Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 8
Ogþáhættiég við að kyrkja þær heldur fór heim og byrjaðifullur afheiftaræði að skrifa Kveðjuskál Kveðjuskál: Arnar Jónsson og Viðar Eggertsson. Alþýðuleikhúsið ÆtHþeirhafi ekkiáttþetta skilið?! Og þá hætti ég við að kyrkja þær heldur fór heim og byrjaði fullur af heiftaræði að skrifa Kveðjuskál í Hlaðvarpanum heldur Al- þýðuleikhúsið áfram sýning- um á tveimur einþáttungum eftir Harold Pinter: Eins konar Alaskaog Kveðjuskál. Ein- þáttungarnir voru frumsýndir þann 7. nóvember á síðasta ári, og voru teknir upp aftur vegna mikillar aðsóknar fyrir áramót. Þar sem ekki varfyrir- hugað að sýningar yrðu svonamargar, hafa þær breytingar orðið á hlutverka- skipan að Viðar Eggertsson hefurtekið við hlutverki Þórs Tulinius, sem eitt af fórnar- lömbunum í Kveðjuskál, og Arnar Jónsson hef ur bætt við sig hlutverki læknisins í Eins konarAlaska. Eins konar Alaska segir frá konu sem vaknar upp af tæpra þrjátíu ára Þyrnirósarsvefni; við hlið hennar mágur hennar, lækn- irinn sem hefur annast hana öll árin. Kveðjuskál segir frá við- skiptum pyndingameistara við þrjú af fómarlömbum sínum, sem hann nýtur þess að kvelja og niðurlægja. Kveikjan að fyrra leikritinu er bók læknisins Oliver Sacks, í svefnrofunum, sem kom út árið 1973 og segir frá farsótt sem breiddist út um allan heim vetur- inn 1916-17. Einkenni hennar vom meðal annars mók, dauðadá og svefn, þeir sem verst urðu úti féllu í mjög einkennilega tegund af svefni, vissu af umhverfi sínu en gátu hvorki hrært sig né talað. Fimmtfu ámm síðar kom loksins til sögunnar lyf sem gerði þeim kleift að snúa aftur til lífsins á ný. Um ástæður þess að hann skrif- aði seinna leikritið segir Pinter meðal annars: - Eftir að ég hafði kannað ást- andið í tyrkneskum fangelsum var ég eitt sinn staddur í boði þar sem ég hitti tvær ungar, tyrknesk- ar konur, mjög greindar og að- laðandi stúlkur, og ég spurði þær hvað þeim fyndist um réttarhöld sem höfðu þá nýlega átt sér stað, um dómana... og þær svöruðu: „Nú, ætli þeir hafi ekki átt þetta skilið?“ „Hvað eigið þið við, af hverju áttu þeir þetta skilið?“ Þær sögðu: „Nú, líklega voru þeir kommúnistar. Við verðum að vernda okkur gegn kommúnist- um.“ Ég sagði: „Þegar þið segið líklega, hvaða staðreyndir hafið þið þá í höndunum?" Auðvitað höfðu þær alls engar staðreyndir. Þær voru fáfróðar. Ég spurði þær hvort þær vissu hvernig tyrknesk herfangelsi væru og um pynding- ar í Tyrklandi og þær ypptu öxl- um og sögðu: „Nú, kommúnistar eru kommúnistar, skilurðu.“ „En hvað finnst ykkur um pynding- ar?“ spurði ég. Þær horfðu á mig og önnur þeirra sagði: „Ó, þú Arnarjónsson: Spennandi hlutverk og tilfinningalega krefjandi Arnar Jónsson leikur nú bæði lækninn í Eins konar Alaska og pyndingameistarann í Kveðju- skál, og breytir sér þar með á tuttugu mínútum úr ástföngnum manni og fullum umhyggju, í viskýdrekkandi sadista. En hvernig gengur að breyta sér svona gjörsamlega á þessum stuttatíma? - Það er kannski ekki svo flók- ið, vegna þess hvað það er mikill munur á þessum tveimur