Þjóðviljinn - 10.02.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Side 11
ERLENPAR FRÉTTIR ísraellherteknu svceðin Tveir unglingar myrtir Israelsmenn við sama heygarðshornið. Óvíst hvorthermenn eða landrœningjar myrtu ungmennin. Erindreka Bandaríkjastjórnar fálega tekið íJórsölum Israelsmenn urðu tveim palest- ínskum ungmcnnum að bana í gær. Fannst annar skotinn til bana við vegartálma í þorpi á vesturbakka Jórdanár en hinn lést á sjúkrahúsi á Gazasvæðinu af völdum höfuðhöggs. Frétta- stofa Palestínumanna, PPS, stað- hæfði að ísraelskir hermenn hefðu orðið þeim að bana en herstjórnin vildi hvorki játa því né neita, kvað verið að fara ofaní saumana á málinu. Að sögn Reuters bar minna á palestínskum mótmælendum á herteknu svæðunum í gær en undanfarna daga. Hinsvegar flykktust ungir Palestínumenn útá götur í Gazaborg þegar þeim bárust fréttir af því að landi þeirra, Khader Tarazi, hefði lát- ist á Soroka sjúkrahúsinu í bæn- um Beersheba. Hann var sautján ára gamall og lést af völdum höfuðáverka. Hann er þriðji palestínski ung- lingurinn sem barinn hefur verið til bana á Gazasvæðinu á umliðn- um dögum. Einhverra hluta vegna vill herstjórnin ekki viður- kenna að dátar sínir beri ábyrgð á morðum þessum, annaðhvort vill hún ekki staðfesta með því að þeir séu trylltir morðvargar sem fremji svívirðilega glæpi í umboði Yitzhaks Rabíns varnarmálaráð- herra eða að morðingjana er að finna í röðum ísraelskra landræn- ingja. Að sögn PPS var Mahmoud Abu Khalil skotinn til bana af hermönnum herraþjóðarinnar í gær. Ekki er getið um aldur Khal- ils í Reutersskeytinu en lík hans fannst skammt frá heimili hans í þorpinu Attil, nærri borginni Tulkarem. Tarazi og Khahil voru 51. og 52. fórnarlamb ísraelshers og landræningja frá því „átök“ pal- estínskra grjótkastara og skot- glaðra zíónista hófust á herteknu „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur." Örin bendir á okkar mann, Kurt Waldheim, en maðurinn næst honum á vinstri hönd er sjálfur Pavelic, leiötogi Ustasha fasistanna og leppstjórnar Þjóðverja í Króatíu. Hryðjuverk hans og böðla hans voru svo óskapleg að gekk fram af SS foringjum að sögn mannkynssögu BAB. Austurríki HáHvolg skýrsla sagnfræðinga ískýrslu sagnfrœðinganna sex eru leiddar líkur aðþvíað Waldheim hafi aðhafst ýmislegt vafasamt er tengdist stríðsglœpum! Þeirsegjast hvorki geta sannað sekt hans né sýknað hann Sagnfræðingarnir sex er hafa um skeið gramsað í fortíð Kurts Waldheims, forseta Austurrfkis, sökuðu hann f gær um að hafa vitað um hryðjuverk nasista og leppa þeirra f Júgóslav- íu en aðhafst ekkert til þess að hindra þau. Hann hafi ennfremur rcynt að hjúpa feril sinn á stríðs- árunum gleymsku og þögn. í 202 blaðsíðna skýrslu sex- menninganna, sem birt var austurrískum almenningi í gær, kemur fram að Waldheim hafi verið einkar vel upplýstur um at- ferli þýska hersins á Balkanskaga og „framkvæmt sitthvað er stuðl- aði að gerræðisverkum.