Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 2
P-SPURNINGIN — Hvemig líst þér á þá hug- mynd aö færa til frídaga sem eru í miðri viku fram aö helgi, og lengja þar með helgina? starfsmaður Máls og menningar: Mjög vel. Davíð Vikarsson starfsm. M og M.: Mér líst mjög vel á þær, og mér sýnist þetta sem aukin hagræð- ing fyrir alla aðila. Ingi Þórhallsson vélfræðingur: Það líst mér mjög vel á, og finnst í raun ekkert spursmál. Það er þægilegt fyrir aila að fá frídagana í röð, hvern á eftir öðrum. Jón Tómasson kaupmaður: Alveg ágætlega bara. Sjálfsagt miklu þægilegra. Erla Ófeigsdóttir kennari: Það líst mér illa á. Já, mjög svo og kemur bara ekki til greina að mínu áliti. Hefðbundnir frídagar eiga að vera á sínum stað og ekki meira með það. FRETTIR Grunnskólinn Agavandi og plássleysi Aðstöðuleysi og ofsetnir bekkirskapa áhugaleysi. Fyrirsjáan- legur verulegur skortur á kennurum á komandi árum. Birna Sigurjónsdóttir formaður Skólamálaráðs KÍ: Bíðum eftir viðbrögðum yfirvalda Virðing nemenda fyrir kennur- um hefur minnkað, áhugi og samviskusemi þeirra fer minnkandi og agavandamál hafa aukist, eru m.a. álit grunnskóla- kennara í viðamikilli könnun á högum þeirra og viðhorfum til skólastarfsins sem framkvæmd hefur verið á vegum menntamála- ráðuneytisins. Undirbúningur þessarar könnunar hófst fyrir nær 3 árum og lágu fyrstu niðurstöður fyrir í nóvember 1986 en heildarniður- stöður könnunarinnar hafa nú verið kynntar fyrir kennurum og skólayfirvöldum. Að sögn Þórólfs Þórlindssonar prófessors sem sá um fram- kvæmd könnunarinnar var þátt- taka kennara mjög góð en við úr- vinnslu var valið 825 lista úrtak af tæplega 2500 spurningalistum sem bárust. Meðal athyglisverðra upplýs- inga sem koma fram í könnuninni er að kennarar telja 75 þús. kr. á mánuði viðunandi sem byrjunar- laun. Tæplega þriðjungur kenn- ara vinnur aukastörf önnur en kennslu og ríflegur helmingur starfandi grunnskólakennara hefur kennt í 9 ár eða skemur. Það bendir til þess miðað við út- skriftir úr Kennaraháskólanum að fyrirsjáanlegur sé verulegur skortur á kennurum með kennsluréttindi á komandi árum. Allt of fjölmennir bekkir og þar af leiðandi of lítill tími til að sinna nemendum telja kennarar eitt stærsta vandamálið í grunn- skólum í dag. Æskilegast sé að nemendur séu ekki fleiri en 20 í hverjum bekk og leggja verði höfuðáherslu á kennslu undir- stöðugreina. Þá telja kennarar að of lítil áhersla sé lögð á tölvu- kennslu, móðurmálskennslu , tónmenntir og heimilisfræði í skólunum en að sama skapi of mikil áhersla á kristinfræði og er- lend tungumál. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra segir að þessar niðurstöður séu mikilvæg- ar sem innlegg í skólamálaum- ræðuna og fyrir stefnumótum í menntamálum. - Þessi niðurstaða sýnir ná- kvæmlega sömu vandamál sem við eigum við að etja í okkar skólakerfi og vakin var athygli á í OECD-skýrslunni nýverið. Við- brögð kennara geta ekki verið önnur en þau að vfsa þessu áfram til yfirvalda sem ráða fjárveiting- avaldinu og spyrja hvað þau ætli að gera. Hvenær eigum við von á viðbrögðum við þessum niður- stöðum? sagði Birna Sigurjóns- dóttir formaður Skólamálaráðs Kennarasambandsins í samtali við Þjóðviljann. Birna sagði að margir vildu rekja agavandamál og áhugaleysi nemenda til almenns uppeldis- leysis í þjóðfélaginu. - Það er búið að vísa almennu uppeldi inn í skólastofurnar án þess að skól- unum hafi verið skapaðar að- stæður til að sinna þessum mál- um. Það er einmitt meginniður- staða í viðhorfum kennara að það verði að bæta aðstöðuna í skólun- um ef við viljum halda reisn okk- ar sem menningarþjóð. -lg- Kennaraskortur er fyrirsjáanlegur í grunnskólunum á komandi árum en þessi börn í Hólabrekkuskóla höfðu engan kennara þegar þau ætluðu að byrja í skólanum í hitteðfyrrahaust. Mynd-E.ÓI. Iðnverkafólk Tíðindalausar viðræður GuðmundurP. Jónsson: Getum ekki beðið öllu lengureftir Verka- mannasambandinu Lítt hefur hreyfst í samninga- viðræðum Landssambands iðnverkafólks við atvinnurekend- ur. Að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar, formanns Landssambands iðnverkafólks hefur iðnverkafólk í dag kl. 14.00-16.00 verður á útvarpsdagskrá Rótar þáttur um Dagsbrúnarverkfallið mikla árið 1955. Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur hefur gert sögulega samantekt um verkfallið og þá at- farið sér hægt meðan beðið er eftir að línur skýrist í samninga- viðræðum Verkamannasam- bandsins. - Við getum þó ekki beðið öllu lengur, sagði Guð- mundur. burði, sem því tengdust. Verður hún flutt í dagskránni. Þá verður lesið upp úr blöðum frá þessum tíma og rætt verður við þátttak- endur í verkfallinu. - mhg Hingað til hafa viðræðurnar einkum snúist um gerð fastlaunasamninga, sem er ólok- ið frá síðustu samningum, en launliðir nýrra samninga að mestu verið látnir liggja milli hluta. - Ég veit ekki hvað er fram- undan, en það er ljóst að við- ræður verða að skýrast í næstu viku, sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar hefur verkfallsheimilda ekki enn verið aflað. - Það eru ekki rök til þess fyrr en fer að reyna á samnings- vilja atvinnurekenda. Við höfum ekki þvingað þá enn um ákveðin svör. Á meðan er ekki ástæða til að að munda verkfallsvopnið, sagði Guðmundur. . Lánskjaravísitalan Verðbœtur hækka helm- ingi hraðar en lágmarks- launin Reiknuð hefur verið lánskjara- vísitala sem taka á gildi 1. mars n.k. Hún verður 1968 stig en er nú febrúar í 1958 stig. í mars í fyrra var lánskjaravísitaian 1614 stig og hefur því á einu ári hækk- að um 22%. Hafi húsbyggjandi tekið verð- tryggt lán upp á eina miljón króna fyrir ári og enn ekkert greitt af því, skuldar hann nú 1.219.331 krónu auk vaxta en þeir eru nú eru almennt 9,5% af slíkum lánum. Á sama tíma hafa lágmarks- laun verkamanna ekki hækkað um nema 11%. Þau voru í mars í fyrra 27.031 en eru nú 29.975 krónur á mánuði. ÓP Rót Verkfallið 1955 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.