Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 10
^jRARIK RAFMAGNSVEITIIR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-88001: Nýbygging verkstæðis- og geymsluhúss í Ólafsvík. Opnunardagur: Miðvikudagur 24. febrúar 1988, kl. 14:00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Sandholt 34, Ólafsvík, og Laugaveg 118, Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 10. febrúar 1988 gegn kr. 5.000 skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Ólafsvík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 88001 Húsnæði í Ólafsvík". Reykjavík, 05. 02. 1988 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða TALSÍMAVERÐI hjá ritsíma Símstöðvarinnar í Reykjavík. Vélritunarkunnátta áskilin ásamt einhverri tung- umálaþekkingu. Upplýsingar veita Ólafur Eyjólfsson og Óli Gunn- arsson í síma 689011. Leðursmíði - innritun Sex vikna námskeið í leðursmíði hefst 15. febrúar n. k. Kennt verður einu sinni í viku fjórar stundir í senn (mán. kl. 19:30-22:20). Helstu grunnatriði leð- ursmíði verða kennd og hanna nemendur sjálfir þá hluti sem þeir vilja s.s. töskur, beiti, smáhluti o. s.frv. Unnið verður með sauðskinn og nautsleður. Kennari er María Ragnarsdóttir, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 3.000,- Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudagsins 12. febrúar). FLUGMÁLASTJÓRN Útboð vegna fluggagnakerfis Flugmálastjórn hefur leitað tilboða utanlands í þróun fluggagnakerfis. í útboðslýsingum er gert ráð fyrir þátttöku íslensks fyrirtækis sem undir- verktaka við gerð hugbúnaðarins. Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum, sem hafa áhuga á ofangreindu verkefni. Útboðsgögn ásamt kröfum um hæfni og reynslu þeirra fyrir- tækja, sem koma til greina, fást afhent í af- greiðslu flugmálastjórnar, 1. hæð, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Flugmálastjóri ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin Hanaslagurinn hafinn Robert Dole og Richard Gephardt urðu efstir í vin- sœldavali repúblikana og demókrata ílowafylkifyrir forsetakjör síðar í ár Repúblikaninn Robert Dole og demókratinn Richard Gep- hardt skutu flokksbræðrum sínu ref fyrir rass í fyrstu forkosning- unum fyrir forsetakjör í Banda- ríkjunum í fyrradag. Varaforset- inn George Bush varð hinsvegar fyrir áfalli. Bush varð að gera sér þriðja sætið að góðu í prófkjöri Repú- blikanaflokksins í Iowafylki, næst á eftir sjónvarpspredikaran- um Pat Robertson. Bush varaforseti hefur ætíð þótt litlaus og leiðinlegur stjórnmálamaður, auk þess að vera smár í skoðunum og illsku- heftur. Ennfremur hefur það ver- ið fundið honum til foráttu að hann sé orðljótur þegar hann telji hljóðnemana blunda og hafa vit- að meira en hann hafi viljað vera láta um Írans/Kontrahneykslis- málið sem kom upp um raun- verulegt innræti Ronalds Reag- ans, húsbónda hans. Bush veit sem er að þorri þess- ara sögusagna á ættir að rekja til herbúða flokksfélagans og skoð- anabróðurins Roberts Doles. Hann galt honum því rauðan belg fyrir gráan, og lýsti því yfir að Dole væri alveg sérstaklega leiðinlegur, uppstökkur og húm- orslaus náungi en allt væru þetta ólíðanlegir lestir í fari Bandaríkj- aforseta. En kjósendum í Iowa finnst Dole skemmtilegri en Bush og Robertson líka. Varaforsetinn var að vonum fremur daufur í dálkinn þegar hann var spurður um líðan sína að úrslitum fyrir- lögðum. Hann minnati menná að dagur kæmi eftir þennan dag kvaðst vera fullviss um að verða útnefndur frambjóðandi Repú- blikanaflokksins. Aðspurður kvaðst Dole hafa borið sigur úr býtum vegna þess að hann gerði „raunverulegu málirí' að umtals- efni í kosningabaráttunni. Ro- bertson kvaðst fyrst og fremst þakka siðferðiskennd almennra repúblikana árangur sinn. Ljóst væri að Bandaríkjamenn vildu að leiðtogar sínir væru gæddir miklu siðferðisþreki. Þvínæst sagði Robertson: „Þetta var glæsilegur sigur fyrir alla bandarísku þjóðina, fyrir þá sem vilja að Bandaríkin séu núm- er eitt í heiminum, þá sem vilja endurreisa stórfengleik Banda- j ríkjanna með siðferðisþreki og I mórölskum styrk, þá er vilja úr- valsmenntun og betra fjölskyldu- I líf.