Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 16
’ 1 .• ' Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Mlðvikudagur 10. febrúar 1988 32. tölublað 53. árgangur Sparisjóösvextir qg yfindráttur á tékkareikningum SAMVINNUBANKI ISLANDS HF ■ ■ Kringlan Oryggisverðir hætta Öryggismiðstöðin sf.: Enn ósamið við Dagsbrún. Lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjald dregið aflaunum, en ekki er vitað um viðtakanda. Orlofekki borgað. Fimm öryggisverðir á förum Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur Öryggismiðstöð- in sf. í Kringlunni ekki enn skrif- að undir samning við verka- mannafélagið Dagsbrún, þrátt fyrir að slíkur samningur hafí verið tilbúinn til undirritunar frá því snemma í vetur. Engu að síður dregur fyrirtækið lífeyris- sjóðsgjald og stéttarfélagsgjald af launum öryggisvarðanna, en borgar þeim ekkert orlof, sem þó ber að greiða, samkvæmt lögum, 10,17% ofan á allar launatekjur. Mikill órói er því þessa dagana meðal öryggisvarða í Kringlunni og hafa nú þegar fimm þeirra sagt upp störfum og eru á förum á næstu dögum og um næstu mán- aðamót. Þegar starfsmennirnir bera upp kvartanir við forráða- menn fyrirtækisins, er þeim sagt að hypja sig séu þeir ekki ánægðir með starfið og vinnuaðstöðuna. Öryggisverðirnir hafa ekki far- ið á brunamálanámskeið og hafa ekki verið upplýstir um hvar brunatjöld Kringlunnar eru, ef eldur kynni að koma upp í versl- unarmiðstöðinni. Það situr því allt svo til við það sama frá því í vetur, þegar trúnaðarmaður ör- yggisvarðanna var rekinn sam- stundis eftir að hafa farið þess á leit að starfsþjálfun þeirra yrði aukin og bætt til þess að þeir gætu unnið sitt starf sómasamlega. Að sögn Kjartans Scheving, eiganda Öryggismiðstöðvarinnar sf., hefur ekki verið skrifað undir samning við Dagsbrún vegna þess að þeir bíði eftir niðurstöð- um komandi kjarasamninga! Ekki vildi Kjartan segja Þjóðvilj- anum til hvaða lífeyrissjóðs, né stéttarfélags, fyrirtæki hans greiddi það sem tekið er af iaunum öryggisvarðanna, og um ógreitt orlof kannaðist hann ekk- ert við. -grh 1 Siðadómur Útvarpsmenn út úr dómnum I kjölfar úrskurðar siðareglu- nefndar Blaðamannafélagsins um fréttaflutning Ríkisútvarpsins af Tangenmálinu svokallaða fyrr í vetur hafa tveir af fréttamönnum útvarpsins, sem áttu sæti í nefn- dinni, sagt sig úr henni, þeir Frið- rik Páll Jónsson varafréttastjóri og Atli Rúnar Halldórsson frétta- maður sem er varamaður í nefn- dinni. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er mikil óánægja meðal starfsmanna á fréttadeild útvarps með þá ákvörðun siðanefndar að fella dóm yfir allri fréttadeildinni og líta fréttamenn þar svo á að þeim sé ekki fært að svo komnu máli að skipa sæti í siðanefnd. -Sáf. Landhelgisgœslan Margt leynist í sjónum umhverfis landið Handbók stríðstól Tundurdufl, djúpsprengjur, eldflaugasprengjur, hand- sprengjur og ýmis önnur hættuleg vígatól, auk torkennilegra hluta sem oft rekur á fjörur landsins, er umfjöllunarefni í nýútkominni bók sem sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar hefur gefíð út. „Stríðstól og aðrir hættulegir hlutir“ er yfirskrift bókarinnar, en hún er einkum ætluð skip- stjórnarmönnum íslenskra fiski- skipa og lögregluyfirvöldum til leiðbeiningar um meðferð hættu- legra hluta eða