persón- um. Samt er alveg á mörkunum að þetta takist á þessum tuttugu mínútum - bæði hlutverkin eru það tilfinningalega krefjandi. Annars vegar er það læknirinn sem stendur frammi fyrir þeim hefur svo sterkt ímyndunarafl." Ég sagði: „Eigið þið við að þetta sé verra fyrir mig en fórnarlömb- in? Þær ypptu aftur öxlum og sögðu: „Já, hugsanlega." Og þá hætti ég við að kyrkja þær heldur fór heim og settist niður og byrj- aði fullur af heiftaræði að skrifa Kveðjuskál. Þetta voru mjög bein viðbrögð. En þetta er ekki það eina sem fékk mig til að skrifa leikritið. Efnið lá á mér. Leikendur í Eins konar Alaska eru: María Sigurðardóttir, Arnar Jónsson og Margrét Ákadóttir. í Kveðjuskál: Arnar Jónsson, Margrét Ákadóttir, Viðar Egg- ertsson og Oddný Arnarsdóttir. LG stóra vanda að leiða konu sem hann er bundinn sterkum tilfinn- ingaböndum aftur til lífsins, og við að gera það hættir hann á að missa hana endanlega frá sér. Hinsvegar er það þessi maður sem hefur atvinnu af því að kúga fólk og niðurlægja. - Það er að mörgu leyti mjög gaman að leika tvö svona ólík hlutverk á einu kvöldi, og þetta er náttúrlega hluti af starfi leikar- ans, hann er þjálfaður til að geta gert svona hluti. Þessi hlutverk eru líka mjög spennandi að takast á við, þau eru svo ólík hetjuhlut- verkunum og þannig hlutverk finnst mér alltaf meira spenn- andi. LG Eins konar Alaska: Amar Jónsson og María Sigurðardóttir. ViðarEggertsson: Vildi leggja j mitt afmörkum til að sýningin gœti haldið áfram Viðar Eggertsson tók við af Þór Tulinius sem eitt af fórnarlömb- um pyndingameistarans. Hvern- ig er að taka við hlutverki ein- hvers annars svona í miðjum klíðum? - Ég er í þeirri óvenjulegu og góðu aðstöðu að þekkja sýning- una bæði sem áhorfandi og leikari. Ég var reyndar á báðum áttum þegar ég var beðinn um að taka þetta hlutverk að mér, því þarna kem ég inn í tilbúna sýn- ingu og fæ þannig engan æfinga- tíma til að byggja upp persónuna, og æfingatíminn finnst mér vera skemmtilegasti hlutinn af starfi leikarans. Eins var erfitt að taka við af Þór sem mér fannst leika þetta hlutverk mjög vel. En þar á móti kom að ég var mjög hrifinn af sýningunni þegar ég sá hana, og vildi leggja mitt af mörkum til að hún gæti haldið áfram. Og svo er mjög gaman að fá tækifæri til að leika á móti svona þroskuðum og mögnuðum leikara eins og Arnari. LG Inga Bjarnason leikstjóri: Pinter er enginn hvunndagshöfundur - Fyrra verkið er dæmigerður Pinter, segir Inga Bjarnason leik- stjóri. - Það er eftir mann sem er orðinn mjög þroskaður höfundur, og er svo vel skrifað, svo fullkomið listaverk, að ef ekki er andað á réttum stöðum þá hrynur allt verkið. Seinna verkið er alls ekki dæmigert, því það er skrifað af ofboðslega reiðum manni sem í stað þess að kyrkja fólk fyrir heimsku, fer heim og skrifar leikrit. - Ég held að Kveðjuskál sé mikil tilfinningaleg áreynsla fyrir okkur öll að takast á við. Ég hef til dæmis aldrei lent í því áður að geta ekki æft lengur en í klukku- tíma, án þess að allir væru orðnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.