“ Höf- undar kveðast hvorki hafa sann- anir til þess að sakfella Waldheim né sýkna hann af hlutdeild í stríðsglæpum en segja ekki fara á milli mála að hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í þýsku hermaskínunni og fjarri því verið jafn vesæl undirtylla og hann hafi viljað vera láta. „Hann lagði hvað eftir annað hönd á plóginn við aðgerðir sem tengdust hryðjuverkum og stuðl- aði þar með óbeint að þeim,“ einsog komist er að orði í hinni loðinyrtu skýrslu. Waldheim hafi reynt að breiða fjöður yfir her- mennsku sína og lagt sig í líma við að telja fólki trú um að hann hafi ekkert aðhafst er orka kynni tví- mælis. Hið gagnstæða væri hins- vegar sönnu nær. Waldheim staðhæfði í fyrra- kvöld að skýrslan hefði hreinsað' sig af öllum áburði. Hann endur- tók fyrri fullyrðingar um að sig rámaði ekki í að hafa gert neitt miður gott á stríðárunum og ítr- ekaði að hann hygðist ekki segja af sér austurrískri forsetatign. Einn sexmenninganna, Yehu- dah nokkur Wallach, kennari við háskólann í Tel Aviv, sagðist að sönnu ekki vera lögfræðingur en vera engu að síður fullviss um að lögsækja mætti Waldheim út frá þeim staðreyndum er tíundaðar væru í skýrslunni. Hvað sem líður fullyrðingum Waldheims sjálfs um niðurstöður skýrsluhöfunda þá staðhæfa þeir að hann hafi vitað um flutning þúsunda gyðinga og annarra þegna í útrýmingarbúðir meðan hann var foringi í leyniþjónustu Hitlers. Forsetinn þjónaði For- ingja sínum í Grikklandi og Júg- óslavíu frá 1942 og til stríðsloka en stendur á því fastar en fótun- um að hann hafi ekki vitað um ódæðisverk Þjóðverja eða, hafi hann vitað um þau, væri hann því miður búinn að gleyma þeim öllum. Reuter/-ks. Miðvlkudagur 10. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Daglegt brauð og barsmíðar. ísraelsdátar draga ungan Palestínumann á afvik- inn stað. svæðunum í desembermánuði síðastliðnum. í gær kom erindreki Banda- ríkjastjórnar, aðstoðarutanríkis- ráðherrann Richard Murphy, til Jórsalaborgar og kvað hann hafa haft meðferðis tillögur húsbænda sinna um „lausn á vandanum á herteknu svæðunum" einsog at- burðirnir á Gaza og vesturbakk- anum er kallaðir af fréttaritara Reuters. Murphy mun ekki hafa fengið sérlega varmar veikomur er hann gekk útúr flugvél sinni í höfuð- borg ísraels. Shimon Perez sagði höfuðmarkmið tillagna hans og yfirmanna hans í Washington að ísraelsmenn afhendi Jórdönum landssvæðin er unnust í sex daga stríðinu árið 1967. Yitzhak Shamir sá ástæðu til þess að vara Bandaríkjamenn við því að vera að skipta sér af því hvernig hann hegðaði sér á Gaza og vestur- bakka. „Svæðin“ væru óumdeil- anlega hlutar Stór-ísraels og pun- ktur basta. Reuter/-ks. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Birna Gísli Mörður Árni Páll Alþýðubandalagið í Reykjavík ísland, Nató, Evrópubandalagið, - er endur- skoðunar þörf? Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar um utanríkismálin og tengsl Islands við EB og Nataó rædd í víðu samhengi. Framsögumenn: Birna Þórðardóttir, Gísli Gunnarsson, Mörður Árnason. Fundarstjóri er Árni Páll Árnason. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld í Kópavogi Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7. mars. Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- og heildarverðlaun í boði. Mætið tímanlega. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar að Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Fundarefni: ísland og bandalögin - er endurskoðunar þörf? Utanríkismálin og tengsl Islands við NATÓ og EB rædd í víðu samhengi. Nánar auglýst síðar. Stjórn ABR |i!iiiii'rii|||iMKÍiuj| m PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA hjá póst- og símstöðvunum í Hafnarfirði og Kópa- vogi. Upplýsingar hjá stöðvarstjórum í Hafnarfirði í símum 50555 og 50933; í Kópavogi í síma 41225.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.