Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 32. tölublað53. ðrgangur Húsnœðislánin 9000 umsóknir bíða Rúmlegaþrjúþúsund umsóknir verið afgreiddar síðan nýja húnœðislánakerfið tókgildi. Alls hafa rúmlega 12 þúsund manns sótt um lán. Mun taka áfimmta árað afgreiða umsóknirsem bárust Húsnœðisstofnun fyrir áramót I lok síðasta árs voru 9110 um- sóknir óafgreiddar hjá Hús- næðisstofnun, en alls höfðu 3020 umsóknir til nýbygginga og eldri íbúða verið afgreiddar frá því að nýja húnæðislánakerfið tók gildi 1. september 1986. Alls hafa því 12.130 umsóknir borist stofnun- inni frá því að nýju lögin tóku gildi. Þetta kom fram í svari fél- agsmálaráðherra við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni. í svarinu kemur einnig fram að fyrir liggja umsóknir um fram- kvæmdalán frá 38 stjórnum verkamannabústaða, sveitarfé- lögum og 10 öðrum aðilum til byggingar 949 íbúða í ár. A þessu ári er gert ráð fyrir að afgreiða fyrri hluta lána úr Bygg- ingarsjóði ríkisins vegna um 2100-2300 íbúða og áætlað er að gera samninga um framkvæmdal- án úr Byggingarsjóði verka- manna til byggingar 500-600 íbúða. Þá er minnt á að 273 milj- ónir eigi að renna til byggingar kaupleiguíbúða í ár. Hjörleifur fór einnig fram á svar við því hversu mörg lán yrði hægt að veita á næsta ári en end- anlegar upplýsingar um fjármagn til útlána 1989 liggja ekki fyrir. Þeir sem fá fyrri hluta láns í ár sóttu allir um fyrir 13. mars í Hafís íshrafl fyrir norðan „Við höfum haft fregnir af Is- hrafli víðsvegar út af Norður- landi, við Grímsey, Hornbjarg og vfðar. Þetta er ís sem hefur slitn- að frá meginisnum og rekið til landsins, enda vindátt verið norð- læg. Það er ástæða til að vara sjófarendur við ísnum, því hann sést illa í radar," sagði Páll Berg- þórsson veðurfræðingur við Þjóðviljann. Páll vildi engu spá, hvert fram- haldið yrði; hvort við mættum eiga von á ísári eða ekki. Sagði að það færi allt eftir vindum og hita á næstu dögum og vikum. Spáð er áf ramhaldandi norðanátt í dag og því má vænta þess að ísinn nálgist landið enn meir en nú er. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagði við Þjóðviljann í .gxr að í grennd við eyna væri að sjá íshrafl og stöku jaka, en vegna lélegs skyggnis gat hann ekki sagt um hversu mikið af landsins for- na fjanda væri við eyna'. Norðan- kaldi var þar í gær og gekk á með hríðaréljum annað veifið. Flugvél Landhelgisgæslunnar komst ekki í ískönnunarflug i gær vegna slæmra skilyrða, en reynt verður strax við fyrstu hentug- leika að kanna hversu mikill ísinn er. " -grh fyrra. Þeir sem sóttu um eftir það fá lán ári eftir að þeir hafa fengið lánsloforð, en Húsnæðisstjórn er ekki enn farin að senda þau út. Miðað við að um 2000 manns fái fyrirgreiðslu árlega mun taka nærri fimm ár að veita öllum lán sem sóttu um fyrir árslok í fyrra. -Sáf Dagsbrún Vericfefls- heimild Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík boðar til félagsfundar klukkan 16 á morgun, fimmtudag. í auglýsingu eru Dagsbrúnarfélagar hvattir til að „taka sér frí" og mæta á fundinn. Stjórn félagsins mun fara fram á heimild til verkfallsboðunar en auk þess verður farið yfir stöðuna í samningamálum. dag rennur út frestur til að skila skattframtali. Einstaka maður þarf lengri frest. Þessi var á harðahlaupum á skattstofunni í Reykjavík í gær. „Já, kennitalan! Bíddu nú við! Bíddu nú ..." VMSÍ Ný kröfugerð klár Formannafundurfjallarumnýjakröfugerðídag. Búistviðað samningaviðræður hefjist á morgun. Sigurður T. Sigurðsson, Hlíf: Alrangthjáformanninum að mérhafi verið boðið að taka sæti í samninganefnd hafðir með í ráðum, sagði Sig- urður. -rk Sjá síðu 3 Samninganefnd Verkamanna- sambandsins samþykkti í gær nýja kröfugerð fyrir komandi samningaviðræður. Kröfugerðin verður lögð fyrir formannafund VMSf í dag og er fastlega búist við að formennirnir veiti nýjum kröf- um brautargengi. Eftir því sem Þjóðvujinn kemst næst er krafa gerð um að taxtakaup hækki fyrst um 10% og um önnur 10% síðar á árinu. Einnig eru gerðar kröfur um starfsaldurshækkanir, sér- stakar leiðréttingar til handa fisk- verkafólki, lengra orlof og des- emberuppbót á laun. Auk kröfugerðarinnar verður á formannafundinum rætt um skipulagningu aðgerða, dragist samningaviðræður á langinn, en áformað er að viðræður hefjist að nýju á morgun. - Halda menn að ég berðist um á hæl og hnakka fyrir bættum samskiptum við Guðmund J. og framkvæmdastjórnina án tilefnis. Ef ég fengi slíkt tilboð mundi ég taka því án umhugsunar, sagði Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í tilefni af þeim um- mælum Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Verka- mannasambandsins, í DV á laug- ardag, að Sigurði hafi verið boðið sæti í samninganefndinni en ekki sinnt í neinu því tilboði. - Ég get ekki annað en viður- kennt að við höfum hafið undir- búning að því að semja einir og óstuddir. Við þorum einfaldlega ekki annað eftir allt sem á undan er gengið. Ég veit ekki hvaða sögu menn hafa að segja annars- staðar, en við erum allavega ekki Verslunarmenn Bíða átekta Það kann að koma að þvf að stjórnum félaganna verði veitt heimild til verkfallsboðunar. Verði málin ekki farin að skýrast innan 10 daga, gæti svo farið að félögin færu að hugsa sér til hreyfings, sagði Björn Þórhalls- son, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, en sambandið átti viðræður við at- vinnurekcndur f fyrradag. Að sögn Björns Þórhallssonar hefur formleg kröfugerð Lands- sambands verslunarmanna ekki verið lögð fram. - Ég á frekar von á því að við dokum við með formlega kröfugerð að sinni. Það væri siðleysi ef félögin færu að huga að verkfallsboðun meðan ekki er kominn skriður á samn- ingaviðræður og skýr kröfugerð hefur ekki verið lögð fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.