyff varð spænskur
deildarmeistari með Barcelona
1974 en þá hafði liðið ekki unnið
þann titil í 14 ár. Hann leiddi
einnig Ajax þegar þeir urðu Evr-
ópubikarhafar í fyrra.
Hann sagðist vilja ræða málin
ef þeir hefðu samband við hann
og þegar hann var í viðskiptaferð
á Spáni ræddi hann við vara-
forseta Barcelona Joan Gaspart
en hvorugur segir að ráðning
Cruyff hafi komið til tals.
Barcelona, sem er eitt ríkasta
lið Spánar, erfiðar nú um miðja
deild og hafa áhangendur liðsins
heimtað að forseti félagsins segi
af sér. Áður var Terry Venables
þjálfari hjá félaginu en var rek-
inn. Þá tók við Luis Aragones en
hann fékk taugaáfall fyrir
skömmu en er nú komin á kreik
en þykir ekki líklegur til afreka.
-ste
Borðtennis
Ovænt úrslit í
1. flokki
Mikil spenna áfjölmennasta borð-
tennismóti tímabilsins
Víkingsmótið í borðtennis var
haldið í aðalsal Laugardalshallar
á sunnudaginn. Voru keppendur
rúmlega níutíu talsins og er þetta
stærsta punktamót sem haldið
hefur verið á þessu keppnistíma-
bili. Lítil spenna var í meistara-
flokki en í 1. flokki sigraði
Trausti Kristjánsson Víking. í
NBA-karfa
Boston vann Lakers tapaði
Tvær umferðir voru leiknar í
NBA-deildinni um helgina. Á
laugardag léku Boston Celtics við
Detroit Pistons og töpuðu en
möguleiki er á að einmitt þeir
síðarnefndu komi hingað í sumar
og leiki nokkra leiki. A sunnudag
töpuðu þeir aftur á móti gegn
New Jersey Nets.
Laugardagur
Philadelphia 76ers-lndiana Pacers
94-89
Detroit Pistons-Boston Celtics
125-108
Dallas Mavericks-Seattle Superson-
ics....................117-109
Chicago Bulls-New Jersey Nets
120-93
Milwaukee Bucks-Los Angeles
Clippers................97-88
Los Angeles Lakers-Atlanta Hawks
117-107
PortlandTrail Blazers-Phoenix Suns
128-119
Golden State Warriors-Utah Jazz
102-100
Sunnudagur
Cleveland Cavaliers-Washington
Bullets..................128-126
New Jersey Nets-Detroit Pistons
116-104
Chicago Bulls-New York Knicks
97-95
Houston Rockets-Dallas Mavericks
108-92
San Antonio Spurs-Seattle Supers-
onics....................112-102
Denver Nuggets-Los Angeles Clipp-
ers......................124-106
Sacramento Kings-Phoenix Suns
126-120
Atlanta Hawks-Utah Jazz.... 115-109
-ste
kvennaflokki máttu stúlkurnar
spila í tveimur flokkum það er að
segja í sínum flokki og upp fyrir
sig. Það gaf góða raun því tvær
þeirra unnu til verðlauna í báðum
flokkum.
Úrslit
Meistaraflokkur karla
1. Albrekt Ekkmann Stjörnunni
2. Tómas Guðjónsson KR
3-4. Kristinn Már Emilsson KR
3-4. Jóhannes Hauksson KR
1. flokkur karla
1. Trausti Kristjánsson Víking
2. Halldór Björnsson Víking
3-4. Davíð Pálsson Eminum
3-4. Sigurður Bollason KR
2. flokkur karla
1. Haraldur Kristinsson Erninum
2. Pétur Blöndal KR
3-4. Tryggvi Valsson Víking
3-4. Arnór Gauti Helgason Víking
Meistaraflokkur kvenna
1. Berglind Sigurjónssdóttir KR
2. Auður Þorláksdóttir KR
3. Hjördís Þorkelsdóttir Víking
1. flokkur kvenna
1. Auður Þorláksdóttir KR
2. Hjördís Þorkelsdóttir Víking
3. Anna Þórðardóttir KR
4. Sigurborg Ólafsdóttir UMSB
-ste
Næring
íþróttafólks
m.-,
BeUbrigðis og rannsóknarráð ÍSÍ
Höfundur Laufey Steiugrímsdóttir,
næringarfræðmgur.
Reykjavík 1988.
íþróttasamband íslands
ÍSÍ-bæklingur
„Næring íþróttafólks“
Ný og endurbœtt útgáfa komin út
Heilbrigðis- og rannsóknarráð
ÍSÍ gaf nýlega út nýja og endur-
bætta útgáfu af bækling sínum,
Næring íþróttafólks. Ráðið telur
brýnt að þjálfarar og
leiðbeinendur fái bæklinginn.
Meðal greina í honum eru kaflar
um fjörefni, vökva og máltíða-
skipan.
Verð á bæklingnum er aðeins
100 kr. og hægt er að fá magn-
afslátt. Hægt er að kaupa hann á
skrifstofu ISÍ eða fá sendan
póstkröfu.