vopna. f bókinni er greint frá þeim sprengjum og hættulegum hlut- um sem komið hafa í veiðarfæri skipa á undanförnum árum, sést á reki við ísland eða rekið á fjörur. Af upptalningu í bókinni er ljóst að ýmislegt fleira leynist í sjónum og undirdjúpunum um- hverfis landið en matfiskur og krabbadýr. -Jg- Krakkarnir í Álfftamýrarskóla voru óvenjukát í skóianum í gær enda starfsdagur og margt skemmtilegt við að vera. Þessar stelpur voru í óða önn að mála veggspjöld þegar Ijósmyndari Þjóðviljans leit þar inn Þær heita: fr. v. Anna, Helga og Gerður. Mynd - Sig. Borgarráð Tilboð opnuð í Völundarlóð Steintak bauð hæst, 77,7miljónir. Dögun hf. bauð mest ílóðÁrna Jónssonar við Laugaveg, 32 miljónir fundi borgarráðs f gær voru íbúðarhúsnæðis samkvæmt opnuð tilboð um byggingu skipulagi á Völundarlóðinní við Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Viðræður í Moskvu Pingmannanefnd um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd þiggur boð Ryzhkovs. Hyggst einnig fara til Washington | gær lauk í Stokkhólmi fundi þingmannanefndar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Af íslands hálfu sátu fundinn Svavar Gestsson frá Alþýðubandalaginu, Páll Pétursson frá Framsóknar- flokki og Eiður Guðnason frá Al- þýðuflokki. Fulltrúi frá Kvenna- listanum sat ekki fund nefndar- innar að þessu sinni. Að loknum nefndarfundi upp- lýsti Anker Jörgensen formaður nefndarinnar blaðamenn um að nefndin hefði ákveðið að þiggja boð Ryzhkovs forsætisráðherra Sovétríkjanna um að koma til Moskva síðar á þessu ári og eiga þar viðræður við þingmenn. Fram kom og að nefndin stefndi að því að eiga einnig viðræður við þingmenn í Washington. Jörgensen sagði að innan tíðar yrði efnt til almenns þingmanna- fundar um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Siíkur fundur var haldinn 1. desember í Kaup- mannahöfn og sátu hann fulltrúar frá nær öllum þingflokkum á þjóðþingum Norðurlanda. ÓP Skúlagötu. Hæsta tilboð átti Steintak hf., 77,7 mUjónir króna og næst kom Ós hf. með 67,3 milj- ónir. Til að sleppa á sléttu þurfti borgin að fá 57 miljónir, en hún kcypti lóðina á sfnum tíma. Borg- in hagnast því um 20 miljónir á útboðinu. Þá voru einnig opnuð tilboð um byggingu á lóð Árna Jóns- sonar við Laugaveg og átti byg- gingarfélagið Dögun hæsta boð, 32 miljónir króna, en næst kom Asparás hf. með 28,1 miljón. Borgarráð samþykkti einnig á fundi sínum í gær að veita 250 þúsund króna fjárstuðning til Jafnréttisráðs Reykjavíkur til að styrkja þátttöku reykvískra kvenna í Norræna kvennaþinginu sem haldið verður í Osló á þessu ári. Einnig var samþykkt að setja upp umferðarljós á þremur nýj- um stöðum í borginni í sumar. Þau verða sett upp við gatnamót Sætúns og Kringlumýrarbrautar, Rauðarárstíg, og Hverfisgötu og við gatnamót Eiríksgötu og Bar- ónsstígs. Þá krafðist minnihlutinn þess og lét bóka að fá að sjá útboðs- gögn og tilboð vegna fyrsta hluta ráðhússbyggingarinnar við Tjörnina. Við útboðið var valinn hópur verktaka til að bjóða í þennan fyrsta áfanga byggingar- innar, en stjórnarandstaðan hef- ur hvorki fengið að sjá útboð- sgögnin né þau tilboð sem bárust. Innan borgarkerfisins herma sagnir að þeir einir hafi fengið að vera með, eru vanir að vinna í vatni! -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.