“ í tölum voru úrslit repúblik- anska prófkjörsins þessi: Dole 38 af hundraði, Robertson 24, Bush 19, Jack Kemp 11, Pete du Pont 7 og lestina rak sjálfur Alexander Haig, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins, yfirmaður herafla NATO og utanríkisráðherra, með 0,0 af hundraði. Gerphardt er lítt kunnur, 47 ára gamall fulltrúadeildarþing- maður frá Missouri. Pað var ekki á vitorði margra landa hans að hann væri til fyrr en þónokkur tími var liðinn frá því hann lýsti því yfir að hann gæti vel hugsað sér að verða forseti Bandaríkj- anna. Gerphardt er séður náungi og sá sér leik á borði þegar Gary Hart varð að draga framboð sitt Einsog sjá má er Robert Dole ekki jafn fúll og Bush heldur fram. Maðurinn til hægri heitir Richard Gerphardt. til baka sökum ótímabærs og forkastanlegs kvennastúss. Þá á- lyktaði Missourimaðurinn rétti- lega að skarð væri fyrir skildi og hóf „baráttu sína gegn kerfinu." Hún virðist hafa orðið árang- ursrík. Þótt Gerphardt megi vitaskuld vel við una þá er útlit fyrir tvísýna demókratíska prófkjörsbaráttu. Mjótt var á munum milli hans og Pauls Simons og skamman spöl að baki Simons stendur Mikhael Dukakis. Hart virðist hinsvegar algerlega vera í bak. Þessi urðu úrslit prófkjörs demókrata Iowa fyrir forseta- kjör: Gephardt 31 af hundraði, Simon 27, Dukakis 22, séra Jesse Jackson 9, Bruce Babbitt 6. Hart fékk minna en eitt prósent og Al- bert Gore jafnlítið og Haig. Reuter/-ks. Bretland Ekkert lát á verkföllum Iðnverkamenn, hjúkrunarfræðingar og kennarar leggja niður vinnu Nú hafa 32,500 verkamenn bresku Ford bílaverksmiðj- anna verið í verkfalli í tvo daga en talsmaður Ford segir húsbændur sína ekki hafa í hyggju að ganga til samningaviðræðna við verka- lýðsleiðtoga. Hann greindi frá því að 22 verksmiðjur Ford stæðu auðar og yfirgefnar víðsvegar um eyjarnar þar eð verkamenn stæðu einhuga að vinnustöðvun- inni og kröfunum um hærri laun og viðunandi vinnuaðstöðu. Enn- fremur hefðu fyrirmenn Ford í Belgíu orðið að senda um eitthundrað verkamenn heim sökum skorts á breskfram- leiddum bflahlutum. Þetta kváðu vera fyrstu verk- föll hjá bresku Ford bflaverks- miðjunum í áratug og haldast þau í hendur við önnur slík á Bret- landi um þessar mundir. Breska verkalýðshreyfingin hefur haft fremur hægt um sig frá því ársl- öngu verkfalli kolanámumanna lauk árið 1985 án þess að tækist að hindra kjaraskerðingar og uppsagnir. I fyrri viku lögðu þúsundir breskra hjúkrunarfræðinga niður vinnu í einn sólarhring. Var þetta fyrsta verkfall þeirra í sögu bresks heilbrigðiskerfis. Leið- togar stéttarfélags hjúkrunar- fræðinganna, COHSE, tjáðu fréttamönnum í gær að þeir hygð- ust efna til mikilla mótmæla þann 14. mars næstkomandi vegna lág- launastefnu ríkisstjórnar Mar- grétar Thatchers. Útilokuðu þeir ekki verkföll. Á Norður-Englandi sitja námumenn 22 kolanáma heima með hendur í skauti sökum þess að öryggiseftirlitsmenn neita að vinna yfirvinnu og anna því ekki öllum námum. í Lundúnum lögðu 13 þúsund kennarar niður vinnu í gær í mótmælaskyni við þau áform stjórnarinnar að lækka framlög til menntamála. Leiðtogar Breska verkalýðs- ráðsins ákváðu í gær að dagurinn í dag, miðvikudagur, yrði helgað- ur baráttunni fyrir auknum fjár- útlátum ríkisins til heilbrigðis- mála. Breskri heilbrigðisþjón- ustu hefur hrakað jafnt og þétt frá því Thatcher hófst til valda árið 1979 og nú er svo komið að hún er nánast nafnið tómt. Reuter/-ks. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.